Tíminn - 29.11.1990, Page 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 29. nóvember 1990
Kambódía:
Hafa Bretar og Bandaríkja-
menn veitt Rauðum
khmerum hernaðaraðstoð?
John Pilger, stríðsfréttaritari á ferð og flugi og álit-
inn svartur sauður hjá breskum ráðamönnum hefur
nú verið kærður fyrir meiðyrði eftir að hann lét að
því liggja í sjónvarpsheimildamynd að breska ríkis-
stjómin hafi með leynd veitt skæruliðum Rauðu
khmeranna í Kambódíu aðstoð.
Lögfræðingar tveggja Breta, sem lýst er í myndinni
sem hemaðarráðgjöfum, hafa lagt fram stefnu á
hendur Pilger og framleiðendum myndarínnar. Þeir
hafa líka varað Ann Clwyd, þingmann Verkamanna-
flokksins, við því að þeir muni kæra hana ef hún
nafngreinir mennina. En Pilger lætur ekki bilbug á
sér finna og ætlar að beijast gegn þessum fyrirætl-
unum og halda áfram eftirgrennslunum sínum
varðandi þetta mál.
Grimmd Rauðu
khmeranna vel þekkt
Breska ríkisstjórnin hefur aldr-
ei viðurkennt að hún hafi átt
minnsta þátt í að aðstoða kamb-
ódska skæruliða. Það er engu að
síður vitað að sérsveitir hersins
hafa verið tveim kambódskum
skæruliðahópum, sem börðust
við hlið Rauðu khmeranna, inn-
an handar. í fyrra var í grófum
dráttum sagt frá hlutdeild Breta
í Jane’s Defence Weekly. En Pil-
ger gengur lengra í heimilda-
mynd sinni, Kambódía: Svikin
og fullyrðir að breskar og banda-
rískar sérsveitir hafi veitt Rauðu
khmerunum hernaðaraðstoð
sérstaklega.
Ásökunin er sprengifim, þegar
haft er í huga ruddalegt mann-
orð Rauðu khmeranna, sem
drápu um tvær milljónir manna
þau þrjú ár sem þeir réðu lögum
og lofum í Kambódíu undir for-
ystu Pols Pots, eftir að þeir rudd-
ust til valda 1975. Pilger var
fyrsti fréttamaðurinn sem skýrði
frá þjóðarmorðinu og grimmd
Rauðu khmeranna var rækilega
auglýst í kvikmyndinni „The Kil-
ling Fields".
Pilger hefur gert fjölmargar
heimildamyndir um stríð í þriðja
heims löndum. Hann heldur því
fram að njósnarar MI6 í Bangkok
samræmi aðstoðina við Rauðu
khmerana, þ.á m. þjálfun í að
leggja jarðsprengjur fyrir óvin-
ina. Sprengjurnar hafa valdið
falli fjölmargra óbreyttra borg-
ara.
Hann segir breskar og banda-
rískar sérsveitir hafa þjálfað
Rauðu khmerana í búðum í
frumskógunum á landamærum
Kambódíu og Tælands. Pilger
sagði í dagblaðsgrein að Bfetar
hefðu fengið beiðni frá bapda-
rískum yfirvöldum um að að-
stoða við þjálfunina.
„Enginn flugufótur
fyrir þessum
staðhæfingum“
Bresk yfirvöld hafa ákaft neitað
því að hafa haft hin minnstu
tengsl við Rauðu khmerana.
Douglas Hurd utanríkisráðherra
segir að ekki sé hinn minnsti
flugufótur fyrir þessum staðhæf-
ingum. „Breska ríkisstjórnin
hefur aldrei veitt Rauðu khmer-
unum aðstoð af neinu tagi og
mun aldrei gera það,“ segir hann
og bætir því við að fullyrðingar
Pilgers hafi ekki verið studdar
neinum almennilegum sönnun-
um.
Heimildamyndin sem fjaðrafok-
inu veldur nú er sú fjórða um
Kambódíu sem Pilger hefur gert,
en hann hefur barist fyrir því að
beina athyglinni að þeim þján-
ingum sem saklaus fórnarlömb
verða að líða vegna stríðsins sem
þrjár skæruliðahreyfingar hafa
háð til að steypa stjórn Huns Sen
sem Víetnamar styðja.
Síðasta heimildamyndin, sem
sýnd var rétt í þann mund sem
Kambódía var að fikra sig í frið-
arátt eftir 12 ára bardaga, gaf
breskum þingmönnum ástæðu
til að leggja fram fýrirspurnir
um hernaðarleg afskipti á þess-
um slóðum.
Hverjir eru
Bretarnir tveir?
Clwyd kemur fram í myndinni
og lýsir því þegar hún hitti tvo
Breta í Phnom Penh, höfuðborg
Kambódíu, í fyrra. Nöfn þeirra
voru á gestalista kambódsku rík-
isstjórnarinnar og þeir skráðir
sem fulltrúar breska varnar-
málaráðuneytisins. Clwyd segir
að þeir hafi sagt sér að þeir væru
„í fríi“.
Hurd segir Bretana tvo hafa
verið í Phnom Penh í boði
Hanoi- stofnunarinnar sem ann-
ast alþjóðleg samskipti, í þeim
tilgangi að fylgjast með brott-
flutningi herliðs Víetnama frá
Kambódíu í september sl.
