Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 5
Mlðvikudagur 19. desember 1990 Tíminn 5 Skjólstæðingum áfengismáladeildar Félagsmálastofnunar fjölgaði úr 190 upp í 490 á síðustu 4 árum: „Byttum" á besta aldri fjölgaði um 50% milli ára Skjólstæðingum áfengismála- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fjölgaði um meira en fjórðung í fyrra upp í tæplega 500 manns. Neira en 6. hver þeirra sem nýtur fjárhagsað- stoðar stofnunarinnar kemur úr þessum hópi. Alkar á aldrinum 27-36 ára, í yfirgnæfandi meiri- hluta karlmenn, er langstærsti hluti þessa hóps, eða vel yfir þriðj- ungurinn. „Þessi hópur af „bytt- um á besta aldri" er sömuleiðis sá sem hvað hraðast hefur vaxið síð- ustu árin. Fjölgunin var tæp 50% á síðasta ári (úr 117 í 174) og alls er um fjórföldun að ræða (300%) á síðustu fjórum árum. Mikla og vaxandi fjölgun á skjól- stæðingum áfengismáladeildar stofnunarinnar má glöggt sjá af þessum tölum (sem sléttaðar eru í heila tugi): Ár: Alls: Þ.a.konur: 1980 1985 1986 1987 1988 1989 100 180 260 330 380 490 (9) (7) (15) (16) (31) (42) Fjölgun: 368% 366% Þessi mikla fjölgun er fyrst og fremst í hópi ungs og fremur ungs fólks. Árið 1980 var aðeins 31 þess- ara skjólstæðinga undir fertugu. Nú eru um 300 þeirra á þeim aldri, eða um tíu sinnum fleiri. Mikil fjölgun kvenna síðustu tvö árin er áberandi. Af skýrslunum má sömuleiðis ráða að mikill meirihluti þessara skjólstæðinga verður „eilífðarmál" hjá Félagsmálastofnun. Um 100 nýir bættust í hópinn á síðasta ári, eða álíka og stækkun hópsins. Mál um 170 manns hafa verið til með- ferðar í 1-2 ár, eða alls um 270 mál á sl. þrem árum. Á annað hundrað manns hafa verið skjólstæðingar stofnunarinnar í meira en 5 ár. Það vekur t.d. athygli að á sama tíma og skjólstæðingum áfengis- máladeildar fjölgar úr um 180 í nær 490, þ.e. síðustu fj'ögur árin, Guðmundur Ólafsson, sem fér með hlutverk Manfreðs Jónssonar, sést hér í fangi Haralds G. Haralds og Eggert Þorleifssonar við æfingar á söngleiknum Á köldum klaka. Timamynd: Pjetur Borgarleikhúsið sýnir nýjan íslenskan söngleik: Á KÖLDUM KLAKA „Á köldum klaka" nefnist nýr ís- lenskur söngleikur eftir þá Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonar- son sem Borgarleikhúsið frumsýn- ir í stóra salnum þann 29. desem- ber nk. Söngleikurinn fjallar um Manfreð Jónsson, athafnamann í íslensku þjóðlífi, sem tekist hefur á hendur að skulda og reka Hótel Land- námu. Að sögn Ólafs Hauks getur Manfreð átt sér margar hliðstæður í nútímasamfélagi okkar íslend- inga. „Verkið er fyrst og fremst gamanverk og er dæmisaga at- hafnamanns sem er að brjótast áfram," sagði Ólafur Haukur í sam- tali við Tímann í gær. Á Hótel Landnámu hans Manfreðs er flest hálfklárað, en horfir þó til betri vegar. Manfreð dreymir stóra drauma um umsvifamikinn og stóran rekstur (þágu lands og lýðs, drauma um að eiga og stjórna stærsta hóteli og skemmtistað á ís- landi. En oft vill brenna við að draumar athafnamanna stranda á fjármagnsskorti. Manni og félagar hans leita ýmissa leiða til að koma Landnámu í blómlegan rekstur og svífast á tímabili einskis. En þegar í ógöngur stefnir rofar stundum til og lausnin blasir við, kannski þar sem menn áttu hennar síst von. Æfingar á Á köldum klaka hafa staðið yfir sfðan í byrjun nóvem- ber, en höfundar hafa setið við og samið tónlist og texta frá því í fyrravetur. Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóginn svo að úr afkvæmi þeirra Gunnars og Ólafs Hauks megi verða fjörmikil og mnihalds- rík sýning sem stytt geti mönnum stundir með hækkandi sól, segir í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur. Pétur Einarsson leikstýrir söng- leiknum. Jón Þórisson hannar leikmynd, Helga Stefánsdóttir sér um búninga, Lára Stefánsdóttir samdi dansa og Lárus Björnsson sér um lýsingu, auk fjölda annarra sem leggja hönd á plóginn við sýn- ingu þessa. —GEÓ hefur einstæðum foreldrum í hópi skjólstæðinga fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar fjölgað sárajít- ið, en þeir töldu um 870 á síðasta ári. Mál hjá áfengismáladeild voru „aðeins" um 6% heildarmálafjölda Félagsmálastofnunar árið 1980, í kringum 8% um miðjan áratuginn en voru komin í 15% af heildar- málafjölda í fyrra, þ.e. meira en 7. hvert mál á borðum Félagsmála- stofnunar. í raun eiga áfengi og önnur vímu- efni þó enn stærri hlut í vamda- málum þeirra sem leita á náðir