Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. desember 1990 Tíminn 9 Vælandi Hermann vinnur verðlaun Stuttmyndin „Hör auf zu heulen, Hermann“ eða „Hættu nú þessu voli, Hermann minn“, sem sýnd var fyrir stuttu í sjónvarpinu, vann nýverið til verðlauna á al- þjóðlegri trúarhátíð í Friedberg í Þýskalandi. 1 umsögn um myndina sagði séra Ennulat, forsvarsmaður kvik- myndahátíðarinnar, að myndin væri sérstaklega vel fallin fyrir leitandi, þjáða unglinga, sem námsgagn í kynlffsfræðslu og kristnifræði fyrir gagnfræða- skólastig sem og fyrir fólk sem væri of háð kirkjunni. Umræðu- efni tengd myndinni væru t.d. „Er kynlíf synd? Trú og kynlíf. Hræðsla við ástina. Trúarmark- mið: teoría og praksfs. Lygar sið- ferðispredikara." Að sögn Margrétar Rúnar, höf- undar og leikstjóra myndarinnar, Ásgeir Hannes vill banna þingmönnum að ávísa á ríkissjóð án rökstuðnings: W a i : „Ef i lagafrumvarpl er gert ráð fyrir útgjöldum úr ríkissjóöi má ekki taka þaft til meðferftar nema einnig sé f frumvarpinu ákvæfti um samsvarandi tekjur fyrir rítóssjóft.'* Svona hljóftar frumvarp um breytíngu á lög- um um þlngsköp Alþingis sem Ásgeir Hannes Eiríksson al- þingismaftur hefur lagt fram á Alþingi. I sfðustu viku gagnrýndi Sig- hvatur Björgvinsson, formaftur fjárveitinganefndar, alþingis- menn fyrir aft samþykkja frum- vörp sem fælu í sér útgjöld fyr- ir ríldssjóft án þess aft huga aft því hvemig eigi aft fjármagna útgjöldin. Asgeir Hannes er því ekki einn um aft telja aft þing- menn verði að leggja sig fram um aft finna leiftir til að afla tekna fyrir þau ágætu mál sem þeir samþykkja. Ásgeir Hannes segir í greinar- gerft meft frumvarpinu aft þaft hyóti aft vera markmift Aiþingis aft fjárlög hvers árs verfti í jafn- vægi. Afla verði tekna, ef ektó á aft afgreiða fjárlög meft halla. Ásgeir Hannes segir aft nái frumvarp sitt fram að ganga muni öll fjárlagagerft verfta bæði ábyrg og raunhæf. Tími íjárlagahalla verfti allur og eftir- sóttur jöfnuftur muni ríkja í þjóftfélaginu. ^ bjóst hún alls ekki við því, að myndin yrði sýnd á hátíðinni. Hún sendi myndina í forvalið frekar til að stríða forsvarsmönn- um hátíðarinnar en hitt. „Það kemur vel á vondan. Ég er auðvit- að mjög ánægð, þótt ég sé nú ekki alveg viss um hvernig ég á að taka þessu. Ég gat alls ekki ímyndað mér, að strangtrúað fólk yrði hrif- ið af myndinni. Ég bjóst frekar við því, að verða úthrópuð sem viður- styggilegur kvikmyndagerðar- maður og að beðið yrði gegn mér, eins og gert var þegar Martin Scorsese gerði mynd sína um Jesú Krist, eða þegar hinir og þessir ætluðu að gera kvikmynd um kynlíf Krists. Það er örugglega ekki þægilegt fyrir strangtrúað fólk, að hugsa til þess, að bræður þeirra og systur í trúnni hafi kannski slíka kynlífsóra og brenni rassinn sinn af sektartilfinningu. En viti menn, myndin er tekin til sýningar og vinnur til verðlaunal Og ég sem hélt ég væri óþekk og stríðin. Ég held ég verði bara að sætta mig við, að ég sé fyrirmynd- arbarn í hvívetna." „Hættu nú þessu voli, Hermann minn" verður að auki sýnd sem jólamynd í kvikmyndahúsinu „Moviemento-Kino" í pönkara- hluta (Vestur-)Berlínar núna um jólin. Á myndinni má sjá