Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.12.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. desember 1990 Tíminn 7 FRAKKLAND Jón Kristjánsson: Óskiljanleg Það er Ijóst að undir forustu núverandi ríkisstjómar hefur náðst mikill árangur í efnahagsmálum. Milli ríkisstjómarinnar og aðila vinnumarkaðaríns í landinu hefur tekist óvenju góð samvinna sem leitt hefur til hinnar svokölluðu „þjóðarsáttar" um kaup og kjör. Árangurinn er nú farinn að koma skýrt í Ijós í jákvæðri þróun efna- hagsmála á ýmsum sviðum. Þess vegna þarf að verja þjóðarsáttina og glata ekki þeim jákvæða árangri sem náðst hefur. Þessi þróun kemur m.a. fram í eft- irfarandi þáttum: # Útlit er á að verðbólga verði um 8% á ársgrundvelli árið 1990. Það er sambærilegt eða lægra en í helstu viðskiptalöndum okkar. Þetta er betri árangur en náðst hefúr í ára- tugi, og þetta verðbólgustig er algjör forsenda fýrir eðlilegum efnahag og samkeppnisstöðu þjóðfélagsins þeg- ar til framtíðar er litið. # Vextir hafa Iækkað, samfara lækk- un verðbólgu. Nú standa málin þannig að höfuðstóll lánanna lækk- ar þegar greitt er af þeim. Þar eru vatnaskilin, og þennan árangur sjá allir sem greiða af lánum. # Á síðustu tveimur árum hefur við- skiptahalli stórlega minnkað. Hann hefur þó aukist lítillega á þessu ári vegna vélakaupa Flugleiða, en í heild er þróun þessa þáttar mjög jákvæð. # Afkoma fyrirtækjanna í landinu hefur batnað verulega í kjölfar þess- arar þróunar vaxta og verðbólgu. Það er þessi árangur sem þarf að standa vörð um. Hann er grunnur til þess að byggja á nýja sókn til bættra lífskjara í landinu. Stjórnarandstaðan heldur því fram að ríkisstjórnin hafi fengið þessa já- kvæðu þróun upp í hendumar. Slíkt er víðsfjarri. Þessi árangur náðist með margvíslegum aðgerðum stjómvalda, sem komu til móts við þau sjónarmið aðila vinnumarkað- arins að ná raunhæfum og skynsam- legum samningum. Það er þessi árangur sem þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins vill gera að engu með því að fella bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar um BHMR-samninginn. Það hefur ein- Gunnar Dal: Uppruni mannsins Upphaf menningar er hægt að setja á hundrað stöðum, það er því eðlilegast að setja það hvergi: Upp- haf menningar er maðurinn. Mað- ur og menning er eitt. Menningin er afleiðing af eðli mannsins, ekki eingöngu af umhverfi. Hinar stór- felldu umhverfisbreytingar, sem orðið hafa á síðustu ísöld og eftir hana, ganga ekki yfir manninn einan, þær ganga jafnt yfir millj- ónir tegunda af mismunandi líf- verum. Hvers vegna verka þessar róttæku vistfræðilegu breytingar ekki t.d. á aðrar apategundir, þannig að þær þrói með sér mál og tæknimenningu? Auðvitað er maðurinn sérstakur. Á hinn bóg- inn megum við ekki gleyma því, að maðurinn er hluti lífsins og lýt- ur söinu lögmálum og aðrar Ííf- verur. Þó að hann búi sér til sinn eigin heim og sæki til stjarnanna, þá fæðist hann og deyr eins og aðrar lífverur. Og hann er auðvit- að háður náttúrunni, þótt hann leitist við að búa í sínum eigin heimi, sem hann býr til sjálfur. Ef jörðin breytist verulega hrynur menning hans og tilveru hans lýk- ur. Og kannski er það, þegar öllu er á botninn hvolft, engin sérstaða að vera sérstæður. Eru ekki allar Iífverur sérstæðar? Er ekki öll 5. grein sköpun sérstætt undur? Sendir jafnvel ekki hver einasta fruma út rafboð á sinni eigin bylgjulengd? Verður þá ekki niðurstaðan sú, að eins og aðrar lífverur sé maðurinn bæði sérstæður og hluti af heild. Þessu trúir að vísu enginn maður í hjarta sínu. Hver maður telur sig bæði sjá og þreifa á því, að hann er herra jarðarinnar. En þessi trú gæti byggst á því að enginn maður er það skýr, að hann skynji meira en einn