Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. desember 1990 Tíminn 3 Jólaverslunin: Vaxandi verslun við Laugaveginn Jólaverslunin við Laugaveginn viröist ætla aö veröa mjög góö og eru kaupmenn þar bjartsýnir, tjáði Jón Sigurjónsson, kaup- maður í Jón & Óskar á Lauga- veginum, Tímanum í gær, en hann er forsvarsmaður fyrir Samtök um gamla miðbæinn. Jón sagði jafnframt að sú hræðsla, sem gripið hafði um sig á Laugaveginum eftir að Kringlan kom, sé að engu orðin og hafí í raun verið ástæðulaus. „Við höfum fundið það síðast- liðin tvö ár að sú verslun, sem hugsanlega fór frá okkur þegar Kringlan kom, er komin aftur," sagði Jón. Jón sagði einnig að verslun í des- ember hafi farið rólega af stað, ef til vill vegna veðursins, en hún hefur glæðst mikið undanfarna daga og síðasta laugardag var mikið að gera á Laugaveginum. „Það má segja að það sé betra en í fyrra, þó þá hafi líka verið góð verslun." Sá hluti miðbæjarins, sem misst hefur mest viðskipti, er Kvosin og hafa margar verslanir hrökklast burt þaðan. Verslun er þó eitthvað að aukast þar og boðið er upp á ýmislegt þar nú fyrir jólin, t.d. í Hlaðvarpanum þar sem verða margar uppákomur, listamenn verða þar með tónleika og fleira. Einnig hefur nú verið stofnað Þróunarfélag sem hefur það hlut- verk að byggja upp verslun þar að nýju. I miðbænum verður opið til kl. 10:00 á fimmtudag og föstudag og til kl. 11:00 á laugardagskvöld, svo og fyrir hádegi frá kl. 9:00- 12:00 á aðfangadag. Kringlan heldur sínu striki og er mikið um að vera þar í desember. Einar Ingi Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, sagði að verslun þar væri svipuð og á síðasta ári, mikið að gera en þó ekki meira en verslanir þar geta annað. í Kringlunni verður opið til kl. 10:00 á fimmtudag, föstu- dag og laugardag og síðan fyrir hádegi frá kl. 9:00-12:00 á að- fangadag. —GEÓ Eldlir í StakkaVÍk EldurkomuppíStakkavíkÁR107þarsemhúnlávíðFaxagaröífýrrakvöld.Þeg- ar slökkviliðið kom á staðinn var talsverður reykur í vélarrúmi og eldur var kominn í einangrun bak við púst- rör, og ríta þurfti alla einangrunina frá til að komast að eldinum. Ekki urðu þó miklar skemmdir og greiðlega gekk að slökkva eldinn, en talið er að kvlknað hafi í vegna oth'rtnunar. Tímamynd Pjetur. Feminiskar „mömmukökur" (sem flestir karlar gætu m.a.s. bakað): Víst baka feministar STARFSHOPUR UM A-EVRÓPURÍKIN Jrin Sigurðsson viðskiptaráð- herra skipaði í gær starfshóp með fulltrúum frá utann'kis-, sjávarútvegs- og viðskiptaráðu- neytinu, ásamí fulltrúum banka- kerfisins, til þess að fjalla um greiðsiuskll og fjármögnun ut- flutnings til Sóvétríldanna og annarra Miö- og Austur-Evrópu- ríkja, sem nú éru að breyta efná- hagskerfi sínu í átt til markaðs- búskapar. Hópnumer falið að kanna hvaða lciðir séu best tíl þess fallnar að tryggja fjárhags- grundvöll þessara viðskipta við breyttar aðstæður. Eftirtaldir fulltrúar skipa starfs- hópinn: Sveinn Björnsson, sendifulltrúi, formaöur; Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjórí, Árni Kolbeinsson ráðuneytis- stjóri, Björn Tryggvason áðstoð- arbankastjóri og Barði Árnason Í aðstoðarbankastjóri. „Margir halda að feministar baki ekki, eða geti ekki bakað, en það er tóm vitleysa," segir í nýjasta tölublaði VERU. Segist blaðið hafa leitað til Kvennalistakvenna um land allt og beðið þær um feminískar kökuuppskriftir (þ.e. kökur sem feminist- ar baka). Afraksturinn reyndist fjöldi upp- skrifta úr öllum landshlutum og öll- um sortum — en hins vegar langt frá neinar kvennauppreisnarkökur. Heldur eru það gömlu góðu jólakök- urnar hennar mömmu og ömmu og jafnvel sóttar í Kvennafræðarann, sem verður aldargamall á nýju ári. Hagsýnustu uppskrifti(r)na(r) fyrir önnum kafna feminista fékk VERA þó tvímælalaust frá þingkonu í Reykjavík, sem gefið var gott ráð til að fylla marga smákökustampa á einfaldan og fljótlegan hátt. Crunndeig: 750 gr af hveiti 600 gr af smjörlíki og 200grafsykri Allt hnoðað saman og geymt í kæli- skáp í a.m.k. einn kíukkutíma. Þessu grunndeigi má svo skipta í ótal hluta og bæta í hvern þeirra einhverju góðgæti eftir smekk hvers og eins: Kókosmjöli, hnetum, möndlum, marsipani, súkkulaði eða ávöxtum, nú eða bera á þær hrært egg og sykur eða annað sem hendi er nærri. Kökurnar má síðan móta í lengjur, bita, kúlur eða fletja þær út og stinga undan glasi. En allar eru tegundirnar bakaðar á plötu við 200 gráðu hita. Sem sagt svo einfalt að m.a.s. flestir venjulegir karlar ættu að komast fram úr því að fylla nokk- ur kökubox fyrir sjálfa sig, nú eða þá önnum kafnar eiginkonur sínar. Af öðru efni VERU að þessu sinni má benda á viðtal við Birnu Hjalta- dóttur sem telur konur í Kúvæt að ýmsu leyti minna kúgaðar en kyn- systur þeirra á íslandi(l). Mannfræðingurinn Unnur Dís Skaptadóttir hefur við rannsóknir sínar komist að þeirri niðurstöðu að viðtekin skoðun um að konur í út- gerðarplássum hafi öðrum konum meiri völd sé tómt kjaftæði. VERA veltir líka upp spurningunni: „Hvers vegna flykkjast þær suður?" íslensk þjóðmenning VII Alþýðuvísindi Bókaflokkurinn íslensk þjóðmenning er 10 binda ritröð, sem hóf göngu sína árið 1987 og hefur eitt bindi komið út á ári síðan. Þar er fjallað um lifnaðarhætti Islendinga í rúm 1000 ár. Þetta er fyrsta íslenska menningarsagan hérlendis skráð af um 50 fræðimönnum. Ritverkið hlaut viðurkenningu Vísindaráðs fyrir skömmu vegna frumathugana, sem þar hafa birst. Ritstjóri er Frosti F. Jóhannsson, þjóðháttafræðingur. í bindinu, sem nú sér fyrst dagsins ljós, er fjallað um raunvísindi miðalda, tímatal, alþýðulækningar, almenna spádóma og veðurspár. Fimm höfundar skrifa bindið: Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor, Árni Björnsson, forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns, Jón Steffensen, prófessor, dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson, dósent, og Páll Bergþórsson, veðurstofustjóri. Bókaflokkurinn íslensk þjóðmenning er sjálfsögð eign á hverju menningarheimili. BÓkaÚtgáfan ÞjÓðsaga, Þingholtsstræti 27, sími 13510

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.