Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 11
Býr íslenskt jeppadellufólk yfir einstakri sérþekkingu? Erlendir jeppasérfræöingar segja: Islenskir jeppar og útbúnaður þeirra hafa vakið mikla athygli er- lendis undanfarið. íslendingar þykja standa mjög framarlega í að útbúa jeppa sína fyrir torfæru- og fjalla- akstur og í grein sem birtist í nóvem- berblaði bandaríska tímaritsins „Fo- ur Wheeler" er þeirri spurningu varp- að fram, af hverju best útbúnu fjór- hjólajepparnir í heiminum finnist á íslandi. íslenskir víkingar í greininni fjallar blaðamaðurinn Peter MacGillivray um útbúnað íslensku jepp- anna og um fjallaferð sem hann fór í ásamt íslenskum jeppaeigendum á Langjökul. Segir Peter þessi meðal annars að Islend- ingar hafi fundið upp tækni og aðferðir við að sérbúa bílana og safnað saman þekkingu um verkfæri og tækni sem hentuðu sér- staklega vel þegar ekið væri við erfið skil- yrði uppi á reginfjöllum. Til einfaldrar hugmyndar eins og að hleypa lofti úr dekkjum, virðist Peter ekki hafa þekkt, og segir hann aðferðina mjög áhrifaríka og að íslendingar hafi fundið upp ný vísindi með þessari tækni sinni. Þá nefn- ir hann einnig að íslendingar hafi komist upp á lag með að nota einstakt tæki við akstur við slæm veðurskilyrði, en það er lóran, siglinga- og miðunartæki sem er al- gengt í bátum og flugvélum. Segir hann að í mikilli þoku og öðrum slæmum veðurskil- yrðum noti ökumenn tækið til að komast á ákvörðunarstað þrátt fyrir ekkert skyggni. Þá telur Peter það vera víkingablóðið, sem renni í æðum íslendinga, sem stuðli að því að íslendingar séu stöðugt að reyna að upp- götva hið óþekkta. Þess vegna sé ekkert skrýtið að íslendingar hafi gaman af ævin- týrum og að áhugamál eins og fjallaklifur, siglingar, skíði og jeppaferðir séu vinsælar hér. Þess má geta að í síðasta desemberblaði „Four Wheeler" var einnig fjallað um ís- lendinga og jeppabifreiðir þeirra. Á forsíðu þess blaðs er einmitt mynd af reisulegri jeppabifreið sem er í eigu Benedikts Eyj- ólfssonar og í blaðinu er síðan ítarleg grein um þennan bíl. íslensk þekking fer víða Að sögn Benedikts Eyjólfssonar er nokkuð síðan íslendingar fóru að vekja athygli fyrir þekkingu sína á fjórhjóladrifnum jeppum. Honum hefur t.d. í nokkurn tíma borist fjöldinn allur af bréfum og símbréfum þar sem beðið er um upplýsingar um tækni og búnað í jeppabifreiðar, hvernig hækka eigi bílana og hvernig smíða skuli ákveðna hluti í bíla o.s.frv. Hann hefur meira að segja fengið bréf frá Pakistan þar sem hann og fyrirtæki hans er beðið um að smíða tor- færujeppa. Einnig segir Benedikt að tals- vert sé hringt í hann og spurst fyrir um skipulagðar jeppaferðir upp á hálendi ís- lands. Eigandi stórs fyrirtækis í Bandaríkjunum, sem framleiðir ýmsan sérbúnað fyrir bíla, svo sem dekk, felgur, ljóskastara o.fl., og er mjög mikill áhugamaður um jeppa fór í eina slíka ferð upp á Langjökul í fyrra með íslenskum jeppaeigendum. Varð hann að sögn Benedikts ofboðslega hrifinn af ís- lensku jeppunum og því sem þeir gátu gert. „Hann hafði aldrei séð jeppa notaða í svona alvöru virkni. Við förum með jeppana upp á jökla þar sem reynir mikið á þá. En slíkt þekkist varla í Bandaríkjunum því þar keyra menn á sínum sérútbúnu jeppum niður á strönd. Þar snýst þetta einnig mikið til um sýningar þar sem útlitið skiptir oft megin- máli,“ sagði Benedikt. Hann bætti við að auðvitað væru til menn í