Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 6
6 Timiriri' Fimmtudagur 22. rióverhber'1 ð90' Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin f Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur.Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð i lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Jóhanna gagnrýnd Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hlaut mikla gagnrýni fyrir aðgerðir sínar í húsnæðismálum á nýloknu flokksþingi Framsóknarflokksins. Gagnrýnin beindist ekki síst að því vanhugsaða breytingahringli á húsnæðiskerfmu sem núverandi félagsmálaráðherra hefur staðið fyrir. Þing fram- sóknarmanna benti réttilega á að þessar sífelldu breytingar á kerfmu leiða til öryggisleysis um stöðu húsbyggjenda, þeir vita aldrei hvar þeir standa um rétt sinn til aðstoðar húsnæðiskerfisins. Krafa flokksþings stærsta stjómarflokksins er því sú að þessu hringli í húsnæðislöggjöf linni, að bund- inn verði endi á óvjssu um rétt og stöðu almennings í húsnæðismálum. I flokksþingsályktun framsóknar- manna er bent á, að löggjöf sú, sem sett var með sér- stöku samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins og miklum stuðningi launþegasamtaka árið 1986, hafi ekki fengið tækifæri til eðlilegrar þróunar. Þvert á móti hafi nýrri kollsteypu í húsnæðismálum verið hleypt af stað með húsbréfalöggjöfrnni og íjársvelti Byggingarsjóðs ríkisins. Þessi ályktun flokksþings Framsóknarflokksins er í samræmi við þá gagnrýni sem Tíminn hefur viðhaft gagnvart aðgerðum núverandi félagsmálaráðherra í húsnæðismálum. Alkunna er að Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem var í stjómarandstöðu þegar nýja og end- urbætta húsnæðislöggjöfin var sett 1986, snerist frá upphafi harkalega gegn henni og sór þess eið að koma henni fyrir kattamef, sem henni gafst færi á að reyna eftir að hún varð félagsmálaráðherra sumarið 1987. Þrátt fyrir einbeittan vilja félagsmálaráðherra til þess að ganga af húsnæðislöggjöf þjóðarsáttarinnar frá 1986 dauðri, hefur sú aðför ekki tekist, þótt kerf- ið hafi að vísu verið eins og lamað í höndum ráðherr- ans. Það sem heldur lífinu í kerfinu frá 1986 er sú staðreynd að húsbréfahugmyndir félagsmálaráð- herra hafa reynst mjög gallaðar. Miklir erfiðleikar hafa komið í ljós við ffamkvæmd húsbréfakerfisins. Offramboð þeirra hefur leitt til hárra vaxta og mikilla affalla. Það er af þessum ástæðum að þing Framsóknar- flokksins varar alvarlega við því að ætla að æða út út í ófæm með húsbréfin. Þingið telur að keríið frá 1986 eigi að gilda fyrir þá sem em að eignast sína fyrstu íbúð, en húsbréfakerfið fyrir þá, sem eiga íbúð til að selja, auk þess sem húsbréfin henti þegar ráðist er í viðbyggingar við hús eða endurbætur á húsum eigi sér stað. Þess er að vænta að félagsmálaráðherra gefi orðum flokksþings samstarfsflokks síns fullar gætur í þessu efni. Hægt er að virða Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir óþreytandi áhuga og skyldurækni í ráðuneyti sínu, en stjómlist felst ekki í því að ætla að ná sínu ffarn með öfgum. Þrátt fyrir allt verða bardagamenn að gæta þess að byssumar fari ekki að skjóta sjálfar. tfl máls á leiðtogafundí þrjátíu og samvimiu í Evrópu. í rasöu sinni hélt hatrn frarn sjónarmiöum 250 sem ia manna. Forsæt- ist vel og drengi- lega þegar hann harmaöi að fulltnj- ar Eystrasaltsrílda sfcyMu eldd vera viðstaddir leiðtogafundinn. Þeim vegna andstöðu Gorfaatsjovs. Þótt staöur og stund væri áfajósanleg til að vclga athygli á baráttu Eystra- saltsríkja fyrir cndurheimt sjálf* Jrrek voru leiðtogamir ekki aimennt reiöubúnir tii aö sýna. Það hlýtur þannig er haldiö a málum fyrir okk- Evrópu og Norður-Ameríku eins og um og menga stór hafsvæöi á Noröur-Atlantshafi. en nokkrir kaf- ráöherra okkar og starfsbræður lönd að Norðurfiafinu. Fyrir hand- tók af skarið og afþakkaöi inngöngu i EB, svo iikur eru til að miðin veröi varín enn um sinn fyrír utanaó* dýröar fólki, sem veijast fieiru en ásæknum erlend- um fiskveiöifiotum. Forsætisráð- Eystrasalt sem þurfa aö gjaida fyrir yfirrað voldugs nágranna í austri. Mengun bíður í djúpunum þann vanda, sem okkur er búinn af notkun kjamavopna á höfunum. Ljóst er aö mikið er í húfi, að einu ómenguöu miöin í Norður-Atlants- hafi verói ekki meira og minna eyðilögð í kjamorímslysum í fram- tíöinni- VÍð háðum harða baráttii til aö ná einhliöa yfirráðum yfir fiski- miðunum í kringum landið. Þetta er dýrmætur réttur og eftirsóttur, eíns og sýnir slg í eftirsókn EB- mengunarhættu í höfunum, enda ast iangt um fyrr en haidið hefur Fiskilaust vegna mengunar Til vamar höfunum gegn notkun kjamorku í hemaöar- skyni á höfunum. Forsætisrað- herra okkur hefur hvað eftir