Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 19. desember 1990 UTLOND l:-::-;-.-.-:-;:-.-.:¦.-:.-..-..'... .'...¦ Sovétríkin: Fulltrúar Moldavíu ganga út af þinginu Fulltrúar lýöveldisins Moldavíu gengu út af sovéska þinginu í gær. Þeim fannst sem Moskva sniðgengi kröfur þeirra um aðstoð vegna klofn- ings mmnihlutahópa þjóoemissinna frá lýöveldinu. Staðgengill forsætisráðherra Mold- avíu, Konstantin Oborok, sagði á þinginu að hann hefði orðið fyrir von- brigðum því að málefni Moldavíu, þar sem tyrkneskir og rússneskir minni- hlutahópar hafa lýst yfir sjálfstæði, væru ekki á dagskrá þingsins. Oborok sagði einnig að fulltrúar Moldavíu væru einnig óánægðir með að Gor- batsjov hefði á seinustu stundu aflýst heimsókn sinni til Moldavíu í nóvem- ber. Þá sagði Oborok að sú staðreynd að tyrknesku og rússnesku minni- hlutahóparnir hefðu fulltrúa á þing- inu ylli því að þeir gætu ekki tekið þátt í störfum þingsins. Að þessu búnu gengu fulltrúar Moldavíu út og sameinuðust Eystrasaltslýðveldun- um þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, í að sniðganga þingið. Útganga Moldavíu undirstrikar þau þjóðemisvandamál sem þjaka Gor- batsjov. Rússneskir harðlínumenn hafa krafist að rússneskum minni- hlutahópum í hinum ýmsu lýðveld- um Sovétríkjanna verði Ieyft að gera sinn eigin samning við Moskvu. Leið- togar umræddra lýðvelda hafa hins Viðskiptabann SÞáírak: Drepið 2.041 írasktbarn írak sagði í gær að viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna hefði drepið 2.041 íraskt bam undir fnnm ára aJdri frá því í ágúst vegna skorts 6 matvælum og lyQ- tmt. SÞ samþykktu í ágúst að setja viðskiptabann á írak til þess að þvinga íraka tíl aö fara frá Kú- væt. Það hefur ckki tckist þrátt fyrir að 2.041 barn hafi látið iífiö vegna viðskiptabannsins. Heil- brigðismálaráðherra íraks sagði að skortur á lyfjum hefði valdiö þjánlngum og dauða margra barna sem höfðu fengiö ýmsa sjúkdóma s.s. mislinga, barna- veiki, stífkrampa og hlaupabólu. Hann sagði að írak heföi borgað fyrir 164 skipsfarma af lyfjum fyrir innrásina en ekkert af því hafi borist til íraks. Saddam Husscin forseti íraks sagði I gær að írakar vildú ckki frlðarviðræður við Bandaríkja- menn ef það væri eingöngu ætl- un Bandaríkjamanna meö fund- unuin að ítreka samþykkt Örygg- isráðsins en Bandaríkjamenn hafa marghýst bví yfir að það sé ætlun þehm Reuter-SW Frá sovéska þinginu vegar sagt að þeir verði fyrst að sam- þykkja slíkan samning. .....Við munum ekki undirrita ríkja- samninginn. Það er enginn mögu- leiki á því úr þessu," sögðu fulltrúar Moldavíu eftir að þeir höfðu gengið út. Eystrasaltsríkin þrjú og Georgía hafa öll sagt að þau muni ekki undir- rita nýjan ríkjasamning. Á seinustu helgi mótmæltu 200 þús- und uppkastinu að ríkjasamningnum í höfuðborg Moldavíu og kröfðust þess að fulltrúar Moldavíu sniðgengu störf sovéska þingsins. Reuter-SÞJ NATO segir Sovéímenn ekki sýna réttar tölur Fréttayfirlit Brussei - LKanríkisráðherrar Evropubandalagsins (EB) ákváöu í gaer aö taka ekki boði Tareq Aziz, utanríkisráðherra Ir- aks.umviðræðurumPersaflóa- deiluna fyrr en hann hefði talað við George Bush, forseta Bandaríkjanna, i Washington en fundur þéirra sem átti að vera á mánudag féll niður. Baker, utan- rítósráðherra Bandarikjanna, haföiáðurhvattþátilaðhafnatil- boðirtu. Washington - Tekjuhalli Bandaríkjanna í október nam 11,61 milljarði dollara og er það mesti tekjuhalli í tvö og hálft ár. Þaðsemmestuveldurerhækk- aðolíuverð. Varsjá - Lögmaður Samstöðu, óháðu verkalýðssamtakarina, Jan Oiszewsk, sem Lech Wa- lesavaldítilaðmyndarikisstióm, hefur hætl allri sti.ófrtarmyndun vegna áreinings við Walesa um hvemig hún eigí að vera Kaupmannahöfn - Poul Schluter.leiðtogiíhaldsfiokksiris, myndaði minnihlutastjóm með Venstre fiokknum í gær. Schluter gerði IHIar breybngarfrá þeim'stiómsemvaráöur.Stióm- in hefur aðeins 61 sæti af 179 á danska þinginu. Genf -Bretland og Albanía eru að byrja að ræða um að taka upp að nýju s^ómmálasam- band, að sögn stjómarerindreka, enþaðhefurekkiveriðmilliland- anna síðan árió 1946. Pretoría - Stiómvöld í Suður- Afríkusögðuaðþeim.semværu í pólitiskri útiego og hefðu flúið land á ólöglegan hátt fram að 8. október á þessu ári, væri frjálst aðsnúaaftur. New York - Fóik sem Mæðist dýrum yfirhöfnum á að hættu að verðamyrtafþjófumiNewYork sem sækjast eftir dýrum flíkum. í ctesemberhafafimmmoröverið