Tíminn - 29.11.1990, Qupperneq 11
10 Tíminn
Fimmtudagur 29. nóvember 1990
Fimmtudagur 29. nóvember 1990
Tíminn 11
Bæjarstjórn Seyðisfjaröar leggur til að hafnar verði viðræður við stjórnvöld um
á hvern hátt standa beri að stofnun nýs orkufyrirtækis um Fljótsdalsvirkjun:
Á fundi framkvæmdaráðs Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi í dag verður kynnt tillaga,
sem samþykkt var á fundi bæjarstjómar Seyðis-
fjarðar 12. nóvember sl. í henni var skorað á
stjóm SSA að hefja nú þegar viðræður við
stjómvöld um á hvem hátt standa beri að stofn-
un nýs orkufyrirtækis sem yrði sameign ríkis-
sjóðs og sveitarfélaga á Austurlandi eða á hvem
hátt Austfirðingar geti orðið eignaraðilar að
Fljótsdalsvirkjun. í tillögunni segir að í fram-
haldi af ákvörðun um virkjun Jökulsár í Fljóts-
dal og orkuafhendingu til stóriðju á Keilisnesi,
sem að óbreyttu muni leiða til fólksfækkunar á
landsbyggðinni, komi, að mati bæjarstjómar
Seyðisfjarðar, ekki til greina að sama eignar- og
rekstrarform Landsvirkjunar verði liðið öllu
lengur.
Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðis-
firði, sagði að Austfirðingar hlytu að staldra við
þegar loksins væri fyrirhugað að virkja í Fljóts-
dalnum. Það hafi verið baráttumál Austfirðinga
að þessi besti virkjunarkostur landsins væri
nýttur, og nú þegar að því sé komið, þá standi
þeir frammi fyrir því að orkan frá þessari virkj-
un verði leidd burt úr fjórðungnum og í álver
sem staðsett verður á þéttbýlissvæðinu á suð-
vesturhorninu. „Það er verið að taka ákvörðun
um að virkja hér og selja orku til eriendra aðila
án þess að Áustfirðingar hafi nokkum skapaðan
hlut um það að segja, hvorki um orkuverðið né
um þessa virkjun á nokkum hátt. Landsvirkjun
hefur í krafti laga einokun á að virkja fallvötn
íslands og um leið og það myndast svona einok-
un, þá er það ljóst að þeir sem að henni standa
fjalla eingöngu um þessi mál og hafa alfarið
með þau að gera,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði
að þeim þætti það afar óeðlilegt að tvö sveitarfé-
lög, sem ekki væru staðsett á Austfjörðum,
gætu til helminga á móts við ríkið tekið ákvörð-
un um orkuverð og Austfirðingar kæmu þar
hvergi nærri.
Málið brennur heitt
á Austfirðingum
Þorvaldur sagði að þeir gerðu sér það fyllilega
Ijóst að ef þessi tillaga kæmi til framkvæmda,
þá fylgdi því mikil ábyrgð og þeir ætluðu ekki
að skorast undan henni. Aðspurður sagðist Þor-
valdur ekki vita um viðbrögð Landsvirkjunar
eða iðnaðarráðuneytisins við þessari tillögu.
„Ég býst við að hún þyki nokkuð hörð, en við
höfum áður bent á þetta ranglæti. Við teljum að
það þurfi að breyta þessum lögum og það verði
fleiri aðilar að komast inn í ákvarðanatöku og
stjóm svona félags heldur en aðilar sem sitja í
Reykjavík," sagði Þorvaldur. Aðspurður sagði
Þorvaldur að það kynni vel að vera að einhverj-
ir álykti sem svo að tillagan hafi verið þetta hörð
vegna þess að álverið hafi ekki verið staðsett á
Reyðarfirði. „En það hefði jafnvel verið enn
kjánalegra, ef um þessi mál hefði verið fjallað án
þess að sveitarfélög á Austurlandi hefðu nokkuð
um það að segja, ef álverið hefði verið staðsett á
Reyðarfirði," sagöi Þorvaldur. Hann sagði að
þessar hugmyndir þeirra tengdust ekki þeim
hugmyndum að stofna félag um Fljótsdalsvirkj-
un til að dreifa áhættunni af álversframkvæmd-
unum. „í þessari samþykkt erum við ekki að
gagnrýna eða taka afstöðu til samnings við ál-
Eftir
Stefán
Eiríksson
verið sem slíkt um orkuverð, heldur finnst okk-
ur það óeðlilegt að landsfjórðungur eins og
Austurland skuli ekki hafa eitthvað um það að
segja,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagðist hafa
heyrt frá sveitarstjórnarmönnum á Austurlandi
í sambandi við þessa tillögu og þeir hefðu allir
lýst stuðningi sínum við hana, en ekkert form-
legt bréf hefði borist frá sveitarstjómunum.
