Tíminn - 28.11.1990, Page 7
Miðvikudagur 28. nóvember 1990
Tíminn 7
■ VETTVANGUR
Smáum sjóðum þarf að
skipta í mörg verkefni
Ágætu hátíðargestir!
Árið 1930 var merkisár í íslands-
sögunni. Þá héldu íslendingar upp
á 1000 ára afmæli Alþingis með
stærstu og glæsilegustu útihátíð,
sem fram til þess hafði verið hald-
in hér á landi. Sama ár hófu starf-
semi sína tvær merkar stofnanir á
vegum ríkisins, annars vegar Rík-
isútvarpið og hins vegar Ríkisspít-
alarnir, því 20. desember það ár
tók Landspítalinn til starfa í ný-
byggingu sem tekið hafði 5 ár að
reisa og fyrsti sjúklingurinn var
lagður inn á sjúkrahúsið.
Landspítalinn varð frá fyrstu byrj-
un ein helsta heilbrigðisstofnun
hér á landi. Þar fengu prófessorar í
læknisfræði starfsaðstöðu, þannig
að spítalinn varð strax aðal-
kennsluspítali fyrir lækna og
hjúkrunarfræðinga og síðar fyrir
annað sérmenntað starfslið í heil-
brigðisþjónustu.
Fyrir tíma Landspítalans hafði
ríkið hafið rekstur nokkurra stofn-
ana: Kleppsspítala árið 1907, Víf-
ilsstaðaspítaia sem ríkið yfirtók ár-
ið 1916 og Kristneshælis sem
stofnað var árið 1927.
Sameiginleg yfirstjórn þessara
spítala, „stjórnarnefndin", tók til
starfa í ársbyrjun 1935, samkvæmt
lögum frá 1933, en í þeim lögum
segir m.a.: „Það er verkefni nefnd-
arinnar að skipuleggja rekstur
þessara stofnana og samræma
hann, þeim til hagsbóta, og koma
á samvinnu á milli þeirra, eftir því
sem hagkvæmt þykir.“
Mér virðist þessi lagatexti eiga
allvel við enn í dag, því nauðsyn-
legt er fámennri þjóð, sem gerir
miklar kröfur og vill njóta velferð-
arkerfis af fullkomnustu gerð, að
nýta stofnanir, tæki og fé eins vel
og kostur er.
Þegar Landspítalinn var byggður
gerðu menn ráð fyrir því að þar
væri byggt til langs tíma, enda
voru íbúar Reykjavíkur þá innan
við 30 þúsund, og þótt spítalinn
héti Landspítali voru komin
sjúkrahús á nokkrum stöðum úti á
landi sem sinntu ýmsum sjúkra-
húsverkefnum, jafnvel í meira
mæli en síðar varð.
Spítalinn var ekki orðinn 15 ára
þegar augljóst var að hann var allt
of lítill, því þær gífurlegu framfar-
ir í læknisfræði, sem hófust á
styrjaldarárunum og hafa staðið
óslitið síðan, kölluðu á meira hús-
rými fyrir ný og breytt verkefni.
Menn komust fljótlega að raun
um það á Landspítalanum, eins og
í öllurn sjúkrastofnunum, að sí-
felld framþróun er nauðsynleg.
Síðari byggingasaga Landspítal-
ans hefst rétt eftir 1945 og þeirri
sögu er ekki lokið. Sést raunar
ekki fyrir endann á henni enn, því
hugurinn fer miklu hraðar en
höndin í þessu efni sem mörgum
öðrum og verkefnin framundan
munu vafalaust endast okkur
mörg ár í viðbót, þótt vel sé á hald-
ið, og sífellt blasa við ný viðfangs-
efni.
Allir eru sammála um að alltaf
gangi of hægt og að góð málefni og
aðkallandi framkvæmdir bíði,
þannig að ekki sé hægt að hefja ný
verkefni og nýja starfsemi nógu
fljótt.
