Tíminn - 29.11.1990, Síða 7
Fimmtudagur 29. nóvember 1990
Tíminn 7
„Sól var og er gengin“
Kristján J. Gunnarsson:
Leirkartsvísur
Skákprent 1989
Ekki þarf lengi að lesa í Leirkarls-
vísum, fyrstu ljóðabók Kristjáns J.
Gunnarssonar, til þess að sannfær-
ast um að hér er höfundur á ferð
sem hefur formgerðina og hina
ólíku bragarhætti fullkomlega á
valdi sínu. Þetta kemur ekki á óvart,
þar sem höfundurinn hefur haft
umsjón með úrvali skólaljóða
(Skólaljóð. Val kvæða 1964), sem
ekki nema kunnáttumanni hefði
verið trúað fyrir. Hann hefur enda
byrjað snemma að yrkja, elsta kvæð-
ið orti hann sextán ára og eru kvæð-
in í bókinni enda frá fimm sl. ára-
tugum. Óneitanlega bera ljóðin
þess merki að þau eru til orðin á svo
löngum tíma. Yfirbragð bókarinnar
er líka að mörgu leyti eins og hún
hefði getað komið út um miðja öld-
ina. Það er ekki endilega neinn Ijóð-
ur, en kannske hefði höfundur þó átt
að taka sér sæti á ljóðskáldabekk
miklu fyr. Undirrituðum finnst hér
sums staðar gæta nokkurra áhrifa
frá Sigurði Nordal og þó enn frekar
Steini Steinarr og höfundur er síður
en svo að draga fjöður yfir það og
hendir meira að segja dálítið gaman
S VÍSUR
að, sbr. kvæðið „Vísa um blóm“.
En höfundinn hefur síður en svo
dagað uppi í liðinni skáldakynslóð.
Hann yrkir jöfnum höndum rímuð
Ijóð og órímuð og „velur sér form
sveigjanleika milli hefðar og frjáls-
ræðis“, eins og mikið réttilega segir
á bókarkápu. Þeim er hér skrifar
finnst að skáldskapur Kristjáns njóti
sín betur í órímuðu ljóðunum.
Hann nýtur þar kunnáttusemi sinn-
ar í hefðbundna forminu, um ieið og
frelsið undan bragregiunum gefur
honum frjálsari hendur. Þannig eru
t.d. ljóð eins og „Vort daglega
brauð", „Mengunarkvörn" og
„Fengitími“ dulúðug og talsvert
áleitin í ádeilu sinni. Hitinn í brjósti
skáldsins kemst betur til skila undir
formerkjum rímleysisins. Besta
kvæði bókarinnar fannst mér síðasta
kvæðið, „Stríðslok":
,Nú sindrar ei lengur blikið
um bárúmar út við Nes
né bros í augum.
Sól var og er gengin.
Ennþá sest
Þorsteinn Hallsson á þúfu
og þveng sinn bindur.
Engu að fagna.
Einskis að sakna.
Og einu gildir
hvort náð verður
heim í kvöld. “
Hér er snöfurlega kveðið og góðu
skáldi sæmandi.
AM
Maðurinn Jesús
og vegur sorgar
JESÚS
Maðurinn sem breytti sogunni
Höf.: Meryl Doney
Þýð.: sr. Karl Sigurbjömsson
Útgef.: Útgáfan Skálholt, 1990
TIL ÞÍ\ SEM ÁTT UM SÁRT AÐ BINDA
Leiðsögn á vegi sorgarinnar
Höf.: Karl Sigurbjömsson
Útg.: Útgáfan Skálholt
Bók um Jesúm og bók um sorg
verða að teljast til eðlilegra efnis-
taka hjá útgáfunni Skálholt, sem
hægt og sígandi hefur verið að auka
við útgáfu sína á kirkjulegu efni
með vönduðum bókum.
Sú bók sem fyrr er nefnd er um
Jesúm og ævi hans og hvernig hann
breytti gangi sögunnar. Hún er afar
vönduð í öllum frágangi og er bók-
staflega ein myndarlegasta kirkj-
unnar bók það sem af er þessu ári.
Litaskrúð er mikið og er fléttað
saman góðum ljósmyndum úr ný-
legri kvikmynd um Jesúm frá Naz-
aret og teikningum, vatnslitamynd-
um og kortum. Hver opna bókar-
innar er vandlega hugsuð með það
fyrir augum að grípa augu ungra
sem eldri lesenda. Hægt er að opna
bókina hvar sem er og hefja lestur
eða grípa niður í texta, vegna þess
að efni bókarinnar er skipt á opnur
en ekki í venjulega bókarkafla.