framin.aðþvíerlögreglansegir, eingöngu til að komast yfr yfir- hafnimar. NATO sagði í gær í fréttatilkynn- ingu, eftir að tveggja daga fundar- höldum var lokið, að það væru vand- ræði með Sovétmenn í sambandi við sögulegan samning sem var undirrit- aður í seinasta mánuði um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE). í tilkynningunni segir að þær tölur sem Sovétmenn haldi fram um fækk- un hefðbundinna vopna í Evrópu séu meingallaðar. Ekkert er farið ná- kvæmlega út í hvað sé að en NATO hefur áður sagt að Sovétmenn segð- ust hafa minni herafla en þeir hefðu á svæðinu sem samningurinn tekur yf- ir, frá strönd Atlantshafsins til Úral- fjalla. CFE samningurinn segir til um að NATO og Varsjárbandalagið fækki hvort um sig 20.000 skriðdrekum, 20.000 fallbyssum og 30.000 bryn- vörðum tækjum. Reuter-SÞJ Danmörk: Schlíiter velur ríkisstjórnina Poul Schluter, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti í gær hvernig minnihlutastjórn íhaldsflokksins og Venstre flokksins yrði skipuð. f ríkisstjóminni verða nítján ráð- herrar í stað tuttugu og eins áður, því Fjöldamorðingi í gasklefann Vínekruverkamaðurinn Ramon Salcido var dæmdur á mánudaginn til að láta lífið í gasklefa fyrir að myrða 7 manns í apríl 1989. Hinn tuttugu og níu ára Kaliforníu- búi var fundinn sekur um að myrða eiginkonuna, tvær systur hennar og móður, tvö af þremur börnum sínum og verkstjóra á vínekrunni. Þriðja dóttir þeirra hjóna, sem var aðeins tveggja ára, fannst stutt frá hinum myrtu með skorinn háls en hún lifði af en verður nú brátt munaðarlaus. Salcido, sem er af mexíkönskum uppruna, sagði við réttarhóldin að hann iðraðist gjörða sinna en tengdafaðir hans krafðist dauðarefs- ingar. Vörn Salcidos byggðist á því að hann væri ekki heill á geðsmunum og hefði verið undir áhrifum áfengis og kókaíns þegar hann framdi verknað- inn. Búist var við að lögmaður hans mundi áfrýja dómnum. Reuter-SÞJ Schliiter hefur sameinað annars veg- ar iðnaðarráðuneytið og orkumáía- ráðuneytið og hins vegar skattaráðu- neytið og efnahagsráðuneytið. Fimm ráðherrar verða nýir. Engar stór- vægilegar breytingar verða. Uffe Elle- mann- Jensen verður áfram utanrík- isráðherra, Henning Dyremose fjár- málaráðherra og Knud Enggaard varnarmálaráðherra. íhaldsflokkur- inn fær tíu ráðuneyti á móti níu ráðuneytum Venstre flokksins. Nýja minnihlutastjórnin hefur að- eins 61 sæti á þinginu af 179 ef með eru talin tvö sæti Færeyinga og Grænlendinga. Óháða og frjálsa dag- blaðið Poitiken sagði í leiðara að stjórnin væri svo veik að hún þyrfti að eyða öllum sínum kröftum til að halda velli en margir stjórnmálaskýr- endur sögðust vera bjartsýnir á að stjórnin lifði. Reuter-SÞJ EB tekur á ofnytingu fiskistofna Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- bandalagsins hittust á miðviku- daginn í Brussel tíl að ræða vernd- UD fískistofna aðildarríkjanna sem hafa verið ofveiddir. Erfiðlega hef- ur gcngið að fínna lausn sem ðll aðildarríkin geta sætta sig við. Mörg vandamál eru í veginum. Meðal annars hafa fulltrúar sjó- manna í mörguin aðildarríkjum harðlega mótmælt tíllögum sem Framkvæmdaráð EB kom með fyrir stuttu því þær valdi því að margir sjómcnn missi atvinnu sína. Einnig keppast aðUdarríkin við að fá setn mest fyrir sinn flota. Fyrir utan kvótaskerðingu, sem mun verða m.a. 15% á ýsu og borski í Norðursjó samkvæmt tíl- lögum Framkvæmdaráðsins, hef- ur Framkvæmdaráð EB lagt til að möskvar veröi stækkaðir þannig að smáfiskurinn sleppi í gegn og nai fullum þroska. Mörg ríki eru á móti tiliogum Framkvæmdaráðs- ins þar á meðal Frakkland, Þýska- land, Bclgía og Danmörk. Þcssi ríki komu með aðra Ullögu sem menn telja að sé ekki eins líkleg tíl að verða tckin til framkvæmdar eins og tillaga Framkvæmdaráðs- ins. TUlagan gerir ráð ryrir að bluti fískiskipanna í Norðursjó hætti veiðum í 10 daga f mánuði þ.e. nokkurs konar sóknarmark. Sjávarútvegsráðherrarnir feUdu tillögu Framkvæmdaráðsins í októbcr og Manuel Marin, sem fer með sjávarútvegsmál í EB og stýr- Ír fundarhöidunum í Uriisscl, gagnrýndi þá fyrir það og viljaleysi til að viðurkenna vandamálið. Ráðherrarnir taka cinnig fyrir íil- lögu Framkvæmdaráðsins um að banna reknet, en höfrungar fest- ast í þeim og drepast, én srjórn- málamenn bjuggust ekki við að þeir kæmust að niðurstöðu um það frekar m annað. Reutcr-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.