Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. desember 1990 Tíminn 3 Verö á rafgeym- um kannað Fyrirtækiö Pólar rafgeymar voru oftast með lægsta verð á rafgeymum þegar Verðlagsstofnun kannaði verð nokkurra algengra rafgeyma í fólks- bíla dagana 20. og 21. nóvember. Pólar rafgeymar reyndust vera með lægsta verð á sex af átta rafgeymum sem verð var kannað á. Bflanaust reyndist hins vegar oftast með hæsta verð, eða í fimm tilfellum. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Verðlagsstofnun. Könnunin var gerð hjá bílaumboð- um, verslunum olíufélaga og sér- hæfðum rafgeymafyrirtækjum. Ein- göngu var kannað verð á svokölluð- um sýrugeymum. Mesti verðmunur í krónum sem fram kom var 2.318 kr á 70 ampera geymi, sem passar í flestar tegundir fólksbifreiða. Geym- ir af þessari gerð kostar 7.981 hjá Jöfri í Kópavogi þar sem hann var dýrastur, en 5.600 hjá Pólar raf- geymum, en þar var hann ódýrastur. -hs. Notfærðu þér liðveislu JÖTUNS og fjárfestu TRIMA-tækjunum fyrir lok skattársins. Mlésoiðfiq HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 Með þessum litla stýripinna bætir þú vökva- úttakinu við þegar þess er þörf. Eitt „klikk", og þú öðlast nýtt vald á tækjunum þínum, með kveðju frá TRIMA! 730 930 TRIMA TRIMA TRIMA1020 TRIMA1220 TRIMA1420 TRIMA-moksturstækin eru misjafnlega öflug og því einnig misjafnlega dýr, en öll eru þau í hæsta gæðaflokki. Verð þeirra MEÐ SKÓFLU OG TILHEYRANDI STJÓRNUNAR- BÚNAÐI er nú sem hér segir: * kr. 237.000,- TRIMA1440 kr. 365.000,- kr. 247.000,- TRIMA1620 kr. 457.000,- kr. 317.000,- TRIMA1640 kr. 470.000,- kr. 335.000,- TRIMA1840 kr. 542.000,- kr. 355.000,- *) Miðað við gengi 27. nóvember. Öll verð eru án virðisaukaskatts. Fulltrúarfrá umhv-erfisdeild Mt. Holly-álversins í Bandaríkjunum skoða aðstaeður á Keilisnesi: Mengun verður umtals verð fyrsta starfsárið Búast má við umtalsverðri mengun frá nýju álveri á Keilisnesi fyrsta rekstrarár þess. Úr henni mun draga þegar verksmiðjan er kominn í fullan rekstur og tækin eru farin að vinna eins og þau eiga að gera og starfslið verksmiðjunnar hefur lært rétt vinnubrögð. tekið fram að hluti starfsfólksins, sem kemur til með að vinna á Keilisnesi, verður þjálfað í álverum Alumax í Bandaríkjunum. Byrd sagði mikilvægt að hafa í álver- um góðan mengunarvarnabúnað, en Þetta kom fram í máli Melonie Byrd, fulltrúa í umhverfisdeild Mt. Holly-ál- versins í S-Karólínu í Bandaríkjun- um, en álverið er í eigu bandaríska ál- fyrirtækisins Alumax sem hyggst reisa álver á Keilisnesi. Melonie Byrd og Cheryl D. Kirkland, forstöðumanni umhverfisdeildar ML Holly- álversins, var boðið til íslands til að kynna sér aðstæður hér á landi. Auk þess að skoða byggingarstaðinn, Keilisnes, hafa þær heimsótt Holl- ustuvernd ríkisins, Vinnueftirlitið og hitt að máli Júlíus Sólnes umhverfis- ráðherra og fulltrúa Suðurnesja- manna. Þær fóru einnig á Þingvöll og brugðu sér í sund í Bláa lóninu, en þær áttu ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á þeirri náttúruperlu sem Bláa lónið er. Byrd sagði íslendinga hafa alla möguleika til að reisa álver á Keilis- nesi sem stæði í fararbroddi álvera hvað varðar megnunarvarnir. Henni leist mjög vel á allar aðstæður á Keil- isnesi. Mjög ve! er staðið að mengun- arvömum í Mt. Holly-álverinu og það hefur m.a. fengið verðlaun fyrir fram- göngu í