Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1990, Blaðsíða 2
C rw;ín riC'*’ ' svn.-. 'Vi v * • *2 •Tmninn............................................... Fimmtudagur 1. növember 1990 Fleiri og fleiri sjá gjaldeyristekjumöguleika í ósvikinni náttúruafurð: ÚTUT FYRIR STÓR- ÚTFLUTNING VATNS Mikill áhugi virðist vera á útflutningi á drykkjarvatni frá íslandi og eru nú þrír aðilar komnir nokkuð á veg með undirbúningsvinnu. Það eru Búðahreppur í samvinnu við svissneskt fyrirtæki, nokkrír aðilar í Reykjavík, og einstaklingar og fyrírtæki á Sauðárkróki í samvinnu við Byggðastofnun. Þegar flytja AKVA á Akureyri út vatn og einnig Sól hf. í Reykjavík, sem flytur út kolsýrt vatn. Búðahreppur hefur undirritað samning við svissneskt fjármögnun- arfyrirtæki um markaðssetningu og rekstur á vatnspökkunarfyrirtæki. Um er að ræða rammasamning, sem felur það í sér að svissneska fyrir- tækið tryggir sér vatnstökurétt í Fá- skrúðsfirði og gerir síðan athuganir á hagkvæmni slíkrar framleiðslu. Á grundvelli þeirra verða síðan teknar ákvarðanir um hvort slíkt fyrirtæki skuli stofnsett. Lars Gunnarsson, oddviti Búða- hrepps, sagði í samtali við Tímann, að hreppurinn þurfi, samkvæmt samningnum, að sjá um hafnar- framkvæmdir og hugsanlega vatns- lögn frá vatnstökustaðnum að höfn- inni, sem kostar um 25 milljónir. Reiknað er með að kostnaður við hafnarframkvæmdir fyrir 50 þúsund tonna skip, eins og fyrirtækið fer fram á, verði á bilinu 140 til 240 milljónir. í samningnum er kveðið á um að fyrirtækið hafi um 3 ár til undirbún- ingsvinnu. „Þeir segja jafnframt að það sé allt eins líklegt að það taki ekki nema 6 mánuði. Ef af því verð- ur, þá gæti verksmiðjan verið komin upp eftir 3 ár,“ sagði Lars. Hann sagði fyrirtækið hafa áhuga á að fá ríkið eða einhvern íslenskan aðila inn í fyrirtækið með um 10% hluta- fé. Að öðru leyti ætlar fyrirtækið að reka vatnspökkunina sjálft, en áskilja sér þann rétt að selja hana þriðja aðila. Slíkt fyrirtæki mun bæta við 10-15 störfum, miðað við lágmarks nýtingu, fyrir utan alla þá þjónustu sem fyrirtækið kallar á. Hér er því um að ræða mikla lyfti- stöng fyrir sveitarfélag eins og Búðahrepp. Þá ráögerir Vatnsveita Reykjavíkur nú að bora eftir köldu vatni, sem er sérstaklega ætlað til útflutnings. Er það gert í samvinnu við Vífilfell hf. og Hagkaup og er áætlað að hefja framkvæmdir fljótlega. „Við höfum verið að skoða þetta mál mjög lengi, en því hefur aldrei verið fylgt eftir fyrr en núna. Við erum að huga að því þessa dagana að hefja fram- kvæmdir," sagði Jón G. Óskarsson, yfirverkfræðingur Vatnsveitu Reykjavíkur, í samtali við Tímann. Vatnsveitan ráðgerir að bora eftir vatninu í Húsafellsbruna, sem er of- an við Heiðmörk, en hún er mikið úrkomusvæði og einnig svæðið þar fyrir ofan. Mikið vatn er því þarna til staðar. Hlutur Vatnsveitunnar er um 20% í þessu fyrirtæki. Jón sagði að ýmsar ráðstafanir hafi verið gerðar í sambandi við markaðsöflun. „Það er búið að gera ýmsar ráðstafanir og vatnsveitustjórinn er nú erlendis, m.a. í þessum tilgangi." Sauðkrækingar hafa í nokkur ár verið orðaðir við vatnsútflutning. Nú virðast vera blikur á lofti þar á bæ, því Byggðastofnun hefur sam- þykkt að taka þátt í undirbúningsfé- lagi um framleiðslu og útflutning á vatni frá Sauðárkróki. Að sögn Snorra Björns