milljónasta hluta af nán- asta umhverfi sínu. Ekki er sennilegt, að hinn gamli homo hafi heldur haft neinar áhyggjur af takmarkaðri skynjun sinni eða skilningi. Það sem skipti hann öllu máli var valdið, það að vera sigursæll í baráttu sinni við umheiminn. Homo sapiens sapiens, hinn nýi maður, steig fyrir 100 þúsund ár- um fram á svið sögunnar, fyrir- ferðarmeiri en nokkur önnur líf- vera, sem áður hafði komið fram á Jón Kristjánsson faldlega þær afleiðingar að víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags fara af stað á ný, vextimir hækka og verðbólguskriða er skollin á, eða eins og Einar Oddur Kristjánsson orðaði það: „Efnahagslífið springur í loft upp á skömmum tíma.“ Ég skil ekki þessa afstöðu frekar en Einar Oddur. Ég hef reyndar aldrei búist við að þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins mundu greiða atkvæði með þess- um lögum, en hafði hins vegar búist við að þeir myndu sitja hjá eins og um annað af gerðum ríkisstjórnar- innar sem þeir vilja ekki taka ábyrgð á. Hins vegar skýrast línur mjög við að fá þessa afstöðu. Hún sýnir að for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins í þinginu hafa ekki ýkja miklar áhyggjur af verðbólguþróuninni í landinu. jörðinni. Þessi nýi maður var ekki mjög frábrugðinn nútímamannin- um að andlegu og líkamlegu at- gervi. Hann stundaði listir og sagði goðsögur til að útskýra til- veruna. Hann var afburða veiði- maður með ný vopn og nýja tækni. Hann klæddist skinnfatn- aði og skreytti sig með skartgrip- um. Sköpunarhæfni hans tók fram öllu sem áður þekktist. Og sköpun hans var vísirinn að menningu okkar. Frá homo sapi- ens sapiens eru allir nútímamenn komnir í öllum heimsálfum. í lok fornsteinaldar hafði maður- inn farið um alla Afríku. Leifar hans frá þessum tíma hafa fundist alveg frá Alsír til Góðrarvonar- höfða. Þá höfðu menn einnig farið til Evrópu og komist norður til Englands og Mið- Þýskalands. Þeir höfðu þá líka farið til Vestur-Asíu, alveg til fjallanna í Norður-íran. Og þeir höfðu þá farið til Indlands, Suðaustur-Asíu og Indónesíu, al- veg að Markassarsundi. En það var yngsti maðurinn, homo sapiens sapiens, sem dreifð- ist um allan heim. BOKMENNTIR Undraveröld hellanna Bjöm Hróarsson: Hraunhellar á íslandi Mál og menning - 1990 Hellar hafa löngum verið nákomn- ir ýmsum þjóðsagnavættum, svo sem tröllum og álfum, að ekki sé nú minnst á útilegumenn, mennska eða þá hálftröll. Þá er að útilegu- mönnum kemur sleppir stundum dulúð þjóðsögunnar, þar sem þeir hafa sannanlega verið bústaðir út- lægra manna, svo sem Surtshellir. En alltaf hafa þeir verið umvafðir einhverju óttablöndnu, bæði vegna þess að þeir eru oftast allfjarri byggð og auk þess dimmir og illt um þá að ferðast. Og þótt við lifum á tækniöld seiða hellar huga manna enn og til vitnis um það er þessi bók Björns Hróars- sonar. Björn hefur ásamt nokkrum áhugamönnum í nýlega stofnuðu Hellarannsóknafélagi íslands, rannsakað og leitað uppi hella í tæpan áratug með ýmsum aðferð- um, sem lýst er í þessari forvitni- legu bók. Þótt höfundur sé jarð- fræðingur að mennt og gangi því með hugarfari vísindamannsins að rannsóknum sínum, er það bert af formálsorðum hans að það er ekki síður segulmagn hin ókunna sem knýr hellarannsóknamenn áfram. Þegar bókinni er flett verður þetta skiljanlegra af afar mörgum og fögrum myndum, sem sýna hvílík- an furðuheim hellar landsins hafa að geyma. Er auðvelt að skilja hve spennandi muni vera að hverfa nið- ur eða inn um oþ á áður óþekktum helli og eiga kannske von á að koma óvænt inni í háa og furðulega loft- sali, finna ummerki fornar mann- vistar eða kannske gersemar! Einn- ig mun það auka á skemmtan manna af hellaferðum hve ólíkir hellarnir eru og