Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudaqur 24. október 1990 Miðvikudagur 24. október 1990 Tíminn £ * Utgefendur eru nú í óða önn að leggja síðustu hönd á útgáfu jólabókanna og eins og venjulega kennir þar ýmissa grasa: Afnám virðisaukans virðist ekki Jólabókaflóðið Jólabækurnar eru nú flestar að verða til- búnar og þrátt fyrir misjafna afkomu á síðasta ári er engan bilbug á bókaútgef- endum að finna og ætla flestir að vera með svipaðan fjölda titla og í fyrra. Bóka- forlögum hefur hins vegar eitthvað fækk- að og því mætti búast við að heildartitla- fjöldinn yrði eitthvað minni og lauslega áætlað má búast við hátt í 400 titlum í jólabókaflóðinu í ár. Blaðamaður Tímans ræddi við forsvarsmenn helstu forlag- anna og voru flestir á því að þrátt fyrir hækkanir á prenttöxtum myndu þeir halda sama verði og var um síðustu jól og þar sem búið væri að afnema virðisauka- skattinn mætti búast við um 20% lækk- un á bókunum frá því sem var um síð- ustu jól. Almenna bókafélagið Almenna bókafélagið gefur út fyrir jólin bækurnar Rauðir dagar, sem er skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson, Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl sem er ljóða- bók eftir Kristján Kristjánsson, Kvæði ‘90, ljóðabók eftir Kristján Karlsson, Sér- stæð sakamál, íslensk og norræn, Jó- hanna S. Sigþórsdóttir skráði og þýddi, íslenska kynlífsbókin eftir Óttar Guð- mundsson lækni, íslenskir hermenn, þar sem Sæmundur Guðvinsson ræðir við ís- lendinga, hérlendis og erlendis, sem gegnt hafa herþjónustu, Meira skólaskop, Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjóns- son segja gamansögur úr skólastofunni, Skuggamir í fjallinu eftir Iðunni Steins- dóttur og Á baðkari til Betlehem eftir Sigurð G. Valgeirsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Þá eru komnar út bækurnar Vökunótt fuglsins, þar sem tveir af okkar mestu listamönnum, þeir Tómas Guð- mundsson og Jóhannes Kjarval, segja Matthíasi Johannessen hug sinn, Einfar- ar í íslenskri myndlist eftir Aðalstein Ing- ólfsson, Líkamstjáning eftir Allan Pease, Galina, endurminningar söngkonunnar Galina Vishnevskaja, Blóðugur blekking- arleikur, þar sem yfirforingi rúmensku öryggislögreglunnar afhjúpar spillingu, og Njósnarinn sem kom inn úr kuldan- um eftir John le Carré. Forlagið Forlagið gefur út fjögur íslensk skáld- verk. Það eru skáldsögurnar Meðan nótt- in líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og Nautnastuldir eftir Rúnar Helga Vignis- son, Sögur úr Skuggahverfinu eftir Ólaf Gunnarsson og Ijóðabókin Ljóð námu völd eftir Sigurð Pálsson. Aðrar frum- samdar bækur eru Sól í Norðurmýri sem er saga Magnúsar Þórs Jónssonar, Megas- ar, skráð af Þórunni Valdimarsdóttur, Ég hef lifað mér til gamans, ævisaga Björns á Löngumýri, skráð af Gylfa Gröndal, Af fiskum og flugum, veiðisaga og vanga- veltur eftir Kristján Gíslason, Neistar frá sömu sól, samtöl við fimm íslendinga um dulræn málefni eftir Svanhildi Konráðs- dóttur, Rokksaga íslands 1955-90, frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna eftir Gest Guðmundsson, Eftir kenjum kokks- ins sem er matreiðslubók