Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 22. nóvember 1990 UTLOND Bandaríkin og Sovétríkin eru sammála: Tíminn til aðgerða gegn írökum er runninn upp Sovétmenn, sem nú gerast æ óþolinmóðari vegna mót- þróa íraka við að koma sér út úr Jíúvæt, stóðu Tast með Bush Bandaríkjaforseta um að Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæfi leyfi til harkalegri aðgerða gegn írökum. Þrátt fyrir minnkandi stuðning heima fyrir um hernaðaraðgerðir við Persaflóa vill Bush fá leyfi Sam- einuðu þjóðanna til að ráðast á ír- aka. í gær sagðist hann búast við að leyfið fengist í lok þessa mánaðar. „Við erum á sömu bylgjulengd og Sovétríkin," sagði Bush í gær er hann hélt frá París áleiðis til Saúdí- Arabíu til fundar við Fahd konung og til að hitta bandaríska hermenn þar. Háttsettir embættismenn banda- ríska þingsins verða með í för Bush og Barböru konu hans þegar þau fara til fúndar við hermennina í eyðimörkinni. Segja þeir förina vera farna til stuðnings þeim hermönn- um sem nú eru staddir við Persafló- ann. Stuðningur þingsins við herdeild- irnar við Persaflóa nær þó ekki alls kostar til stefnu forsetans. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC gerði skoðanakönnun meðal þing- manna, sem leiddi í ljós, að innan við helmingur þeirra 367 þing- manna, sem spurðir voru, var sam- mála því að beita hervaldi til að þvinga íraka til að yfirgefa Kúvæt ef viðskiptabannið dygði ekki til. 42% voru sammála valdbeitingu, 21% voru því andvíg og 37% voru óaákveðin. Bush notar ferð sína til Evrópu og Miðausturlanda til að afla stefnu sinni í Persaflóadeilunni stuðnings og flýta fyrir þeirri yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum sem Banda- ríkin fóru fram á. Sovétríkin hafa til þessa sýnt til- raunum Bandaríkjamanna til að fá leyfi til árásar lítinn áhuga. En Edu- ard Shevardnadse, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, lét hafa það eft- ir sér í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið endurskoðaði at- burði við Persaflóa og léti til skarar skríða ef þörf krefði. Saddam er almennt álitinn vera að vinna sér tíma og brjóta niður sam- stöðu andstæðinga sinna með því að sleppa gíslum, samanber þá 180 Þjóðverja sem leyft verður að yfir- gefa írak í dag. íraksleiðtogi hefur verið að láta það eftir ýmsum fyrrum stjórnmála- mönnum að láta þá hafa gísla með sér heim. Um það bil 2000 gíslar eru nú í haldi í írak á hernaðarlega mik- ilvægum stöðum til að reyna að koma í veg fyrir árás. Hægri öfgasinninn Jean-Marie Le Pen er nú staddur í Bagdað og hefur látið þau boð út ganga að hann hafi fengið lausa þó nokkra gísla og hyggst halda með þá til Strasbourg, aðseturs Evrópuráðsins. Síðustu fregnir herma að þar sé um að ræða 35 Breta, 18 ítali og sex Hollend- inga. Svissnesk sendinefnd fékk lausa 36 vestræna gísla, þar af 16 landa sína. Saddam er nú farinn að gera út sína eigin sendiboða. Utanríkisráðherr- ann, Tareq Aziz to Oman, hélt til Saúdí-Arabíu í gær, en hann er fyrsti háttsetti íraninn sem heldur til ar- abaríkis við Flóann frá því deilan hófst. í ferð sinni mun Bush Bandaríkja- forseti ræða við furstann af Kúvæt og Mubarak Egyptalandsforseta. Egyptar studdu íraka í styrjöld þeirra við írani, líkt og Saúdí- Arab- ar og Kúvætar, en eru nú fremstir í flokki þeirra arabarfkja sem lýst hafa andstöðu við innrásina í Kúvæt. Evrópa hefur tíu ár til aö fóta sig í nýrri tilveru „Evrópa hefur lagt að baki sér hörmulega fortíð sína og verður nú að vinna sig inn í nýja tíma friðar og samvinnu í aldarlok," sagði Mitterrand Frakklandsforseti í lokaræðu sinni á ráðstefnu um ör- yggi og samvinnu í Evrópu. „Ríkin 34 munu framvegis hafa sömu heimssýn og verðmætamat," sagði hann ennfremur. „Við höfum tíu ár, til aldamóta, að koma Evrópu í það form sem við viljum að hún sé. Allt verður að end- urmeta. Engin stofnun á að sleppa undan gagnrýninni endurskoðun, hvorki Evrópubandalagið, NATO, Evrópuráðið né þessi ráðstefna. Allt verður að þjóna sínu hlutverki. Álf- an hefur nú losað sig undan stríðs- ógninni og þarf að leita nýrrar fót- festu af metnaði og raunsæi," sagði Mitterrand. Hann sagði að lýðræði og mann- réttindi væru ekki lengur innan- tómir frasar heldur orð sem hefðu sömu merkingu alls