Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 16
AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf, Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER1990 Almannavarnir ríkisins hafa aðvarað almannavarnarnefndir á Suðurnesj- um vegna skjálftahrinunnar á Reykjaneshryggnum. Guðjón Petersen: Æfing enn á dagskrá þó að alvaran gæti breytt þeim áformum Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, sagði að þeir hefðu fylgst stansiaust með og verið í stöðugu sambandi við vísindamenn vegna jarðhræringana út af Reykjanestá. Þar að auki hefðu þeir aðvarað almannavarnarnefndirnar á Suðumesjum við hugsanlegum náttúruhamförum. Þar væru í gildi ákveðnar neyðar- áætlanir sem yrðu virkjaðar ef ástæða þætti til. Til stendur, óháð látunum núna, að halda í lok mánaðarins 10 daga als- herjar æfingu við náttúruhamförum á Reykjanesi og sagði Guðjón að hún yrði haldin nema alvaran tæki hana af þeim. Hann sagði að það væri meiningin að sviðsetja á Reykjanes- fjallgarðinum atburði af þeirri stærðargráðu, að þeir hefðu áhrif á öryggi og ýmsa þætti daglegs lífs á höfuðborgarsvæðinu og á öllum Suðurnesjunum. Guðjón sagði að æfa ætti stjórnendur, t.d. sveita- stjórnirnar á svæðunum og björg- unarfélögin og tilgangurinn væri m.a. sá að samhæfa aðgerðir. Guðjón sagði að í raun væri þetta ekki spurningin um það hvort þessi hrina bærist á land heldur miklu frekar hvenær. Hann sagði að spennuútleysning á einum stað vegna landreksins eins og nú sé að gerast á Reykjaneshryggnum hljóti að auka spennu annarsstaðar sem þurfi að leysast út og jafnast. Ógern- ingur væri að spá um hvenær það yrði, það gæti verið um að ræða daga, vikur, mánuði eða ár. Guðjón benti einnig á að hrinan gæti einnig borist frá landinu og farið þannig í hina áttina. Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur, sagði að þeir þekktu ekki orsakasamhengi á milli jarðskjálfta en þeir vissu að gliðnunarhreyfing á í nýrri skýrslu frá Vegagerð rikis- ins um vegtengingu um utanverð- an HvalfjÖrð kemur fram að sam- kvæmt arðsemisútreikningum er hagkvæmt að gera göng undir fjörðinn. Tvær leiðir eru taldar einna líklegastar, en það eru svo- kallaðar Kiðafelisleið og Hnausa- einum stað yki líkur á gliðnunar- hreyfingum á öðrum stað. „Hitt er annað mál það eru nokkuð oft gliðn- unarhreyfingar úti á hryggnum og það er ekki alltaf sem við sjáum sam- band þarna á milli“, sagði Ragnar. Hann sagði að best væri að orða þetta þannig að gliðnunarhreyfing á mið- Atlantshafshryggnum í kring- um landið yki nokkuð líkur á gliðn- unarhreyfingu á íslandi án þess að það væri hægt að sjá beint samband þar á milli. skerslefð, og eru þessar lefðfr sýnu arðbærari en brúargerð eða botn- stokkur. Hagkvæmasta lefðfn er Kiðafellsleiðin sem felur í sér jarð- göng frá Kiðafeili í Kjós yfir að Galtarvík í Skilmannahreppi. Kostnaðaráætlun fyrir þá leið og aðliggjandi vegi hljóðar upp á —SE Hvalfjörður: JARÐGONG ERU ARÐBÆR KOSTUR Hór má sjá hvemig jarögöng kæmu yfir Hvaffiörð samkvæmt Hnausaskersleið og Kiðafellsleið. rúraa 4 miUjarða og teist gefa Botngöng eða brú eru eingöngu töluverða arðsemi. Næsthag- talin koma tii greina á Kiðafelis- kvæmasta Íeiðin er samkvæmt leið en útreikningar benda ekki tii þessari úttekt Hnausaskersleiðin að þeir valkostir séu hagkvæmari sem iiggur yfir fjörðinn frá Tíðar- en ofangreind jarðgöng. Tap „arðbærasta“ fyrirtækis ríkisins orðið 226 milljónir „Niðurstaðan er hins vegar aug- ljós, flugstöð Leifs Eiríkssonar er eitt arðbærasta íýrirtæki ríkisins“. Prétt um 226 milijóna uppsafnað- an greiðsluhalia á Flugstöðinni okkar s.l. tvö og hálft ár kemur lík- lega eins og köld vatnsgusa fram- an í þjóð sem færð voru áður- greindar „gleðifréttir" fyrir aðeins tæplega þrem árum síðan. En þar er um að ræða orðrétta tilvitnun úr stórri og