Tíminn - 29.11.1990, Page 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
■ ■ . - ■■■ • ■ ; .. . ■■ ..:
RÍKISSKIP
NÚTIMA FLUTNINGAR
Holnarhusmu v Tryggvogotu.
S 28822
SAMVINNUBANKINN
Í BYGGÐUM LANDSINS
i \
NORD- AUSTURLAND
AKTU EKKI ÚT
í ÓVISSUNA.
AKTUÁ
Ingvar
Helgason hf.
Sævartiöfða 2
Sími 91-674000
m
ríniinn
FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990
Stjóm fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík ræddi um framboðsmál flokksins í kjördæminu á fundi sínum í gær:
Akvörðun um sérframboó
Guðmundar G. eftir jól
Stjórn fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík samþykkti
á fundi sínum í gær, að ósk Guðmundar G. Þórarinssonar um
BB-lista fyrir næstu alþingiskosningar verði afgreidd á fundi
fulltrúaráðsins. Helgi S. Guðmundsson, formaður stjómarinn-
ar, sagðist reikna með að sá fundur verði ekki haldinn fyrr en eft-
ir áramót. Jafnframt gekk stjómin frá skipun uppstillinganefnd-
ar sem hraða skal vinnu við gerð framboðslista í Reykjavík vegna
komandi kosninga. >
Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður raeðir við Maðamarm Tímans um
niðurstöðu StjÓmarfÚlltrÚaráöSÍns í gær. Tmamynd:AmiBjama
Stjórn fulltrúaráðsins tók fyrir
bréflega ósk frá Guðmundi G. Þór-
arinssyni alþingismanni, þess efnis
að lagt verði fyrir fund í fúlltrúaráð-
inu að hann fái listabókstafinn BB
fyrir næstu alþingiskosningar. Jafn-
framt þessu sagðist Guðmundur
vera reiðubúinn til að draga kæru
sína til baka um ógildingu skoðana-
könnunar sem fram fór 10.-11. nóv-
ember s.l. „Stjórn fulltrúaráðsins
telur ekki óeðlilegt að fulltrúaráðs-
fúndur taki afstöðu til slíks erindis,
enda ekki á valdi stjómar að fjalla
um það. Með þessari afgreiðslu Íítur
stjórn fulltrúaráðsins svo á að kær-
an hafi verið dregin til baka. Telst
skoðanakönnunin fúllgild," segir í
fréttatilkynningu frá stjóm fulltrúa-
ráðsins.
í álitsgerð sem stjómin sendi frá
sér vegna kæm og kröfu Guðmund-
ar um ógildingu skoðanakönnunar
flokksins í Reykjavík segir m.a. að
framkvæmd skoðanakönnunarinn-
ar hafi farið í einu og öllu eftir sam-
þykkt fulltrúaráðsins frá 17. októ-
ber s.I. „Jafnframt telur stjómin að
eðlilega hafi verið staðið að gerð
kjörskrár og vandað til undirbún-
ings og framkvæmdar kosninganna
eins og frekast var unnt.“
Varðandi grun um að kosið hafi
verið fyrir fólk sem ekki mætti á
kjörstað segir, að aðeins hafi verið
bent á einn aðila í því sambandi og
harmar stjórnin að það skuli hafa
gerst. „Það er mat stjómar fulltrúa-
ráðsins að þetta eina tilvik sé alls
ekki nægilegt til þess að ógilda
skoðanakönnunina, enda úrslitin
ótvíræð og að öðm leyti óumdeild.
Þá hafa engar athugasemdir komið
fram af hálfu annarra frambjóðenda
varðandi undirbúning, framkvæmd
og niðurstöðu könnunarinnar."
í álitsgerðinni segir að lokum:
„Stjórn fulltrúaráðsins telur deilur
og ósætti um framboðsmál flokks-
ins í Reykjavík afar óheppileg fyrir
flokksstarfið og flokkinn í heild.
Stjórnin hvetur því frambjóðendur í
skoðanakönnuninni og stuðnings-
menn þeirra til að vinna saman að
baráttumálum og stefhu Framsókn-
arflokksins. Með því verður góður
árangur flokksins best tryggður."
„Mér virðist að stjórnin hafi fallist
á þá málsmeðferð sem ég lagði til í
mínu bréfi, þ.e.a.s. að ég dragi kær-
una til baka gegn því að á fulltrúa-
ráðsfúndi verði tekin fyrir beiðni
mín um BB-lista við næstu alþing-
iskosningar í Reykjavík," sagði Guð-
mundur í samtali við Tímann í gær.
„Þannig að deilunum um prófkjörið
er þar með lokið af minni hálfu,
enda standi stjórnin við sitt um að
halda þennan fund.“ Aðspurður um
hvenær bæri að halda þennan fund,
taldi Guðmundur að hann yrði
haldinn innan tíðar, en benti þó á að
stjórnin þyrfti sinn tíma til undir-
búnings.
Guðmundur sagðist gera sér vonir
um að fúlltrúaráðið samþykki ósk
hans um BB-lista. „Ég held að það
sé langbesta leiðin fyrir flokkinn í
Reykjavík, úr því sem komið er. Það
er ljóst að flokkurinn er klofrnn í
herðar niður vegna þessa prófkjörs
og hvernig það fór fram og eina
leiðin til að sameina stuðnings-
menn flokksins í Reykjavík er að
bjóða fram tvo lista."
