Tíminn - 29.11.1990, Qupperneq 5
Fimmtudagur 29. nóvember 1990
Tíminn 5
Horfur eru á að nýtt fólk verði í forystu fyrir framsóknarmönnum á Vesturlandi:
Alexander Stefánsson
hættir þingmennsku
Alexander Stefánsson, alþingismaður Framsóknarflokksins í Vest-
urlandskjördæmi, hefur ákveðið að hætta þingmennsku í vor. Hann
tilkynnti þessa ákvörðun sína á fundi með framsóknarmönnum á
Snæfelisnesi, sem haldinn var á Lýsuhóli í fyrrakvöld.
Alexander sagðist hafa tekið þessa
ákvörðun fyrir nokkru síðan. Ástæð-
urnar sagði hann vera persónulegar.
Hann tók fram að hann hefði tekið
ákvörðunina í sátt við framsóknar-
menn á Vesturlandi. „Ég hef á mín-
um þingmannsferli notið óskoraðs
trausts og er því mjög sáttur við þá
ákvörðun mína að vera ekki í kjöri í
næstu kosningum. Ég hef verið
þingmaður í rúm tólf ár og tel að
þetta sé rétti tíminn til að draga mig
út úr erilssömu en ánægjulegu
starfi," sagði Alexander.
Ákvörðun Alexanders kom sumum
stuðningsmönnum hans á óvart og
skoruðu margir á hann að halda
áfram. Alexander sagðist þakka það
traust sem honum hefur verið sýnt
fyrr og síðar, en sagði að ákvörðun
Ingibjörg Pálmadóttir, forseti bæj-
arstjómar Akraness. Ingibjörg
sækist ákveðið eftir fýrsta sætínu
á framboðslista Framsóknar-
flokks í Vesturlandskjördæmi.
Davíð Aðalsteinsson skipaði ann-
að sætið á lista framsóknar-
manna við síðustu kosningar.
Hann sækist eftir efsta sætínu, nú
þegar Alexander dregur sig í hlé.
sinni yrði ekki haggað.
Alexander hefur verið alþingismað-
ur Vestlendinga síðan 1978. Áður
hafði hann gegnt fjölmörgum trún-
aðarstörfum í Ólafsvík, var m.a. í
sveitarstjórn í tólf ár. Álexander var
félagsmálaráðherra 1983-1987 og er
nú varaformaður fjárveitinganefnd-
ar.
Næstkomandi sunnudag, 2. desem-
ber, verður haldið aukakjördæmis-
þing í Vesturlandskjördæmi að Hótel
Borgarnesi. Á þinginu verða kjömir
efstu menn á framboðslista flokksins
í næstu kosningum. Kosningarétt
hafa aðal- og varamenn á kjördæm-
isþingi. Fjögur hafa þegar formlega
tilkynnt að þau gefi kost á sér: Davíð
Aðalsteinsson bóndi, Ingibjörg
Pálmadóttir forseti bæjarstjórar
Akraness, Ragnar Þorgeirsson nemi
og Sigurður Þórólfsson bóndi. Búist
er við að fleiri tilkynni framboð á
næstu dögum.
Óvíst er hver hreppir efsta sæti list-
ans. Ingibjörg Pálmadóttir sækist
ákveðið eftir fyrsta sætinu. Fylgi
Framsóknarflokksins á Akranesi hef-
ur vaxið mikið á síðustu árum og
þess vegna telja margir eðlilegt að
nýr þingmaður flokksins komi úr
röðum Akurnesinga. Davíð Aðal-
steinsson, sem skipaði annað sæti
listans í síðustu kosningum, sækist
einnig eftir efsta sætinu og það sama
gerir Sigurður Þórólfsson, sem skip-
aði fjórða sætið í síðustu kosning-
um.
Framsóknarflokkurinn hefur átt
tvo þingmenn í Vesturlandskjör- munaði um 30 atkvæðum að annar
dæmi síðan 1959. í síðustu kosningu maður á lista næði kjöri. -EÓ
Alexander Stefánsson alþingismaður.