Fé- lagsmálastofnunar. f yfirliti um skráningu starfsmanna stofnunar- innar fyrir komu skjólstæðinga hafa þeir í 960 tilvikum merkt við „áfengis- og vímuefnavandi", sem er um 27% hlutfall af heildarmála- fjölda. En starfsmenn telja oft fleiri en eina ástæðu fyrir beiðni um að- stoð. Ákveðin borgarhverfi skera sig mjög úr þegar litið er á búsetu skjólstæðinga áfengismáladeildar. Nær þriðjungur þeirra býr í gamla austurbænum og hlutfallið hækkar upp í nærri helming hópsins (48%) ef Vesturbænum norðan Hring- brautar er bætt við. En í þessum borgarhverfum búa aðeins um 13% Reykvíkinga í heild. í hverfum inn- an Elliðaáa búa líka um 13% Reyk- víkinga en aftur á mótiaðeins rúm 2% skjólstæðinga áfengismála- deildar. - HEI Erindi Lands- bergis kynnt Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra kynnti í gærmorgun ut- anríkismálanefnd erindi Vytautas Landsbergis, forseta Lithaugalands, en hann hafði, eins og Tíminn greindi frá, samband við Steingrím í síðustu viku og lýsti yfir þungum áhyggjum vegna viðræðna við Sov- étmenn um sjálfstæði landsins. Landsbergis fór fram á það við Steingrím að íslendingar ítrekuðu fyrri yfirlýsingar sínar um málefni Lithaugalands. Erindi Landsbergis hefur einnig verið kynnt í ríkis- stjórninni. Steingrímur sagði í sam- tali við Tímann að enginn ákvörðun hefði verið tekin um það hvað verði gert í þessu máli. y —SE Hlutafé Jötuns hf aukið í 140 millj. Á hluthafafundi Jötuns hf., sem hald- inn var í gær, var ákveðið að auka hlutafé félagsins úr 934 þúsundum í 140 milljónir. Það fé er nú allt inn- borgað, en hluthafar í Jötni hf. eru Sambandið og tvö samstarfsfyrírtæki þess, Reginn hf. og Dráttarvélar hf. Um leið og ákveðið var að auka hluta- fé Jötuns hf. var ákveðið að breyta samþykktum fyrirtækisins á þann veg að félagið er nú opið öllum kaupfélög- um og samstarfsfyrirtækjum Sam- bandsins. Það á einnig við um aðra viðskiptaaðila, eða eftir nánari ákvörð- un stjórnar, eins og segir í fréttatil- kynningu frá Sambandinu. í ársbyrjun 1990 voru Búnaðardeild Sambandsins, Bflvangur sf. og Jötunn sameinuð í eina rekstrareiningu undir heitinu Jötunn sem rekin hefur verið sem deild innan Sambandsins. Á stjómarfundi SÍS þann 3. desember sl. var svo ákveðið að frá og með 1. janúar verði öll þessi starfsemi vistuð í hluta- félaginu Jötni. Hlutafélagið tekur þá í öllum aðalatriðum við þeirri starfsemi sem fyrirrennarinn hafði og að starf- semin greinist í fimm deildir; bfla- deild, véladeild, fóðurvörudeild, raf- tæknideild og þjónustudeild. í stjórn Jötuns hf. voru kosnir þeir Guðjón B. Ólafsson Reykjavík, formað- ur, Sigurður Kristjárisson, Selfossi, og Sigurður Gils Björgvinsson, Reykja- vík. Til vara var kjörin Þórhalla Snæ- þórsdóttir á Stöðvarfirði. Fram- kvæmdastjóri Jötuns verður Sigurður Á. Sigurðsson, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Jötuns undanfarið. -hs. Ferðamálanefnd lýkur störfum Nefhd, sem samgöngumálaráðherra skipaði 1. júní 1989 til að fjalla um ferðamál á breiðum grundvelli og Bílvelta á Arnarneshæð Bíll sem var á leið til Reykjavíkur valt við Arnarneshæðina í Garða- bæ síðdegis í gær. Tvær stúlkur voru í bílnum og slösuðust þær ekki alvarlega. Nokkur snjór var á Hafnarfjarðarveginum þegar bíll- inn valt og er talið líklegt að bíll- inn hafi runnið til með fyrrgreind- um afleiðingum. —SE Olöf Jóns- dóttir látin Ólöf Jónsdóttir, afgreiðslustjóri Tímans, lést í Reykjavík sl. mánu- dag. Ólöf starfaði um árabil hér á Tím- anum og áður við afgreiðslu hjá DV. Hún var 53ja ára er hún lést og læt- ur eftir sig eiginmann og fimm upp- komin börn. Tíminn vottar aðstand- endum og vinum samúð sína. Ólöf Jónsdótör afgreiöslustjóri stefhumörkun í þeim efnum, hefur nú lokið störfum. Nefhdin hélt alls 73 bókaða fundi og hefur nú skilað viða- miklu verki til ráðuneytisins. Þar er m.a. um að ræða þingsályktunartil- lögu um ferðamálastemu er nú liggur fyrir Alþingi svo og frumvarp til laga um ferðaþjónustu, sem samgöngu- málaráðherra hefur lagt fram í ríkis- stjóm og er nú til athugunar hjá þing- flokkum stjórnarflokkanna. Þá hefur nefndin skilað greinargerð um athug- un á samkeppnisaðstöðu og rekstrar- skilyrðum ferðaþjónustu og gert til- lögur um úrbætur og framhaldsat- huganir á því sviði. Auk þessa hefur nefndin gert margvíslegar ábendingar og erindi um einstaka þætti ferðaþjón- ustu. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.