Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 3
Fímmtudagur 22. ríóvember 1990 Tíminn 3 Óhreinindi í vatni stífla inntök og eyðileggja hitastýritæki. Hitaveitan annar ekki viðgerðum: Frostakafli gæti gert ástandið allhrikalegt Gífurlegur fjöldi af kvörtunum hefur borist til Hitaveitu Reykjavík- ur vegna mikilla óhreininda í vatni og á sumum stöðum í borginni eru kerfin stífluð og hús hreinlega án heits vatns. Ástæðan fyrir þessu er ryð og óhreinindi, sem koma úr nýrri leiðslu, sem liggur frá Nesjavallavirkjun. Óhreinindin hafa stíflað vatnsinntök húsa og sandur sem berst í hitastýritæki eyðileggur þau. Gísli Erlendsson, verslunarstjóri í Vatnsvirkjanum, sem selur pípu- lagningarvörur og blöndunartæki, sagði að ástandið væri virkilega slæmt í borginni og það yrði hrika- legt sums staðar í borginni ef það frysti að ráði á næstu dögum, því þá myndu snjóbræðslukerfi springa. Gísli sagði að það væru sérstaklega hitastýritæki sem færu illa út úr þessum óhreinindum. Ef það færi sandur í þau þá þyrfti að taka þau í sundur og skipta um stykki í þeim. Síur og ventlar væru í þessum tækj- um sem væru það viðkvæm að þau eyðilegðust ef kæmist sandur í þau. Hann sagði að varahlutirnir kostuðu 900 kr. og ef viðgerðarmaður væri fenginn til að skipta um þá kostaði það lágmark 3000 kr. og því væri lágmarkskostnaður um 4000 kr. Sigurður Viggó Halldórsson í þjón- ustudeild Þýsk-íslenska, sagði að beiðnum um viðgerðir á hitastýri- tækjum hefði fjölgað um rúmlega helming að undanförnu og þá fjölg- un mætti beinlínis rekja til þeirra óhreininda sem kæmu með vatninu. Gísli Erlendsson sagði að mjög vfða í Reykjavík væru hitakerfi húsa Eins og sjá má fengu bömin á Marbakka aö komast í nána snert- ingu við sauðkindina í gær og höföu gaman af. Timamynd Pjetur Börnin og sauðkindin Krakkarnir á leikskólanum Mar- bakka í Kópavogi fengu tvær kind- ur í heimsókn til sín í gær. Ástæðan fyrir heimsókninni er að á hverjum vetri vinna þau að ákveðnu þema og þemað í ár er sauðkindin. Þrisvar í viku, einn og hálfan tíma í senn, vinna börnin að verkefnum, sem tengjast sauðkindinni, auk þess sem þau verða óbeint vör við viðfangsefnið allan daginn. Leik- föng eins og leggir og kjálkar úr kindum liggja við hlið nýtískulegra leikfanga. Þá eru börnin búin að fara í heimsókn í húsdýragarðinn, fara í réttir o.fl. khg Hitaleiðslur í gangstéttum og tröppum sem nota affallsvatn gætu veríð í Tfmamynd; Ámi Bjama hættu ef þaö gerði mikið frost. hreinlega stífluð og það þýddi að það þyrfti að skola þau út. „Það er fjöldi af pípurum sem eru bara í því þessa dagana að hreinsa síur sem hitaveit- an á þó að gera, en annar engan veg- inn“, sagði Gísli. Hann sagði að það væri ósköp eðlilegt að hitaveitan gæti ekki annað þessu þar sem það væri svo mikið um þetta um alla borgina, en húseigendur sem gætu ekki beðið eftir mönnum frá hita- veitunni þyrftu að borga pípulagn- ingamönnunum og lágmarksgjald væri 3000 kr. „í mörgum tilfellum gera pípulagningamennirnir ekki við hitastýritækin heldur eru það sérstakir menn á vegum umboð- anna, þannig að þeir sem þurfa að láta hreinsa hjá sér inntakið og gera við hitastýritæki þurfa jafnvel að greiða allt að tfu þúsund krónur fyr- ir það“, sagði Gísli. „Það stoppar ekki hjá mér síminn, fólk er að hringja og spyrja hvað það eigi að gera, það sé allt kalt hjá því, ég er í símanum allan daginn", sagði Gísli. Hann sagðist ekki vita til þess ennþá að það hefði orðið eitthvað tjón. „Þeir hafa verið svo heppnir að það hefur ekki verið neitt frost að ráði en ef yrði mikið frost, væri þetta miklu alvarlegra mál. Ef vatnið hætt- ir að renna gegnum miðstöðvarkerf- ið eru allar snjóbræðslur, sem eru víða lyrir utan hús, t.d. í innkeyrsl- um, í stórhættu. Ef það frýs í leiðsl- unum þá eru þær í flestum tilfellum ónýtar þannig að þetta getur orðið mjög alvarlegt mál“, sagði Gísli. Aðspurður sagðist Gísli telja að þeir hjá hitaveitunni hefðu með einhverj- um hætti átt að geta forðast það að fá öll þessi óhreinindi inn á kerfið. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri sagði að kvartanir að undanförnu hefðu verið óvenju margar. í fyrra- dag hefðu t.d. borist 289 kvartanir. Hann sagðist telja að stóran hluta þessara kvartana mætti kalla fjöl- miðlakvartanir. „Það hefur verið töluvert skrifað um þetta í blöðum og fólk er farið að hringja út af smá- munum í einhverjum múgæsingi. Síðan þegar viðgerðamenn koma á staðinn er þetta fólk ekki heima og alvaran er því ekki meiri en svo að það nennir ekki að vera heima til að taka á móti þeim“, sagði Gunnar. Hann sagði að kvartanirnar hefðu aukist alveg gífurlega. í október hefðu 380 kvartað á einni viku þegar mest lét en núna væri þetta komið upp í um 300 á dag. í fyrra kvörtuðu um 50-60 í hverri viku. Gunnar sagði að þeir gætu annað um 100 kvörtunum á dag með öllum þeim mannskap sem þeir hefðu yfir að ráða. Gunnar sagði að þessar stíflan- ir stöfuðu af ryði sem kæmi úr Nesjavallaleiðslunni nýju og þeir þekktu það að ryð og óhreinindi söfnuðust saman í leiðslunum þegar verið væri að leggja þær. Þegar um væri að ræða minni leiðslur, gætu þeir skolað úr þeim og hreinsað þær, en í þessu tilfelli væri ekki um það að ræða. „Það er hvergi hægt að losna við allt þetta vatnsmagn sem við erum að dæla í gegnum þessa leiðslu, um 500 lítra á sek.“, sagði Gunnar. Hann sagði að því væri ekki annað að gera en að hreinsa inntök- in þegar þau stífluðust. Gunnar sagðist gera ráð fyrir að ryðflutningur úr leiðslunni væri bú- inn en óhreinindin væru enn í kerf- inu og virtust skila sér á vissa staði á höfuðborgarsvæðinu. Mikið færi til Hafnarfjarðar og á Kleppsveg og eitthvað niður í miðbæ á svæðið kringum Skólavörðustíg. Flestar kvartanir bærust frá þessum svæð- um og þannig hefði það verið und- anfarin ár. —SE Eysteinn Tryggvason hjá Norrænu eldfjallastöðinni hefur nú skilað skýrslu um höggun Almannagjár: LÍKLEGA ÁTT SÉR STAÐ ÁRIÐ 1973 1 nýútkominni skýrslu, sem Nor- ræna eldfjallastöðin hefur gert um misgengi á Þingvöllum, kemur fram að líklegt sé a ð sú höggun sem hefur átt sér stað hafl gerst á bilinu júlí 1973 til september 1977. „Smáskjálftar 4. október 1973 vekja grun um að þá hafl höggunin orðið“, segir í skýrslunni, en höf- undur hennar er Eysteinn TVyggva- son. Það er því ljóst að þessi röskun er ekki af völdum framkvæmda á Nesjavöllum. Mælingamar voru gerðar í sumar eftir að gmnsemdir um misgengi vöknuðu. Þær sýndu að lóðrétt mis- gengi hafði orðið um Almannagjá, þannig að land við Öxarárbrú og Val- höll hafði sigið um 9 cm miðað við vesturbarm Almannagjár við Kára- staðastíg. ,Auk höggunar við Al- mannagjá sýndu mælingarnar hæg- fara landsig við norðurstönd Þing- vallavatns milli Vatnskots og Vatns- víkur, en þaðan virðist sigsvæðið liggja til suðvesturs, í stefnu á Hen- gil eða þar skammt fyrir vestan.“ f skýrslunni kemur einnig fram að höggunin sé alls óháð framkvæmd- um á Nesjavöllum, eins og talið var geta komið til greina í vor. „Mér kom á óvart strax í vor þessi háa tala sigsins, 9 sm og það þótti mér mikið. Þessi greinargerð virðist fyrst og fremst staðfesta það og engu er við að bæta“, sagði Heimir Steins- son þjóðgarðsvörður á Þingvöllum í samtali við Tímann. Hann vildi sér- staklega benda á að, samkvæmt skýrslunni væri ekki hætta á aukinni hrunhættu í Almannagjá. „Ekki verður sagt að þessi höggun valdi aukinni hraunhættu í Almannagjá, þar sem landlyfting vesturbarms gjárinnar veldur heldur minni bratta gjáveggsins en fyrr. Aftur á móti sýn- ir þessi höggun að búast má við hreyfingum á gjánni í framtíðinni, og vissulega er meiri hætta á hruni þegar gjáin haggast en þegar hún er kyrr. Vert er að benda á að sams kon- ar höggun og nú hefir mælst getur vaidið því að vatn flæði yfir land á bakka Þingvallavatns, einkum við ósa Öxarár", segir í skýrslunni. Því sé ástæða til að fylgjast með breyting- um á Þingvöllum og endurtaka mæl- ingar, jafnframt því sem víðtækari mælingar yrðu á nokkra ára fresti. „Ég fagna því að þessi mæling hefur átt sér stað. Við vitum í fyrsta lagi að þetta fyrirbæri á heima hér og við þóttumst hafa grunsemdir um að ekki væri með öllu kyrrt og nú hefur það fengist staðfest. Nú höfum við það svart á hvítu hvernig ástatt er og svo er þá fyrir góða menn að meta það“, sagði Heimir. Heimir vitnaði í fornar heimildir sem segja að slíkar jarðhræringar hafa menn á Þingvöllum búið við í gegnum aldimar. Árið 1896 hafði kirkjan á Þingvöllum haggast og vit- að er um mikinn landskjálfta árið 1789. ,Á sextándu öld virðist eitt- hvað hafa gerst, sem gæti minnt á það sem er að gerast núna, en þá var Lögrétta flutt vegna þess sá staður var hartnær burttekinn af vatni, eins og segir f þeirri heimild. Ennfremur greinir frá því að snemma á 16. öld væri kirkjan flutt, sem virðist þá á undan hafa staðið niður á Öxarár- bakka, þangað sem hún stendur nú. Aftur sér maður það sama vera að gerast í dag“, sagði Heimir að lokum. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.