Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 19. desember 1990 Bræðravíg í Alþýðubandalaginu halda áfram: FORVALSREGLURNAR VALDA KLOFNINGI Ólíklegt er talið aö Alþýðubandalagið í Reykjavík gangi samstiga og óklofio til kosninga í vor. Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík hefur samþykkt forvalsreglur sem gilda eiga fyrir forval Alþýðubandalags- ins sem fara á fram 19. janúar næstkomandi. Félagar í Birtingu eru mjög ósáttir við reglurnar og segja að með þeim sé reynt að draga úr áhrifum félagsmanna í Birtingu á uppröðun á listann. Birting hefur óskað eftir fundi með þingflokknum um málið. Það er ekki ný bóla að skráðir og með ABR, en í forvalsreglunum seg- óskráðir félagar í Alþýðubandalag- inu í Reykjavík deili. Deilurnar hafa staðið í mörg ár og eiga hvað drýgst- an þátt í að rýra fylgi flokksins. I síð- ustu kosningum fékk flokkurinn tvo þingmenn kjörna í Reykjavík, en hafði fjóra þegar best lét, og voru þingmenn Reykjavfkur þá færri en í dag. Forvalið í Reykjavfk verður haldið 19. janúar. Frestur til að skila inn tilnefningum til kjörnefndar rennur út 4. janúar. Rétt til að greiða at- kvæði í forvalinu hafa félagsmenn í ABR, samkvæmt félagaskrá þess eins og hún lítur út 9. janúar 1991, og aðrir félagar í Alþýðubandalaginu sem eiga lögheimili í Reykjavík og eru á skrá Alþýðubandalagsins 9. janúar. Ekkí*var orðið við kröfu Birtingar um að fá jafna aðild að kjörnefnd ir að Æskulýðsfylkingin, Birting og starfsháttanefnd AB geti tilnefnt einn mann til að starfa með kjör- nefnd. Hallur Páll Jónsson, formað- ur kjörnefndar, og Sigurbjörg Gísla- dóttir, formaður ABR, héldu fund með blaðamönnum í gær og kynntu þeim forvalsreglurnar. Sigurbjörg lagði áherslu á að félag- ar í Birtingu hefðu sömu möguleika til að hafa áhrif á framboðið og aðrir félagar í Alþýðubandalaginu. Hún sagði að mikið hefði verið reynt að ná samkomulagi um forvalsreglurn- ar. Komið hefði verið til móts við kröfur Birtingar í þeim efnum. Svo- kölluð starfsháttanefnd hefur reynt að miðla málum í deilum milli ABR og Birtingar. Nefndin hefur hins veg- ar ekki lagt fram formlegar tillögur. Sigurbjörg benti á að það væri eðl- ismunur á ABR og Birtingu. í Birt- Sigurbjörg Gísladóttir og Hallur Páll Jónsson kynna forvalsreglumar fyrir blaöamönnum. Tfmamynd Áml BJama ingu væru einstaklingar alls staðar af landinu og eitthvað væri um að þar störfuðu menn sem væru félagar í öðrum stjórnmálaflokkum. Hún sagði óeðlilegt að þetta fólk fengi að hafa áhrif á uppröðun á lista flokks- ins í Reykjavík. Guðrún Helgadóttir alþingismaður segir að með forvalsreglunum sé ekki verið að stfga skref til sátta. Hún sagðist hins vegar lítið viha segja um málið á þessu stigi. „Eg vona að alþýðubandalagsmenn séu sammála um að halda gleðileg jól," sagði Guðrún. Athygli vekur að deilur um formið, Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert á Akranesi: Reynt að f inna leið út úr erfiðleikunum Forsvarsmenn skipasmíöastöðv- arinnar Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi standa nú frammi fyrir mikl- um fjárhagserflðleikum fyrirtæk- isins. Hlutaöeigandi aðilar eru nú að rcyna að finna lciðir út úr vand- anúmog eru viðmælcndur Tímans vongóðir um að þaö takist. í því sambandi er nú reynt að fá nýja hluthafa í fyrirtækið og hagræða skuldum. Þeir aðilar sem hafa verið nefnd- ir sem nýir hluthafar eru einkum og sér í lagi Málmblendifélagið, Sementsverksmiðja ríkisins og bæjarstjórn Akrancss. Samkvæmt hcimildum Tímans ganga þcir inn í fyrirtækið að þeim skilyrðum uppfylltum að 30 milljón króna skuld fyrirtækisins við Lands- bankann verði fclld niður. Ljóst er að mikið er í húfi fyrir bæjarfclag- ið, þar sem fjöldi manns missir at- vinnuna ef fyrirtækið vcrður lýst gjaldþrota. Jósef H. !>orgeirsson, fram- kvæmdastjóri Þorgeirs og Ellerts, ncitaði því áð verið væri að taka fyrirtækið til gjaldþrotaskipta. Hann sagðl að veriö væri að finna lcíöir út úr íjárhagskröggum fyrir- tækisins, en um nánari cfnisþætti þeirra björgunaraðgcrða verði rætt og tckin ákvörðun um eftir jól. Menn á vegum Byggðastofnunar, Ríkissjóðs og Landsbankans hafa fjallað um málið sameiginlega og sett fram tillögur til úrlausnar, Þetta tná! var rætt lítillega í stjórn Byggðastofnunar í gær. Að sögn Guðmundar Malmqulst, forstjóra hcnnar, varðar málið lítið lánamál Byggðastofnunar. Byggðastofnun hefur hins vegar boðist til að lána hugsanlcgum nýjum hluthöfum fiármagn. Hlutverk Byggöastofn- unar hefur að sögn Guðmundar verið tvíþætt; annars vegar að stýra vinnu hlutaðcigandi aðila til að ná samkomulagi og hins vegar að fjalla um beiðni frá fyrirtækiiiu til stofnunarinnar. Guðmundur segir enn vera langt í land og mál- ið sé engan veginn í höfn. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akra- ness, tók í sama streng og aðrir viðmælendur og sagði að nú værl verið að reyna að auka hlutafé, finna nýja hluthafa, hagræða skuldum með samningum um niöurfellingu þeirra og að lán vcrði höfö til lengri tíma. - Er útlit fyrir þaö á þessari stundu að fyrirtækinu veröl bjarg- að frt gjaldþröti? „Eg vil ekkert scgja um það. Það veltur fyrst og frcmst á kröfuhöf- unum," sagði Gísli. GS. þ.e. forvalsreglurnar, eru á góðri leið með að kljúfa alþýðubandalags- menn í Reykjavfk. Ekki er búist við að kærleikar flokksmanna aukist þegar þeir fara að ræða um málefnin sem barist verður fyrir eða um þá menn sem valdir verða til forystu. -EÓ FFSÍ lýsir yfir furðu sinni vegna w ákvörðunar Verðlagsráðs: í engu sam- ræmi við lög Fundur framkvæmdastjómar Far- manna- og fiskimannasambandsins, sem haldinn var í gær, harmar að ekki skyldi hafa náðst samkomulag í Verð- lagsráði sjávarútvegsins um frjálst verð á botnfiski eða verði tengdu upp- boðsmörkuðum. Fundurinn lýsti einnig furðu sinni yf- ir síðustu verðákvörðun yfirnefndar Verðlagsráðsins, þar sem fulltrúar kaupenda og útgerðarmanna samein- ast um breytingu á verði botnfisks, sem er í engu samræmi við það sem lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins kveða á um. í samþykkt fundarins seg- ir að með þessari ákvörðun sé enn á ný verið að staðfesta gagnleysi Verðlags- ráðsins við raunhæfa verðmyndun á sjávarfangi hér innanlands. Jafnframt álítur FFSÍ að jafnvægi milli kaupenda og seljenda í ráðinu sé brostið, þar sem fulltrúi útgerðarmanna telur sig eiga meiri samleið með fulltrúum fisk- vinnslunnar en sjómanna. —SE Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson: VON TIL AÐ ÞAÐ RÆTIST ÚR ÞORSKÁRGANGINUM í ÁR Von er til að það rætist úr um þorsk- árganginn frá 1990 þrátt fyrir mjög litla seiðagengd í sumar. Hlýsjórinn fyrir Suður- og Vesturlandi var í með- allagi heitur og saltur. Hans gætti einnig miðdýpis á landgrunninu aust- ur með öllu Norðurlandi að Langa- nesi sem er breyting til batnaðar frá fyrri hluta árs 1990 þegar enginn hlýsjór fannst á norðurmiðum, en í ágúst varð hans vart í nokkrum mæli eftir þriggja ára hlc. Þetta kemur fram í niðurstöðum af hita- og seltumælingum sem gerðar voru um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni er skipið var í loðnu- og sjórannsóknaleiðangri á miðunum umhverfis landið dagana 6.- 29. nóvember sl. Leiðangursstjóri var Hjálmar Vilhjálmsson, skipstjóri Sigurður Árnason og Stefán S. Krist- mannsson sá um sjórannsóknirnar. í niðurstöðunum kemur einnig fram að ástand sjávar á norðurmiðum í haust er hliðstætt því sem var á árinu 1983. Þá var enginn hlýsjór á norður- miðum fyrri hluta árs, en hann skilaði sér svo á miðin seinni hluta ársins 1983 og hélt velli til 1987, samhliða góðum þorskárgöngum 1983 og 1984. Uppeldisskilyrði flestra helstu nytjafiska hafa því batnað mikið frá því sem verið hefur nokkur undanfarin ár. „Ofan á hlýsjónum á vesturhluta norðurmiða var að vanda á þessum árstíma seltulítið yfirborðslag, en skil- in við kaldan pólsjóinn í Grænlands- sundi voru tiltölulega skammt undan landi sem og rekísinn. Nokkur hætta gæti því stafað af honum á siglinga- leiðum í vetur í óhagstæðum vindátt- um. Pólsjávar gætti á hinn bóginn ekki í kalda sjónum á Austur- íslands- straumi í haust og er hafíss því vart að vænta úr þeirri átt Athuganir í kalda sjónum djúpt norður af landinu sýna enn, eins og 1989, ríkjandi svalsjó án tiltölulega hlýs millilags. Þetta ástand hefur áður reynst lífríkinu á djúpmið- um erfitt og m.a. á helstu ætissvæð- um loðnunnar. Sú var reyndin 1981- 1983 og er aftur nú 1989-1990 þegar loðnustofninn mælist með minnsta móti. Horfur í þessum efnum eru e.tv. betri fyrir næstu ár en svo getur aftur horfið til verri vegar í sjónum samkvæmt mælingum á ástandi í haf- inu suður og norður af landinu," segir m.a. í niðurstöðum mælinganna. Við mat á niðurstöðunum kemur fram að ástandið í hlýja sjónum á norðurmiðum í haust gæti hugsan- lega verið hagstætt fyrir þorsk en óhagstætt í þeim kalda fyrir loðnu. í vetur, næsta vor og í sumar verður haldið áfram að fylgjast með ástandi sjávar á miðunum við landið eins og venja er. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.