Kemur þetta sér vel fyrir óþreyju-
fulla lesendur. Gagnlegt er einnig
að sjá skemmtilegt athugunarefni
og tilvísanir til lesanda út fyrir bók-
ina. Er því víða að finna ábendingar
um frekari lestur og samanburð við
Ritninguna.
Allt efnið er sett upp í sögulegt
samhengi og er greinilega reynt eft-
ir megni að gera það með nútíma-
legu móti. Til dæmis eru ýmsar
þekktar frásagnir guðspjallanna
settar fram í formi blaðagreina og
skýrslugerða yfirvalda. Þetta tekst
vel á heildina litið. Segja verður þó
að dagblaðsfréttin um mettun fimm
þúsundanna og aðrar blaðagreina-
frásagnir eru ekki skrifaðar með
venjulegum hlutlausum frásagnar-
stíl þjálfaðra blaðamanna. Allur
textinn er að sjálfsögðu þrunginn
þeirri boðun sem rekið hefur Skál-
holtsmenn til útgáfunnar.
Að mínu viti verður að fylgja
þessari bók eftir með sambærilegu
riti um Guð, sem skapaði heiminn
og mótar mannkynssöguna alla.
Einnig væri ánægjulegt að sjá á
bók þriðja megininntak kristinnar
guðshugmyndar, sem er heilagur
andi og afl hans í kirkjunni. Annað
væri að halla réttu máli í mótunar-
starfi og boðunarverki kirkjunnar
á þessum akri ungdómsáranna,
með tilliti til trúfræðslu um þrí-
einan Guð. Gildir hér sem fyrr að
ekki verður allt sagt í einni prédik-
un og hlýt ég því að hvetja Útgáf-
una Skálholt til frekari dáða og
fagna 'bókinni um Jesúm.
Sorgin gleymir
engum
Hvað á að segja fólki sem misst
hefur ástvin sinn? Hvernig eigum
við að koma fram við syrgjendur
og hvað er það sem þeir eru að
glíma við?
Þetta eru spurningar sem alltaf
vakna yið andlát ástvinar eða ætt-
ingja. í öllum héruðum landsins er
verið að fást við sömu vandamálin,
þótt ekki beri mikið á þessu efni í
þjóðmálaumræðunni. Nokkuð hef-
ur verið gert með stofnun samtaka
um sorg og sorgarviðbrögð, sem
víða halda úti reglubundnu starfi í
söfnuðum landsins. Nú hefur Út-
gáfan Skálholt gefið út lítið viðráð-
anlegt hefti sem skrifað er til
þeirra sem eiga um sárt að binda
vegna andláts. Hér er um leiðsögn
að ræða á vegi sorgarinnar. Er lík-
legt að bókin litla eigi erindi til
æðimargra sem misst hafa föru-
naut úr samfélaginu nýlega og
jafnvel þótt nokkuð sé um liðið.
Yfirskrift bókarinnar er að sorgin
gleymi engum og því sé öllum þörf
á hagnýtum upplýsingum og ráð-
gjöf. Hún er ekki síður gagnleg
þeim sem lenda í þeirri stöðu að
þurfa að hugga vin eða veita stuðn-
ing í sorg.
Kristján Björnsson
Litaveisla í sjávarmáli
Dr. Agnar Ingólfsson
íslenskar fjörur
Bjallan hf. 1990
Hér er um sérstæða og fallega bók að
ræða, en hún er byggð á þekkingu og
áralöngum rannsóknum höfundar-
ins, þótt form hennar sé slíkt að það
verði almenningi til fróðleiks og
gleði. Dr. Agnar Ingólfsson hefur um
áratuga skeið fengist við rannsóknir á
lífríki fjörunnar um land allt, svo og
rannsóknir á fuglum og skrifað fjölda
greina um efnið í innlend og erlend
rit. Þá hefur hann unnið mikið að
umhverfis- og náttúruverndarmál-
um.
Það er sannarlega þakklátt að fá að
verða Agnari samferða á ferðum hans
um þennan furðuheim, þar sem svo
margt dylst þeim er ekki þekkir til
hans. Þótt vísindalegar útlistanir séu í
hófi af ásettu ráði, þar sem þær eru
aðgengilegar áhugamönnum annars
staðar, er bókin afar fróðleg. íbúar
fjörunnar, bæði úr jurta- og dýraríki,
eru kynntir lesendum á skilmerkileg-
an og skemmtilegan hátt, svo og það
umhverfi sem þetta líf kýs sér.
Myndir eru allar litmyndir og sérlega
fagrar, en þær hefur höfundurinn tek-
ið. Litríki og blæbrigði þessa ein-
manalega heims eru satt að segja slík
að við liggur að Iesandinn grípi and-
ann á lofti hér og hvar. Bókin „ís-
lenskar fjörur" hefur einnig boðskap
að geyma, sem ætla má að höfundur
hafi ekki síst haft að markmiði að
koma áleiðis. Hann er skyldumar við
umhverfi fjörunnar og áminning um
að öll er þessi dýrð brothætt og getur
horfið okkur að fuliu og öllu, sé henni
ekki sýnd sú virðing og gát í um-
gengni sem henni ber.
