Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 31. október 1990 Miðvikudagur 31. október 1990 Tíminn 9 . ■ . i i Viðbragða við yfirlýsingu Helgadóttur um að íslendingar skuii sækja um aðild að EB: SAGÐI RAGNHILDUR ÞAÐ SEM AÐRIR HUGSUÐU, EÐA HLJOP HUN í umræöum á sameinuðu þingi í fyrrakvöld um skýrslu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um samningaviðræður EB og EPTA, gerðust þau tímamót að alþingismaður lagði til í fyrsta skipti að íslendingar sæktu um aðild að EB. Ragnhildur Helgadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að íslendingar ættu að notfæra sér þann skilning, sem þjóðirnar sýni málefnum íslendinga, og sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Ragnhildur lagði til að taka ætti upp samninga um sérhagsmuni íslendinga um leið og hún taldi að þeim væri betur borgið í viðræðum um aðild en í samflotsviðræðum með öðrum. Hreggviður Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þetta sjónarmið. SIG? Þó svo að hér sé um tímamótayfirlýsingu alþingismanns að ræða, töldu margir að slík yfírlýsing lægi í loftinu. Sjálfstæðis- menn hafa opinberlega velt þessari hug- mynd fyrir sér og nægir þar að benda á yf- irlýsingu Þorsteins Pálssonar, formanns flokksins, á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva, þar sem hann sagði að tímabært væri að velta þeirri spurningu upp, hvort íslendingar ættu að sækja um aðild að bandalaginu. í stefnuræðu forsætisráðherra, sem flutt var 22. október sl., kemur fram að hug- myndir manna um fulla aðild að Evrópu- bandalaginu lýsi fyrst og fremst uppgjöf á því að ráða eigin málum. Tvöhundruð og fimmtíu þúsund manna þjóð hyrfi fljót- lega í mannhafið og fslendingar yrðu lítið annað en áhrifalaus útkjálki, einskonar hráefnismiðstöð. í ræðunni segir að það sé mikill misskilningur að sem fullgildur meðlimur EB fengi ísland til lengdar undanþágur, t.d. hvað varðar fjárfestingu í fiskveiðum eða kaup á landi o.s.frv., og það sé ekki um að ræða nema tímabund- ið. Tíminn bar ummæli Ragnhildar Helga- dóttur undir formenn og varaformenn þingflokkanna, ásamt aðilum vinnumark- aðarins og spurði hvort þeir gætu tekið undir þetta sjónarmið þingmannsins. Þá voru sömu aðilar spurðir hvort þeir teidu að aðild að EB yrði kosningamál. Þingflokkur Alþýðuflokks Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sagði að hann héldi að það væri ekki tímabært að sækja um aðild. „Það er ekki tímabært, vegna þess að ísland ásamt öðrum EFTA- ríkjum stendur í samningum um evr- ópskt efnahagssvæði og það mál þurfum við að leiða til lykta, áður en við íhugum næstu skref í málinu. Sú sjávarútvegs- stefna, sem EB nú fylgir af býsna mikilli hörku, er auðvitað fullkomlega óaðgengi- leg fyrir okkur.“ Aðspurður um það hvort aðild að EB yrði kosningamál, sagði Eiður að það væri nokkuð snemmt að spá um það hvort sú spurning yrði kosningamál. „Ef að Sjálfstæðisflokkurinn kýs að setja það mál á oddinn í sinni kosningabaráttu, sem ég á nú heldur erfitt með að trúa, vegna þess að í þeim flokki er engin sam- staða um það mál frekar en svo margt annað, þá getur það orðið kosningamál. Ég hygg að Evrópumálin og tengsl okkar við EB- og EFTA-markaðinn hljóti að bera á góma í kosningabaráttunni og það er auðvitað lífshagsmuna- og þjóðhags- munamál fyrir okkur, hvernig þessum tengslum okkar við þennan langstærsta markað okkar verður háttað í framtíð- inni,“ sagði Eiður. Þingflokkur Kvennalista Málmfríður Sigurð- ardóttir, formaður þingflokks Kvennalist- ans, sagði að Kvennal- istakonur tækju ekki undir þetta sjónarmið og þær hefðu frekar verið á því að reyna tvíhliða samninga við EB. „Við höfum einnig viljað sjá hver framvindan yrði á þessum viðræðum sem nú eru í gangi og reyna þá leið til þrautar áður en farið yrði að