Nú um nokkurra ára bil hefur
kostnaður við heilbrigðisþjónustu
verið stærsti einstaki útgjaldaliður
á fjárlögum íslenska ríkisins og út-
gjaldaaukning í heilbrigðisþjón-
ustu hefur raunar verið umtals- og
viðfangsefni, ekki aðeins hér á
landi, heldur meðal allra vest-
rænna þjóða síðasta áratuginn.
Á þessum áratug höfum við aukið
útgjöld til heilbrigðismála sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu
úr 6,6% í 8,5%, og eru nú Svíar
einir Norðurlandaþjóða með
hærra hlutfall en íslendingar.
í þjóðfélagsumræðunni að und-
anförnu hefur nokkuð borið á
harðri andstöðu við aukna skatt-
heimtu, en jafnframt kröfum um
aukin útgjöíd til heilbrigðismála.
Þetta stangast að sjálfsögðu á. Ég
tel hvorki líklegt að heilbrigðis-
málin fái mikið stærri hlut lands-
framleiðslunnar, nema til komi
verulega aukinn hagvöxtur, né að
samstaða náist um viðbótarskatta.
Það er því nauðsynlegt fyrir okk-
ur að horfast í augu við þá stað-
reynd að við verðum að nýta sem
allra best þá fjármuni sem í dag
renna til heilbrigðismálanna og
skipta verkefnum á milli stofnana
af sem mestri hagkvæmni. Á þann
hátt einan getum við veitt þeim
sjúku þá bestu þjónustu sem völ er
á — en sumum finnst þeir stund-
um gleymast í umræðunni. Hér
verða allir að leggjast á eitt og
Guðmundur Bjamason
heilbrigðisráðherra
— Ávarp heilbrigðisráðherra á árs-
fundi Ríkisspítalanna laugardaginn
24.11. 1990
vinna saman: yfirvöld, stjórnendur
og starfsfólk.
Mér er Ijóst að þeir sem svona tala
eru ekki líklegir til að afla sér sér-
stakra vinsælda né fá nöfn sín
skráð gylltu letri á spjöld sögunn-
ar, — það hefur umræðan að und-
anförnu einnig leitt í Ijós.
Hlutverk heilbrigðisyfirvalda á
hverjum tíma er að reyna að gera
sér grein lyrir því hvaða verkefni
eiga að hafa forgang og Ieita sam-
komulags um það við hina ýmsu
hagsmunaaðila. Smáum sjóðum
verður að skipta til margra verk-
efna á ári hverju.
Mér er alveg ljóst að það er brýn
nauðsyn fyrir Landspítala og fyrir
spítalaþjónustuna í landinu öllu,
að lokið verði við byggingu K-
byggingar spítalans sem allra fyrst
og að sæmilegur framkvæmda-
hraði haldist við þau verkefni sem
síðan eru á áætlun hjá stjórnend-
um Ríkisspítala. Að þessu mun ég
reyna að vinna eftir því sem mér er
unnt, og þó við höfum orðið að
hægja nokkuð á ferðinni um sinn
vil ég minna á að við erum stöðugt
að ná nýjum áföngum og íslensk
heilbrigðisþjónusta er stöðugt að
taka að sér ný viðfangsefni og ger-
ir það með miklum ágætum. Þar
hefur Landspítalinn að sjálfsögðu
haft forgöngu og ber ekki síst að
þakka það hæfu og vel menntuðu
starfsfólki sem stendur sig með
mikilli prýði, oft við erfiðar að-
stæður.
Tækjabúnaður í sjúkrahúsum
nútímans er dýr og aldrei er hægt
að verða við öllum þeim óskum
sem fram eru bornar á því sviði.
Þegar spítalinn varð 50 ára var það
ákvörðun ríkisstjórnarinnar þá-
verandi að minnast þeirra tíma-
móta með því að tilkynna að keypt
yrði tölvusneiðmyndatæki til þess
að bæta aðstöðu til sjúkdóms-
greiningar.
Fyrir 10 árum var þetta stór
ákvörðun um kaup á dýru tæki og
ekki gert ráð fyrir nema einu slíku
og að sjálfsögðu á Landspítala.