eftir Rúnar Marvinsson. Forlagið gefur út tvær þýdd- ar skáldsögur, Blóðbrúðkaup eftir Yann Queffélec í þýðingu Guðrúnar Finnboga- dóttur og Marta Quest eftir Doris Lessing í þýðingu Birgis Sigurðssonar. Þá gefur Forlagið út bókina Friður-Kærleikur- Lækning eftir Bernie S. Siegel. Bókin fjallar um samskipti líkama og sálar og leiðina til sjálfslækningar. Helga Guð- mundsdóttir þýddi. Af barna- og ung- lingabókum má nefna Ég elska þig sem eru frásagnir af æskuástum eftir þjóð- kunna íslenska höfunda og Axlabönd og bláberjasaft, barnabók eftir Sigrúnu Eld- járn. Fróði Bóka- og blaðaútgáfan Fróði hf. mun gefa út rúmlega tuttugu bækur fyrir jól- in. Þetta eru bækurnar Völundarhúsið, sem er Reykjavíkurskáldsaga eftir Baldur Gunnarsson, Þegar böndin bresta, skáld- saga eftir Arnmund Backman, Tár, bros og takkaskór, unglingaskáldsaga eftir Þorgrím Þráinsson, Fimmtíu flogin ár II. bindi atvinnuflugssögu íslendinga eftir Steinar J. Lúðvíksson og Svein Sæ- mundsson, Bætt heilsa-betra líf, eftir Jón Óttar Ragnarsson, Úrvalsréttir Gestgjaf- ans, matreiðslubók eftir írisi Erlingsdótt- ur, HM í knattspyrnu eftir Sigmund Steinarsson blaðamann, Mannraunir eft- ir Sighvat Blöndahl, Lífsstríðið, ævisaga Margrétar Róbertsdóttur, skráð af Eiríki Jónssyni fréttamanni, í einu höggi, skáld- saga eftir Ómar Ragnarsson fréttamann, Leyndardómar laxveiðanna eftir Ólaf Jó- hannsson fréttamann, Hvernig lesa á árs- reikninga fyrirtækja eftir Árna Vilhjálms- son og Stefán Svavarsson, Vatnaveiði- handbókin eftir Guðmund Guðjónsson, Stebbi fer í flugvél, smábarnabók eftir Hope Millington, myndskreytt af Gunn- laugi Johnson, Vaxandi vængir eftir Þor- stein Antonsson, Borgararnir eftir Ásgeir Hannes Eiríksson, þar er fjallað um upp- gang og hrun Borgaraflokksins, Stanga- veiðiárbókin 1990 eftir Gunnar Bender og Guðmund Guðjónsson, Duld (á ensku The Shining) eftir Stephen King í þýð- ingu Karls Birgissonar, Ekki er allt sem sýnist, skáldsaga eftir Jeffrey Archer í ís- Ienskri þýðingu Björns Jónssonar og Val- kyrjur og varkvendi eftir Margaret Nic- holas í íslenskri þýðingu Atla Magnús- sonar og fjallar bókin um ýmsar sögu- frægar kvenpersónur. Hörpuútgáfan Hörpuútgáfan á Akranesi gefur út 12 bækur um þessi jól. Meðal annars má nefna bókina Bændur á hvunndagsföt- um, 2. bindi, en höfundur er Helgi Bjarnason blaðamaður. Á síðasta ári kom út fyrra bindi með sama nafni. Hér er á ferðinni opinská viðtalsbók við bændur, sem segja frá fjölbreyttu lífshlaupi sínu. Rætt er við Einar E. Gíslason á Syðra- Skörðugili í Skagafirði, Benedikt Hjalta- son á Hrafnagili í Eyjafirði, Örn Einars- son í Silfurtúni í Hrunamannahreppi, Björn H. Karlsson á Smáhömrum í Steingrímsfirði og Guðmund Lárusson í Stekkum í Flóa. Þá gefur Hörpuútgáfan út bókina Þá hló þingheimur eftir Árna Johnsen og skopteiknarann Sigmund Jó- hannsson. Bókin er skemmtiefni í máli og myndum og í henni eru skopsögur, vísur og gamanbragir um þingmenn, eft- ir þá og tengda þeim á ýmsa vegu. Hörpu- útgáfan gefur einnig út bækurnar Gull- korn dagsins, sem eru fleyg orð og erindi, eitt fyrir hvern dag ársins, valin af Ólafi Hauki Árnasyni