Tíminn - 01.11.1990, Page 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 1. nóvember 1990
AÐ UTAN
Allt frá Líberíu til Rúanda
standa blóðugar ættbálkaerjur.
sem eiga rætur að rekja til
landamæra sem nvlenduveldin
dróau að aeöþótta sínum.
Afríka:
BOLVUN
álfunnar er
ættarsamfélagið
Uppreisnarmaður af Tutsi-ættbálki í Rúanda. Hann og félagar hans
hafa lýst yfir göfugum tilgangi með innrásinni, sem þeir gerðu frá Úg-
anda, en hún beinist að núverandi valdhöfum í Rúanda, sem eru af
Hutu-ættbálki.
í ráðuneyti í höfuðborg Ghana, Akkra, er algengt að sjá gamian
mann, sem auðsjáanlega er bóndi. Hann situr og snýr feimnis-
lega húfunni sinni milli handanna. Hann vili ekki tala við neinn
annan en sjálfan forsætisráðherrann, segir hann. Hann er nefni-
lega frá sama þorpi. Gamli maðurinn verður að bíða lengi, en að
lokum veröur honum að kröfu sinni: hann fær áheyrn hjá ráð-
herranum.
Samúel Doe, fyrrum förseti Líberíu, var af Krahn-ættbálki. Uppreisn-
armenn af ættbálki Gio pyntuðu hann til dauðs.
Slíkt gerist á hverjum degi á opinber-
um skrifstofum í Afríku. Klukkustund-
um saman sitja þar „bræður", „frændur"
og „kunningjar" og bíða þolinmóðir eft-
ir að fá að tala við ráðherrann, deildar-
stjórann eða forstjórann. Það sem teng-
ir fátæku ættingjana við þann sem hefur
komist í æðri stöður í lífinu, er oftast
nær ekkert meira en það að þeir tilheyra
sama ættbálki.
Flestir þeirra fá hjálp, þeir íá starf,
framfærslu, peninga — samheldni inn-
an ættbálksins er félagslegt net í lönd-
um sem þekkja hvorki opinbera félags-
lega hjálp, tryggingar né lífeyrissjóði.
Margar milljónir Afríkumanna þakka
þessari djúpstæðu hollustu að þeir halda
lífi á tímum þegar atvinnuleysi, hungur
og eymd færist í aukana. Þetta er góða
hliðin á ættbálkavitund Afríkubúa, ætt-
arsamfélagið. En sí og æ kemur líka
fram hin skelfilega bakhlið á sömu sið-
venju.
Nægar sannanir um
bölvun ættarsam-
félagsins
Á götu í höfuðborg Lfberíu, Monróvíu,
æpir kona í skelfingu: „Ég sver það, ég er
ekki Krahn,“ og þrýstir að sér tveim
grátandi bömum. En tungan, sem hún
talar, kemur upp um hana. Miskunnar-
laust skjóta uppreisnarmennimir, af
Gio-ættbálki, móður og syni til bana.
Samúel Doe forseta, sem einnig var af
Krahn-ættbálki, pyntuðu þeir til dauða.
,/Ettarsamfélagið er bölvun Afríku,"
sagði Kenneth Kaunda, forseti Zambíu,
eitt sinn. Og sannanir em nægar sem
styðja þessa kenningu:
* í Biafrastríðinu (1967 til 1970) börð-
ust múslimaþjóðir í norðurhluta lands-
ins gegn Ibo-ættbáikinum. Ein milljón
manna féll í valinn.
* í Súdan hafa í yfir 30 ár svartir ætt-
bálkar f landinu varist gegn því að verða
hnepptir í þrælahald hjá arabískumæl-
andi herraþjóðinni. Sú barátta hefúr
kostað mörg hundmð þúsunda lífið.
* í svertingjabæjum Suður-Afríku ber-
ast Zúlumenn og menn af ættbálki
Xhosa á banaspjót. 800 urðu fómar-
lömbin aðeins á tveim síðustu mánuð-
um.
* Her uppreisnarmanna, aðallega skip-
aður Tutsi-mönnum, þrammar í áttina
að höfúðborg Rúanda í Mið- Afríku, en
þar situr að völdum þjóð Hutu-manna.