Sigurðsson, bæjarstjóra á Sauðárkróki, hafa margir haft áhuga fyrir slíkum út- flutningi og nú vilja menn kanna það til þrautar. „Þetta er í framhaldi af því, að fyrir ári síðan var settur í gang hópur til að vinna að þessu á vegum bæjarins, Byggðastofnunar Iðnaðarráðuneytis og Iðnlánasjóðs. Niðurstaðan var sú, að óska eftir þátttöku Byggðastofnunar um áframhald málsins." Byggðastofnun mun vera tilbúin til að leggja um 20% í slíkt undirbún- ingsfélag og sagði Snorri að heima- aðilar myndu útvega restina. -hs. Jarðskjálftahrina suð- vestur af Reykjanesi: Eldgos er hugsanlegt Talsverð jarðskjálftahrina geng- ur nú yfír á sjávarbotni um 160-180 km suðvestur af Reykjanestá, en skjálftamir hófust snemma morguns í fyrradag. Að sðgn Ragnars Stefánsson- ar, jarðskjálftafræðings á Veð- urstofunni, er um dæmigerða skjálftahrinu að ræða sem tengd er kvikuhreyfíngum. f slíkum hrinum væri alltaf spuming um hvort kvikan næði að brjóta sér leið upp á yflrborð- ið og gos hæfíst. „Við höfum engar spurair haft af slíku nú, enda er það oft svo að kvikuhreyfíngar ná ekki upp á yfirborðið. Skjálftamir nú eru hins vegar talsvert stórir og margir þcirra á bilinu 4,5-4,8 stig á Richterkvarða." Þar sem skjálftamir eiga upp- tök sín er hafdýpi um hálfur kflómetri, Neðansjávargoss yrði því, í fyrstu að minnsta kostl, vart á þann hátt að ioftbólur tækju að birtast á yfirborði sjáv- ar á stóru svæði. Engar tilkynn- ingar höfðu í gærkvöld borist um slfkt. Væri um lítið gos að ræða, myndu slikar loftbólur dreifast mjÖg, þannig að erfltt yrði að slá nokkru föstu um gos eðaekkigos. -sá Leyfisumsókn fyrir gömlu bessaleyfi? Fjármálaráðuneytið og forsætis- ráðuneytið eru um þessar mundir að sækja um leyfi fyrir fjarstýrðum hliðum á bifreiðastæðum sínum hjá byggingamefnd, en hlið hafa verið fyrir þessum stæðum í yfír 10 ár. Nýleg byggingareglugerð kveður á um að þeir aðilar, sem hafa slíkan búnað á sínum lóðum, verði að sækja um leyfi. Samkvæmt heimild- um Tímans, voru þessi hlið sett upp við bifreiðastæði umræddra ráðu- neyta í fullu samráði við borgaryfir- vöíd á sínum tíma, en nú verða þeir að sækja um sérstök leyfi til að upp- fylla skilyrði byggingareglugerðar. —GEÓ Sjávarútvegsráðuneytið gefur út reglugerð um heildarafla helstu botnfisktecjunda: AFLAKVOTI Sjávarútvegráðuneytið hefur gefíð út reglugerð um leyfðan heildarafla á helstu botnfísktegundum fyrstu átta mánuði næsta árs, eða tímabil- ið frá 1. janúar til 1. september 1991. Leyfður heildarafli miðast við óslægðan físk með haus og er hann sem hér segir: 1. þorskur 245 þúsund lestir 2. ýsa 40 þúsund lestir 3. ufsi 65 þúsund lestir 4. karfi 55 þúsund lestir 5. grálúða 30 þúsund lestir 6. skarkoli 7 þúsund Iestir Um næstu áramót taka gildi ný lög um stjórn fiskveiða. Samkvæmt þeim skal fiskveiðiárið framvegis miðast við tímabilið frá 1. september ár hvert til 31. ágúst á næsta ári, en hingað til hefur verið miðað við almanaksárið í þessu sambandi. Því nær reglugerð sú, sem nú tekur gildi, yfir fyrstu 8 mánuði ársins 1991, en þá verður ný ákvörðun tekin um heildarafla á tímabilinu 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. —GEÓ Kvóta mótmælt á Vestfjörðum j Bæjarstjóra Isaljarðar hefur sent frá sér tillögu þar sem mótmælt er að kvótatakmarkanir verði settar á steinbít