Tíminn - 27.11.1990, Page 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 27. nóvember 1990
Bórtdinn í Skaftárhreppi á batavegi. Skotmaðurinn
játar og er laus ur gæsluvarðhaldi:
Fylliríisfálm en
ekki ætlunarverk
Bóndino sem varö fyrir skoti s.l. laugardagskvöid aö Landbroti í
Skaftárhreppi er á batavegi. Maður sem fannst sofandi á næsta
bæ, með 22 kalibera riffil sér við hlið, hefur játað á sig verimað-
inn, en þó er talið Ijóst að skotið hafi ekki verið ætlað bóndanum
og því um slysaskot að ræða.
Þessi voöaverknaöur átti sér stað
um ki. 7:30 á laugardagskvöldið.
Bóndinn, sem er 74 ára gamall,
varð fyrir skoti er hann stóð fyrir
utan fiósdymar á hlaðinu hjá sér,
en hann hafði verið þar inni við
störf ásamt syni sínum. Er hann
stóð þar fann hann mikið högg á
bakið og hélt fyrst að um þursabit
væri að ræöa og kallaði á son sinn
sér til hjálpar. Þá kom í ljós að um
skotsár var að ræða, en skotið
hafði farið í gegnum vinstri upp-
handlegg og inn f síðuna. Sonur-
inn hringdi á lækni og lögregiuna
um kl. átta, og þegar læknirinn
kom á staðinn kallaði hann strax á
þyrlu Landhelgisgæslunnar. Er
þyrian kom var maðurinn strax
fluttur á Borgarspítalann í
Reykjavík þar sem gerð var á hon-
ura aðgerð. Hann er nú talinn á
batavegi.
Samkvæmt upplýsingum frá iög-
reglunni í Vfk, var strax Ijóst
hvaðan skotið kom, eða úr átt frá
næsta bæ sem er um 250 metra
frá. Lögreglan fór þangað og kom
þá í Ijós að húsráðendur voru ekki
staddir heima, en í stað þelrra
fannst sofandi maður með 22
kaiibera riffll við hliðina á sér.
Maðurinn býr f sýsiunni. Hann
mun hafa verið töluvert ölvaður
þegar að honum var komiö, en
hann var sendur til Reykjavíkur til
yfirheyrslu. Hann hefur áður
komið við sögu lögreglunnar, en
ekki fyrir brot af þessu tagl.
Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins
fengust þær upplýsingar að mað*
urinn hafi játað að hafa verið að
skjóta með rifflinum á umrædd-
um tíma. Þó var nokkuð erfitt að
staðfesta ástæður skotsins, því
hann hafi verið þó nokkuö ölvað-
ur, en það þykir víst að um slysa-
skot hafi verið að ræða að því leytl
að maðurinn virðist ekki hafa ætl-
að að skjóta á bóndann. Maðurinn
hafði ekki leyfi til að nota skot-
vopnið, en skotvopn af þessu tagi
geta verið stórhættuleg á svona
stuttu færi. —GEÓ
Annað sætið autt hjá framsóknarmönnum? Sérstæð fjáröflunarleið unglinga:
Guðmundur hefur
áhuga á BB-lista
Guðmundur G. Þórarinsson alþing-
ismaður hefur formlega hafnað því
að taka annað sætið á framboðslista
Framsóknarflokksins í Reykjavík,
en hann lenti í því sæti í skoðana-
könnun í fuiltrúaráði framsóknarfé-
laganna fyrr í þessum mánuði.
Stjórn fulltrúaráðsins er enn með
þetta mál til umfjöllunar. Guðmund-
ur segist enn halda í þá von að könn-
unin verði ógilt. Hann segist hins
vegar hafa nokkurn áhuga á því að
bjóða fram BB-lista í Reykjavík.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra reyndi í gær að miðla mál-
um í deilunni, en án áþreifanlegs ár-
angurs. Guðmundur og fleiri fram-
sóknarmenn gengu á hans fund. For-
sætisráðherra var tregur til að segja
mikið um árangur fundanna. „Því
miður virðist þetta mál illleysanlegt,"
sagði Steingrímur. -EÓ
Gerviskátar
selja merki
Alþýðuflokkur Vesturlandi:
Eiður í 1. sæti
Eiður Guðnason alþingismaður var
kosinn bindandi kosningu í fyrsta
sæti á framboðslista Alþýðuflokks-
ins á Vesturlandi á laugardaginn.