aðalleikarana í Söngvaseið á æfingu 30. nóvember. Þjóðleikhúsið: Æfingar í fullum gangi Að undanförnu hafa staðið yfir æfingar á söngleiknum Söngva- seiður hjá Þjóðleikhúsinu. Söngvaseiður er sem kunnugt er byggður á ævisögu söngelsku nunnunnar Maríu, sem réð sig sem barnfóstra til Trappfjölskyld- unnar í Austurríki árið 1938. Fyr- irhugað er að frumsýna verkið í lok mars á næsta ári. í aðalhlutverkum eru Margrét Pétursdóttir sem leikur Maríu, Jó- hann Sigurðarson sem leikur von Trapp kaftein, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir sem leikur elstu dótt- urina. Sex systkini hennar Ieika Halldór Vésteinn Sveinsson, Sig- ríður Ósk Kristjánsdóttir, Gizur Páll Gizurarson, Álfrún Örnólfs- dóttir, Heiða Dögg Arsenauth og Signý Leifsdóttir. Leikstjóri er BenediktÁrnason, þýðandi er Flosi Ólafsson og dansahöfundur er Ingibjörg Jónsdóttir. Tvo önnur stór verk eru í æfingu og verða þau, líkt og Söngvaseiður, frumsýnd í mars, en þá er fyrir- hugað að opna Þjóðleikhúsið aftur eftir breytingar. Þetta eru verkin Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen með tónlist eftir Hjálmar H. Ragn- arsson í leikstjórn Þórhildar Þor- leifsdóttur og Búkolla eftir Svein Einarsson með tónlist eftir Jón Ás- geirsson í leikstjórn Þórunnar Sig- urðardóttur. —SE Slippstöðin á Akureyri gerir tilboð í stórviðhaldsverkefni. Sigurður Ringsted forstjóri: Eitt stærsta verkefni stöðvarinnar til þessa „Þetta er liður í verkefnaleit okkar, en aðdragandinn er sá að við vorum á sýningu í Leningrad í ágúst sl. Þar kom að máli við okkur maður sem bað okkur að gera tilboð í viðgerð á stóru verksmiðju- skipi. Við höfum síðan skoðað þetta skip og gert kostnaðaráætlun sem við höfum lagt fyrir útgerð þess,“ sagði Sigurður Ringsted, Dagblaðið Dagur á Akureyri greindi frá þessu máli í frétt í gær, en að sögn Sigurðar Ringsted er hér um að ræða litháískt skip og sagði hann að útgerð þess hefði óskað eftir verktilboði frá Slippstöðinni eftir að hafa séð kostnaðaráætlunina. Sigurður sagði að ef af yrði, væri um að ræða eitt af stærri einstökum verkefnum sem stöðin hefði tekist á hendur. Sjálft verkefnið væri tví- þætt: Annarsvegar ætti að setja nýja vinnslulínu í skipið, sem er verk- smiðjuskip sem frystir aflann en er auk þess með mjölverksmiðju sem vinnur úr úrgangi. Allan þann bún- að eigi að endurnýja. Hins vegar væri um að ræða almennt viðhald á skipinu sem er mjög umfangsmikið. Sigurður sagði að útgerð skipsins væri mjög stór og ræki um 150 fiski- skip, þar af milli tíu og fimmtán sömu gerðar og það sem Slippstöðin hugsanlega fær til viðgerðar. Ætlun- in væri að taka flest þeirra rækilega í gegn og fengi Slippstöðin viðhald eins, mætti búast við að fleiri fylgdu á eftir. Hins vegar væru margar skipa- smíðastöðvar víða um heim sem sæktust eftir verkinu. Þær nytu flestar opinberra styrkja í heima- löndum sínum, sem íslenskar stöðv- ar gerðu ekki. Þá væri gjaldeyris- skortur í Litháen, svo að óvíst væri á hvern hátt verkið fengist greitt. í ljósi þess væri inni í myndinni að hluti verkefnisins fengist greiddur með einhvers konar vöruskiptum, t.d. með aflahlutdeild. Sigurður sagði að Slippstöðin