mikilli skýrslu sem byggingamefnd flugstöðvarinnar sendi frá sér um jólaleytið 1987 í kjölfar einhverra leiðinda af hendi Ríkisendurskoðunar. Með tilvísun í ijárlagafrumvarp 1988 segir byggingamefnd síðan: „Standa leigugreiðslur einar nú undir greiðsium vaxta og afborgana á ár- inu 1988“. Ný skýrsla Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra flytur Alþingi nú þær fréttir að 62 millj- óna greiðsluhalli hafi verið á Flug- stöðinni árið 1988, rúmlega 108 milljón króna halli árið 1989 og rúmlega 56 milljóna halli fyrstu sjö mánuði þessa árs, eða samtals um 226 milljóna greiðsluhalli á aðeins tveim og hálfu ári. Fleiri en byggingarnefnd voru bjartsýnir í byrjun. í áðurnefndu fjárlagafrumvarpi fyrir 1988 eru rekstrartekjur Flug- stöðvarinnar áætlaðar 207 milljón- ir, en rekstrarkostnaður aðeins 178 milljónir, hvar af 126 milljónir fari til greiðslu vaxta. En hér virðist einhver hafa reikn- að skakkt, eða hvað? í Ríkisreikningi eftir þetta ár kem- ur í ljós að tekjurnar fóru vel fram úr áætlun og urðu 229 milljónir. Fjármagnskostnaðurinn varð aftur á móti 84 milljónum hærri en áætlað var, eða 210 milljónir, og annar rekstrarkostnaður 81 millj- ón í stað 52 milljóna í fjárlagafrum- varpi. Beinn rekstrar- og vaxta- kostnaður varð yfir 60 milljónir kr. Eftir reiknað endurmat og verð- breytingar varð niðurstaða Rikis- bókhalds hins vegar sú að Flug- stöðin hafi árið 1988 verið rekin með 228 milljóna króna halla í stað 29 milljóna áætlaðs hagnaðar í fjárlögum ársins. Ráðamenn virtust þó ekki láta þessi leiðindi á sig fá, því í fjárlaga- frumvarpi fyrir 1989 segir svo m.a.: „Flugstöðinni er ætlað að standa undir eigin rekstrar- og fjármagns- kostnaði". Heildartekjur eru þar áætlaðar 271 milljón, en gjöldin heldur lægri, eða 263 milljónir hvar af vextir eru reiknaðir 183 milljónir króna. Ríkisreikning fyrir þetta ár hefur Tíminn ekki. En ut- anríkisráðherra upplýsir nú um 108 milljóna greiðsluhalla þetta ár, sem þýðir þá a.m.k. 116 milljóna króna reikningsskekkju. Nú virðist mönnum loks hafa brugðið í brún. Því í fjárlagafrum- varpi fyrir yfirstandandi ár (1990) segir m.a.: „Ljóst er að tekjustofnar flug- stöövarinnar nægja ekki til að standa straum af rekstrarkostnaði hennar. Miðað við þá tekjustofna sem Flugstöðin hefur er áætluð fjárvöntun 88,5 milljónir á næsta ári“. í frumvarpinu eru heildar- gjöld Flugstöðvarinnar áætluð 555 milljónir á þessu ári, sem er meira en tvöföldun frá fjárlögum síðasta árs. Þar af eru vextirnir einir reikn- aðir 328 milljónir króna. Tekjurnar eru áætlaðar 376 milljónir á árinu, eða ekki svo langt umfram vextina eina. Fjárlögin virðast aldrei hafa komist nær raunveruleika Flug- stöðvarinnar heldur en á þessu ári. í júlílok voru tekjurnar komnar í 196 milljónir og gjöldin í 253 millj- ónir, sem er raunar hlutfallslega heldur minna tap en fjárlög ársins áætluðu. Vaxtakostnaður var kom- inn í 186 milljónir í júlílok, sem einnig virðist standast nokkuð á við áætlun fjárlaga. í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1991 er aftur viðurkennt að tekju- stofnar Flugstöðvarinnar muni ekki standa undir gjöldum. Þrátt fyrir áætlaða 50 milljóna kr. lækk- un vaxtakostnaðar, vegna lækkun- ar á gengi bandaríkjadals er hallinn áætlaður 74 milljónir árið 1991. í frumvarpinu segir síðan m.a.: „Ekki er fyrirsjáanlegt að gjöld fyr- irtækisins lækki þegar fram í sækir. Þvert á móti mun kostnaður hækka þegar afborganir af áhvíl- andi lánum hefjast." Yfirvöld frestuðu nefnilega öllum afborgunum til ársins 1995. Á því ári er íslendingum loks ætlað að fara að borga eitthvað af Flugstöð- inni sinni og síðan áfram jafnt og þétt næstu 25 árin. Árið 2020 get- um við því gert okkur von um að eiga loksins Flugstöð Leifs heppna. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.