Áfengisvarnarráð:
Fimmta hver
flaska viðbót
Áfengissala hefur aukist um 21,09%
ef miðað er við árið 1988, síðasta
„bjórlausa" árið, segir í fréttatil-
kynningu frá Áfengisvarnarráði.
Einnig segir að þetta sé að gerast á
sama tíma og Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunir) hvetur Evrópuþjóðir
til að draga úr áfengisneyslu um
fjórðung til aldamóta.
Áfengisvarnarráð vill vekja athygli
á þessu, því venjulega er stuðst við
árið á undan, eða nú árið 1989, til
viðmiðunar þegar aukning á áfeng-
issölu þessa árs er skoðuð. En áfeng-
issala ÁTVR jókst um tæpan fjórð-
ung í fyrra.
Áfengisvarnarráð bendir á að áfeng-
issala hafi minnkað milli áranna
1987 og 1988 og þá hafi bjór ekki
verið leyfður. —GEÓ
Fasteignamat ríkisins:
íbúðir 28% dýrari í
Rvík en á Akureyri
Verulegur verðmunur var á íbúðar-
húsnæði í Reyltjavík, borið saman
við önnur svæði á landinu á seinni
ársheimingi 1989.
íbúðaverð á Akureyri kemst næst
Reykjavíkurverði, enda þótt verð-
hlutfallið hafi farið lækkandi frá
1987, þegar söluverð íbúða á Akur-
eyri var 79,8% miðað við verð á fer-
metra í Reykjavík. En söluverð
íbúða á Akureyri er nú um 72%
miðað við söluverð á fermetra í
íbúðum í Reykjavík og söluverð
íbúða á Suðurnesjum um 70,2% af
Reykjavíkursöluverði. En fermetr-
inn kostar um kr. 60.697 í Reykja-
vík, kr. 43.720 á Akureyri og kr.
42.590 á Suðurnesjum. Þetta kemur
fram í fréttabréfi Fasteignamats rík-
isins nýverið.
Einnig kemur fram í fréttabréfinu
að þróunin á sölu íbúðarhúsnæðis á
Akureyri og Suðurnesjum á seinni
árshelmingi 1989 sýnir að fermetra-
verð í húsnæði á Ákureyri hækkaði
minna en sem nam hækkun láns-
kjaravísitölu á tímabilinu, gagn-
stætt því sem átti sér stað á Suður-
nesjum. Eftir hinar miklu raun-
verðshækkanir á Akureyri 1987,
náðist jafnvægi á markaðnum 1988
sem hélst allt árið 1989. —GEÓ
Teikning af nýju bátahöfninni í Grímsey.
Ný bátahöfn í Grímsey
Síðastliðinn þriðjudag var form-
lega tekin í notkun ný bátahöfn í
Grímsey, að viðstöddum sam-
gönguráðherra, þingmönnum
Norðurlandskjördæmis eystra,
hafnarmálastjóra, starfsmönnum
ístaks hf. og heimamönnum.
Með smábátahöfninni verða kafla-
skil í sögu íslenskrar hafnargerðar,
því að með tilkomu nýju bátahafn-
arinnar þurfa Grímseyingar ekki
lengur að geyma báta sína við ból
úti á legu, en geta þess í stað lagt
þeim við bryggju. Nýja bátahöfnin
er innan við gömlu bryggjuna.
Gerður var 140 metra langur grjót-
garður til að skýla nýju höfninni og
fóru í hann um 13 þúsund rúm-
metrar af grjóti. Dýpka þurfti um
fimmþúsund fermetra svæði innan
við garðinn og var það gert með
sprengingum, því klöpp er á öllu
hafnarstæðinu. Smíðuð var 40
metra löng trébryggja innan við
garðinn og 12 metra langri flot-
bryggju komið fyrir. Heildarkostn-
aður við gerð bryggjunnar er um
83 milljónir og er hann um 20%
lægri en upphaflegar áætlanir
gerðu ráð fyrir. —SE