Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. nóvember 1990 Tíminn 17 Eftir að allt þetta lá fyrir varð sú breyting á fyrirætlan Matthíasar að hann gaf kost á sér í sama sæti listans og ég var áður bú- inn að lýsa yfir að ég stefndi að. Þetta gat í engu breytt um mínar ákvarðanir. Ég leitaði trausts sjálfstæðismanna til að leiða flokkinn á Vestfjörðum í næstu kosningum og á næsta kjörtímabili. Ég vænti þess að fólk liti hlutlægt á þýðingu þess að breyta til um skipan efstu sæta framboðslistans og hefði í huga ástæður þess að nú sæktust tveir eftir fyrsta sæti listans, gagnstætt því sem áður hafði ver- ið og ekki þurft að vera núna. Þetta sem ég nú segi sagði ég fyrir próf- kjörið. Nú hefur það farið fram og úrslitin liggja fyrir. Ég bauð mig fram til að skipa fyrsta sæti listans. Mér var greinilega hafnað í það sæti. Þú vilt fá skýringu á þessu. Það er kannski erfítt fyrir mig að skilja hvers vegna ég hlaut ekki meira fylgi í þessu prófkjöri en raun ber vitni. Ég læt öðrum eftir að skilja það, en sjálf- sagt verður þeim sjálfstæðismönnum sem höfnuðu mér ekki skotaskuld úr því að skýra það.“ Sigurvegaramir standa vörð um kvótann Er þetta ekki dapurleg niðurstaða fyrir þig? „Þetta er ekki fyrsta sinn sem vestfirskir sjálfstæðismenn hafna mér. Ég nefndi áð- ur Vestfjarðaáætlunina. Nú er í húfi mik- ið hagsmunamál fyrir Vestfirðinga eins og þá var. Nú er í húfi hvernig megi leysa af helfjötur kvótans sem hvað mest ógnar framtíð og byggðaþróun Vestfjarða. Vest- firðingar, þeir sem vilja, þekkja mismun- inn á afstöðu minni í þessu máli og sam- eiginlegri afstöðu hinna þriggja sigurveg- ara í prófkjörinu. Það er bættur skaði þó ég falli í prófkjöri, en það er óbættur skaðinn sem hlýst af tvískinnungi þeirrar forystu sem í orði er á móti kvótanum en á borði stendur trúan vörð um hann. Þú spyrð hvort ég sé ekki hnugginn eða beiskur yfir úrslitum prófkjörsins. í fullri hreinskilni sagt þá svara ég þessu neit- andi. Ég er ýmsu vanur, ég er volkinu vanur. Sigrar og ósigrar skiptast á. Ég er fæddur með þeim ósköpum að ég hef gaman af því að berjast. Ég nýt þess að synda á móti straumnum. Eg viðurkenni að þetta getur stundum gengið of langt, betra geti verið að haga seglum meir eftir vindi. En ef maður hefur sannfæringu, gildir að fylgja henni og berjast fyrir henni. Hins vegar leyni ég ekki að mér líkar ekki það sem nú hefur gerst. Sér- staklega þykir mér það miður ef ég verð sviptur möguleikanum til að vinna að hagsmunamálum vestfirskra byggða eins og þau koma mér fyrir sjónir og missa af þeirri aðstöðu sem Alþingi gefur til að vinna að heill lands og lýðs. Aftur á móti máttu bóka að ég ætla ekki að gefast upp. Til hughreystingar get ég látið þess getið , að nú þegar herma síðustu fréttir frá Vest- fjörðum að langt um fleiri hafi gefið sig upp fyrir að hafa kosið mig í prófkjörinu en tölur úrslitanna segja til um. Hvemig sem það má nú verða er þetta a.m.k. teikn um fyrirheit framtíðarinnar.“ „Illt er að eiga þræl að einkavini“ Þú átt marga vini á Vestfjörðum. Já, svo sannarlega. Það sem nú hefur gerst breytir ekki því. Annars er það ein- kennilegt sem maður getur orðið var við þegar gengið er í gegnum slíka reynslu eins og ég hefi nú gert í þessu prófkjöri. Það getur verið svo að sá sem maður hef- ur kannski ekkert reiknað með til stuðn- ings, komi út eins og skíragull. En svo sá sem reiknað var með reynist vera sorinn. Manneðlið er misjafnt og þetta er að sjálf- sögðu hvorki bundið við ákveðna stétt eða flokka. Það er ómetanlegt að eiga góða vini. Annars var ég í morgun að lesa Grettis sögu og hnaut þá um þessi orð. „Illt er að eiga þræl að einkavini“.