Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.10.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvilaidágí)r 3t. óktóber Í99Ö' Aðalfundur Framsóknarfé- lags Seltjarnarness verður haldinn miðvikudaginn 31. október nk. kl. 20.30 að Eiðistorgi 17. Dagskrá: 1. Verijuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Kosning fulltrúa á kjördæmis- og flokksþing. 4. Stofnun fulltrúaráðs framsóknarfélaganna á Seltjarnarnesi. 5. Önnur mál. Stjómin. Hlf Reykjavík Ufl Skoöanakönnun fulltrúaráðs framsóknarfélaganna i Reykjavík um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins I Reykjavík fyrir næstu kosningar til Alþingis fer fram dagana 10. og 11. nóvember nk. Kjömefnd auglýsir hér með eftir framboðum I skoðanakönnunina. Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem hafa kjörgengi til Alþingis og eru skráðir flokksmenn Framsóknarflokksins eða lýsa yflr að þeir fylgi stefnu- skrá hans. Framboðsfrestur er til 1. nóvember 1990. Kjömefnd getur að framboðsfresti liðnu/n bætt við fólki I framboð I skoð- anakönnunina. I kjömefnd eiga sæti Jón Sveinsson formaður, Steinþór Þorsteinsson, Helgi S. Guðmundsson, Sigrún Sturiudóttir og Anna Kristinsdóttir. Framboöum skal skila skriflega til formanns kjömefndar, Jóns Sveinsson- ar, Heiöarási 8, 110 Reykjavik. Slmi 75639. Kjömefnd. 21. flokksþing |||| Framsóknarflokksins 21. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavlk, dagana 16.-18. nóvember 1990. Um rétt til setu á flokks- þingi segir i lögum flokksins eftirfarandi: 7. greln. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjömir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþinOg fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félagssvæöinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. 8. grein. Á flokksþinginu eiga einnig sæti miðstjóm, framkvæmdastjórn, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjómir LFK, SUF og kjördæmissambanda. Dagskrá þingsins veröur auglýst slöar. Framsóknarflokkurinn. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins aö Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Selfoss og nágrenni Fjögurra kvölda keppni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15, þriðjudagana 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 20.30. Kvöldverðlaun - Heildarverðlaun Fólk má missa úr eitt kvöld án þess að verða af heildarverölaununum. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Kjördæmisþing framsóknarmanna á Reykjanesi lui verður haldið sunnudaginn 4. nóvember nk. i Veitingahúsinu Glóðinni, Hafnarstræti 62, Keflavlk, kl. 10.00. Stjómin. Frá SUF. „Flag í fóstur“ Ákveðin hefur verið skemmti- og skoðunarferð Sambands ungra fram- sóknarmanna að „Steingrlmsþúfu" 3. nóvember nk. ef næg þátttaka næst. Farið verður með rútu frá BSÍ kl. 14.00. Á leiöinni til baka verður komið við á hótelinu á Selfossi. Þeir sem hafa áhuga á að koma með eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofu Framsóknarflokksins, I slðasta lagi föstudaginn 2. nóv. I slma: 674589 og láta skrá sig. Öllu ungu framsóknarfólki er heimil þátttaka. Þátttökugjald er áætlað 1500 kr. á mann. Framkvæmdastjóm. Ámesingar Hin áriega félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstudaginn 2. nóvember kl. 21.00 i Aratungu, föstudaginn 9. nóvember I Þjórsárveri og lýkur 23. nóvember að Flúðum. Aðalvinningur, ferð fyrirtvo að verðmæti 80.000,- Allir velkomnir. Stjómin. Keflavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg Ingimundardóttir, verö- ur á staönum. Siml 92-11070. Framsóknarféiögin Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambartdsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til að llta inn. Skoðanakönnun á Vestfjörðum ni) Efti rtaldir hafa gefið kost á sér I skoöanakönnun á vegum framsóknarmanna á Vestfjörðum um röðun á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningar 1991. Guðni Ásmundsson Guðmundur Hagallnsson Katrln Marísdóttir Kristinn Halldórsson Magdalena Sigurðardóttir Magnús Björnsson Ólafur Þ. Þóröarson Pétur Bjarnason Ragnar Guðmundsson Sveinn Bernódusson Isafirði Hrauni, Ingjaldssandi Hólmavík Reykjavlk fsafiröi Bildudal Reykholtsdal Isafirði Brjánslæk Bolungarvik Skoðanakönnunin fer fram I öllum félögum framsóknarmanna I kjördæminu dagana 27.