Þar virðist vera f uppsiglingu ættbálka-
slátmn, þrátt fyrir að belgískir og
franskir fallhlífahemienn reyni að
skakka leikinn.
Sprengifim blanda
Reyndar er sú staðreynd að ættbálkam-
ir tala aðskiljanleg tungumál, gera bæn-
ir sínar til ólíkra guða og em oft ekki af
sama húðlit ekki nægileg skýring á því
hvemig á þessum blóðsúthellingum
stendur.
Það er ekki fyrr en samkeppni ættbálk-
anna blandast saman við kröfur til valda,
eins og í Líberíu, eða erlendir hagsmun-
ir em komnir í spilið, eins og í Biafra-
stríðinu, það er ekki fyrr en kerfi eins og
kynþáttaaðskilnaðarstefnan í Suður-
Afríku egnir þjóðarhópana hvem gegn
öðmm að fram kemur þessi sprengifima
blanda sem leiðir svo oft til skelfingarat-
burða í Afríku.
Það er hættara við ættbálkaerjum í Afr-
íku en á öðmm meginlöndum, einfald-
lega vegna þess að í þessum svarta
heimshluta em ættbálkamir milli 800
og 6000, mannfræðingamir geta ekki
komið sér niður á sameiginlega skil-
greiningu. Jomo Kenyatta, leiðtogi
Mau-Mau hreyfingarinnar og fyrsti for-
seti Kenýa, meðlimur Kikuyu-ættbálks-
ins, hefur lýst því hversu miklu ætta-
samfélagið skiptir um líf hvers Afríku-
manns í bók sinni „Facing Mount
Kenya“:
Samkvæmt erfðavenjum Kikuyu-
manna er enginn einangraður einstak-
lingur. Einstaklingshyggja einstaklings-
ins er lægra settur eiginleiki. Fyrst og
fremst er hann tengdur fjölmörgum
öðmm blóðböndum. Það merkir Ld.
líka að það er mikill munur á yfirstjóm
ættbálksins og evrópsks þjóðríkis.
Arfí nýlenduveldanna
aðkenna?
Áreiðanlega hefúr ekki allt verið í sóm-
anum í Afríku fyrir nýlendutímann. Það
er hins vegar skilningur sumra sagn-
fræðinga að það eyðileggjandi ættar-
samfélag sem tröllríður Afríku nú sé
beinlínis afleiðing af stefnu nýlendu-
veldanna, sem stúkuðu Afríku niður skv.
eigin kröfum á 19. öld. Þeir egndu ætt-
bálkunum saman skv. reglunni „að deila
og drottna".
Án þess að taka tillit til sögu svæðisins,
samkenndar fólksins og af fullri óvirð-
ingu við menningarlegar siðvenjur,
klufu nýlenduveldin þjóðir sundur eða
neyddu þjóðflokka, sem höfðu staðið í
bardögum sín á milli öldum saman,
skyndilega til að búa á sama stjómunar-
svæði.
Breski stjómmálamaðurinn Salisbury
lávarður lýsti aðferðinni á eftirfarandi
hátt f Lundúnablaðinu Times árið 1890:
Við drógum línur á landabréf um svæði
sem hvítur maður hafði enn aldrei stig-
ið fæti á. Við ýttum til og frá fjöllum,
fljótum og stöðuvötnum. Það eina sem
okkur þótti oft svolítið óþægilegt var að
við höfðum ekki hugmynd um hvar
þessi fjöll, fljót og stöðuvötn voru.
Nígeriski sagnfræðingurinn A.I. Asi-
waju hefúr komist að þeirri niðurstöðu,
eftir rannsóknir, að afskipti nýlendu-
veldanna hafi splundrað yfir 100 samfé-
lögum, sem enn í dag hefur verið ástæða
ótal árekstra. Þannig var Ld. Mandingo-
ættbálkinum dreift um Senegal, Gíneu,
Malí og Fílabeinsströndina; Yomba-ætt-
bálkinum um Nígeríu, Tógo og Benfn;
Bakongo-mönnum um Kongó, Zaire,
Gabon og Angóla; Lundamönnum um
Angóla, Zaire og Zambíu.