og myndskreytt af Bjarna Jónssyni listmálara, Um fjöll og dali, ljóðabók eftir Sigríði Beinteinsdóttur frá Grafardal í Borgarfirði og Afmælisdagar með stjörnuspám eftir Amy Engilberts. Þýddar bækur eru m.a. Ástin og stjörnu- merkin eftir Jonathan Sternfield og fjórar nýjar bækur eftir höfundana Jack Higg- ins, Duncan Kyle, Bodil Forsberg og Er- ling Poulsen. ísafold Bókaútgáfan ísafold gefur út fjórar bæk- ur fyrir jólin. Barnabókina Þegar stórt er spurt ... eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, sem er sjálfstætt framhald af bókinni Þið hefðuð átt að trúa mér, sem kom út fyrir síðustu jól. Leó E. Löve hefur skrifað aðra bók en fyrir síðustu jól kom út spennu- sagan Mannrán. Nýja bókin ber vinnu- heitið Mútur og er spennusaga en jafn- framt grimm þjóðfélagsádeila. ísafold gefur einnig út smásagnasafnið Endur- fundir eftir Erlend Jónsson og bókina Hernámið-Hin hliðin eftir Louis E. Mars- hall. Höfundur bókarinnar er bandarísk- ur lögfræðingur sem var í hernámsliði Bandaríkjamanna á fslandi á stríðsárun- um. í bókinni lýsir hann kynnum sínum af landi og þjóð og skýrir hina hliðina á hernáminu, meðal annars „ástandið" frá sjónarhorni hermanns sem eignaðist óskilgetið barn með íslenskri stúlku. Ás- laug Ragnars þýddi og bjó til prentunar. Mál og menning Bókaútgáfan Mál og menning gefur út um 60 bækur fyrir næstu jól. Um er að ræða 30 bækur fyrir fullorðna og annað eins fyrir yngri kynslóðina. Af íslenskum skáldverkum má nefna Svefnhjólið sem er skáldsaga eftir Gyrði Elíasson, Hella, skáldsaga eftir Hallgrím Helgason, myndlistar- og útvarpsmann, Vegurinn upp á fjallið sem eru smásögur eftir Jak- obínu Sigurðardóttur, skáldsaga eftir Pétur Gunnarsson verður gefin út en ekki er búið að ákveða hver titill hennar verður og bókin Mýrarenglar falla sem eru smásögur eftir Sigfús Bjartmarsson sem getið hefur sér gott orð sem ljóð- skáld. Sex ljóðabækur verða gefnar út, Sannstæður eftir Geirlaug Magnússon, Blint í sjóinn eftir Guðlaug Arason, Einn dag enn eftir Kristján Árnason, Bláþráður eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Skuggar vindsins eftir Stefán Sigurkarlsson og Bak við hafið eftir Jónas Guðlaugsson sem gefin er út í samráði við bókaútgáf- una Flugur. Af þýddum skáldverkum má nefna smásögur eftir Isabel Allende, Eva Luna segir frá, Karamasov bræðurnir I eftir Fjodor Dostójevskí, Grísku harm- leikirnir í þýðingu Helga Hálfdánarsonar, Ódauðleikinn, ný skáldsaga eftir Milan Kundera, Þjófurinn eftir Göran Tunström og Dreyrahiminn eftir Her- björgu Wassmo. Þá gefur Mál og menn- ing út fjórar Syrtlur sem er nýr flokkur heimsbókmennta í vönduðum kiljum. Af öðrum verkum má nefna ævisögu Bubba Morthens, skráða af Silju Aðalsteinsdótt- ur, fslenskt vættatal eftir Árna Björnsson, Ljóshærða villidýrið eftir Arthúr Björg- vin Bollason, Á íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn eftir Björn Th. Björnsson, Perlur í náttúru íslands eftir Guðmund P. Ólafsson og Þeir máluðu bæinn rauðan - bókin um Norðfjörð eftir Helga Guð- mundsson. Af barna- og unglingabókum má nefna Mundu mig! Ég man þig! eftir Andrés Indriðason og