-31. okt nk. Þátttöku I skoðanakönnuninni hafa allir félagsmenn samkv. félagatali 9. sept. 1990 sem öðlast hafa kjörgengi 15. mai 1991. Það er ákvörðun nefndarinnar að stjóm hvers félags sjái um og beri ábyrgð á atkvæðagreiöslunni á hverjum stað fyrir sig. Merkja skal við lágmark 5 manns með tölustöfum 1-5. Allar nánari upplýsingar gefa: Einar Hreinsson slmi 4062 eða 3413 Kristjana Sigurðardóttir slmi 3794 Einar Harðarson slmi 7772 Sigriður Káradóttir slmi 7362 Sigurgeir Magnússon slmi 1113 og 1320 Guðbrandur Björnsson slmi 95-1333 Utankjörstaöaatkvæðagreiðsla ferfram á skrifstofu Framsóknarflokksins aö Höföabakka 9, Reykjavlk; dagana 29. til 30. október. Framboðsnefnd. Steingrimur m Adalfundur Jóhann Framsóknarfélags Njarðvíkur verður haldinn I Framsóknarhúsi Keflavlkur miövikudaginn 31. október kl. 21.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Á fundinn mæta Steingrlmur Hermannsson og Jóhann Einvarðsson. Félagsmenn mætum vel á fundinn. Stjómin. BÓKMENNTIR BÆKUR FRA DTV Johann Gottfried Herder; Italienische Reise. Briefe und Tagebuchaufzeic- hnungen 1788-1789. Herausgege- ben, kommentiert und mit einem Nachwort versehen von Albert Meier und Heide Hollmer. Deutscher Ta- schenbuch Veriag 1988. Roger Martin du Gard: Die Thibaults - Geschichte einer Familie. Deutsch von Eva Mertens. Deutscher Ta- schenbuch Veriag 1989. Gilberto Freyre: Herrenhaus und Sklavenhiitte. Ein Bild der brasiliani- schen Gesellschaft Klett Cotta in Deutschen Taschenbuch Veriag 1990. Rolf Wiggershaus: Die Frankfurter Schule. Geschichte - Theoretische Entwicklung - Politische Bedeutung. DeutscherTaschenbuch Veriag 1988. Herder er meðal áhrifamestu höf- unda Þýskalands. Hann varð einn af frumkvöðlum þeirrar bókmennta- vakningar sem kennd er við Sturm und Drang á 18. öld og með skrifum sínum má telja hann hafa rutt róm- antísku stefnunni braut. Goethe var farinn frá Ítalíu tveim- ur mánuðum áður en Herder kom þangað. Goethe hreifst mjög af ítal- íu og skrifaði bók um ferð sína. Her- der skrifar þessa bók um sína ferð, en hann hreifst ekki. Hann fann ekki það unaðsland, draumaland, sem Goethe fann á Ítalíu. Herder varð alls ekki snortinn af drauma- landi rómantískra skálda norðan Alpafjalla. í þessu viðamikla safni bréfa og athugasemda lýsir hann þeim áhrifum sem hann varð fýrir. Bréfin eru einkum til eiginkonu hans og barna. Einnig er hér birt stutt ferðadagbók. Einnig birtast hér bréf til Herders meðan hann dvaldi á Ítalíu. Þetta er mikið rit, rúmar 700 blaðsíður. Roger Martin du Gard hlaut Nób- elsverðlaunin 1937 fýrir þessa skáldsögu. Þetta er saga borgara- fjölskyldu, gerist á fýrsta hluta þess- arar aldar. Sagan er mjög raunsæ, skrifuð í stíl 19. aldar realista. Þetta er ævisaga tveggja bræðra, sem eiga ákaflega ólíkan æviferil, og föður þeirra. Kaþólsk viðhorf móta mjög örlög annars bróðurins, en hinn gerist reikunarmaður og uppreisn- armaður gegn góðborgaralegum viðhorfum. Sögusviðið er París, Frakkland og Fyrri heimsstyrjöldin. Samfélagslýsingarnar eru mjög ít- arlegar og höfundur nær að festa andrúmsloft liðinna tíma í bókinni. Margir kannast við og hafa lesið Brasilíufarana eftir Jóhann Magnús Bjarnason og ýmsir þekkja söguna um landnámið í Brasilíu sem aldrei varð. Gilberto Freyre (1900-1987) var fræðimaður í félagsfræði og mannfræði, hann var þingmaður