Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 1
Aður varfeiti ígildi peninga. Nú er hún verðlaus: Sláturhafar urða 350 tonn af mör Það er af sem áður var, þegar ís- lendingar voru fátækir og þeim var kalt. Þá var feitmeti gulls ígildi og tólg var notuð sem gjaldmiðill í við- skiptum manna. Nú er öldin önnur og tólgin einskis virði, jafnvel talin bráðóholl mönnum í allsnægtasam- félaginu. Eftir nýliðna sauöfjárslát- urtíð hafa sláturleyfishafar setið uppi með 350 tonna mörfjall sem engan veginn hefur tekist að koma í verð. Verð á dýrafitu á heimsmark- aði er nú svo lágt að ekki borgar sig einu sinni að selja mörinn í sápu. Þá hefur loðdýrarækt dregist mjög saman, en mör er nokkuð notaður í loðdýrafóður. Niðurstaðan hefur því orðið sú að mörfjall sláturtíðarinnar haustið 1990 hefur nú verið urðað. • Blaósíða 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.