myndi skila tilboði í verkið eftir um tvær vikur og vænta mætti svara frá Litháum upp úr áramótum. —sá Fyrsta skáldsaga Tryggva Emilssonar: LEIKIÐ A STRENGI NATTURU- LÝSINGA OG TILFINNINGA Tryggvi Emilsson sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir þessi jól, en hún heitir Blá augu og biksvört hempa. Bókaútgáfan Stofn gef- ur bókina út en bókaforlagið Vaka- Helgafell sér um dreifínguna. Forsvarsmaður útgáfunnar er Þórarinn Fríðjónsson, útgáfustjóri hjá Vöku- Helgafelli, en hann er jafnframt dóttursonur Tryggva. Tryggvi er þekktur á bókmennta- sviðinu fyrir æviminningar sínar sem hann gaf út á síðasta áratug. Fyrsta bókin var Fátækt fólk og var hún ásamt annarri bókinni tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Þórarinn Friðjónsson sagði að bókin Blá augu og biksvört hempa ætti sér langan aðdraganda. Tryggvi byrjaði á henni þegar hann lauk æviminningum sínum og hefði unnið að henni með hléum síðan. Þórarinn sagði að bókin fjallaði í stórum dráttum um líf íslenskrar al- þýðu og þá þjóðfélagsþróun sem varð á fyrri hluta aldarinnar og fram að seinni heimsstyrjöld. „Bókin ger- ist á sama tíma og æviminningamar, en nú er hann ekki að segja sína sögu heldur sögu annarra. Sjálfur held ég nú að allar þær persónur sem koma fram í bókinni eigi sér fyr- irmyndir í fólki sem hann hefur þekkt," sagði Þórarinn. Stíll TVyggva þykir um margt sér- stakur. Þórarinn sagði að hann noti óbrotið alþýðumál í bókum sínum, en samt væri það ótrúlega fjölbreytt og í bókum hans mætti finna mörg orð sem aldrei hefðu komist inn í orðabækur. „Hann hefur einstaklega gott lag á að lýsa náttúrunni og menn hafa dáðst sérstaklega að því. í nýju bókinni koma þessar næmu lýs- ingar fram, en hann slær einnig á nýja strengi með því að lýsa meira tilfinningum fólks, örlögum þeirra og ástríðum. Sagan byrjar á fyrri hluta aldarinn- ar. Ungur prestur, sem er nýkominn úr skóla, giftist sýslumannsdóttur á ótilgreindum stað. Presturinn er aldrei sáttur, hvorki við sjálfan sig né konuna, og verður ástfanginn af ungri vinnukonu á bænum. Eftir að þau eignast saman bam missir prest- urinn hempuna og sækist hann ekki eftir hempunni aftur, heldur flytur til Reykjavíkur og lifir óbreyttu al- þýðumannslífi. Heiti bókarinnar, Blá augu og biksvört hempa, vísar til að- alpersóna bókarinnar og segja má að stúlkan með bláu augun losi prest- inn undan hempunni. Bókin fylgir síðan prestinum í gegnum líf hans. Þórarinn sagði að bókin ætti erindi við alla, bæði yngra fólk og eldra. Yngra fólkið gæti þar kynnst lífi fólks fyrr á öldinni og þeir eldri rifjað upp minningar. —SE Jóla- akstur strætó Akstur Strætisvagna Reykja- víkur verftur þannig háttaft yf- ir jólin: Á Þorláksmessu verft- ur etóft eftir tímaáætlun helgidaga. Á aðfangadag og gamiársdag verftur ekift eins og á helgidögum til um kl. 17:00, en þá Iýkur akshi strætisvagna. Á jóladag er ek- ift samkvæmt tímaáætlun helgidaga, aft þvf undanskildu aö akstur hefst um kl. 14:00. Á annan í jólum verftur ekift eins og á heigidegi. Ókeypis verftur í vagnana 22. og 24.-26. desember aft báðum dögum meðtöidum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.