Á sjöunda áratug þessarar aldar, þegar
tugir fyrrverandi nýlendna hlutu sjálf-
stæði, urðu nýju ríkin til innan landa-
mæranna sem Bretar, Frakkar, Portú-
galar og Þjóðverjar höfðu dregið. Og
nýju herrunum í Afríku var ljóst að ekki
var annarra kosta völ. Þeir lofúðu í
stjómarskrá Sambands afríkanskrar
einingar 1963, að landamærin, sem ný-
lenduveldin höfðu dregið upp, væru
óhagganleg.
Ættarsamfélagshugarfarið
bannað í hugum fyrstu
þjóðarleiðtoganna
Ættarsamfélagshugsunin var forboðin í
huga fyrstu ráðamanna nýju rfkjanna,
s.s. Kaunda í Zambíu og Nkrumah í
Ghana. „Ein Zambía, ein þjóð“ varð slag-
orð í koparauðuga landinu í miðri Afr-
íku. í Nígeríu benti hrifinn mannfjöld-
inn til himins og hrópaði „Ein Nígeríá'.
Uppeldi til einnar þjóðar varð mikilvæg-
asta námsgreinin í nýopnuðu skólunum
og háskólunum, og í hemum. Á hverj-
um degi var hamrað á reglum nýja sam-
félagsins í útvarpi og sjónvarpi, svo að
þær kæmust inn í kollinn á fólki.
En þrátt fyrir þjóðfána, landslið í fót-
bolta og þjóðsöngva var það lengi vel
ekki nóg til að gera Haussa-menn og
Ibóa að einni þjóð, Nígeríumönnum, né
Bemba og Lozi að Zambíumönnum,
Kikuyu og Luo að Kenýumönnum. Auk
þess kom fljótlega í ljós að innfluttu fyr-
irmyndimar — allt ffá þingræðinu í
Englandi til einvalda einsflokksstjómar,
frá hereinræði til hinna ólíku útgáfa af
afrískum sósfalisma — leystu ekki
vandamál Afríku.
Þrátt fyrir bætur á skóla- og heilbrigð-
iskerfinu tókst ungu ríkjunum ekki að
koma á fót sósfalisku kerfi, sem gerði
ættarsamfélagið óþarft og dró úr þjóð-
trú.
Afríkubúar famir að líta í
eigin barm í st%ð þess að
kenna öðrum um
Nú er svarta Afríka, með sfna 450 millj-
ónir fbúa, komin í dapurlega félagslega
lægð. Nú sveltur þar fleira fólk en f lok
nýlendutímans.
En nú er sú breyting orðin ffá því sem
áður var, þegar Afríkubúar fundu ástæð-
ur fyrir öllu illu sem yfir þá gekk í arf-
leifð nýlenduveldanna og óréttlátu
heimsskipulagi í efnahagsmálum, að
þeir eru famir að líta í eigin barm öðru
hverju og gá hvort þeim kunni ekki að
hafa orðið á einhver mistök eða sýnt
vanrækslu. Þeir em famir að leita nýrra
leiða.
Vonsvikinn almúginn í fjölmörgum
löndum, sem hrifist hefúr af breyting-
unum í Austur-Evrópu, er nú tekinn til
við að mótmæla á götum úti og krefjast
betri lífskjara og lýðræðis.
Lýðræðiskröfúr gætu nú sameinað
ættbálka, sem hafa verið fjandsamlegir
hver öðmm jafnvel áratugum saman.
Þannig er því haldið fram að útlægu Rú-
andamennimir af ættbálkinum Tútsi,
sem gerðu innrás úr Úganda í gamla
heimalandið fyrir skemmstu, hafi verið í
sambandi við Hutu-menn, sem em í
stjómarandstöðu.
Einræðisherra Rúanda, Habyarimana
forseti, greip a.m.k. innrásina sem tilefni
til að losa sig við óþægilega stjómarand-
stöðu, sem hefúr undanfama mánuði
krafist þess að upp verði tekið fjölflokka-
kerfi í landinu. Orðrómur er á kreiki um
að yfir 3000 manns sé haldið föngnum á
fótboltavelli í Kigali.
Innrásarmennimir létu það berast út
að markmið þeirra sé að binda enda á
spillingu og héraðakryt og koma á fót
lýðræðislegri ríkisstjóm.