AM
JÓNAS KOMINN HEIM
Bak við hafið
Flugur
Mál og menning 1990
Það er þakkarvert að Hrafn Jök-
ulsson verður nú til þess enn á ný
að koma á framfæri við ljóðaunn-
endur verkum skálds, sem af ein-
hverjum sökum hefur líkt og dott-
ið milli þils og veggjar með þjóð-
inni. Fyrir nokkrum árum má
segja að hann hafi vakið Jón Thor-
oddsen til lífsins með því að gefa
út á ný bók hans Flugur. Nú er það
annað skáld, er einnig lést ungur
að árum, sem Hrafn stendur að
útgáfu á, en hann er Jónas Guð-
laugsson. Bókin nefnist Bak við
hafið og er það nafn vel valið í Ijósi
örlaga skálds þessa.
Hrafn ritar formála að bókinni og
er hann allítarlegur og þar er að
finna margan fróðleik um Jónas.
Fjallað er um uppvöxt hans, fyrstu
tilraunir á skáldskaparsviði og
störf að blaðamennsku, bæði í
Reykjavík, á ísafirði og loks í Dan-
mörku. Þá skilgreinir Hrafn stöðu
skáldsins meðal íslenskra skálda,
en hann hefur verið settur í flokk
með nýrómantískum skálum og
„hann orti best og innilegast um
tilfinningar sínar og drauma“ auk
þess sem hann var „... einarður
málsvari íslands, sem hann „helg-
aði hvern innsta hljóm“,„ eins og
Hrafn kemst að orði.
Ljóð sem finna má í „Bak við haf-
ið“ eru lang flest úr „Dagsbrún",
en það var síðasta Ijóðabók hans á
íslensku. Vandi er að segja hvern-
ig nútímalesandi bregst við þess-
um skáldskap, sem er svo þrung-
inn bölmóðum trega og ákafa,
sem menn nú eiga vísast erfitt
með að lifa sig inn í, en átti greið-
an aðgang að svo mörgum and-
lega sinnuðum mönnum á hans
tíð. Þetta voru tímar þegar menn
enn kunnu að gráta í ljóði, sem
BAK VIÐ HAFH
Úrval úr ljóðum
Jónasar Guðlaugssonar
senn var þó að hverfa úr tísku. Ný
skáldakynslóð, sem sló allt annan
streng, var í gættinni er Jónas dó
árið 1916, vart þrítugur að aldri.
Ótímabær dauði hans varð þó til
þess að nafn hans sveipaðist ögn
rómantískum ljóma, eins og verða
vill um skáld sem deyja ung, en
menn hafa látið sér þann ljóma
nægja og lítið reynt að skyggnast
eftir hvað undir honum bjó fyrr en
nú. Þessi Ijóð Jónasar Guðlaugs-
sonar hljóta að verða til þess að
menn sakni Ijóðanna sem hann
„átti eftir“ að yrkja, þ.e. ef hann
hefði lifað. Þá hefði mönnum trú-
lega ekki haldist uppi sú þögn um
nafn hans sem orðið hefur raun á.
En hún hefur nú semsé verið rof-
in og Jónas Guðlaugsson er ekki
Iengur aðeins nafn á skáldi sem
kom og fór svo sviplega á önd-
verðri öldinni. Hrafn hefur heimt
Jónas heim frá Danmörku og ekki
til þess að leggja hann í einhvern
þjóðargrafreit, heldur til þess að
lifa á ný hjá þjóð sinni. Fyrir það á
Hrafn Jökulsson heiður skilinn.
AM
Bláþráður Lindu
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu bókin Bláþráður sem hefur
að geyma þrjátíu ljóð eftir Lindu
Vilhjálmsdóttur. Óvenjulegar
samlíkingar, sterkir litir og und-
irfurðulegur húmor einkenna
kvæðin í þessari bók. Ljóðin eru
fjölbreytt að formi, m.a. beitir
skáldkonan fornum bragarhátt-
um á nýstárlegan hátt. Þá kveður
við nýjan tón í ljóðum hennar
um land og náttúru.
Linda Vilhjálmsdóttir er fædd ár-
ið 1958. Hún hefur áður birt ljóð í
blöðum og tímaritum, en Blá-
þráður er fyrsta ljóðabók hennar.
Bókin er 43 bls., prentuð í Prent-
smiðjunni Odda. Anna Guðjóns-
dóttir hannaði kápu. Bókin er
bæði gefin út innbundin og í
kilju.