huga að öðru,“ sagði Málmfríður. Hún sagði að það færi fyrst og fremst eftir því hvernig þessar viðræð- ur þróuðust, hvort aðild að EB yrði kosn- ingamál, og þá á hvaða stigi þær væru þegar liði að kosningum. Hún sagði að ef það drægi til úrslita í þessum viðræðum fyrir kosningar, þá yrðu þessi mál jafnvel kosningamál. Þingflokkur Alþýðu-bandalags Hjörleifur Gutt- ormsson, varaformað- ur þingflokks Alþýðu- bandalagsins, sagði að hann gæti svo sannar- lega ekki tekið undir þetta sjónarmið. „Ég harma það að þessi sjónarmið skuli fram komin hjá alþingismönnum, en Ragn- hildur er raunar ekki fyrst manna til að koma fram með þetta. Karl Steinar Guðnason varpaði þessu einnig fram í umræðum í marsmánuði. Ég harma það að þessi sjónarmið skuli komin inn á al- þingi íslendinga og tel að aðild að EB nú og í framtíðinni, eins og menn þekkja það bandalag og sjá þróun þess, eigi alls ekki að koma til greina,“ sagði Hjörleifur. „Helsta ástæðan er sú að ég tel að ísland eigi ekki að vera hluti af evrópsku stórríki, heldur halda sjálfstæði sínu sem við áunnum okkur á síðustu öld og þessari og eigum að nýta þá miklu möguleika sem felast í því að vera sjálfstæð þjóð. Nota okkar ágætu möguleika til að halda hér uppi góðum lífskjörum, ef við höfum vit til að halda stjórntækjunum í okkar eigin höndum, í staðinn fyrir að afhenda þau meira og minna úr landi.“ Hjörleifur sagði að það væri alveg ljóst að aðild að EB yrði kosningamál ásamt spurning- unni um þetta svokallaða evrópska efna- hagssvæði, sem sé vasaútgáfa af aðild að Evrópubandalaginu og fyrsta skrefið að slíku. „Ég er andvígur því að við förum að tengjast þeim innri markaði EB, eins og þar er gert ráð fyrir. Ég tel það jafn óvæn- legt og aðild að EB, að tengja okkur við þennan innri markað með því afsali á full- veldi sem því <ylgir,“ sagði Hjörleifur. Þingflokkur Framsóknarflokksins Valgerður Sverris- dóttir, varaformaður þingflokks Framsókn- arflokksins, sagði að hún gæti ekki tekið undir þessi orð Ragn- hildar. „Mér finnst að þessi mál séu í ákveðnum farvegi í þessum samningaviðræðum EFTA og EB og það sé leið sem eigi að reyna til þraut- ar. Mér fmnst þetta tal um að sækja um aðild núna alveg út í hött og sama get ég sagt um það, sem heyrist frá nágranna- þjóðum okkar. Þar virðist þetta vera upp á teningnum og mér finnst það veikja mik- ið samningsstöðu okkar í viðræðum EFTA við EB. Það stendur ekki til að fara að fjölga þjóðum í EB, þannig að þetta er aðeins til bölvunar.“ Valgerður sagði að eftir því sem fleiri EFTA-þjóðir fari að láta þennan tón heyrast, þeim mun erfiðara verði að ná samningum. „Samt heyrist mér nú að þeir sem þarna eru í forsvari séu ekkert vonlausir um það að samning- ar náist,“ sagði Valgerður. Hún sagði að menn vissu, eða ættu að vita, hvað það þýddi að sækja um aðild að EB. Þjóðin þyrfti að skrifa undir Rómarsáttmálann og þar með að afsala yfirráðunum yfir okkar auðlindum. Aðspurð um hvort að- ild að EB yrði kosningamál, sagði Val- gerður að menn byggjust við að þegar dragi að kosningum, verði komið í ljós hvað út úr viðræðum EB og EFTA komi. „Ef það tekst ekki að koma á evrópsku efnahagssvæði, má búast við að þetta verði kosningamál," sagði Valgerður. Hún sagði að það gæti vel verið að þetta evrópska efnahagssvæði væri stökkpallur inn í EB, en það sé samt mjög gott að geta þá farið á þennan pall og séð svo aðeins til hvernig málin þróist. Þar að auki sé þetta ekki bara spurning um aðild að EB eða evrópskt efnahagssvæði, heldur sé þarna þriðji kosturinn sem sé tvíhliða samning- ur og hann sé líka inni í myndinni, ef við- ræður EFTA og EB ganga ekki upp. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að hann tæki ekki beint undir það að tímabært sé að sækja um aðild. „Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að við eigum ekki á nokkurn hátt að einangra okkur í þessu máli og ég tek undir þá skoðun að það sé tímabært að setja það inn í þjóðmálaum- ræðuna og skoða það sérstaklega í ljósi þess, hverjar horfur eru í viðræðunum um evrópskt efnahagssvæði milli EFTA og EB. Mér finnst það hafa komið upp núna á síðustu dögum, að við þurfum að taka af- stöðu til þessarar spurningar, vegna þess að EFTA-ríkin virðast núna hvert af öðru vera komin á þá skoðun að þau verði að sækja um aðild. Ég vísa þar til, fyrir utan Austurríki sem þegar hefur sent inn um- sókn, stefnubreytingar sænskra jafnaðar- manna og einnig til þess að norska stjórn- in er fallin á þessu máli og til þess að fylgi með aðild fer þar vaxandi. Þetta segir okk- ur einfaldlega að það styttist í það að við verðum að taka afstöðu til spurningarinn- ar um það hvort við eigum að sækja um aðild að EB. Ég geng ekki eins langt á þessu stigi og Ragnhildur Helgadóttir, en ég vil hins vegar ræða það,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að hann héldi ekki að aðild að EB yrði kosningamál. ,Auðvitað verður það mál rætt í kosninga- baráttunni, en ég hef það ekki á tilfinn- ingunni að það verði kosningamál. Ég geri ekki ráð fyrir því að neinn flokkur verði kominn með það í sína stefnuskrá að það skuli sótt um aðild. Það sé hins vegar komið upp bæði hjá Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki, að þetta þurfi að ræða og þar skilur á milli þessara tveggja flokka annars vegar og hinna flokkanna hins vegar, því hinir eru ekki til viðtals um það,“ sagði Ólafur. Hann sagði að það væri alveg ljóst að það styttist í það að menn verði að taka skýra og klára afstöðu í þessu máli, hvort sem það verði í kosn- ingunum í vor eða síðar. Ólafur sagði að flokkar þyrftu að taka afstöðu til þessa máls ekki síðar en úrslit í viðræðum EFTA og EB verði kunn. „Það kann að verða fyrr en margur ætlar, sérstaklega ef EFTA riðl- ast svona eins og við blasir. Ef viðræður um evrópskt efnahagssvæði leiða til ásættanlegrar niðurstöðu, þá sýnist manni allt benda til þess að það sé út af fyrir sig bara skref að aðild, þannig að við komumst ekkert undan því að taka af- stöðu,“ sagði Ólafúr. Þingflokkur Borgaraflokks Guðmundur Ágústs- son, formaður þing- flokks Borgaraflokks- ins, sagði að hann gæti ekki tekið undir um- mæli Ragnhildar. „Ég held að það sé ekki tímabært að sækja um aðild, en hins vegar er tímabært að vekja máls á þessu og hefja umræður og lýsa kostum og göllum þess.“ Guðmundur sagði að fyrst þyrfti að kanna hvort viðræður um evrópskt efna- hagssvæði bæru árangur, áður en farið væri að skoða aðra kosti. „Þó að við sækj- um um aðild, myndi það aldrei koma til framkvæmda fyrr en undir aldamótin og EB er búið að lýsa því yfir að þeir taki ekki inn nýja félaga fyrr en í fyrsta lagi eftir 1993. Að mínu viti er hagsmunum okkar best borgið með því að ná samningum um evrópskt efnahagssvæði," sagði Guð- mundur. Hann sagði að sér þætti það mjög skrítið ef Sjálfstæðisflokkurinn setti aðild að EB á oddinn í kosningabarátt- unni í vor, því það væri ekki í samræmi við nafn flokksins að afsala sér sjálfstæð- inu. „Menn eru að reyna að vekja athygli á sjálfúm sér. Það eru ekki hagsmunir þjóð- arinnar, sem liggja þarna á bak við. Þar að auki eru íslendingar á engan hátt undir það búnir að ganga í EB. Við eigum langt í land með það að samræma reglur og lög; það myndi taka okkur mörg ár. ísland er aðeins útkjálki og við höfum ekki sömu hagsmuna að gæta og aðrar þjóðir, sem lifa í þéttbýli með iandamæri hvort að öðru, í umræðunni um aðild að EB,“ sagði Guðmundur. Samtök um jafnrétti og félagshyggju Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju, sagði að sú stund rynni aldrei upp að það væri