gerðir þeirra marg- víslegar. Ágætar upplýsingar er að finna í ritinu um á hvern hátt hell- ar myndast (og verða því svo mis- munandi), hvernig dropasteins- myndanir ýmsar verða til og svo framvegis. Viðamesti hluti bókarinnar er skrá um íslenska hella og er sá háttur hafður á telja þá upp í stafrófsröð eftir því í hvað hrauni þeir finnast. Vekur það ókunnum lesanda furðu hve fjöldinn er mikill, enda hafa margir hellanna fundist fyrst á síð- ustu árum, eftir að skipulega var farið að leita þeirra. Dæmi um mik- ið ævintýri í uppgötvun nýrra hella er fundur Lofthellis í Mývatnssveit, en Björn Hróarsson var annar finn- enda og lýsir þessari reynslu. Ekki síst er bókinni ætlað að kenna fólki að ferðast um og um- gangast hella og er það þarfaverk, þar sem auðvelt er að skemma þess- ar náttúrugersemar og margt hefur forfarist og verið umturnað fram til þessa. TVúlegt er að þessari vönd- uðu og skemmtilegu bók verði vel tekið af þeim sem unað hafa af ferð- um um landið og vísast vilja kynn- ast þeirri undraveröld sem svo víða leynist undir fótum. Mörg greinar- góð kort prýða, svo og upplýsingar um merkustu hella erlenda. AM Sögur galdrakarls Jorge Luis Borges: Blekspegillinn Mál og menning 1990 Sigfús Bjartmarsson þýddi „Blekspegillinrí' er úrval smásagna eftir Argentínumanninn Jorge Luis Borges og mun þetta í annað sinn sem bók eftir hann kemur út í ís- lenskri þýðingu. Hin fýrri var smá- sagnasafnið „Suðrið", er Guðbergur Bergsson þýddi og út kom fyrir nokkrum árum. Bókin dregur nafn af fyrstu sög- unni í þessu úrvali, þar sem segir frá galdramanninum Abd-er- Raman al Masmudi og viðskiptum hans við Yaqub hinn kranka, einvald í Súdan. Vel fer á er galdramaður er hafður fyrir sögumann þegar á fyrstu síðum bókarinnar, því satt að segja eru sög- urnar allar sagðar af galdramanni, þ.e. Jorge Luis Borges sjálfum. Hið magnaða við frásögnina er það hve hvernig hinn fáheyrði söguþráð- ur (sem er af ætt ævintýris og ýkju- sögu á víxl eða þá samtímis) er trú- verðugur — uns menn ljúka lestrin- um og uppgötva að það var verið að leika á þá, en eru samt hreint ekki vissir. Þeir eru komnir á vald gjörn- inganna! Gjarna er til greindur heimildarmaður eða þá einhver eld- forn frásögn og þessu dengt fram fyrir augu lesandans, eins og þarna hljóti auðvitað hver maður að vera með á nótunum. Hér er í senn kom- inn hinn hjartahreini og einangraði annálaritari útskaganna, sem er viss um að hann búi í sjálfum nafla al- heimsins, og heimsmaður svo víð- förull, margvís og langminnugur að hann hlýtur að hafa lifað að minnsta kosti frá Biblíudögum. Ýmist eru sögurnar njörvaðar niður í tíma með ártölum og dagsetningum, eða þá að þær eru eiginlega einskis tíma. Þannig er um söguna „Undr“, frá- sögn skálds nokkurs er ferðast til þjóðar þeirrar er Umar nefnast og hafa komið öllum skáldskap saman í eitt orð. Þarna er einhver eilífur undirtónn, eitthvað af kyni Sigurðar Fáfnisbana, heiðnigaldur, samt jafn sannur og nýr og boðskapur Háva- mála. Stundum eru sögurnar auð- skildar, eins og þjóðsagan, en stund- um gerist söguþráðurinn allflókinn, svo gefa þarf sig allan að lestrinum, sbr. söguna „Happadrættið í Babýl- on“. En sú fyrirhöfn launar fyrir sig. Ógn og hryllingur er fólginn í sög- unni „Hólmgöngulok", sem þó er sögð af upphafinni ró og ekki laust við að það sé brosað í kampinn ein- hvers staðar milli línanna. Hlutverk þýðandans hefur ekki ver- ið létt, sem bæði verður séð af text- anum, svo og því er í eftirmála er lýst. En Sigfús Bjartmarsson hefur glímt hið fimlegasta við galdrakarl þennan og trúum vér því staðfast- lega að hér hafi Borges náð íslenskri höfn harla lítt af volki mæddur. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.