„Það er alveg Ijóst að það brennur heitt á Aust-
firðingum að þeir fái einhvem íhlutunarrétt í
þessum málum. Það er mjög óeðlilegt að eitt
sveitarfélag af 204 á íslandi geti, í gegnum rang-
láta lagasetningu, haft einkarétt á að virkja fall-
vötnin á íslandi. Við emm í raun og vem að
spyrja um hvað það sé sem réttlæti það,“ sagði
Þorvaldur.
Vel þess virði að
hugmyndin sé skoðuð
Jón Kristjánsson, annar þingmaður Austur-
lands, sagði að þetta væri hugmynd sem væri
vert að skoða. „Eitt af því sem verið hefur orð-
að í sambandi við Fljótsdalsvirkjun er að stofna
sérfyrirtæki um orkusöluna þaðan. Ef það
verður talið skynsamlegt þá auðvitað opnast
þar möguleiki fyrir Austfirðinga að vera aðilar
að því fyrirtæki. Mér finnst að hugmyndin sé
alveg þess verð að hún sé skoðuð og reyndar er
þetta eitt af því sem verið hefur í umræðunni,"
sagði Jón. Hann sagði að spurningin í þessu
sambandi væri sú hver staða fyrirtækisins yrði
á erlendum lánamörkuðum, og það þyrfti að
velta henni vel fyrir sér. Aðspurður sagðist Jón
halda að hugmyndin á bak við þessa tillögu
væri sú að skapa eitthvert mótvægi við Reykja-
vík og Akureyri sem eigi stóran hlut í Lands-
virkjun og séu þar mikils ráðandi. Jón sagðist
ekki búast við að það fylgdu því ekki mikil áhrif
ef Austfirðingar keyptu sig inn í Landsvirkjun.
„Sannleikurinn er sá að Landsvirkjun hefúr
fengið mikla forgjöf frá landsmönnum öllum
sem eru virkjunarréttindin. Fyrir þau hafa að-
eins verið greiddir smámunir. Bak við þessar
hugmyndir er einnig það að mönnum finnst
það dálítið blóðugt að láta af hendi virkjunar-
réttindin og síðan séu það einhver ákveðin
sveitarfélög í landinu sem njóti þess að hálfu,“
sagði Jón. „Þessar hugmyndir eru ekki síst
komnar upp vegna þess að það er ekki útlit fyr-
ir það að orkan sem fæst úr Fljótsdalsvirkjun
verði nýtt í fjórðungnum. Menn leggja þarna til
virkjunarréttindi og síðan er orkan flutt og
notuð til atvinnuuppbyggingar annars staðar.
Menn eru ekki ýkja hrifnir af þessu og vilja
Austfirðingar því gjarnan vera aðilar að þessum
framkvæmdum."
■ /
- 4'ff-"
mémmvi
§§§s
Austfirðingar hafa litlar eignir
til að leggja í orkufyrirtæki
Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri og stjórnar-
formaður Landsvirkjunar, sagði að það að stofha
orkufyrirtæki sem yrði sameign Austfirðinga og
ríkisins væri ansi miklum vandkvæðum bundið,
þar sem Austfirðingar hefðu litlar eignir til að
leggja í siíkt fyrirtæki á móti ríkinu ef til kæmi.
