Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 22. nóvember 1990 Sigmundur Guðbjarnason rektor: Sjálfstæð íslensk þjóð mun ekki einangrast á sviði mennta og menningar fíokksins Ég þakka fyrir þetta tækifæri til að ræða um hina alþjóðlegu þróun á samstarfi háskóla. Ástæða þessarar umfjöllunar er sá ótti sem ýmsir bera í brjósti við einangrun íslands á sviði mennta og menningar ef við stöndum utan við Evrópubandalag- ið. Fyrst mun ég fara nokkrum orðum um EB og þær friðarvonir sem köll- uðu á myndun slíks bandalags. Þá mun ég færa rök fyrir því að það er engin hætta á að ísland einangr- ist á sviði mennta og menningar og mun ég gera grein fyrir stöðu ís- lands í þeim efnum. Þótt ég ætli ekki út í umræðu um efnahagsmál þá mun ég samt reyna aö meta verðið á sjálfstæði íslands, hvað áskriftin að fullveldi íslands kostar í dag. Loks mun ég ræða stuttlega um lífskjör og lífsgæði á íslandi. Evrópubandalagið og von um frið Evrópuþjóðir voru langþreyttar á styrjöldum og stofnun Evrópu- bandalagsins var eðlileg viðleitni þeirra til að tryggja frið í álfunni og samtengja hagsmuni sína á þá lund að eigi kæmi til nýrra styrjalda þeirra á meðal. Hið nýja ríkjabanda- lag átti einnig að skapa virki til að styrkja viðskiptalegar vamir og vernda hagsmuni Evrópuþjóða í efnahagslegum átökum og sam- keppni við Bandaríkjamenn og Jap- ani. Evrópubandalagið tekur stöðugt breytingum og vilja sumar þjóðirn- ar breyta ríkjabandalaginu í Banda- ríki Evrópu til að skapa enn frekari einingu og sterkari heild. Ekki er líklegt að slík Bandaríki Evrópu verði að veruleika; hin einstöku ríki munu vilja halda eigin tungu og menningu og fyrr eða síðar mun Evrópubandalagið liðast í sundur eins og önnur slík ríkjabandalög hafa áður gert. Við sjáum eitt slíkt, Sovétríkin, liðast í sundur um þess- ar mundir, og heimta hin einstöku lýðveldi nú sjálfstæði sitt. Þá er Ijóst að Bandaríkjamenn og Japanir fjár- festa mjög mikið í löndum Evrópu- bandalagsins til að tryggja hags- muni sína og ætla þeir að vinna virkið innan frá. Virkið EB er í raun andhverfa þeirrar alþjóðahyggju og frjálsræðis í viðskiptum sem örvar nú alla heimsbyggðina. Vænta má mikilla sviptinga í við- skiptaheiminum bæði innan Evr- ópubandalagsins og eigi síður á al- þjóðlegum mörkuðum. í Evrópu mun samkeppnin harðna og þeir verða jafnmargir sem tapa og þeir sem vinna í þeirri samkeppni. Fýrr- um stjórnarformaður í breska stór- fyrirtækinu Imperial Chemicals Industries (ICI) lýsir því svo að næstu 10-15 ár muni verða hreint víti („perfect hell“). Á alþjóðavett- vangi verða sviptingar á meðal ris- anna þegar stóru auðhringarnir takast á um auðlindir og markaði. Staða íslands gæti orðið erfið í slíkum ólgusjó og jafnvel ótryggari innan Evrópubandalagsins en utan. Verður einkum mikilvægt að gæta þess að auðlindir okkar, fiskimið og orkulindir, lendi ekki í höndum út- Iendinga, beint eða óbeint. Er því ráðlegast að tefla ekki í tvísýnu og taka ekki neina áhættu með aðild að Evrópubandalaginu. Engin hætta á að Island einangrist á sviði mennta og menningar í ágúst s.l. var haldið í Helsinki ní- unda þing Alþjóðasamtaka háskóla (Internationa) Association of Uni- versities), en slík þing eru haldin á 5 ára fresti. Þema ráðstefnunnar var mjög í samræmi við þróunina í heiminum í dag, en það var: Univer- sality, Diversity, Interdependence: The Mission of the University. Fjallað var um hlutverk háskóla, að þeirra hlutverk væri að rannsaka eðli tilverunnar og alit litróf þekk- ingar; að veita ffjálsan aðgang að þekkingunni og vera öllum þeim opnir, sem geta haft hag af; að vera alþjóðlegir, því að þekkingin virðir engin landamæri. Háskólar eru vissulega fjölbreytilegir með fjöl- skrúðug viðfangsefni í litríkri og ólíkri menningu þjóðanna, en þeir eru samt háöir hver öðrum á ýmsa lund. Áhersla var lögð á aukið sam- starf og aukin samskipti, á frjálst flæði þekkingar og aukið streymi nemenda og kennara milli háskóla. Háskólar margra landa