Tíminn - 01.11.1990, Qupperneq 19
Fimmtudagur 1. nóvember 1990
Tíminn 19
Handknattleikur:
Handknattleikur:
BREIDDIN MEIRI
— hjá Víkingum sem unnu Stjörnuna 22-23
Knattspyma:
Naumt hjá Þjóðverjum
Heimsmeistarar Þjóðverja unnu
nauman sigur á Lúxemborgurum í 5.
riðli undankeppni Evrópumóts lands-
liða í Lúxemborg í gærkvöld. Jiirgen
Klinsmann, Uwe Bein og Rudi Völler
komu Þjóðveijum í 0-3 í fyrri hálfleik,
en í þeim síðari minnkuðu Jean-Paul
Girres og Roby Langers muninn fyrir
heimamcnn.
f Aþenu unnu Grikkir léttan sigur á
Möltu 4-0 í 6. riðli EM.
f Búdapest unnu Ungverjar 4-2 sigur
á Kýpur og munaði þar mestu um að
Kýpurbúar fengu dæmdar á sig tvær
vítaspymur í leiknum.
Júgóslavar unnu léttan 4-1 sigur á
Austurríkismönnum í Belgrað. Darko
Pancev skoraði þrennu fyrir Júgóslav-
íu og Sercko Katanec gerði eitt. Andre-
as Ogris hafði komið Austumkis-
mönnum yfir á 15. mín., en það dugði
skammL
Víkingar eru enn taplausir í efsta
sæti 1. deildar karla í handknattleik.
f gærkvöld unnu þeir 22-23 sigur á
Stjörnunni í Garðabæ og var sigur
Víkinga mun öruggari en tölurnar
gefa til kynna. í leikhléi var staðan
jöfn 11-11.
Víkingar höfðu undirtökin lengst
af, en Stjörnumenn voru sjaldan
langt undan. Um miðjan síðari hálf-
leik var jafnt 16-16, en Víkingar
náðu síðan 5 marka forystu 17-22.
Undir lokin fengu varamenn Víkinga
að spreyta sig og Stjörnumenn
minnkuðu muninn.
Breiddin í Víkingsliðinu er mikil
um þessar mundir og er það einn
helsti styrkur liðsins.
Mörkin Stjarnan: Magnús S. 5, Haf-
steinn 5, Sigurður 4, Patrekur 4,
Hilmar 2 og Axel 2. Víkingur: Dagur
5, Bjarki 5, Trufan 4/1, Hilmar 3,
Árni 1 og Karl 1.
Á Hlíðarenda gerðu Valsmenn og
KR- ingar 21-21 jafntefli í gærkvöld
BL
Bocciafatlaöra:
Silfurverðlaun
í sveitakeppni
Um síðustu helgi fór fram í Upp-
sölum í Svíþjóð Norðurlandameist-
aramót fatlaðra í boccia. Sex ís-
lenskir keppendur tóku þátt í mót-
inu. Keppt var bæði í einstaklings-
og sveitakeppni.
Eftirtaldir keppendur voru valdir
til þátttöku í mótinu: Sigurrós
Karlsdóttir ÍFA, Elvar Thorarensen
ÍFA, íris Gunnarsdóttir Snerpu, Árni
S. Gylfason Ösp, Kristín Jónsdóttir
Ösp og Hjalti Eiðsson ÍFR.
í sveitakeppni kepptu íslensku
sveitirnar í flokki 3 og 4, en keppt
var í fjórum flokkum eftir stigi fötl-
unar. Bestum árangri fslendinganna
náðu Sigurrós, Árni Sævar og Krist-
ín í sveitakeppni í flokki 3, en sú
sveit hlaut silfurverðlaun á mótinu.
Danir sigruðu í flokknum, en Svíar
sigruðu í flokki 4.
Ieinstaklingskeppninni komust ís-
lensku keppendurnir ekki í úrslit,
en keppni í boccia er orðin hörð og
spennandi og krefst mikillar ná-
kvæmni. BL
Knattspyrna:
Bandaríkjamaður til
Sheffield Wednesday
Enn einn landsliðsmaður Banda-
ríkjanna í knattspyrnu hefur gert
samning við evrópskt lið. í gær
gerði John Harkes samning við
enska 2. deildar liðið Sheffield
Wednesday. Harkes mun leika með
Wednesday liðinu til loka keppnis-
tímabilsins sem lánsmaður frá
bandaríska knattspyrnusamband-
inu. Harkes, sem er 23 ára gamall,
hefur leikið 37 landsleiki fyrir
Bandaríkin. Hann er 9. landsliðs-
maður Bandaríkjanna sem gert
hefur samning við evrópskt lið eft-
ir að HM á Ítalíu lauk.___BL
Enski deildarbikarinn:
Palace í vanda
Crystal Palace lenti í miklu basli
við 3. deildar lið Leyton Orient í
fyrri leik liðanna í 3. umferð ensku
deildarbikarkeppninnar í knatt-
spyrnu í fyrrakvöld. Liðin skildu
jöfn 0- 0.