Miklar framfarir og ör tækniþróun
hafa á tiltölulega skömmum tfma
breytt þeim viðhorfum og nú er
engin röntgendeild fullbúin nema
með sneiðmyndatæki.
Eins og fyrir 10 árum tel ég rétt
að undirstrika nauðsyn þess að
Landspítalinn sé búinn þeim bestu
tækjum sem völ er á og svo fljótt
sem við treystum okkur til að nýta
þá tækni.
í fjárlögum ársins í ár er heimild
til að kanna og leita samninga um
kaup á segulómunartæki fyrir Rík-
isspítalana. Þau mál hafa verið til
athugunar hjá Stjórnarnefnd og
Innkaupastofnun ríkisins og nú
liggur fyrir hvað í boði er á því
sviði.
Mér er það mikil ánægja að geta
tilkynnt hér að ríkisstjórnin hefur
ákveðið að minnast þessara tíma-
móta í sögu spítalans, 60 ára af-
mælisins, með því að heimila kaup
á segulómunartæki fyrir spítalann
og er gert ráð fyrir að það verði
komið í not snemma á næsta ári.
Um leið og ég færi öllum starfs-
mönnum og stjórnendum Land-
spítalans hamingjuóskir á afmæl-
inu þakka ég öllum starfsmönn-
um, núverandi og fyrrverandi, fyr-
ir þeirra ágætu störf og bið
blessunar því starfi sem hér er
unnið.
Gunnar Dal:
Uppruni mannsins
Fyrsta stóra stríðið var baráttan
um yfirráðin yfir hellinum. Hell-
arnir voru notaðir af dýrum, sem
voru miklu stærri, sterkari og við-
bragðsfljótari en maðurinn. Sagt
er að einhver fyrstu merki þess, að
maðurinn hafi notað eld, hafi
fundist hjá homo erectus. Hann
lærir fyrst að nota hann og við-
halda, en löngu síðar að kveikja
hann. Með eldinn að vopni vinnur
maðurinn sinn fyrsta stóra sigur.
Hann gat hrakið stóru dýrin úr
hellinum og lagt hann undir sig.
Eldurinn hélt síðan þessum
hættulegu óvinum í hæfilegri fjar-
lægð. Og hann gat notað eldinn til
að hita upp og til að steikja kjötið.
Hann notaði eldinn líka við
áhaldagerð sína, t.d. til að herða
odda á vopnum úr viði. Ekki vitum
við hvar og hvenær maðurinn
byrjar að tala. D. Pilbeam telur lík-
legt, í bók sinni Human Origin
and Evolution (1987), að homo
erectus og jafnvel homo habilis-
hafi talað. Allar lífverur nota eitt-
hvert mál: tíðnimál, litamál, efna-
mál, merkjamál, en hluti af því er
svokallað líkamsmál, sem menn
og dýr nota. Fimmta málið, tákn-
mál, notar maðurinn einn. Þessi
hæfileiki gerir manninn einstæð-
an. Bæði dýr og menn nota merki,
en maðurinn einn notar tákn,
öðru nafni orð, á skipulegan hátt.
Vegna þessa hæfileika varð það,
sem við nú köllum menningu, til.