Vestur-Evr- ópu eru að búa sig undir aukna samkeppni um stúdenta á alþjóða- vettvangi og bjóða margir upp á kennslu á ensku, þó að það sé ekki þjóðtunga þeirra, ef þeir þá hafa slíka. Nei, háskólar eru almennt ekki að lokast góðum nemendum; hins vegar vex aðsókn víða og þá einnig brotthvarf nemenda frá námi. Þessi samkeppni háskóla um góða nemendur er ef til vill tengd auk- inni samkeppni um vel menntað og dugmikið ungt fólk. Bandaríkin sjá fram á að geta aðeins fullnægt 20% af þörfinni með kandídötum úr eig- in landi. Vilja þeir laða að nemendur í framhaldsnám og jafnframt breyta lögum og rýmka heimildir fyrir vel menntaða innflytjendur til að mæta aukinni þörf atvinnulífsins og rann- sóknastofnana fyrir vel menntað fólk. í samtökum rektora Evrópuhá- skóla, en aðild eiga 440 háskólar í 27 löndum, hefur undanfarið verið lögð áhersla á aukið frelsi og aukið samstarf háskóla um allan heim og mun Vestur-Evrópa ekki einangra sig í þessum efnum. Háskólar í Austur- Evrópu og í þriðja heimin- um leita í auknum mæli eftir sam- starfi við Vestur-Evrópu og Banda- ríkin. Háskólar Vestur-Evrópu verða framvegis sem hingað til jafn opnir góðum nemendum og verið hefur. Háskóli íslands hefur fylgt þróun- inni í Evrópu og Bandaríkjunum og gert fjölda samninga á undanföm- um árum við erlenda háskóla um samstarf á sviði rannsókna og kennslu. Margir þessara samninga hafa verið gerðir í tengslum við þátttöku Háskólans í fjölþjóðlegum samstarfsáætlunum háskóla, s.s. NORDPLUS-áætlun Norðurlanda- ráðs. Samningar af því tagi sem hér um ræðir bjóða upp á nýja og vænlega kosti fyrir nemendur og kennara við Háskóla íslands. Með því að sækja kennslu að hluta til erlendra há- skóla, án þess að greiða þurfi fyrir Sigmundur Guðbjamason, rektor. það sérstaklega, er unnt að gera námið hér fjölbreyttara og bjóða nemendum sérhæfingu á fleiri svið- um en Háskólinn getur veitt. Nú, þegar unnið er að því að koma á fót framhaldsnámi í ýmsum greinum við Háskóla íslands er afar mikil- vægt að átta sig á þeim kostum sem felast í því að nemendur taki hluta af námi sínu erlendis en útskrifist frá Háskóla íslands. Með samningum þeim sem þegar hafa verið gerðir hefur verið lagður grunnur að þátttöku Háskóla ís- lands í skipulögðu samstarfi há- skóla á alþjóðavettvangi. Það sem mun þó endanlega ráða úrslitum um hvernig samningar við erlenda háskóla og þátttaka í stúdenta- skiptaáætlunum mun skila sér til stúdenta við Háskóla íslands er hvernig Háskólinn sjálfur verður í stakk búinn til þess að veita erlend- um nemendum viðtöku. Ástæðan er sú að þeir samningar sem hér eru til umfjöllunar gera ráð fyrir gagn- kvæmum skiptum milli samstarfs- aðila. Þannig er t.a.m. forsenda þess að unnt sé að taka þátt í stúdenta- eða kennaraskiptum í tengslum við áætlanir á borð við NORDPLUS og ERASMUS sú að um gagnkvæm skipti sé að ræða þegar til lengri tíma er litið. Hér á eftir fer yfirlit yfir þá samn- inga sem Háskólinn hefur gert. NORDPLUS- áætlunin: NORDPLUS er áætlun um stúd- enta- og kennaraskipti milli háskóla á Norðurlöndunum. í tengslum við NORDPLUS er stúdentum gefinn kostur á að stunda hluta af námi sínu við aðra háskóla á Norðurlönd- unum og fá námið metið að fullu til eininga heima fyrir. Kennarar geti einnig starfað tímabundið við ann- an háskóla og fengið starf sitt þar metið sem hluta af sinni kennslu- skyldu heima við. Veittir eru styrkir til nemenda- og kennaraskipta og jafnframt til undirbúnings og rekst- urs sameiginlegra námskeiða sem háskólar tveggja eða fleiri Norður- landaþjóða standa að. Forsenda fyr- ir þátttöku í NORDPLUS er sú að háskólar geri með sér formlega samninga um samstarf innan ramma áætlunarinnar. NORDTEK-áætlunin: NORDTEK-áætluninni svipar til NORDPLUS en er bundin við nem- endaskipti verkfræðinema Norður- landaþjóðanna og eru veittir styrkir til skiptanna. f tengslum við NORD- TEK er nemendum á síðasta ári í verkfræði og nemendum í fram- haldsnámi veittir styrkir til að stunda hluta af