Kosið var í opnu prófkjöri. Eiður
hlaut 344 atkvæði í fyrsta sæti, 279
atkvæði í annað sætið eða alls 623
atkvæði.
í öðru sæti varð Gísli Einarsson,
yfirverkstjóri og formaður bæjar-
ráðs Akraness. Hann hlaut einnig
bindandi kosningu og fékk 307 at-
kvæði í fyrsta sæti og 187 atkvæði í
annað sætið en 494 atkvæði alls.
Sveinn Hálfdánarson, innheimtu-
stjóri Kaupfélags Borgfirðinga, varð
í þriðja sæti með 159 atkvæði í
fyrsta sæti og 236 atkvæði í annað
sæti, eða 395 atkvæði alls.
Sveinn Þór Elíasson, yfirkennari í
Ólafsvík, varð í fjórða sæti, með 135
atkvæði í fyrsta sæti, 241 atkvæöi í
annað sæti, eða alls 376 atvæði.
Alls um níuhundruð og sextíu
manns kusu í þessu prófkjöri og
telst það góð þátttaka. í fyrra kusu
um sjö hundruð manns. Prófkjörið
var opið öllum kjósendum sem ekki
eru flokksbundnir í öðrum stjórn-
málaflokkum né gegna fyrir þá trún-
aðarstörfum. —GEÓ
„Það kom hér hópur ungra
drengja eftir að skuggsýnt var
orðiö og hringdi dyrabjöllunni.
Þeir voru mjög ýtnir og hávaða-
samir og nánast skipuðu mér að
kaupa skátamerki og sögðust
vera að safna fé til þess að kom-
ast í einhverjar vetrarbúðir,“
sagði eldri kona f Breiðholti.
Það kom hins vegar í Ijós að
„skátarnir" sem hér um ræðir
sigldu undir fölsku flaggi, því að
þegar konan fór að skoða merkið
sem hún hafði keypt stóð á því ár-
taiið 1986. Drengirnir munu hafa
gengið í allmörg hús í Breiðholti
og boðið fram umrædd merki og
fleiri munu hafa áttað sig á að
ekki var allt með felldu með þessa
merkjasölu. Helgi Eiríksson hjá
Framsóknarmenn
á Reykjanesi:
Steingrímur
í 1. sætinu
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins, fékk nær einróma kosn-
ingu, eða rétt tæp 98% atkvæöa, í 1.
sæti framboðslista flokksins í
Reykjaneskjördæmi á kjördæmis-
þingi sem fram fór í Festi í Grindavík
um helgina. Steingrímur skipaði
einnig fyrsta sætið á listanum fyrir
sfðustu kosningar.
Sömu menn og fyrir síðustu kosn-
ingar skipa annað og þriðja sæti list-
ans, þeir Jóhann Einvarðsson alþm.
sem fékk tæp 74% atkvæða á þinginu
í annað sætið og Níels Ámi Lund sem
fékk tæp 57% í þriðja sætið. f næstu
sætu voru kosin þau Elín Jóhanns-
dóttir, Guðrún Alda Harðardóttir,
Sveinbjöm Eyjólfsson, og Guðrún
Hjörleifsdóttir, en kosning þeirra var
ekki bindandi.
Sérstakri kjörnefnd var á þinginu fal-
ið að ganga endanlega ffá listanum.
Skátasambandi Reykjavíkur sagði
í gær að engin merkjasala eða
fjársöfnun færi fram hjá skátum
um þessar mundir. Hann sagði að
umrædd merki hefðu verið af-
;angs eftir merkjasölu árið 1986.
kynningu á starfsemi skátanna í
Kringlunni fyrir nokkru hefðu
þessi merki og önnur afgangs-
merki verið gefin fólki, þ.e.a.s.
eitt merki hverjum einstaklingi.
