Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnarhusmu v Tryggvagotu. S 28822 SAI L i 6V SAMVINNUBANKINN I BYGGÐUM LANDSINS IMISSAN Réttur bíll á réttum stað. #lngvar Helgason hf. Sævartiöfða 2 Sími 91 -674000 Tíminn FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER1990 Bretar vara neytendur við að hugsanlega sé samhengi á milli plastfilmu og krabbameins: H lol lust uvei rnd kai nv ia L5 IÚ á Sti ir vk Iva r an la B rel ta Undanfaríð hefur verið í fréttum í Bretlandi viðvaranir frá neyt- endasamtökum og hinu opinbera til fólks vegna hugsanlegrar krabbameinshættu sem fælist í því að nota plastfilmu utan yfir feit matvæli ýmiskonar og matvæli sem ættu að fara í örbylgju- ofn. Mun hættan vera fyrir hendi, sérstaklega ef plastið snertir matinn sjálfann. Tíminn hafði samband við Hollustuvernd Rík- isins til að kanna stöðu þessara mála á íslandi. „Það eru notuð ýmis konar efni í plastiðnaðinum sem gera plastið mjúkt og það sem um er að ræða þarna eru þessar örþunnu plast- filmur sem notaðar eru yfir mat- væli og slíkt", sagði Halldór Run- ólfsson hjá Hollustuvernd. „Það eru nokkur efni, sem um er að ræða í þessu plasti, en það eru frekar feit matvæli, sem hefur verið sýnt fram á að þessi efni geti komast í samband við, en ekki að þau séu krabbameinsvaldandi", sagði Halldór einnig. Samkvæmt fréttum frá Bretlandi er verið að vara fólk við þeim plastfilmum sem nú eru í al- mennri notkun og að samkvæmt nýjum rannsóknum eru efni í þeim krabbameinsvaldandi. En ekki er um að ræða þykkara plast, svo sem notað er t.d. utan um ost, segir Halldór. Þessi efni sem Halldór minnist á eru mýkingarefni sem gera plastið mjúkt og límkennt og hafa þau verið skoðuð á undanförnum ár- um af matvælayfirvöldum víðs- vegar. Halldór tjáði Tímanum að Hollustuvernd hafi haft samband við matvælayfirvöld í Svíþjóð og Danmörku vegna þessa máls, sem upp hefur komið í Bretlandi, en hvorugum aðilanum var kunnugt um, um hvaða mýkingarefni væri nákvæmlega að ræða. „Ég þekki því ekki hvaða efni er nákvæmlega verið að tala um í Bretlandi, en að mér vitandi eru þau sem notuð nú í þessar plast- filmur almennt viðurkennd. En við erum að skoða hvað þarna er á ferðinni og munum taka ákvarð- anir samkvæmt því. En sam- Þessi plastfilma er gífurlega mikið notuð hér á landi sem og annars staðar. Það er ekki síst ástæðan fýr- ir því hversu sterk viðbrögð hafa veríð við aðvörunum, sem gefnar hafa veríð í Bretlandi. Tímamynd: Pjetur kvæmt upplýsingum sem við höf- um þetta mál til Efnahagsbanda- dór að lokum í samtali við Tím- um frá Dönum, hafa bresk yfir- lagsins, en þetta skýrist væntan- ann í gær. völd ekki látið neitt frá sér fara lega á næstu dögum", sagði Hall- —GEÓ Frá fundi Landsbankans með fréttamönnum þar sem Varðan var kynnt. F.v.: Einar B. Ingvarsson fyrrv. úti- bússtjórí, Sverrir Hermannsson bankastjórí, Ingólfur Guðmundsson markaðsstjórí og Jóhann Ágústsson að- stoðarbankastjórí. Tímamynd: Pjetur r ÞJONUSTA VIÐ ELDRIBORGARA Landsbanki íslands hefur ákveðið að endurskipuleggja og jafnframt auka þjónustu sína við eldri borg- ara. Hefur þessari nýju þjónustu verið gefið nafnið VARÐAN og er hiutverk hennar að vera til leiðbein- ingar um fjárhagsleg hagsmunamál eldri borgara og jafnframt að fella saman í eina heild marga afmarkaða þjónustuþætti og tilboð sem sniðin eru að þörfum þessa hóps. Er