annað vakiö máls á hættunni þessu sam- saman mun honum takast aö sann- þörf. Hann hefur bent á, aö þótt f s- ei fariö með valdi gegn annarri þjóö hikuöu þeir ekki við að undirrita sáttmáia gegn heitingu vopna. Þaö gerðu þeir til aö staðfesta þá trú, að vandamái sem upp koma í álfunni skuli leysa með samningum, er aldrei meö valdi. Þá er Ijóst aö meí um við slífca hættu i framtiðinni, heMur ríkir sínnuleysi um bann viö notkun frekari kjamorkuvopna á sjó. Forsætisráöhem benfi á að fyrr eöa síðar myndi eitriö frá þeim kaíbátum, sem þegar liggja á sjáv- arbotni berast meö sjávarstraum- okkar þyngra um fríöun hafanna fyrir kjamorituvopnum en ef við stæðum utan garðs, AÖ öllu sara- anlögöu er Uóst að Steingrímur Hermannsson hefur með ræðu sinni vaidið ákveðnum þáttaskilum í samstarfi okkar við Evrópuþjóðir. Fuiltrúi smáþjóðar hefur talað að eftfrertekiö. Fulltrúi vopnlausr- ar þjóðarhefur gerst málsvati Jffs- a. Gam VÍTT OG BREITT ' ' ' - , ’ . - : - . - '7-j Flótti og sleggjudómar Byggðaröskun og fólksflótti í höf- uðborgarþéttbýlið er mörgum áhyggjuefni og þykir mikið við liggja að snúa þeim straumi við. Yfir hinu kvarta færri landflóttinn færist mjög í aukana og vara sum- ir hinna bestu manna við óhófieg- um atgervisflótta sem farið er að bera á. En yfirleitt er þetta ekki tal- ið vandamál. Ef rétt reynist sem giskað hefur verið á að 20 fiölskyldur hafi flutt af landi brott á viku hverri lung- ann af yfirstandandi ári, er um ai- varlegra mál að ræða en þótt ein- hverjir búferlaflutningar séu inn- aniands. Tíminn benti á það í gær, að í fyrra hafi íslendingum í Svíþjóð fjölgað um fjórðung. Er á það bent að þetta svari til að allir íbúar ÓI- afsfjaðrar eða Ólafsvíkur hafi flutt til þessa eina lands á árinu. Hins ber að gæta að þeir 1200 manns sem fluttu til þessa eina lands eru aðeins hluti þeirra íslendinga sem flytjast búferlum til útlanda. Einstæðir foreldrar og börn þeirra eru um helmingur allra ís- lendinga sem flytja til Svíþjóðar og svo stór hópur sem sex af hundraði einstæðra íslenskra foreldra býr í velferðarsæiu Svíþjóðar. Það er umhugsunarefni hvernig á því stendur hve illa gengur fyrir eina fyrirvinnu að sjá íslensku heimili farborða og að fólk sem þannig stendur á fyrir flýr í út- lenda velferð. Kannski er ráð að þeir sem fara með völd og vit fari að líta á t.d. húsnæðismálin frá sjónarhóli for- eldris og Iaunþega en ekki ávalit með augum víxlarans? Vill enginn vita? Mikið kapp er iagt á að mennta fólk og létta námsfólki lífsbarátt- una á meðan það býr sig undir ævistarfið. Enda er fjöidinn mikill sem hlýtur háar prófgráður að launum fyrir erfiðið. En það eru jafnvel einu almennilegu launin sem í boði eru fyrir þá skóla- gengnu, enda má ekkert samhengi vera milli framboðs og eftirspurn- ar á menntun á vinnumarkaði. Það þykja gróf mannréttindabrot að beina menntuninni á þau svið sem helst er þörf fyrir hana í atvinnulíf- inu. Þetta er ef til vill ein af ástæðun- um fyrir landflótta sem hvergi sér fyrir endann á og enginn veit með neinni vissu hve mikill er í raun og veru. Þó bendir margt til að bú- ferlaflutningar frá íslandi séu mun meiri en menn kæra sig um að kanna af einhverri alvöru. Sýknt og heilagt er verið að gera alls kyns samanburð á lífskjörum á íslandi og erlendis. Borið er saman kaupgjald, verðlag á nauðsynjum, skattar, sjúkrakostnaður og and- rúmsloft svo eitthvað sé nefnt. Allur verður þessi samanburður eitthvað á ská og skjön því eitt at- riði er borið saman við sams konar fyrirbæri í þessu landinu og annað atriði fær samanburð við allt ann- að þjóðríki og marktæk heildarsýn um samanburð lífskjara fæst því aldrei. En nokkur atriði eru það sem aldrei er gerður samanburður á. Þar eru til að mynda húsnæðismál og iífeyrissjóðir og starfræksla þeirra. Þankagangur víxlarans veit allt um hve miklu er varið til húsnæð- ismála á fjárlögum, hve miklu var- ið er úr sjóðunum og hverjir vext- ir, niðurgreiðslur og verðbætur eru og hve miklu munar á verð- lagningu húsbréfa fyrir og eftir há- degi. En í hugsanaferli víxlarans er hvergi rás fyrir neina hugmynd um hvernig líf þess fólks er sem borgar 40 þús. kr. í húsaleigu af 60 til 100 þús. kr. mánaðarlaunum, eða 70 þús. kr. í afborganir og vexti af sömu iaunum vegna strangrar hugmyndafræði um einkaeigna- stefnu byggingajöfra. í öllum þeim félagsfræðiiegu rannsóknum sem sífellt er verið að gera bólar hvergi á neinni athugun á hvers vegna fólk flytur í stríðum straumum á höfuðborgarsvæðið og enn síður hvers vegna ungt fólk og tápmikið flytur með börn sín úr landi eins og á harðindaárum Am- eríkufaranna. Um þessi atriði eru sleggjudómar látnir duga. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.