Menn skilja sig ekki greinilega frá
öpum fyrr en þeir fara að nota
skipulega „symbol" eða tákn. Apar
t.d. geta túlkað huglægar kenndir
og skilið viss nöfn. Menn nota orð
sem vísa til hlutveruleika og hug-
mynda, og þessi orð eru mynduð í
samræmi við ákveðna orðskipun-
arfræði. í fyrstu hafa menn sjálf-
sagt notað hljóð og merki eins og
dýrin, en raunveruleg menning
hófst, þegar maðurinn fór að nota
tákn á skipulegan hátt. Málið í
þessari merkingu er upphaf allrar
menningar. Það hófst að einhverju
leyti þegar maðurinn fór að gera
áhöld. Allar hugmyndir okkar um
þróun málsins á fyrstu ármilljón-
um mannsins eru auðvitað skáld-
skapur. En skáldskapur er misgóð-
ur. Hann er því betri sem hann er
sannari. Og það er góður skáld-
skapur að segja, að maðurinn hafi
fyrst orðið mælskur, þegar hann
settist í hóp kringum eld. Þegar
menn sitja við eld eftir veiðiferð
dagsins, þurfa menn að ræða sam-
an. Veiðimönnum liggur alltaf
mikið á hjarta eftir unnin afrek og
þeir hafa sterka þörf fyrir að segja
4. grein
frá þeim. Menn segja við eldinn
fyrstu innblásnu söguna um dýrið
sem þeir felldu, og ný heimsmynd
verður til, heimsmynd skáldsins,
heimsmynd listamannsins. Það er
ekki nóg að segja söguna, það
verður líka að gera mynd af dýr-
inu. Og sögurnar gleymdust, en
myndirnar geymdust. — Og
menn sitja líka þegjandi við eld-
inn. Nýjar tilfinningar, dulúð og
hugmyndir vakna hjá mönnum,
sem sitja við eld og horfa í logana.
Tengslin milli eldsins, sem logar á
arninum, og sólarinnar eru ekki
langsótt. Eldurinn er andstæða
myrkursins. Sólin er heilög. Eld-
urinn verður helgidómur og hug-
mynd um annan loga, loga lífsins í
brjósti mannsins, kviknar. Og
önnur heimsmynd er í fæðingu,
heimsmynd trúmannsins. Með
þessu er ekki verið að gefa í skyn
að trúin verði til við að horfa í eld
eða vegna óttans við dimma af-
kima hellisins. í mínum huga er
trúin veruleiki, innsti veruleiki
alls lífs og allrar sköpunar. Ég er
aðeins að viðra gamla kenningu
Platós og annarra hughyggju-
manna um að vissar ytri aðstæður
geti vakið hugboð um þennan
innri veruleika. En sjálfsagt er
langur vegur frá homo erectus til
Platós.
Homo erectus var fyrst og fremst
veiðimaður. Hann var orðinn vel
vopnaður, bjó sér til alls konar
steináhöld og áhöld og vopn úr
hjartarhorni og viði. Og hann not-
aði handöxi, sem upphaflega var
notuð í Saharaskóginum, sem var
gróskumikill á regntímabilum. í
lok fornsteinaldar kom langvar-
andi þurrkatímabil, sem breytti
Sahara í eyðimörk, og axarmenn-
ing, sem tengist skóglendi, hvarf af
þessum svæðum. Frá Afríku barst
handöxin til Evrópu. Hún barst
einnig til Egyptalands og þaðan til
Asíu. Með þessum vopnum gat
homo erectus fellt stór dýr, ekki
aðeins dádýr, antilópur og sauð-
kindur, heldur einnig fíla, vísunda,
villihesta og villisvín, jafnvel tígr-
isdýr, birni og hlébarða. En til að
fella þessi skæðu dýr nægja hon-
um ekki vopnin ein. Til að veiða
þau í fallgryfjur eða hrinda þeim
fram af klettum verða menn að
geta myndað samvirkan hóp. Til að
mynda samvirkan hóp þurfa menn
að geta talað, notað tákn og hlut-
læg orð. Orðið gerir manninn sér-
stæðan, hann einn notar tákn,
ekki bara merki. Og málið skapar
samfélag. Þegar maðurinn er orð-
inn samfélagsvera, getur hann
sigrað dýr, sem eru honum marg-
falt sterkari: Þegar menn ráðast á
tígrisdýr koma önnur tígrisdýr því
yfirleitt ekki til hjálpar. Tígrisdýrið
er ekki samfélagsvera í þessum
skilningi. Þegar tígrisdýr ræðst á
mann snýst allur hópurinn til
varnar. Sumir mannfræðingar
hallast að því, að homo erectus
hafi íyrstur stigið á ótvíræðan hátt
yfir landamæri siðmenningarinn-
ar: Hann notar eld, hann talar mál
sem byggist á táknum og hann
myndar virkan samfélagshóp þó að
iítill sé.