Bandaríkjunum sem notuðu jeppa sína í fjallaferðir en ís- lendingar væru hins vegar á mun betur búnum jeppum þar sem reynsla þeirra væri meiri af slíkum ferðum og menn lærðu best af reynslunni hvaða búnaður dygði og hvaða búnaður dygði ekki. Þá sagði Benedikt að borist hefði fjöldi fyr- irspurna erlendis frá um lórantækin sem notuð eru í hálendisferðum. Sagði Benedikt að þótt allir gluggarnir í jeppunum væru málaðir svartir væri hægt að sjá nákvæm- lega hvert maður væri að keyra með lóran. „Við grófum bensíntunnur uppi á Vatna- jökli um sumar og settum punktinn þar sem við grófum þær á lórantækið og kom- um síðan aftur um veturinn þegar öll verk- summerki voru snjóuð í kaf. Við fundum punktinn sem við höfðum stillt á lórantæk- ið með innan við eins metra fráviki," nefndi Benedikt sem dæmi. Hann sagði að lóran- tæKin komi sér mjög vel upp á jöklum, þar sem menn geta varast sprungusvæði með hjálp þeirra og séð hvar hættuleg gil og sprungur eru. Á íslandi þekkjast ailir „Það er alveg sama hvað við gerum hér á íslandi, ef við miðum við mannfjölda þá er- um við framarlega á mörgum sviðum. Við erum lítið land og allir þekkja hverjir aðra. Einn er bestur á þessu sviði, annar á öðru sviði. Meðal jeppamanna er einn bestur að gera þennan sérstaka útbúnað og næsti hinn. Ef þetta væru t.d. þrír bestu bílasmið- ir í Bandaríkjunum þá myndi kunnátta þeirra aðeins gagnast þeim sjálfum. En hér þekkjast allir og sameina því kunnáttu sína til að útkoman verði sem best. Þetta er hér á landi líkt og hjá vísindamönnum sem vinna í stórfyrirtækjum þar sem mestu uppfinningarnar eru gerðar, vegna þess að margir sérfræðingar á ýmsum sviðum starfa saman," sagði Benedikt um ástæðu þess af hverju íslendingar stæðu svona framarlega í tækni og útbúnaði fyrir jeppa. „Þar við bætist að lslendingar nota bílana við alls konar aðstæður. Við förum á fjall og það brotnar drif eða eitthvað annað gerist. Þegar heim er komið er strax farið að vinna í því að endurbæta drifið til að reyna að koma í veg fyrir að það brotni aftur. En ef bílarnir stæðu bara á sýningum eða væru bara keyrðir niður á strönd yrðu þeir aldrei endurbættir vegna þess að það kæmi aldrei neitt fyrir þá. Það kemur alltaf eitthvað upp í jeppaferðum þannig að við erum stöðugt að betrumbæta jeppana." Benedikt nefndi einnig að fslendingar stæðu mjög framarlega í allskonar torfæru- keppni og t.d. hefðu nokkrir íslendingar farið út til Svíþjóðar í sumar þar sem þeim var boðið að vera með í einni slíkri keppni. Það var ekki að sökum að spyrja, íslending- arnir sigruðu þar. Strangt eftirlit og kostnaður mikill Benedikt sagði að eftirlitið væri orðið mjög strangt á sérútbúnum jeppum og það kæmi að miklu leyti í veg fyrir að „fúskarar" eða menn sem kynnu lítt til verka væru að gera mistök er verið væri að breyta jeppun- um. Jón Þorbjörnsson, hjá Bifreiðaskoðun íslands tekur undir þessi orð Benedikts og bætti við að jepparnir hefðu batnað mikið á síðustu árum og í Bifreiðaskoðun yrði lítið sem ekkert vart við illa búna og illa smíð- aða jeppa sem kæmu í sérskoðun. Ástæða þess getur verið sú að jeppamenn afla sér upplýsinga og skiptast á þeim. Einnig veita ýmis fyrirtæki sem selja bílhluti góða ráð- Eftir Karl H. Guðlaugs- son gjöf um breytingar á bílum og ýmsan sér- búnað. Það sama gildir einnig um fjölmörg verkstæði sem annast breytingar á bílum. Samstaðan er mikil meðal kunnáttumanna um að