Finnur Ingólfsson sagðist vera
mjög ánægður með niðurstöðu
stjórnarinnar. Hún væri að hans
mati afdráttarlaus og öllum ásökun-
um á hendur honum hafnað. „Ég
ákvað það, þegar deilan um niður-
stöðu skoðanakönnunarinnar kom
upp, að tjá mig ekki um málið á
meðan réttkjömir aðilar fjölluðu
um það. Nú er dómur þeirra fallinn
og það stendur ekki steinn yfir
steini af þeim ásökunum sem Guð-
mundur G. Þórarinsson hafði uppi á
mig. í Ijós kom, að á síðustu stundu
óskaði hann eftir að draga kæruna
til baka, til þess að dómurinn sem
nú er fallinn kæmi ekki fram. Það
sem er langánægjulegast í þessu
öllu saman er að niðurstaða stjóm-
ar fulltrúaráðsins er einróma og
sýnir að samstaða er um þetta mál.
Því vakna vonir um að fuil samstaða
geti vaknað um eitt sameiginlegt
framboð framsóknarmanna í
Reykjavík, enda hvetur stjómin
okkur frambjóðendur til að vinna
saman að baráttumálum og stefnu
Framsóknarflokksins í Reykjavík."
Helgi S. Guðmundsson sagði
stjórnina ekki hafa rætt um hvenær
boðað yrði til fundar í fulltrúaráð-
inu vegna þessa máls. „Við verðum
að hugleiða það, en ég á ekki von á
því að hann verði fyrir jól héðan af.
En við munum fara á fulla ferð með
að stilla upp og það var gengið frá
uppstillinganefndinni í gær og nú
förum við að stefna í kosningar."
-hs.
2000 FJOLSKYLDUR
í HÚSNÆÐISHRAKI
Eitthvað hefur borið á því að eigendur verkamannaíbúða leigi þær
út, en það mun vera ólöglegt nema með sérstöku leyfi frá stjórn
verkamannabústaða. En lítið hefur verið gert til að hindra slíkt
hingað til.
Eitthvað mun vera um að þessar
íbúðir séu jafnvel leigðar mjög hátt,
en mikill húsnæðisskortur er á fé-
lagslegu húsnæði eins og fram hefur
komið, m.a. á nýafstöðnum sam-
bandsstjórnarfundi ASÍ.
Grétar J. Guðmundsson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra, tjáði
Tímanum í gær að líklega væru um
4% af verkamannaíbúðum á al-
mennum leigumarkaði án leyfis.
Tíminn hefur vitneskju um nokkur
slík dæmi. í einu tilfeíli er um mjög
háa leigu að ræða — þriggja her-
bergja íbúð sem leigð er út á yfir
fimmtíu þúsund kr. á mánuði. Grét-
ar sagði að í nýjum húsnæðislögum
frá síðastliðnu vori væru ströng við-
urlög við brotum af þessu tagi og nú
sé reynt að stemma stigu við þess-
um brotum.
Skortur á félagslegu húsnæði kem-
ur niður á láglaunafólki, eins og
fram kemur í tillögu sem samþykkt
var á sambandsstjórnarfundi ASÍ. I
þeirri tillögu segir að fjölmargar
fjölskyldur þurfi að búa við okur-
leigu til að hafa þak yfir höfuðið og
að algengt dæmi um leigu á höfuð-
borgarsvæðinu sé að þriggja her-
bergja íbúð sé leigð fyrir 40-65 þús-
und krónur á mánuði.
í skýrslu nefndar, sem félagsmála-
ráðherra skipaði til að kanna þörf á
félagslegu húsnæði og skilaði áliti
s.l. vor, kom fram að vöntun á hús-
næði væri það alvarleg að til verði að
koma sérstakt byggingarátak til að
bæta ástandið. Fyrrnefnd tillaga á
sambandsstjórnarfundi ASÍ var lögð
fram af Sigurði T. Sigurðssyni, for-
manni verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarfirði. Hann sagði í samtali við
Tímann í gær að ástandið væri siíkt
að yfir 2000 fjölskyldur biðu eftir fé-
Iagslegu húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu. „Þetta fólk er í misjafnlega
erfiðri aðstöðu. Dæmi eru til um
fjölskyldur sem eru tvístraðar milli
bæjarfélaga og búa þar hjá vinum
eða ættingjum. Ég þekki eitt dæmi
um einstæða móður með tvö börn
sem hefur flutt 13 sinnum á sein-
ustu 5 árum," sagði Sigurður.
Sigurður sagði einnig að hér væri
verið að skapa fyrirframvandamál,
sérstaklega þegar börn ættu í hlut;
vandamál sem gætu haft hinar öm-
urlegustu afleiðingar. —GEÓ
Harðir árekstrar
Allharður árekstur varð í gær-
kvöld á mótum Njarðargötu og
Hringbrautar í Reykjavík. Um-
ferðarljós stýra umferð um gatna-
mótin, svo að annar hvor ökumað-
urinn virðist hafa farið yfir á
rauðu. Slys urðu ekki á fólki, en
bflamir eru báðir stórskemmdir.
Þá varð harður árekstur seinni-
hluta gærdagsins á Akureyri á
mótum Hlíðarbrautar og Austur-
síðu. Báðir bflamir skemmdust
talsvert en meiðsli á fólki urðu
ekki nema lítilsháttar.
Tímamynd: Ámi Bjama