tímabært að sækja um aðild að EB. „Aðalástæðan er að samkvæmt utanríkisráðherra og fleiri, að þeir teldu það líklegt að það myndi þokast í þá átt- ina. Hins vegar eru þeir með svardaga um það að það komi aldrei til greina að sækja um aðild öðruvísi en við losnum við að hleypa EB-þjóðunum inn í landhelgina. Þeir hinir sömu virðast hins vegar ekki átta sig á því að það er alveg skilyrði fyrir því að jafti réttur ríkja til veiða í lögsögum annarra ríkja er í gildi í bandalaginu." Stefán sagði að jafnvel þó svo við fengjum full yfirráð yfir fiskimiðunum, þá kæmi aðild ekki til greina, þar sem alltaf væru einhverjir af okkar stjórnendum, sem væru það linir af sér að hann treysti þeim ekki til að standa það fast á móti að ekki væri mikil hætta. „Enda sé ég ekki, miðað við þessi lög EB, að það komi til greina að íslendingar fái aðild án þess að láta miðin af hendi. Sumir, eins og t.d. Frakklands- forseti, hafa sagt að fiskurinn væri íslend- ingum mjög mikilvægur og það þýðingar- mikil atvinnugrein að veita beri íslend- ingum forræði yfir miðunum, en því treysti ég ekki,“ sagði Stefán. vsí su þeirra iögum verðum við að hleypa þeim inn í okkar fiskveiðilögsögu, ásamt mörgu öðru,“ sagði Stefán. Hann sagði að aðild að EB yrði m.a. eitt af kosningamál- unum í vor. „f umræðunni í fyrradag voru tveir sjálfstæðismenn, sem lýstu því yfir að það væri tímabært að sækja um aðild, og það lá í orðum fleiri þingmanna, bæði Einar Oddur Krist- jánsson, formaður Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði að það væri ekki tíma- bært á nokkurn hátt að sækja um aðild að EB. Einar sagði að sér þætti það ákaflega heimskulegt af íslendingum ef þeir gerðu aðild að EB að kosningamáli. Einar sagði að það væri alls ekki rétt að formaður Sjálfstæðisflokksins væri meðmæltur að- ild, heldur hafi hann sagt að það ætti að spyrja þeirrar spurningar hvort sækja ætti um aðild. „Við hjá VSÍ tókum það mjög vendilega fram í vor á okkar aðal- fundi, að það sem lægi fyrir hjá íslending- um núna væri númer eitt, tvö og þrjú að vinna heimavinnuna sína, undirbúa lög- gjöfina og viðskiptalífið undir það að ís- land í framtíðinni verði miklu opnara land heldur en við höfum vanist á síðustu öld, hver svo sem samningur okkar verði við EB. Við höfum lagt áherslu á það að það sé heimavinnan hér heima á íslandi sem við þurfum að vinna mjög vel og leggja okkur fram á næstu árum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Einar. BSRB Ögmundur Jónas- son, formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, sagði að hann gæti ekki tekið undir þetta sjónarmið. „Sú stefna, sem hefur verið mörkuð innan BSRB, er að við höfum talið að þær viðræður, sem fram hafa farið fram í gegnum EFTA við EB, séu rökrétt- ar. Við höfum verið fylgjandi þessum við- ræðum. Síðan er að sjá hvað kemur út úr þeim og þá er jafnvel tímabært að athuga aðra kosti. Hins vegar held ég að íslend- ingar þurfi að stíga afar varlega til jarðar á þessum hála ís, sem við stöndum á í við- ræðum við Evrópu. Við þurfum að ganga fram af staðfestu og við megum ekki loka okkur inni í einhverri hræðsluskel. Hitt er annað mál að við þurfum að gæta okk- ar hagsmuna mjög rækilega. Fiskimiðin eru það mikilvægasta sem við eigum og endanlega snýst þetta dæmi um það, hvernig þeirri eign reiðir af.“ Ögmundur sagðist ekki geta spáð um það hvort aðild að EB yrði að kosningamáli. „Þetta er mál sem íslendingar þurfa að standa mjög sameinaðir um. Hins vegar er nauðsyn- legt að ræða þessi mál mjög ítarlega og opinskátt, því að í umræðunni koma upp ýmsir fletir á málum.