Tíminn - 20.12.1990, Qupperneq 12

Tíminn - 20.12.1990, Qupperneq 12
12 Tíminn JOLABLAÐ 1990 TRUMAN CAPOTE f JOLA MINNINO Hugsið ykkur að það sé morg- unn síðla í nóvember. Að tekið sé að lýsa af vetrarmorgni fyrir meira en tuttugu árum. Virðið fyrir ykkur eldhúsið í stóru, gömlu húsi í sveitaborg. Heljar- mikill svartur ofn er það sem mest ber á, en þarna er einnig stórt, kringlótt borð og arinn, sem tveim ruggustólum hefur verið stillt framan við. Einmitt í dag upphóf arininn hinar árs- tíðabundnu drunur sínar. Kona með stuttklippt, hvítt hár stendur við eldhúsgluggann. Hún er í tennisskóm og snið- lausri, grárri peysu yfir sumar- kjól úr bómullarefni. Hún er lít- il og kvik, eins og dverghænsni; en axlirnar eru raunalega lotnar vegna langvinns sjúkdóms í æsku. Andlitið á henni er eftir- tektarvert — ekki ólíkt andliti Lincolns, stórskorið eins og það og dökkt af sól og vindi. En jafn- framt er það fínlegt, bein þess smá og augun eru ljósbrún og hræðsluleg. „Hamingjan góða,“ hrópar hún og það fellur móða frá andardrætti hennar á glerið, „það er jólakökuveður!" Sá sem hún er að tala við er ég. Ég er sjö ára; hún er sextíu og eitthvað. Við erum skyld, mjög fjarskyld og við höfum verið saman - - nú, svo lengi sem ég man eftir. Fleira fólk býr í hús- inu, ættingjar okkar. Þótt þau ráði yfir okkur og fái okkur iðu- lega til að skæla, þá verðum við ekki mikið vör við þau, svona yf- irleitt. Við erum besti vinur hvors annars. Hún kallar mig Buddy í minningu drengs, sem einu sinni var besti vinur henn- ar. Sá Buddy dó nokkru eftir 1880, meðan hún enn var barn. Hún er enn barn. „Ég vissi þetta áður en ég fór fram úr rúminu," segir hún um :: ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDIÁRI Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða I M . . . . , AIIKL1G4RDUR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.