þessi þjónusta sérstaklega sniðin að þörf- um fólks í aldurshópnum um sex- tugt og eldri. Landsbankinn hefur kannað þá fjár- málaráðgjöf sem eldri borgarar eiga aðgang að og þarfir þeirra fyrir þjón- ustu í bankakerfinu. „í ljós hefur komið að þessi þjóðfélagshópur býr um margt við sérstakar aðstæður, þarf einatt að taka þýðingarmiklar ákvarðanir um fjármál og meðferð eigna. Oft fær hann samt ekki nægar upplýsingar eða fyrirgreiðslu um mál er varða fjárhag þess, ýmis rétt- indi eins og lífeyris- og bótaréttindi, skattamál og leiðir til varðveislu og ávöxtunar fjármuna", segir í frétta- tilkynningu frá Landsbankanum. Markmiðið með þessari þjónustu er að veita heildstæða ráðgjöf sem nær lengra en sú þjónusta sem bankar hafa veitt hingað til. Eldri borgarar geta t.d. fengið upplýsingar hjá bankanum er varða viðskipti sín við Tryggingastofnun ríkisins, en í und- irbúningi er samstarfssamningur Landsbankans og TVyggingastofnun- ar um upplýsingamiðlun bankans til viðskiptavina stofnunarinnar. Til þessa starfs hefur hefur Lands- bankinn valið hóp reyndra starfs- manna, haldið námskeið og þjálfað þá sérstaklega til að takast á við þetta verkefni. Hver viðskiptavinur, sem kýs að taka þátt í Vörðunni, fær sinn sérstaka þjónustufulltrúa sem leið- beinir honum og veitir þjónustu í fullu trúnaðarsambandi. „Lands- bankinn leggur mikla áherslu á að þjónustufulltrúinn sé jafnan að- gengilegur til trúnaðarsamtaka og gerir sér grein fyrir að margir eldri borgarar þurfa að taka viðkvæmar ákvarðanir, til dæmis axla eigin fjár- hagslegar ábyrgðir fyrir aðra, skipta um húsnæði, selja eignir og verðbréf og ávaxta fé sitt með öðrum hætti en þeir hafa áður gert“, segir að lokum í fréttatilkynningunni. -hs. Verður Hótel Örk stækkuð? Samkvæmt heimildum Tímans, er Jón Ragnarsson, eigandi Hótels Ark- ar í Hveragerði, að undirbúa fjölgun á herbergjum gistihússins um allt að helming. Reksturinn hefur geng- ið ágætlega að undanförnu en her- bergjaskortur hefur háð á mestu annatímum. Nú eru 80 herbergi í gistihúsinu. Stefán Guðmundsson, fjármála- stjóri gistihússins, sagði að rekstur- inn gengi vel um þessar mundir en vildi annars ekkert tjá sig um hugs- anlegá stækkun. Guðmundur Bald- ursson byggingarfulltrúi í Hvera- gerði sagði að þeir hefðu heyrt að Jón væri að velta þessu fyrir sér en það hefði ekki komið nein umsókn um byggingarleyfi inn á borð til þeirra. Aðspurður sagðist Guð- mundur reikna með því að það yrði tekið vel í þá umsókn, gistihúsið virðist vera í góðum vexti núna og það vanti tilfinnanlega fleiri her- bergi. „Hann hefur það mikið salar- rými og stóra eldhúsaðstöðu þannig að ef til byggingar kæmi þyrfti hann ekki að byggja neitt af slíku og því eingöngu herbergin og það er til- tölulega hagkvæmt að gera það“, sagði Guðmundur. —SE Bifreiðaskoðunar- stöð í Borgarnesi Ákveðið hefur verið að byggja sem Bifreiðaskoðun íslands hefur Bifreiðaskoðunarstöð í Borgar- völ á. Bifreiðaskoðunarstöðin í nesi. Að sögn Sverris Sverrisson- Borgarnesi hefur hingað til verið í ar hjá Bifreiðaskoðun íslands, rís leiguhúsnæði með tækjabúnaði hin nýja stöð í iðnaðarhverfinu sem nú er orðin úreltur. Vonast er fyrir ofan bæinn. til að hægt verði að taka stöðina í Stöðin verður 150 fermetrar og notkun næsta haust. verður búin öllum bestu tækjum khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.