Markús Árelíus eft- ir Helga Guðmundsson. Prenthúsið Prenthúsið gefur út fjórar bækur. Það eru bækurnar Þjóðarsáttin eftir Sigmund en þar verður birt úrval teikninga Sig- munds í Morgunblaðinu síðastliðin ár og er þetta 9. Sigmunds-bókin sem Prent- húsið gefur út, Myndbönd 1991 - Mynd- bandahandbók heimilanna er yfirlitsrit rúmlega 2000 kvikmynda sem fást á myndböndum, áreiðanlegar umsagnir um þær og helstu upplýsingar, Arnaldur Indriðason og Sæbjörn Valdimarsson eru höfundar bókarinnar og gefa þeir mynd- unum stjörnur. Þá endurútgefur Prent- húsið teikningabók Halldórs Péturssonar sem gefin var út fyrir 10 árum og hefur verið ófáanleg í mörg ár. Við erum ekki ein er bók eftir Margit Sandemo, höfund ísfólksins, en þar er fjallað um verndar- anda úr öðrum heimi sem fylgja mann- verum í gegnum vist þeirra á jörðinni. Höfundur segir frá eigin reynslu, auk þess sem hún birtir frásagnir fjölda ann- arra. Reykholt Reykholt gefur út tvær veglegar bækur fyrir jólin. Kveðja mín til Reykjavíkur er listaverkabók með litprentuðum mynd- um af um 50 málverkum Sigfúsar Hall- dórssonar. Texti bókarinnar er eftir Jónas Jónasson útvarpsmann og bókinni fylgir 14 laga hljómplata með lögum Sigfúsar í flutningi ýmissa listamanna. Þá gefur Reykholt út bókina Fram fyrir skjöldu sem er ævisaga Hermanns Jónassonar, Indriði G. Þorsteinsson hefur ritað ævi- sögu Hermanns Jónassonar, fyrrum for- sætisráðherra. Setberg Setberg gefur út á annan tug bóka fyrir þessi jól. Meðal annars verður gefin út bók eftir Antti Tuuri og heitir hún Til Ameríku. Antti Tuuri hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1985. Þetta er þriðja bókin sem Setberg gefur út eftir þennan höfund en hinar tvær eru Dagur í Austurbotni og Vetrarstríðið, þýðandi er Njörður P. Njarðvík. Setberg gefur út aðra bók eftir verðlaunahöfund og er það bókin Míramar eftir egypska höfundinn Nagib Mahfúz en hann hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels 1988 og er einn kunn- asti og áhrifamesti höfundur sem ritað Eftir Stefán Eiríksson hefur á arabíska tungu. Míramar er nafn á gistihúsi í Karíó og er þetta er önnur bókin sem Setberg gefur út eftir Mahfúz en í fyrra kom út bókin Blindgata í Kaíró. Bókin er eins og hin fyrri þýdd af Sigurði A. Magnússyni. Setberg gefur út ástar- sögu eftir Danielle Steel, hina áttundu í röðinni, og heitir hún Ástarorð. Þýðandi er Skúli Jensson. Bókin Spil og spádómar kemur einnig út fyrir jólin og er hún í stóru broti og prýdd fjölda mynda. Þýð- andi er Óskar Ingimarsson. Þá kemur út bókin Ævibrot sem eru endurminningar dr. Gunnlaugs Þórðarsonar, þar sem flétt- að er saman frásögnum af honum og fjöl- skyldu hans, ætt og uppruna og ýmsum málum. Þá gefur Setberg út bók sem að heitir Á Landakoti og hana skrifar Bjarni Jónsson læknir. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin um Landakot, um lækna sem störfuðu þar, ýmsa atburði sem þar hafa átt sér stað ásamt sögu spít- alans. Hana prýðir mikill fjöldi mynda. Setberg gefur einnig út átta litprentaðar barnabækur með myndum og texta. Skjaldborg Skjaldborg gefur út rúmlega 30 titla fyr- ir þessi jól. Forsetar lýðveldisins er geysi- lega vönduð bók sem fjallar eins og nafn- ið gefur til kynna um þá fjóra forseta sem íslendingar hafa átt. Höfundar hennar eru Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökuls- son. Eins og allir knattspyrnuáhuga- menn vita kemur árbókin íslensk knatt- spyrna 1990 út fyrir þessi jól og eins og áður er það Víðir Sigurðsson sem skráir. Árbók hestamanna, Hestar og menn, kemur út í svipuðu sniði og verið hefur, og eru það Þorgeir Guðlaugsson og Guð- mundur Jónsson sem skráðu. Þá gefur Skjaldborg út barnabók eftir Atla Vigfús- son sem heitir Hænsnin á Hóli, nýja bók eftir Agöthu Christie sem heitir Morðið á prestsetrinu, nýja bók eftir Birgittu H. Halldórsdóttur sem er sakamálasaga og heitir Myrkraverk í miðbænum, ung- lingabók eftir nýjan höfund, Bjarna Dags- son, sem heitir Ólétt af hans völdum. Ön- undur Björnsson og Ásgeir Guðmunds- son hafa verið að vinna að bók sem kem- ur til með að heita Með kveðju frá Sankti Bernharðshundinum Halldóri og undir- titillinn verður íslendingar í þjónustu þriðja ríkisins en þetta verk hefur verið lengi í smíðum. Eftir Mary Angelo kemur bókin Æviminningar blökkukonu og er þetta fjórða bókin eftir hana, 2. bindi Pelle Sigursæla kemur út en samtals verður um fjögur bindi að ræða. Eftir einn vinsælasta spennuhöfund í heimi, Mary Higgins Clark, kemur ný bók, ný bók í bókaflokknum Betri helmingurinn kemur út en þar er talað við konur þekktra manna í þjóðfélaginu, en þar verður m.a. talað við Helgu, konu Ómars Ragnarssonar, Sigríði, konu Hjartar Eld- járns Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðar- dal, og Unni, konu séra Pálma Matthías- sonar. Einnig verður gefin út stór og veg- leg bók sem er alfræðibók um spádóma og spásagnalist. Gissur Ó. Erlingsson þýddi með aðstoð ýmissa íslenskra spá- fræðimanna. Björn Eiríksson hjá Skjald- borg sagði að þau væru með eina bók í viðbót en ekki væri tímabært að gefa upp hvert væri innihald hennar og yrði hún eitt af þeirra trompum á jólabókamark- aðnum, líkt og Sendiherrafrúin í fyrra. Skuggsjá Skuggsjá gefur út níu bækur fyrir jól- in. Gaman og alvara er minningabók Péturs Eggerz, fyrrverandi sendiherra. í bókinni segir hann frá lífshlaupi sínu og starfi. Bíldudalskóngurinn er athafna- saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem ásamt Thor Jensen var mestur athafna- manna í sjávarútvegi á sínum tíma. Pét- ur kom til Bíldudals ungur að árum og fjárvana að einu íbúðarhúsi og einni jagt í nausti, en engum íbúa. Þegar hann fór frá staðnum voru húsin orðin 50, íbúarnir 300 og skúturnar 20. Höf- undur er Ásgeir Jakobsson. Kennari á faraldsfæti er þáttasafn Auðuns Braga Sveinssonar, þar sem hann segir frá 35 ára kennarastarfi sínu í öllum hlutum landsins. Sonur sólar hefur að geyma nokkrar ritgerðir Ævars Kvaran og greinar, sem flestar fjalla um dulræn efni og er Ævar fyrir löngu orðinn kunnur fyrir skrif sín um dulræn mál- efni. Skuggsjá gefur út þrjár nýjar bæk- ur í bókaflokknum Rauðu ástarsögurn- ar en það eru bækurnar Fórnfús móðir eftir Else-Marie Nohr, Hamingjuhjartað eftir Evu Steen og í dag hefst lífið eftir Erik Nerlöe. Einnig