sem veiddur er á línu, eins og kemur fram í drögum um reglu- gerð um veiðar í atvinnuskyni fyrir tímabilið 1. janúar til 31. ágúst 1991. í tillögunni kemur fram að þegar kvótakerfið var tekið upp árið 1984, hafi steinbítsveiðar verið kvóta- bundnar, en hafi verið fallið frá því árið eftir, þar sem þessi fiskistofn var ekki fullnýttur og því mæltu fiski- fræðileg rök ekki með því að sóknin í hann yrði takmörkuð. Er þetta ástand óbreytt og telur bæjarstjórnin því ástæðulaust að takmarka veiðarnar nú og segir að „svona ákvarðanir við stjórn veið- anna kippa stoðum undan útgerð heilla byggðarlaga, sem byggjast að stórum hluta á nýtingu þessa stofns á ákveðnum árstíma". —GEÓ Sigríður Kjaran með þjóðleg myndverk sín. Tlmamynd: Aml Bjama ÞJÓÐLEGAR BRÚÐUR í ÞJÓÐMINJASAFNI Næstkomandi laugardag, kl. 14:00, verður opnuð sýning á verkum Sig- ríðar Kjaran í Þjóðminjasafninu. Verkin eru brúður sem sýna m.a. íslenska lifnaðar- og atvinnuhætti fyrr á öldum. Sigríður Kjaran er fædd í Reykjavík 9. febrúar 1919. Hún hefur stundað nám við skúlptúrdeild Myndlistar- skólans í Reykjavík og í listaskólum í Noregi og á Spáni. Öll verk Sigrið- ar á þessari sýningu eru unnin á síð- ustu 5 árum. Brúðurnar eru unnar að mestu í leir og eru sýndar við leik og störf upp til sjávar og sveita, við tóvinnu, æðarvarp, við mjaltir og heyannir ásamt fleiru. Einnig eru brúður sem íklæddar eru hefðbundnum íslensk- um þjóðbúningum, svo sem peysu- fötum, faldbúningi og upphlut. Ein brúðanna er íklædd íslenskum brúðarbúningi frá um 1800, en sá búningur er varðveittur í sinni upp- runalegu mynd í safni Viktoríu og Alberts í London. Brúðurnar eru með hrífur í hönd við heyvinnu, við þvottasnúrur að hengja til þerris, við tóvinnu, svo eitthvað sé nefnt sem sýnir lifnaðarhætti fólksins ljóslifandi. Brúðurnar eru mjög nákvæmlega unnar. „Þetta eru allt vinir mínir og ég hugsa mér fólkið alveg eins og það væri lifandi fólk að störfum. Fyrir mér eru þetta ekki brúður heldur lifandi fólk," segir Sigríður. Hún vinnur alla búninga og flesta fylgihluti þeirra sjálf. „Ég bý til körf- urnar, ég móta í leirinn, ég prjóna og sauma allt, ég fer í gamlar bækur og kynni mér útlit fatnaðar og muna frá þessum tíma.“ Sýningin er sérstaklega hönnuð með börn í huga, því hún gefur afar rétta mynd af lifnaðarháttum ís- lendinga áður fyrr, einnig eru skýr- ingar á störfum fólksins fyrir neðan hverja mynd, sem auðveldar börn- unum skilning á þeim. „Til þess að sem flestir krakkar komi hingað, hef ég ókeypis á sýninguna og það er tekið alveg dásamlega á móti þeim hér á Þjóðminjasafninu, alveg eins og ég hefði helst óskað mér,“ segir Sigríður. Allir búningar og fylgihlutir brúð- anna eru, eins og áður sagði, hann- aðir sérstaklega af Sigríði sjálfri, nema kvensilfrið sem er smíðað af Dóru Jónsdóttur gullsmið, innan- stokksmunir og amboð sem smíðuð eru af Andrési B. Helgasyni, bónda og smið, og hrífur sem Kristján Sig- urðsson módelsmiður gerði. Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur stjórnaði uppsetningu sýningarinn- ar. Sýningin mun standa yfir í næstu 3 mánuði, jafnvel lengur. Opnunar- tími er sá sami og hjá Þjóðminja- safninu eða sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 11.00-16.00. —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.