Úrslitin í fyrrakvöld urðu annars
þessi:
Crystal Palace-Leyton Orient.0-0
Ipswich-Southampton ........0-2
Manchester City-Ársenal.....1-2
Middlesborough-Norwich.......2-0
Sheffield United-Everton ...2-1
Tottenham-Bradford..........2-1
í 2. deild gerðu Notts County og
Charlton 2-2 jafntefli í fyrrakvöld.
Júgóslavía:
Dinamo Zagreb
fær nýtt nafn
Júgóslavneska knattspyrnufélagið
Dinamo Zagreb mun breyta um
nafn þann 12. nóvember nk. Nýja
nafnið er Króatía Zagreb, en Za-
greb er höfuðborg Króatíuhluta
Júgóslavíu. í apríl sl. voru frjálsar
kosningar í Króatíu og þar með
var kommúnískt þjóðskipulag af-
lagt. Dinamo nafnið þykir því
tímaskekkja, en liðið mun leika
undir gamla nafninu til loka yfir-
standandi keppnistímabils.
Körfuknattleikur:
Naumt hjá Rauðu
stjörnunni
Evrópukeppni félagsliða í körfu-
knattleik stendur nú sem hæst. í
fyrrakvöld voru leiknir síðari
leikirnir í 2. umferð keppninnar.
Eftirtalin úrslit liggja fyrir:
Lahden Lahti frá Finnlandi sigr-
aði Ovarense frá Portúgal 77-75 í
Finnlandi, en Ovarense sigraði þó
samanlagt 161-154.
Rauða stjarnan frá Belgrad í
Júgóslavíu sigraði Pasabahce frá
TYrklandi, 86-76, í Belgrd og
komst áfram á einu stigi saman-
lagt 171-170.
PAOK Salonika Grikklandi sigr-
aði Sunderland frá Englandi, 97-
85, á heimavelli og sigraði sam-
anlagt 193- 174.
Cai Zaragoza frá Spáni sigraði
Steiner Bayreuth frá Þýskalandi
101- 90 og komst áfram á 195-
180 samanlögðu skori.
Dynamo Moskva sigraði Dozsa
Kormend frá Ungverjalandi 113-
72 og samanlagt 199-146.
Hapoel Galil frá ísrael sigraði
Slask Wroclaw frá Póllandi 118-
95 og samaniagt 227-179.
BL
SKIPSTJORINN HELT
SKUTUNNIA FLOTI
Enn og aftur var það skipstjóri FH-
skútunnar, þjálfarinn Þorgils Óttar
Mathiesen, sem hélt henni á floti, að
þessu sinni með því að skora jöfnun-
armaridð í leik á móti ÍBV á síðustu
sekúndum leiksins. Köflóttum leik
liðanna í VÍS keppninni í handbolta í
gærkvöldi lyktaði með jafntefli, 27-
27.
Eftir að jafnræði hafði ríkt með lið-
unum í byrjun, náði ÍBV yfirhöndinni
og um miðjan fyrri hálfleik voru þeir
komnir með 4 marka forskot FH-ing-
ar náðu að saxa á það forskot í síðari
hluta fýrri hálfleiks og í hálfleik var
staðan 13-14, ÍBV í vil. Nokkuð um-
deilt atvik gerðist, þegar rúmlega ein
mínúta var eftir af fyrri hálfleik. FH-
ingar náðu boltanum, þegar þeir voru
í vöm, og sendu langa sendingu fram
völlinn. Sigmar Þröstur Óskarsson,
markvörður Eyjamanna, náði að grípa
boltann fyrir utan punktalínu en
missti hann aftur fyrir sig. Þar var
kominn FH- ingurinn Hálfdán Þórð-
arson, sem greip boltann og ætlaði að
senda hann rétta boðleið. Skipti þá
engum togum að Sigmar greip um
háls Hálfdáns, þar sem hann stóð fyrir
aftan hann, og kippti honum í gólfið.