þeim málum. Þeir sem koma til með að starfa í umhverfisdeild Atl- antsáls- álversins á Keilisnesi verða þjálfaðir í Mt. Holly. Byrd sagði að þar gætu íslendingar öðlast mjög mikil- væga og nauðsynlega þjálfun og einn- ig góð ráð um hvernig best er að standa að mengunarvörnum og hvað ber að varast í þeim efnum. Byrd sagði að íslendingar yrðu að gera sér grein fyrir því að fyrsta starfs- ár verksmiðjunnar gæfi ekki rétta mynd af þeirri mengun sem mun koma frá verksmiðjunni. Hún minnti á að það tæki tíma fyrir öll ný tæki að aðlagast Það sama ætti við um hreinsibúnaðinn. Allmikið loft þyrfti að fara í gegnum síur áður þær færu að virka eins og þær eiga að gera. Sama má segja um ýmis önnur atriði tengd nýrri tækni. Byrd sagði ennfremur að það tæki óhjákvæmilega nokkurn tíma fyrir starfsfólk að læra réttu vinnubrögðin í nýja álverinu. Búast mætti við að ein- hver mistök yrðu gerð við framleiðsl- una meðan starfsfólk hefur ekki til- einkað sér réttar vinnuaðferðir. Hún sagði ekki hægt að útiloka að þessi mannlegu mistök hefðu þau áhrif að mengun yrði meiri en ella. Það skal hún lagði áherslu á að mengun færi ekki eftir því hversu mörg hundruð milljónum er eytt í slíkan búnað. Efri- islega sagði Byrd að ef starfsfólk kynni ekki sitt fag, ef súrál væri gallað og ef rafskaut væru gölluð, gæti fullkom- inn mengunarvamabúnaður ekki ráð- ið við mengunina. Gott starfsfólk og gott eftirlit með gæðum súráls og raf- skauta réði mestu um hvernig til tæk- ist með megnunarvarnir. -EÓ KEYPTI ROSU HF. Kaupfélag Fáskrúösfirðinga keypti 1. desember sl. öll hlutabréf í Rósu hf. á Hvammstanga. Hlutabréfin voru keypt á 15,5 milljónir, en nafnverð bréfanna er þrettán miUj- ónir og því voru kaupin 19% yfir nafnverði. Kaupfélagið yfirtekur einnig skuldir félagsins sem eru 130 milljónir. Hlutafélagið Rósa hf. á rækjuskip- ið Rósu HU 294, sem er tveggja ára, 70 lesta stáJsldp, smtðað í Nor- egi. Skipinu fylgir 330 tonna rækjukvóti og 85 tonna bolfisk- kvóti, mældur f þorskígildum. Skipið fær nafnið Búðafell SU 90 og verður hlutafélagið væntanlega sameinað Hraðfrystihúsi Fá- skrúðsfjarðar hf., en það er dóttur- lyrirtæki Kaupfélags Fáskrúðsfirð- inga. Fyrir á llraðfrystihús Fá- skrúðsfjarðar hf. togarana Ljósafell SU 70 og HoffeU SU 80. Það eru japanskir togarar sem voru endur- byggðir í PóUandi 1987 og 1989. Gísli Jónatansson, kaupfélags- sfjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, sagði að ástæðan fyrir kaupunum væri m.a. sú að það væri mjög góð- ur kvóti sem fylgdi skipinu. „Skip- ið er fyrst og fremst keypt tíl að efla atvinnuh'f á Fáskrúðsfirði,“ sagði Gísli. öll rækja verður fiyst um borð. Fyrirhugað er að skipið byrji á línu eftir áramót og verði á h'nu út febrúar og fari síðan á rækjuveiðar. —SE ^TRIMA HEILMIKIL VERÐLÆKKUN - - 0G BÆTTUR BÚNAÐUR! Við höfum náð samningum við sænska fyrirtækið TRIMA, um VERÐLÆKKUN á moksturstækjum, þótt vökvaúttaki hafi verið bætt við. Þannig kemur JÖTUNN til liðs við þig. TRIMA er stærsti framleiðandi moksturstækja í Evrópu. Gæði framleiðslunnar er skýringin á velgengni fyrirtækisins. Meðal nýjunga í TRIMA-tækjunum er vökvaúttak sem eykur notagildi tækjanna mikið, en TRIMA hefur fallist á að láta það fylgja í verði tækjanna hingað til lands, til viðbótar við heilmikla verðlækkun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.