Annar Bretanna er skráður á
lista hersins, sem útgefinn er
1990, sem höfuðsmaður. Yfir-
maður hans segir nú að hann „sé
ekki lengur í hernum".
Mennirnir tveir sögðu Clwyd að
þeir væru fulltrúar óháðrar
stofnunar, sem safnar saman
hugmyndum um varnarmál.
Stofnunin neitar þessu en segir
annan mannanna eitt sinn hafa
unnið stjórnunarstörf á vegum
hennar.
Liðsmenn Rauðu khmeranna halda sér stöðugt í góðrí bardagaþjálf-
un, m.a. með aðstoð Breta og Bandaríkjamanna, segir breski frétta-
maðurínn John Pilger.
Pilger er orðinn fimmtugur en
ekki á því að láta deigan síga.
Nú er hann kominn í stríð við
bresk stjómvöld vegna fullyrð-
inga sinna um aðild þeirra að
hemaðarþjálfun Rauðra
khmera. Fullyrðingamar setur
hann fram í nýrri heimildamynd.
Hefð að svara ekki
slíkum spurningum
i
Hermálaráðuneytið neitar líka
að Bretar hafi veitf Rauðu
khmerunum aðstoð, en bætir við
að hvað varði aðstoð við aðra
hernaðarlega hópa hafi lengi
verið venja að svara ekki spurn-
ingum.
Leynd hefur lengi hvflt yfir því
hvaða hernaðarlegu hlutverki
Bretar gegna í Kambódíu. Vitað
er að það hefur falið í sér her-
þjálfun tveggja skæruliðahópa
sem berjast gegn ríkisstjórn
Huns Sen, þ.e. hóps Norodoms
Sihanouks og Þjóðlega frelsis-
hersins.
Þeir hafa barist við hlið skæru-
liða Rauðu khmeranna, sem eru
þessara hópa langsterkastir. En
sannanir liggja fyrir um að þegar
til kastanna kemur er greiningin
milli þessara hópa óskýr, sama
hvaða stefnu fylgt er í aðstoð-
inni. Stríðsmenn Rauðu khmer-
anna hafa trúlega notið góðs af
hernaðaraðstoð Breta og Amer-
íkana, jafnvel þó að ekki sé nema
óbeint.
Þrátt fyrir þjálfun Vesturlanda-
manna hefur frammistaða minni
hópanna í orrustum valdið von-
brigðum, sé miðað við góðan
framgang Rauðu khmeranna.
Álitið er að þjálfun bresku sér-
sveitanna á kambódskum skæru-
liðum hafi byrjað 1985 og lögð af
í fyrra, þegar Víetnamar fóru að
draga sig út úr Kambódíu. Það
var tilraun í smáum stíl sem
hófst á þeim tíma þegar stefna
Bandaríkjanna gegn Víetnam var
ósveigjanleg. Yfirvöld í Moskvu
stóðu að baki Víetnömum og
Kínverjar studdu Rauðu khmer-
ana. Pilger hélt því fram að enn
héldi þessi aðstoð áfram, jafnvel
þó að þátttakendurnir væru ekki
lengur í þjónustu bresku sér-
sveitanna.
í fyrra lagði William Waldegra-
ve, aðstoðarutanríkisráðherra,
fram það sem þingmenn Verka-
mannaflokksins kalla þögula
játningu um að sérsveitirnar
væru blandaðar í stríðið í Kamb-
ódíu þegar hann sagði „Við höf-
um aldrei nokkurn tíma svarað
einu eða neinu um hlutverk sér-
sveitanna — hvorki með neii eða
jái“.
Rauðu khmerarnir
teknir með í
friðaráætlun Sþ.
í heimildamynd Pilgers felst
óþægileg áminning um að 15 árum
eftir fjöldamorðin sem urðu Rauðu
khmerunum til alþjóðlegrar van-
sæmdar, eru þeir enn valdamiklir í
valdatogstreitunni í Kambódíu og
með pólitíska framtíð, sem Bretar
og fleirí meðlimir öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna hafa tryggt í
viðleitni sinni til að koma saman
friðaráætlun.
í áætluninni felst hlutverk til
handa Rauðum khmerum við að
stýra hlutlausri Kambódíu, fram-
tíðarsýn sem vekur gagnrýnendum
hroll.
„Sættir í Kambódíu án Rauðu
khmeranna er eins og Hamlet án
Danaprins," var samlíking eins
embættismanns. í áætlun Samein-
uðu þjóðanna felst viðurkenning á
því að ekki er mögulegt að hrófla
við Rauðu khmerunum og að þeir
njóti jafnvel einhvers stuðnings.
Jafnvel þótt svo megi vera gæti
orðið erfitt að framfýlgja áætlun-
inni. Stórbardagar hafa aftur brot-
ist út í Kambódíu og stríðandi fylk-
ingar leitast viö að styrkja pólitíska
stöðu sína með því að sýna hernað-
arklærnar, áður en komið er á
vopnahléi. Deilt er um hver eigi að
veita forstöðu bráðabirgðastjórn í
Kambódíu, sem kölluð hefur verið
,/Eðsta þjóðarráðið". En vaxandi
bardagar gætu stofnað í hættu frið-
arráðstefnu um Kambódíu sem á
að fara fram í París í desember.