„Þá er mjög erfitt að skera þessar framkvæmdir
frá öðrum framkvæmdum Landsvirkjunar, því
hér er um að ræða hluta af heildarkerfi," sagði
Jóhannes. Athuganir hafa verið í gangi þar sem
kannað hefúr verið hvort hægt væri að stofna
sérfélag til að dreifa áhættunni við framkvæmd-
ir við Fljótsdalsvirkjun og sagði Jóhannes að
þær athuganir hefðu ekki bent til þess að það
væri hagstætt.
Aðspurður sagði Jóhannes að orka væri flutt á
milli landshluta í stórum stíl og nú flyttu þeir
orku úr öðrum landshlutum til Austurlands og
aðrir sættu sig við það að láta þeim þá orku í té.
,Á Suðurlandi er framleiddur meginhluti ork-
unnar sem kemur til Reykjavíkursvæðisins án
þess að Sunnlendingar hafi nokkra hlutdeild í
því, nema í gegnum ríkið eins og allir aðrir. Þetta
er náttúrlega pólitískt viðfangsefni sem ég hef
enga sérstaka skoðun á. Ég sé hins vegar ekki að
það sé auðvelt að hafa mismunandi fyrirtæki um
orkuframleiðslu í mismunandi landshlutum. Við
erum með samtengt heildarkerfi og það er geysi-
lega mikið um það að orka sé flutt á milli sveitar-
félaga og landshluta," sagði Jóhannes.
Hugmynd sem kemur
varla til greina
Davíð Oddsson, borgarstjóri og stjómarmaður
í Landsvirkjun, sagði að hann hefði ekkert hug-
leitt þetta mál, en það væri auðvelt að setja
svona hugmynd á blað en hún væri mun flókn-
ari í framkvæmd. Aðspurður hvort það kæmi til
greina að stofna sérfélag um Fljótsdalsvirkjun
sagði Davíð að sér þætti það ólíklegt þar sem það
þyrfti að taka lán upp á tugi milljóna króna og
erfitt væri að segja til um það hvort féiagið hefði
nægilegt lánstraust erlendis. „Þetta er ekki
raunhæft að mínu mati. Menn koma fram með
þetta sjónarmið, en þetta er ekki inni í mynd-
inni,“ sagði Davíð. „Það var í þágu landsins sem
Reykjavíkurborg lagði þrjár virkjanir á sínum
tíma í Landsvirkjun. Ef borgin hefði ekki farið
inn í Landsvirkjun, þá ætti hún allar þessar
virkjanir skuldlausar og gæti verið með rafmagn
í Reykjavík á verði sem væri 25% af því sem það
er núna. Við höfum því lagt þessar virkjanir okk-
ar til landsbyggðarinnar og þeir geta því ekki
kvartað undan því,“ sagði Davíð. Aðspurður
hvort það væri ekki réttlátt að Austfirðingar
réðu einhverju í sambandi við fyrirhugaða
Fljótsdalsvirkjun og orkusölu þaðan, sagði Dav-
íð að þeir ættu sína fulltrúa í Landsvirkjun í
gegnum ríkisvaldið.
Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar,
sagði að þetta mál hefði ekkert verið rætt hjá
Landsvirkjun. Hann sagði að ríkið ætti helming
í Landsvirkjun, Reykjavík ætti rúm 44% og Ak-
ureyri tæp 6% en önnur sveitarfélög ættu engan
hlut. í lögutn um Landsvirkjun segir að sveitar-
félögum sé heimilt að gerast eignaraðilar að fyr-
irtækinu með ákveðnum skilyrðum. Eitt þess-
ara skilyrða er að sá sem óskar eignaraðildar skal
leggja fram verðmæti er nema skal minnst 1%
af endurmetnum höfuðstól Landsvirkjunar í
upphafi þess árs sem eignaraðild kemur til fram-
kvæmdar. í dag er höfuðstóll eða eigið fé Lands-
virkjunar um 25 milljarðar og til þess að kaupa
sig inn í Landsvirkjun þurfa Austfirðingar að
leggja fram minnst 250 milljónir. —SE