Gunnlaugur Hjálmarsson dómari,
sem stóð nánast á milli piltanna, sýndi
Sigmari umsvifalaust rauða spjaldið,
sem var hárréttur dómur.
í byrjun síðari hálfleiks mættu FH-
ingar frískir til Ieiks. Guðmundur
Hrafnkelsson, markvörður þeirra,
sýndi á fyrstu 10 mínútum síðari hálf-
leiks allar sínar bestu hliðar og náðu
FH-ingar að komast 3 mörkum yfir.
Eyjamenn náðu fljótlega að jafna og
komast yfir, en FH-ingar náðu að
halda jöfnu, eins og áður sagði, með
jöfnunarmarki þjálfarans á síðustu
sekúndunum.
Þrátt fyrir að tvo sterka menn vantaði
í FH-liðið náðu þeir nokkuð oft að
sýna góð tilþrif og var það heist Guð-
jón Árnason sem sá um það, en hann
skoraði 8 mörk, þar af tvö úr vítum.
Yngri mennimir í liðinu sýndu einnig
góða takta. Óskar Helgason átti ágæt-
an dag og skoraði 7 mörk, þar af tvö úr
vítaköstum. Hálfdán Þórðarson lék vel
í vörninni og Knútur Sigurðsson
sýndi að hann er efnilegur. Þorgils
Óttar skoraði 5 mörk, öll á mikilvæg-
um augnablikum. Guðmundur
Hrafnkelsson sýndi á köflum mjög
góða markvörslu.
Gylfi Birgisson skoraði 10 mörk fyrir
Eýjamenn og áttu FH-ingar fá svör við
stórleik hans. Sigurður Gunnarsson
var öflugur og skoraði 7 mörk. Jó-
hann Pétursson og Sigurður Friðriks-
son skoruðu 4 mörk hver. Ingólfur
Arnarson kom í markið, þegar Sigmar
fékk rauða spjaldið, og var árangur
hans viðunandi. Sigmar hafði varið
vel fram að því er hann var rekinn út
af.
Dómarar leiksins vom Gunnlaugur
Hjálmarsson og Óli Ólsen og vom þeir
skeleggir og eftirtektarsamir. Þó gætti
ósamræmis í dómum hjá þeim. —SE
Enski deildarbikarinn:
Fyrsf a tap Liverpool
Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á
keppnistímabilinu í gærkvöld á Old
TVafford í Manchester í fyrri leik 3.
umferðar deildarbikarkeppninnar.
Manchester United sigraði 3-1.
Úrslitin í gærkvöld uröu annars þessi:
Aston Villa-Millwall..................2-0
Chelsea-Portsmouth....................0-0
Coventry-Hull.........................3-0
Derby-Sunderland......................6-0
Leeds-Oldham .........................2-0
Manchester United-Liverpool .........3-1
Oxford-West Ham.......................2-1
Plymouth-Nottingham Forest............1-2
QPR-Blackburn ........................2-1
Sheffield Wednesday-Swindon...........0-0
BL
1. september -15. nóvember
Athygli gjaldenda skal vakin á því að yfir-
standandi uppgjörstímabil virðisauka-
skatts er 15 dögum lengra en venjulega.
Tímabilið erfrá 1. septembertil 15. nóv-
ember en gjalddaginn er óbreyttur,
þ.e. 5. desember. Síðastatímabil ársins
verður jafnframt 15 dögum styttra. Það
hefst 16. nóvember og lýkur 31. des-
ember.
Tekur til þeirra sem hafa
tveggja mánaða skil
Lenging tímabilsins tekur til þeirra sem
hafa almenn uppgjörstímabil, þ.e.
tveggja mánaða skil. Þeir sem hafa
skemmra eða lengra uppgjörstímabil
falla ekki hér undir.
Uppgjörstímabil endurgreiðslna sam-
kvæmt sérákvæðum reglugerða verða
óbreytt.
Sérstakt uppgjörstímabil
-aðeins árið 1990
Sérregla þessi er einungis bundin við
árið 1990. Meginreglan er áfram sú að
hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir.
Uppgjör
Athygli skal vakin á því að fullnaðarupp-
gjör virðisaukaskatts skal fara fram fyrir
tímabilið. Þannig skal skattreikningum
vegna virðisaukaskatts lokað 15. nóv-
ember í stað 31. október.
^ggre'