á þingi Brasilíu. Auk þessarar bókar setti hann saman ýmsar fleiri varð- andi sögu ættlands síns. Það er tal- að um, að með þessari bók, „Casa Grande e Senzela", sem kom út í fýrstu 1933 og er nú endurprentuð í þýskri þýðingu, hafi hann opnað ný svið brasilískrar sögu. Samfélag Brasilíu var reist á þrælahaldi og landbúnaði. Hann fjallar hér um hin geysilegu áhrif sem sérstæð menning hinna lituðu, rauðra og svartra, hafði á mótun brasilískrar menningar. Hann ræðir einnig hvernig mismunandi kynþættir gátu lifað saman í sama ríki án allra kynþáttafordóma. Eins og víðar í kaþólskum ríkjum kom aldrei upp það misræmi og togstreita milíi kynþátta, sem einkenndi þau ríki, þar sem mótmælendatrú var ráð- andi. Höfundurinn lýsir landnámi Portúgala í Brasilíu og upphafí landbúnaðar, bundnum þrælum, indíánum og blámönnum. Síðan blöndun hvítra, svartra og rauðra. Hann lýsir meðferð Portúgala á þrælunum og fjölskyldulífinu á bú- görðunum, byggingum, innbúi, matarvenjum, sem sagt: daglegu lífi hvítra, rauðra og svartra, kyn- tengslum þeirra og hinni öru fjölg- un kynblendinga. Stéttaskiptingin í Brasilíu var ein- föld, vinnandi þrælaskari og þeir sem töldust eigendur þeirra, og störfuðu sem minnst. Höfundurinn lýsir tengslunum við heimalandið Portúgal og síðan verslun og þeim iðnaði sem var rekinn í sambandi við framleiðslu landbúnaðarafurða. Kaffi, sykur, gúmmí, þetta voru hin- ar eftirsóttu afurðir þessa grósku- mikla lands. Þetta er skemmtileg bók, ekki síð- ur skemmtileg en „Brasilíufararn- ir“. Tímatafla sögu Brasilíu og orða- listi yfir brasilísk hugtök, sem not- uð eru í ritinu, hvortveggja er í bók- arlok. Myndir af ýmsum hefðarsetrum fýlgja í texta. Die Frankfurter Schule eftir Wig- gershaus kom í fýrstu út 1986. Þessi útgáfa kom út í október 1988, ári á undan þeim byltingum, sem hrundu um þeim ríkisstjórnum sem byggðu á hugmyndafræðum þeim sem voru ær og kýr Frankfurt- er-skólans. Stofnun þessi hófst 1923 í Frankfurt - Institut fúr Sozialfor- schung - ætlað að stunda félags- fræðirannsóknir frá sjónarhorni marxisma og freudisma. Kenning- arnar voru oft nefndar „Kritische Theorie" - viðfangsefnin voru end- urskoðun marxískra kenninga og tenging þeirra við kenningar Freuds. Félagsfræðileg heimspeki, nýjar hugmyndir um menntakerfi Búgaröur og menningarástand. Verkalýðsbar- áttan og saga hennar var umfjölluð en einkum var lögð áhersla á endur- skoðun marxísks hugmyndakerfis og gagnrýni á kapítalismann. Stofn- unin gaf út tímarit, „Zeitschrift fúr Sozialforschung", 1932-41. Þeir sem stóðu að þessari stofnun og rituðu í tímaritið voru m.a. Horkheimer, Adorno, Benjamin, Marcuse, Habermas, Neumann og Fromm fýrst í stað. Upp úr 1960 tók að gæta „nýrrar vinstri stefnu" sem tengdist Frankfurter-skólanum og meðal annarra átti Marcuse með ritum sínum talsverðan þátt í stúd- entaupphlaupum 1968. Rit margra þessara manna höfðu á sínum tíma mikil áhrif til skoðana- myndunar, svo sem rit Horkheim- ers og Adornos og Walter Benjam- ins. Einhver sá kunnasti þeirra var Fromm, en eins og áður segir, sagði hann skilið við stofnunina og þá krítísku teoríu marxismans. Með byltingunum í sósíölskum ríkjum Austur-Evrópu hófst afneit- un marxismans og nú er svo komið að stjórnendur Sovétríkjanna vilja ekkert frekar en markaðsbúskap eða kapítalisma, sósíalskur efnahagsbú- skapur er hruninn. Forsenda bar- áttu Frankfurt-skólans hefur gufað upp. Rit þetta er unnið af mikilli þekkingu, vandað og vel skrifað, tal- að um það sem meistaraverk sögu vísinda og marxískrar sagnfræði. En hvað nú? Örlög margra ágætra rita frá blómatímum Frankfurter- skólans og alls bramboltsins ‘68 kunna nú að rykfalla í hillum, eða verða að óljósum minnum um hrikalegustu lygi 20. aldar. Siglaugur Brynleifsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.