“ Þorvaldur, nú segja margir að þú sért orðin allt of gamall til að standa í pólitík. „Mín skoðun er sú að aldurinn þurfi ekki að vera afgerandi atriði um hvort velja eigi mann til framboðs eða ekki. Ég tel að það eigi ekki að útiloka unga menn, meira segja ekki kornunga menn, frá setu á Al- þingi vegna aldurs, né heldur útiloka menn þó að þeir séu við aldur. Aðalatriðið á að vera að velja þá til þessara mikilvægu starfa sem menn telja hafa besta hæfileika til að gegna þeim á hvaða aldri sem þeir kunna að vera. Auðvitað eru takmörk fyr- ir öllu. Menn mega ekki vera svo ungir að þeir hafa ekki kjörgengi og menn mega ekki vera það við aldur að þeir hafi bilaða starfsorku. Menn verða reyndar að vera við góða heilsu hvort sem þeir eru ungir eða aldnir. Aldurinn þarf ekki að vera ókostur heldur kostur því að aldrinum getur fylgt reynsla sem kemur í góðar þarfir ef starfskraftar eru fyrir hendi.“ Er Matthías ekki of gamall? Var það samt ekki fyrst og fremst aldur- inn sem skaðaði þig í prófkjörinu? „Ég held að það verði hver og einn að gera það upp við sig. Ekki virðist það hafa átt við Matthías Bjarnason sem er á sama aldursskeiði og ég. Hann lýsir yfir að hann ætli ekki að gefa kost á sér til fram- boðs og gefur á því haldbærar skýringar. Samt sem áður vilja menn ekki unna hon- um verðskuldaðrar hvfldar heldur rísa þeir upp víðs vegar um Vestfirði, eftir því sem hann segir, yfir 700 manns og skora á hann að halda áfram. Hvað á maður þá að halda um aldurinn?" Afskipti formannsins ekki við hæfí En formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að yngja beri upp þingflokkinn með því að hinir eldri víki fyrir þeim yngri. Ertu ósammála honum? , AHt tal formannsins í þessa veru er einn grundvallar misskilningur, því að það er forsenda lýðræðisins að fólkið sjálft sé fært um að taka sínar ákvarðanir; þurfi ekki á handleiðslu eða miðstýringu að halda, hvorki í framboðsmálum eða öðru enda er flokksmönnum treyst samkvæmt skipulagsreglum flokksins til að velja sér frambjóðanda án íhlutunar formanns." Lítur þú svo á að Þorsteinn Pálsson hafi reynt að hlutast til um val frambjóðenda á framboðslistann? „Ég geri ráð fyrir að sjálfstæðisfólki á Vestfjörðum hafi verið fullkunnugt um yfirlýsingar og vilja formanns í þessu efni og ég veit líka að hann hefur lýst þeirri skoðun við ákveðna forystumenn vestra, að mér beri að hætta þingmennsku.“ Telur þú þessi afskipti við hæfi? „Nei, langt frá því og sýna að honum stæði nær að líta í eigin barm og láta sig varða hvernig formanni stjórnmálaflokks beri að vera fremur en mæðast í hver ald- ur þingmanna beri að vera.“ Mörgum leikur forvitni á að vita hvort þú ætlar að taka fjórða sætið. „í sannleika sagt hefi ég alls ekki skenkt því hugsun. Það hefur heldur enginn tal- að um það við mig eða óskað eftir því. Það er kannski ekkert á móti því að leyfa mér og öðrum að lifa í dálítilli óvissu um ráðn- ingu á svo skemmtilegu úrlausnarefni sem skipan fjórða sætisins er.“ Að lokum, ætlar þú í sérframboð á Vest- fjörðum? „Þetta er góð spurning. En það er ekki sjálfgefið að sá sem fellur í prófkjöri fari í sérframboð. Ég hef ekki verið með það í huga.“ Egill Ólafsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.