“ Ögmundur sagði að mjög brýnt væri að örva fólk til um- ræðu um þessi mál og það væri mjög skaðlegt, hvað þessi umræða hafi verið þröng í raun. Hann sagði að það væri tími til kominn að flestir létu þessi mál til sín taka, því hér væri verið að takast á og fjalla um framtíð þjóðarinnar. „Þetta snýst um annað og meira en afstöðu Ragnhildar Helgadóttur. Þetta er mál sem snertir okkur öll og við eigum öll að blanda okkur inn í þessa umræðu," sagði Ögmundur. Samtök bænda Haukur Halldórs- son, formaður Stétt- arsambands bænda, sagði að hann teldi alls ekki tímabært að sækja um aðild að EB. „Ég held ósköp ein- faldlega að menn viti ekkert hvað þeir séu að tala um. Mér finnst að öll umræða, sem hér hefur verið, hafi einkennst af sér- stöku þekkingarleysi á því um hvað málið snýst. Umfjöllun fjölmiðla á GATT-við- ræðum og öðrum er ekki á því plani að al- menningur geti tekið afstöðu til þess,“ sagði Haukur. Hann sagðist varla geta ímyndað sér það að umræða um aðild að EB yrði að kosningamáli í næstu kosning- um. ASI Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðu- sambands íslands, sagði að hann héldi að það væri mjög fráleitt að rífa spurninguna um aðild upp við þær aðstæður, sem nú séu. „Það standa yfir við- ræður milli EFTA og EB um samninga um eitt og annað og það sem aðgreinir umfjöllunina um aðild EB nú frá því, sem var fyrir tuttugu árum í t.d. Danmörku og Noregi, er að það er ekki verið að gefa eitt svar, já eða nei, heldur er verið að fara yf- ir það hversu langt menn vilja ganga á mörg hundruð sviðum. Við höfúm verið í viðræðum um ýmislegt og ég held að það sé fráleitt að rífa það mál upp, eins og staðan er í dag. Það hlýtur að vera eðlilegt að halda áfram á þeirri braut, sem við höf- um verið með þá vinnu," sagði Ásmundur. Hann sagði að við værum að heimta frjáls viðskipti með fisk, samhliða því að helsta umræðan á íslandi væri um það hvernig við getum skipulagt útflutninginn. Inn- lenda umræðan sé um það hvernig við stýrum en samskiptaumræðan um það að ekki megi stýra nokkrum sköpuðum hlut, vegna þess að allt skuli vera frjálst. „Við sjálf tölum því í kross, án þess að við setj- umst niður og reynum að átta okkur á því hvernig okkar hagsmunum er best borg- ið,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að við værum með kröfur, sem gengju hver gegn annarri. Krafan um frjáls viðskipti með fisk og krafan um það að stýra eigin útflutningi. í samskiptum við EFTA og EB viljum við frjáls viðskipti með fisk, en þegar við sjálf erum að fjalla um okkar fiskútflutning, þá viljum við treysta að- stöðu okkar til að stýra útflutningnum. „Ég held að það sé okkur mikilvægast að geta stýrt útflutningnum, til að geta ráð- stafað honum til vinnslu á íslandi," sagði Ásmundur. Hann sagði að útilokað væri fyrir nokkurn mann að meta hvort væri hagstæðara fyrir okkar sérhagsmuni að ganga í EB eða standa að viðræðum EFTA og EB, fyrr en útkoman úr núverandi við- ræðum væri ljós. Ásmundur sagði að rök- in á móti því að sérhagsmunum okkar væri betur borgið í aðildarviðræðum væru þau, að EB myndi tæplega gefa sér tíma til þess að elta of mikið samskipti við einstök ríki, á meðan þeir eru að fara í gegnum sína eigin innri aðlögun. Ás- mundur sagði að sér þætti það afar ósennilegt að aðild að EB yrði að kosn- ingamáli. Hann sagði að það vantaði inn í þessa umræðu hvað það væri sem menn teldu að vinnist með því, annað en það sem vinnst með umræðum um samskipti án aðildar. „Menn verða að svara þessum spurningum áður en þeir fullyrða um að- ild að EB. Mér finnst þetta vera axarskaft að rjúka svona til og kannski mætti segja að það væri kannski ekki óeðlilegt að þingmenn, sem eru að hætta, geti talað í meira mæli án ábyrgðar en aðrir, sem ætla að halda áfram. Ég vil ekki ætla Ragnhildi neitt slíkt, en mér finnst að þetta sé ósköp einfaldlega ekki grundað," sagði Ásmundur Stefánsson. Stefán Eiríksson. : .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.