staðar. Verkefn- ið nú væri ekki að skilgreina réttindi heldur að sjá til þess að þeim væri framfylgt. „Evrópa hefur ekki komist svo langt, sem raun ber vitni, til þess eins að hnjóta um nýjar hindranir. Gamla skipulagið og þær fölsku for- sendur sem héldu því uppi eru hrunin til grunna." Ræða Mitterrands kom á eftir und- irskrift Parísarsamkomulagsins um nýja skipan Evrópu í lok þriggja daga ráðstefnu sem batt formlegan enda á kalda stríðið og er stórt skref í átt til afvopnunar. Hann ræddi um spennuna milli þjóðarbrota og drauminn um að gamlar landamæradeilur yrðu leyst- ar. „Evrópa hefur greitt þá vitneskju dýru verði að ekki er hægt að leika sér með landamæri." Reuter/-hm RÖSE-punktar Leiðtogunum 33 var boðið til mikillar veislu til Versala í lok ráð- stefnunnar. Til þess að fyrirfólkið kæmist ör- ugglega leiðar sinnar var veginum milli Parísar og Versala lokað í fímm klukkustundir og afleiðingin varð versta umferðaröngþveiti í sögu Parísarborgar. Á forsíðu dagblaðsins Le Parisien stóð stórum stöfum daginn eftir: „Þeir borðuðu á réttum tíma.“ Og fyrir neðan stóð: „Tókst þér það?“ Franskir leigubílstjórar eru ekki taldir með geðbetri mönnum og urðu ævareiðir yfir þessum trufl- unum, kröfðust afsagnar Mitterr- ands og spáðu uppþotum. En uppþot voru fjarri því að vera í hugum leiðtoganna sem gæddu sér á dýrustu réttum í veislunni. Risa- stórir humrar voru bornir fram með gyllta borða um sig miðja og á postulínsdiskum, sem voru eins og fuglar í laginu, fengu gestirnir geldhana og steikta gæsalifur. Hinum 73 ára gamla fulltrúa Rúmena var þetta þó eflaust mun meira ævintýri en hinum veraldar- vanari kollegum hans. Hann hafði ekki komið út fyrir heimaland sitt frá því í heimsstyrjöldinni síðari, en þá komst hann til Berlínar og Leningrad, og lostæti eins og hum- ar hafði hann aldrei látið inn fyrir sínar varir. Hann skoðaði þó ekki París eins og við hefði mátt búast heldur sat samviskusamlega alla fundi ráðstefnuna út í gegn. Að- spurður kvaðst hann gjarnan vilja hafa fengið tækifæri til að skoða París en tók það þó fram yfir að vera vitni að þvt er kalda stríðið yrði til lykta leitt. Nærmyndir franska sjónvarpsins af leiðtogunum urðu til þess að far- ið var að velta fyrir sér persónuleika þeirra eftir því hvernig þeir klöpp- uðu. Gorbatsjov Sovétleiðtogi klappaði hressilega, sat teinréttur í sæti sínu, stoltur og ögrandi á svip. Bush Bandaríkjaforseti sat álútur í sæti sínu og klappaði lauslega og var óformlegur í framgöngu. Thatcher var, eins og við mátti bú- ast, stíf og hátíðleg, svipurinn sýndi jafnvel vandlætingu. Kohl kanslari klappaði með hægum, ákveðnum og allt að því þunglamalegum hreyfingum. Gestgjafinn, Francois Mitterrand, horfði yfir samkunduna með föður- legum svip. Sem er vel við hæfi fyr- ir leiðtoga sem kallaður er „Ton- ton“ (frændi) af löndum sínum. Reuter/-hm Mitterrand Frakklandsforseti hélt lokaræðuna á ráðstefnunni I París. Lokaræða Mitterrands á RÖSE: FRÉTTAYFIRLIT: greiðslu um 1; Gorbatsjovs ti ivort auka eigi vald að koma í veg fyr- PARÍS — Leiðtogar Evrópu og Norður- Ameríku undirrituðu ir að þjóðin vandræðum. lendi f alvarlegum sögulegan samning um framtíð- LUNDÚNIR — Thatcher, for- arskipan Evrópu. Sovétríkin skýra frá erfíðleikum sem fram- sætisráðherra liggur undir Bretlands, sem nú þrýstingi um að vælaaðstoð. Vestrænum leiðtog- íhaldsfiokksin loraiaimsemoæni s, kom heim frá um voru færðir listar yflr þau matvæli sem helst skortir í Sovét- París í gær og in í að halda á sagðist harðákveð- fram baráttunni. ríkjunum. Leiðtogar Evrópu- bandalagsins og annarra ríkja lelta nú leiða tll að hjálpin berist áður en vetrarhörkur setjast að. JERÚSALEl hyggjast ve»j dala til stuðni W — ísraelar a 6,5 milljörðum ngs sovéskum inn- BAGDAÐ — Tveimur óopinber- um evrópskum sendinefndum hefur verið tilkynnt að 118 vest- rænir gíslar fái að yflrgefa írak í flytjendum á nær ferföld up og í fyrsta skii þá upphæð sei mála. næsta ári. Þetta er phæð miðað við í ár >ti fer hún upp fyrir n veitt er til vamar- VikUlOKin. MOSKVA — Jeltsín Rússlands- forseti krefst allsheijaratkvæða- BANGKOK — Þijátíu útlend- ingar og sjÖ Tælendingar fórust í flugslysi f Tælandi í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.