Að líkindum hefði þeim merkjum
sem drengirnir buðu til sölu um
helgina verið stoliö við það tæki-
færi.
Helgi sagði að af hálfu skáta
hefði verið haft samband við lög-
regluna og hún beðin að rannsaka
málið.
—sá
Níels Ámi Lund.
Timburhúsmálið á Vesturgötunni í Reykjavík. Jón Ingi Ragnarsson, eigandi lóðarinnar:
ENGIN KRAFA VERIÐ GERÐ
ENN UM AÐ HÚSIÐ VÍKI
Jón Ingi Ragnarsson málarameist-
ari segir það rangt sem fram kom í
Tímanum á laugardag að hann hafi
krafist þess að hjón á Vesturgötu
28 í Reykjavík fjarlægðu gamalt
timburhús sem stendur þar á lóð-
inni. Engin slík tiikynning hafi
verið send þeim hjónum, hvorki
frá honum né borgaryfirvöldum.
Eins og fram kom íblaðinu á laug-
ardag stendur umrætt timburhús,
sem hjónin Sigurður Gissurarson
og Ragnheiður Árnadóttir eiga, á
lóð sem þau eiga ekki. Eigandi lóð-
arinnar, Jón Ingi Ragnarsson, hefur
hins vegar haft uppi áform um að
nýta lóðina, enda þarf hann að
greiða af henni tilskilin gjöld. Segir
hann að lóðin hafi verið keypt um
leið og steinhús sem timburhúsið
er áfast við og tilgangur þeirra
kaupa hafi verið að fara út í bygg-
ingaframkvæmdir og breytingar
sem miðuðust við að nýta lóðina
undir timburhúsinu. Að sögn Jóns
Inga hefur skipulagsnefnd þegar
samþykkt teikningar af húsi á lóð-
inni og það hafi fyrst verið við af-
greiðslu málsins í borgarráði sem
menn hafi farið að velta fyrir sér
hvort borgin ætti að kaupa þessa
lóð vegna ástæðna sem tengjast
húsafriðun. Jón Ingi segir að engin
krafa hafi komið fram um að húsið
yrði riflð eða fjarlægt, vegna þess
einfaldlega að málið hafí aldrei
komist á það stig. Hitt væri Ijóst og
hafi alla tíð verið Ijóst að timbur-
húsið væri lóðarlaust og íbúar
timburhússins hefðu undir hönd-
um undirskrifað og stimplað afsal
fyrir húsinu þar sem tekið er fram
að það sé lóðarlaust og eigi að fara
innan þriggja mánaða frá því að
byggingarleyfi er veitt á lóðinni.
Það hafi því legið fyrir frá því 1951
að húsið gæti þurft að víkja hvenær
sem væri. Jón Ingi sagði að íbúar
hússins eða lögfræðingur þeirra
hafi aldrei minnst á það við sig að
kaupa lóðina undir húsinu og í
þeim takmörkuðu samskiptum
sem hann hafi átt við þetta fólk hafi
aldrei verið dregið í efa að timbur-
húsið væri lóðarlaust. Aðspurður
um þá fullyrðingu lögmanns þeirra
hjóna í Tímanum á laugardag að
dómur hafi gengið sem heimilaði
að timburhúsið stæði á lóðinni
sagði Jón Ingi að sá dómur hafi
hvergi komið fram og ef hann væri
til, sem hann raunar efaðist um,
væru allir pappírar um lóðina og
byggingar á henni rangir, því ekkert
kæmi fram á þeim um slíkar kvaðir.
Jón Ingi sagði að nú stæðu yfír við-
ræður milli hans og borgarinnar
um það hvort borgin leysti til sín
lóðina og tæplega færi borgin út í
viðræður um slíkt, ef vafi væri á því
hver ætti þessa lóð.