ráðleggja byrjendum rétta hlúti. Benedikt sagði að í þessum efnum kæmi fram kostur þess að búa í litlu landi, það þýddi ekkert að selja mönnum einhverja vitleysu. Slíkt væri dauðadómur fyrir þá sem seldu varning eða þjónustu við jeppa- menn. Þess vegna gengi þekkingin hratt á milli manna og einnig til þeirra sem eru að byrja í þessu og það kæmi í veg fyrir mis- tök. „Auðvitað eru alltaf einhverjir sauðir sem gera vitleysur en það er mjög lítið um það,“ sagði Benedikt. Verð á jeppum getur verið eins breytilegt og þeir eru margir, allt frá hundrað þúsund krónum upp í margar milljónir. En ef menn vilja hækka upp bílinn sinn getur það þýtt kostnað upp á 500-600 þúsund. Er þá átt við að setja í bíla driflækkanir, driflæsingar, kaupa ný dekk og felgur, lyfta bílnum á fjöðrum og á „boddíi“ á verkstæði. Þar fyrir utan eyða margir öðru eins bara í tæki inn í bílinn. Tæki eins og talstöðvar (helst tvær), lóran, áttavita, síma o.fl. Það er nær ótak- markað hverju er hægt að eyða í sérútbúna jeppa svo ekki sé nú talað um alla vinnuna sem menn inna af höndum. Þegar búið er að breyta jeppanum þarf að fara með hann í sérskoðun sem kostar aðeins rúmar tólf þúsund krónur en þar eru allar breytingar frá upprunalegri gerð jeppans teknar út. Benedikt vildi að það kæmi fram að í dag væri það litið hornauga meðal jeppamanna að unnin væru náttúruspjöll með bifreiðum og litið niður á þá sem gerðust sekir um slíkt. Á viðhorfi til slíks athæfis hefði orðið stökkbreyting. Hann nefndi að fyrir um það bil fimmtán árum hefðu allir jeppamenn verið spólandi utan í moldarbörðum. Slíkt þekktist vart lengur og nú hugsuðu menn um náttúruna og varðveislu hennar. „Sum- ir hreyfa jeppana sína ekkert á sumrin held- ur nota þá eingöngu á veturna og fara þá í ferðir eins t.d. upp á jökla þar sem engin hætta er á að náttúran verði fyrir hnjaski.“ Boðið upp á jöklaferðir Arngrímur Hermannsson rekur fyrirtæk- ið Addís sem sérhæfir sig í ferðum upp á há- lendi og jökla. Hann hefur nú í þrjú ár boð- ið útlendingum og íslendingum upp á ferð- ir á hálendið. Á veturna, frá janúar til aprfl, er boðið upp jöklaferðir á sérútbúnum jeppum. Ferðirnar taka allt frá tveim dög- um upp í viku. Arngrímur sagði að sífellt væri eftirspurn að aukast eftir jöklaferðun- um og hann hefði t.d aðeins farið eina slíka ferð fyrsta veturinn sem hann hóf þessa starfsemi. Síðastliðinn vetur hefðu hins vegar verið farnar sex ferðir. Nú í vetur hyggst Arngrímur vera með nýjung í jökla- ferðunum. Ætlar hann að vera með tvo bíla sem ferðamönnum verður boðið upp á að keyra sjálfir. Á sumrin býður Arngrímur upp á ferðir um hálendið á stærri bílum sem rúma um tíu farþega hver. Þá er farið yfir Kjöl, Sprengisand, til Landmannalauga og til fleiri staða, allt eftir því hvað menn vilja sjálfir. í framtíðinni ætlar Arngrímur að vinna frekar að því að kynna og markaðs- setja ferðir sínar. Mikið hefur verið að gera hjá honum nú í haust í tengslum við ráð- stefnur sem hér hafa verið haldnar, en gest- um þeirra hefur verið boðið upp á hálendis- og jöklaferðir og er þess skammt að minn- ast að súpufyrirtæki nokkurt bauð sölu- mönnum sínum í Evrópu í jeppaferð á Langjökul. Er á jökulinn kom beið ferða- langanna heit súpa og dixielandhljómlist hins ágæta Sveiflusextetts. khg. 10 Tíminn Fimmtudagur 22. nóvember 1990 Fimmtudagur 22. nóvember 1990

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.