Tíminn - 29.11.1990, Qupperneq 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 29. nóvember 1990
ÚTLÖND - , , .... , ,,
Nýr forsætisráöherra Bretlands, arftaki Margaret Thatcher:
JOHN MAJOR, HVER
ER HANN EIGINLEGA?
John Major, sem verður næsti forsætisráðherra Breta
eftir að hafa sigrað í formannskosningum breska íhalds-
flokksins, hefur farið óhefðbundna leið upp metorða-
stigann í breskri pólitík. Hann er yngsti forsætisráð-
herra Bretlands á þessari öld.
Major er ekki kominn af þekktu
fólki. Faðir hans var sirkuslista-
maður. Þrátt fyrir lítilfjörlegan
uppruna hefur Major ekki látið það
aftra sér á framabrautinni. Hann
er ákveðinn og skýr og hefur barist
gegn stéttaskiptingu.
Þótt Major hafi verið vel þekktur
í heimi viðskiptanna fyrir verk sín
sem aðstoðarráðherra fjármála-
ráðuneytisins, kom hann ekki fyrir
sjónir almennings fyrr en í júlí
1989, þegar Margaret Thatcher
gerði hann óvænt að utanríkisráð-
herra í stjórn sinni.
Þremur mánuðum seinna var
hann gerður að fjármálaráðherra.
Sem fjármálaráðherra ávann Maj-
or sér virðingu fyrir að beita sér af
mikilli hörku gegn verðbólgunni
og sjálfstæðar skoðanir sínar
gagnvart sameiningu Evrópu.
Major hefur allt öðruvísi bak-
grunn en almennt hefur tíðkast
hjá forvstumönnum breska íhalds-
flokksins. Þeir hafa yfirleitt komið
úr hópi landeigenda, fjármála-
manna eða aðals og verið vel
menntaðir. Major er eins og áður
sagði sonur sirkuslistamanns.
Hann hætti í skóla 16 ára gamall
og vann fyrst sem byggingaverka-
Gorbachev getur
ekki tekið við
Nóbelsverðlaunum
Mikhail Gorbachev getur ekki
mætt á Nóbelsverðlaunaafhending-
una sem fram fer þann 10. desember
í Ósló, vegna annríkis heima fyrir.
Vonast er til að Nóbelsstofnunin
virði stöðu Gorbachevs og fresti at-
höfninni. Að sögn Tassfréttastof-
unnar hefur Gorbachev sent stofn-
uninni og forsætisráðherrum Nor-
egs og Svíþjóðar bréf þar sem hann
skýrir frá ákvörðun sinni.
Yfirmaður Nóbelsstofnunarinnar
sagði að það væri erfitt að fresta at-
höfninni. Það væri löng hefð fyrir
því að hafa hana 10. desember, sem
væri einmitt sá dagur er Alfred Nób-
el andaðist.
Algengt hefur verið að nóbelsverð-
launahafar úr Austur- Evrópu geti
ekki tekið við verðlaununum. Þann-
ig hafa Andrei Sakharov og Lech
Walesa báðir sent konur sínar til að
taka á móti verðlaununum fyrir sína
hönd.
maður. Síðan hóf hann störf sem
bankastarfsmaður og vann sig upp
í bankakerfinu og gekk í íhalds-
flokkinn.
Major komst inn á þing árið 1979,
sama ár og Margaret Thatcher varð
forsætisráðherra. Hann fékkst við
minniháttar verkefni í stjórnmál-
unum allt þar til Thatcher gerði
hann að aðstoðarráðherra í fjár-
málaráðuneytinu. Þar var megin-
verkefni hans að hafa hemil á
eyðslu annarra ráðherra. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum,
mun Major hafa þrýst á Thatcher á
þessum tíma að fá sér aukin völd.
Margir bjuggust við að Thatcher
mundi hafa Major í nýrri ríkis-
stjórn sinni í júlí 1989, en fæstir
bjuggust við að hann yrði gerður
að utanríkisráðherra eins og raun-
in varð.
Major gekk illa að fóta sig í utan-
ríkisráðuneytinu og þegar Lawson
sagði af sér sem fjármálaráðherra í
október 1989, tók Major við emb-
ætti hans, lítt öfundsverður því
mikill tekjuhalli og óðaverðbólga
var á þessum tíma. Fyrsta fjárlaga-
frumvarp hans kom í mars á þessu
ári. Hann sagði að tilgangur þess
væri að stemma stigu við verð-
bólgu og fá landsmenn til að spara.
Major giftist Normu Major árið
1970. Þau eiga tvö börn, son og
dóttur.
Á myndinni er nýi forsætisráðherrann, John Major, og kona hans,
Norma Major.
Ofveiói EBE-landa
á fiskistofnum
Andrei Lukanov, forsætisráðherra Búlgaríu:
Reynir aö mynda
bráðabirgðastjórn
Forsætisráðherra Búlgaríu, Andrei
Lukanov, reyndi að mynda bráða-
birgðastjórn í gær eftir að opinbera
fréttastofan BTA sagði að hann væri
í þann mund að segja af sér. Luk-
anov sagði við blaðamenn að við-
ræður væru í gangi milli sósíalista-
flokksins og annarra pólitískra afla
um að mynda bráðabirgðastjórn
sem tæki völdin.