námi sínu við verk- fræðideildir eða tækniháskóla ann- ars staðar á Norðurlöndunum og fá námið metið til eininga heima við. Nokkrir þeirra samninga sem gerðir hafa verið í tengslum við NORDPLUS og NORDTEK ná til fleiri þátta en samstarfið innan áætlananna segir til um. Þannig er t.a.m. til sérsamningur milli verk- fræðideildar Háskóla íslands og DTH í Kaupmannahöfn, um aðgang nemenda sem lokið hafa námi í verkfræði við Háskóla íslands að framhaldsnámi við DTH. Samningar í tengslum við NORDPLUS- og NORDTEK-áætl- animar: Danmörk: Samningar við 8 háskóla. Finnland: Samningar við 8 háskóla. Noregur: Samningar við 9 háskóla. Svíþjóð: Samningar við 12 háskóla. Samningar hafa einnig verið gerð- ir við háskóla í Frakklandi (2), Eng- landi (3) og Þýskalandi (1). Auk þess hafa verið gerðir samningar við há- skóla í Bandaríkjunum (7), Kanada (1) og Japan(l). COMETT-áætlunin: Háskólinn hefur nýverið hafið þátttöku í COMETT-áætlun Evrópu- bandalagsins, sem miðar að því að efla samstarf atvinnulífs og skóla um tækniþjálfun. COMETT greiðir m.a. fyrir starfsþjálfun háskólanema í fyrirtækjum í löndum Evrópu- bandalagsins, og kennara og annars starfsliðs háskóla til tímabundinna starfa í fyrirtækjum þessara landa. Háskólinn hefur tekið frumkvæði að þátttökú íslands í COMETT og starfrækir, í umboði menntamála- ráðuneytisins, upplýsingaþjónustu um COMETT á íslandi. Verið er að undirbúa gerð fleiri samninga við háskóla í Englandi, Frakklandi, HoIIandi og Þýskalandi. í þessu sambandi er vert að geta þess að margt bendir til þess að ís- lendingar fái aðgang að ERASMUS- áætlun Evrópubandalagsins haustið 1992. ERASMUS-áætlunin er byggð upp á svipaðan hátt og NORDPLUS- áætlun Norðurlandanna og krefst þess að háskólar sem taka vilja þátt í stúdenta- og kennaraskiptum í tengslum við áætlunina, geri með sér sérstaka samninga þar að lút- andi. Sendiherrar ýmissa ríkja hafa einnig fullvissað okkur um að há- skólar þeirra muni í framtíðinni hafa fullt frelsi í þessum efnum. Stúdentar geta eftir sem áður sótt beint til erlendra háskóla eins og verið hefur. Til að berjast gegn atgervisflótta frá Evrópu til Bandaríkjanna, sem hefur verið töluverður á liðnum áratugum, hefur Evrópubandalagið m.a. sett upp ERASMUS-áætlunina. ERASMUS er ætlað að auka hreyf- anleika stúdenta innan Evrópu. Því er spáð að skortur verði einnig í Vestur-Evrópu á fólki menntuðu til rannsókna- og vísindastarfa og á vel menntuðu tæknifólki almennt. Er nú þegar leitað eftir hæfasta fólkinu í Austur-Evrópu til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Er atgervisflótti orðinn vandamál á írlandi og er því spáð að hliðstæður vandi verði í Norður-Skandinavíu. Atgervisflótti frá íslandi mun aukast ef ekki verð- ur brugðist við, því að íslenskt at- vinnulíf og íslenskar stofnanir, t.d. Háskóli íslands, munu verða að keppa við erlenda aðila um besta fólkið okkar. Framfarir í vísindum grundvallast á frjálsu flæði þekkingar um heim allan og hefur svo verið um aldir. Miðlun þekkingar fer fram á ýmsa lund, í mennta- og vísindastofnun- um, í ræðum og ritum, á ráðstefn- um og vinnufundum og í öðru því formi sem upplýsingatæknin gerir mikilvirkast á hverjum tíma. Að vísu eru hömlur á frjálsu flæði vissra upplýsinga og þekkingar t.d. þegar þekkingin er talin eign ein- stakra fyrirtækja. Slíkar hömlur eru oft tímabundnar á meðan einkaleyfa er aflað, en síðan er þekkingin leigð eða seld sem hver önnur auðlind. íslendingar hafa nú þegar tækifæri til rannsóknasamstarfs innan Evr- ópubandalagsins á fjölmörgum sviðum og fleiri tækifæri en við höf- um tök á að nýta. Er ýmist ekki mannafli, fé eða not fyrir þau mörgu tækifæri sem þegar bjóðast. Stöðugt koma fram nýir kostir og tækifæri til samstarfs um ákveðin verkefni sem geta haft mikla þýð- ingu þegar litið er til lengri tíma. Vandamálið á íslandi er ekki að afla þekkingar heldur að fá menn til að hagnýta fáanlega þekkingu, þekk-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.