koma út nýjar skáldsögur eftir Barböru Cartland og Theresu Charles. Váka Helgafell Vaka Helgafell gefur út á þriðja tug bóka fyrir þessi jól. Þeir gefa út nýstárlega al- fræðiárbók um málefni líðandi stundar hér á landi. Hluti bókarinnar er frétta- annáll en meginuppistaðan er um þrjú hundruð efnisþættir settir fram í stíl nú- tímalegra alfræðibóka flokkaðir eftir uppsláttarorðum í stafrófsröð. Bókin heitir íslensk samtíð 1991 og er væntan- leg á markað í lok nóvembermánaðar. Hún á að verða landsmönnum handhæg og notadrjúg uppflettibók á næsta ári en efnið mun einnig hafa margvíslegt gildi þegar tímar líða. Á vegum Vöku Helga- fells hefur verið unnið að þessu útgáfu- verkefni í allmörg ár og miklu fé varið til undirbúnings. Á annan tug manna hafa lagt hönd á plóginn og er ritstjóri verks- ins Vilhelm G. Kristinsson fréttamaður. Ætlunin er að íslensk samtíð 1991 marki upphaf nýs bókaflokks og að ein bók komi út árlega héðan í frá. Öm og Örlygur íslenska alfræðibókin sem Örn og Ör- lygur gefur út er veglegasta jólabókin í ár og reyndar stærsta og dýrasta verk sem gefið hefur verið út á íslenska tungu. ís- lenska alfræðibókin er þriggja binda stór- virki, nær 1900 blaðsíður. Uppflettiorð og lykilorð eru um 40.000, auk 5000 Ijós- mynda, teikninga, korta og taflna sem auka upplýsingagildið. Verkið er allt lit- prentað. Við gerð alfræðiorðabókarinnar var leitað til nær hundrað sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum til að gera verkið sem áreiðanlegast. Auk þess unnu allt að 15 manns í ritstjórn í rúm þrjú ár. Bókin Horfnir starfshættir og leiftur frá liðnum öldum eftir Guðmund Þorsteinsson kem- ur út aftur, en hún kom fyrst út 1975. Þá voru engar myndir í bókinni en í nýju út- gáfunni verður gífurlegur fjöldi ljós- mynda er sýna hina horfnu starfshætti. Meðal annarra bóka er Bernskan, svip- myndir úr leik og starfi íslenskra barna, eftir Símon Jóhannesson og Bryndísi Sverrisdóttur, Uppfinningabókin, Það hálfa væri nóg, lífssaga Þórarins Týrfings- sonar, yfirlæknis SÁA, skráð af Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaðamanni, Áran - orkublik mannsins — form, Iitir og áhrif eftir Birgit Stephensen í þýðingu Esterar Vagnsdóttur, Heilun eftir Anne Sophie Jörgensen og Jörgen Höver Ovesen í þýð- ingu Úlfs Ragnarssonar læknis, Ævisaga Margrétar Danadrottningar í þýðingu Þuríðar Kristjánsdóttur prófessors, Mannlíf í Aðalvík og fleiri minningabrot eftir Gunnar Friðriksson, Minningar úr Mýrdal eftir Eyjólf Guðmundsson, bónda og rithöfund á Hvoli í Mýrdal, Eilífðar- trúin mín eftir Helen Keller í þýðingu Sveins Ólafssonar, Grín og gamanmál, léttmeti fyrir alla, jafnt glaðlynda sem þunglynda, safnað hefur Guðjón Ingi Ei- ríksson, Skip vonarinnar, ljóðabók eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaðamann og rithöfund og í úlfakreppu, spennusaga eftir Colin Forbes. Af barnabókum Arnar og Örlygs má nefna Tjúlli eftir Halla og Inga, Barnagælur eftir Jóhönnu Stein- grímsdóttur og Varenka eftir Bernadettu í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur. I 1 1111 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.