Podkrepa, óháðu verkalýðssamtök-
in, sögðu að næstum 20% þjóðar-
innar væru í verkfalli, en að sögn
stjórnvalda er talan nærri 1% Um 25
þúsund manns hópuðust saman í
miðborg Sofíu og kröfðust þess að
Lukanov segði af sér.
Fréttastofan BTA hafði eftir Zhelyu
Zhelev forseta að samkomulag um
bráðabirgðastjórn yrði birt seinna
um daginn (í gær).
Ekki höfðu frekari fréttir borist af
þessu máli þegar blaðið fór í prent-
un.
Liberia:
Samiö um
Leiðtogi skæruliða í Líberíu,
Charles Taylor, samþykkti skyndi-
lega vopnahlé í gær á fundi Vestur-
Afríkuríkja, eftir að borgarastríð
hafði geisað í landinu í 11 mánuði.
Vopnahléssamningurinn felur í sér
tveggja sólarhringa viðræður milli
forseta hinna 16 þjóða sem mynda
Efnahagsbandalag Vestur-Afríku-
vopnahlé
ríkja (ECOWAS) og skæruliða.
„Þetta eru tímamót. Það var ein-
róma samþykki fyrir ECOWAS-frið-
aráætluninni fyrir Líberíu og undir-
ritun yfirlýsingarinnar," sagði for-
seti Gambíu, Dawda Jawara, sem er
núverandi stjórnarformaður ECO-
WAS.
Framkvæmdanefhd EBE sagði í gær
að ríki sem ættu aðild að EBE þyrftu
að minnka flota sinn um nærri helm-
ing ef takast ætti að bjarga fiskistofn-
unum sem hefðu verið ofveiddir í
fjölda ára.
„Það er alvarlegt ójafnvægi milii
stærðar EB-flotans og fiskistofnanna
... Veiðigeta flotans er um 40% of mik-
il,“ sagði Manuel Marin, sjávarútvegs-
ráðherra EB, á blaðamannafundi.
Marin sagði að fulltrúarnir í nefnd-
inni hefðu gert áætlun sem miðaði að
því að hamla veiði á veikum stofnum
meira en þegar hefúr verið gert og
faekka skipum.
í áætluninni kemur fram að núver-
andi kvótakerfi þjóða EB eru ekki
nógu ströng.
„Sumir stofnar hafa nánast verið
eyðilagðir," sagði Marin og bætti við
að mestur niðurskurður yrði að koma
á svæðum eins og Norðursjó, þar sem
ofveiði hefði verið hvað mest.
Fulltrúar Danmerkur og Þýskalands
sögðust sammála auknum niður-
skurði, en ekki eins og hann kæmi
fram í áætluninni. Þessi tvö ríki munu
koma einna verst út úr niðurskurðin-
um.
FRÉTTAYFIRLIT
London - John Major tók við af
Margaret Thatcher sem forsæt-
isráðherra Breta. Hann lofaði að
beíta sér fyrir opnu þjóðfélagi
sem virti einstaklingsfrelsi og
gæfi Bretum forystuhlutverk í
sköpun nýrrar Evrópu. Hann
sagðlst ekki ætla að vera elns
harður og Thatcher I viðræðun-
um um sameiningu Evrópu.
London - John Major tilnefndi i
gær Michael Heseltine til að
gegna stöðu umhverfismálaráð-
herra. Douglas Hurd verður
áfram utanríkismálaráðherra í
hinni nýju ríkisstjórn.
Sameinuðu þjóðimar - Búist
er við að Bandarlkin fái heimild
Öryggisráðs Sþ til að beita her-
valdi gegn írökum í Kúvæt. Talið
er að atkvæðagreiðsla um málið
fari fram á fimmtudag.
Baghdad - Irakar eru Banda-
ríkjamönnum reiðir fyrir að flytja
tillögu um úrslitakosti gegn þeim
hjá Öryggisráðinu og segjast
munu sniðganga sérhver tíma-
mork.
Alsír - Irakar hafa samþykkt að
sleppa öllum belglskum glslum
vegna áskorana frá Alsír. Talið
eraðyfir30 belglskirgíslarséu I
frak og Kúvæt
Baghdad - Irakar ítrekuðu að
sovéskum verkamönnum yrði
leyft að fara frá (rak um leið og
þeir hefðu uppfyllt gerða samn-
inga.
Jerúsalem - Að sögn Palest-
ínumanna stakk Arabi og særði
sænska hjúkrunarkonu á Gaza-
svæöinu til að hefna fyrir afskipti
erlendra ríkja af Persaflóadeii-
unni.
London - Búist er við að Bret-
land taki að nýju upp stjórnmála-
samband viö Sýrland, en Bretar
slitu stjómmálasambandinu fyrir
fjórum árum á þeim forsendum
að Sýrlendingar stæðu á bak við
hryðjuverk.
Beijing - Klnverska stjórnin ætl-
ar að halda réttarhöld yfir meint-
um forystumönnum í lýðræðis-
legu byltingunni sem reynd var i
fyrra, fullviss um að stöðugleiki
haldist í landinu og engar hefnd-
araðgerðir af hálfu vestrænna
ríkisstjórna, að sögn stjórnarer-
indreka.
Tokyo - Richard Branson, millj-
ónamæringur og stjórnarfor-
maður Virgin Atlantic Airways,
og sænski ioftbelgsfarinn Per
Lindstrand ætla að reyna aftur í
desember að verða fyrstir til að
fara yfir Kyrrahafið í loftbeig.