Tíminn - 21.12.1990, Qupperneq 5

Tíminn - 21.12.1990, Qupperneq 5
Föstudagur 21. desember 1990 Tíminn 5 Hallinn á fjárlögum verður 3,9 milljarðar Horfur eru á að fjárlög fyrir komandi ár verði afgreidd með 3,9 milljarða króna halla. Þetta er niðurstaðan eftir tíð fundahöld hjá stjómarliðum þar sem tekist var á um fjárveitingar til fjárfrekra málaflokka. Síðasti hnúturinn til að vera hnýttur varðaði húsnæðis- málin. Sæst var á tillögu forsætisráðherra, sem gerði ráð fyrir 200 milljón króna framlagi í Byggingarsjóð verkamanna, 600 milljónir verði teknar að láni til bygginga 500 leiguíbúða og að skipuð verði nefnd til að skoða með hvaða hætti húsnæðiskerfið frá 1986 verði lagt niður. Fjármálaráðherra og félagsmála- ráðherra toguðust á í þessu máli. Fjármálaráðherra vildi láta 150 milljónir í Byggingarsjóð verka- manna, en Jóhanna krafðist 250 milljóna. Forsaetisráðherra fór því bil beggja. Jóhanna sagði í gær að hún væri mjög sátt við þá niður- stöðu sem fékkst í málinu. Til Bygg- ingarsjóðs verkamanna fara 900 milljónir á næsta ári, en upphaflega var miðað við 700 milljónir. Fjárveitinganefnd lagði fram loka- breytingatillögur sínar við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið í gær. Þar er gert ráð fyrir að veitt verði 100 milljónum til endurbóta á forsetasetrinu á Bessastöðum. Fram- lag til Þjóðleikhússins er hækkað úr 192 milljónum í 227 milljónir og 140 milljónum er veitt til endurbóta á húsinu. Til Þjóðarbókhlöðu er gert ráð fyrir að veita 145 milljónum, en miðað var við 100 milljónir í upphaf- legu frumvarpi. Leikfélag Akureyrar fær 18 milljónir í stað 15 og íslenska óperan 25 milljónir í stað 14,4. Lið- urinn jarðræktar- og búfjárframlög er hækkaður úr 190 milljónum í 225. í Framkvæmdasjóð aldraðra renna 370 milljónir, en gert var ráð fyrir 240 milljónum í upphaflegu frumvarpi. Hafnarmál fá verulega viðbót, en til þeirra fara 508 milljón- ir í stað 315 milljóna. Þá er framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna skorið niður um 200 milljónir og þangað fara 1.730 milljónir. í upphaflegu fjárlagafrumvarpi var gert ráð fyrir að hallinn á ríkissjóði yrði 3,7 milljarðar. Fjárveitinga- nefnd lagði fram tillögur við aðra umræðu sem hækkuðu hallann um 860 milljónir og voru þó ýmis mál óleyst. Þau hafa nú verið leyst með einum eða öðrum hætti. í nýjustu áætlunum er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði hærri en áður var talið. Reiknað er með að tekjuskatt- ur gefi af sér meiri tekjur, einkum vegna betri afkomu fyrirtækja og aukins bifreiðainnflutnings. Gert er ráð fyrir að tekjur af virðisaukaskatti verði meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Skýringin á þessu er að reiknað er með meiri uppsveiflu í þjóðfélaginu en upphaflega var reiknað með. Þá verður meira tekið að láni en gert var ráð fyrir í fyrstu tillögum. Frumvarp til lánsfjárlaga gerir ráð fyrir að ríkissjóður taki að láni 14.140 milljarða á næsta ári. -EÓ Kaldrifjaðir markaðshyggjumenn með tölvur í hjartastað að taka völdin? Fólk umvöipum rekið eftir 50 ára afmælið „Það verður að koma í veg fyrir að sú ómanneskjulega stefna, sem nokkur fyrirtæki hafa tekið upp að undanfömu, fái að festa rætur bér á landi. Miklu skiptír að manneskju- legir stjómarhættir séu viðhafðir í fyrirtækjum, þar sem starfsreynsla og þjónusta í þágu fyrirtækjanna er metín að verðleikum en kaldrifjaðir markaðshyggjumenn með tölvur í hjartastað fái ekki að festa rætur". Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur vakti máls á nýju og mjög vaxandi vandamáli á sambandsstjórnarfundi ASÍ. Sagði hann það færast mjög í vöxt að ungir Iangskólagengnir en reynslulitlir menn taki við stjómun fyrirtækja og reki þá oft úr starfi þá, sem reynsluna hafa, séu þeir komnir á miðjan aldur, en ráði í þeirra stað ungt og reynslulítið fólk. „Það er mikið umhugsunarefni fyr- ir alla, hvort þetta er sú stefna sem fyrirtæki eru að fara inn á. Eru vinnuveitendur að sveigja rekstur fyrirtækja inn á þá braut að allt standi og falli með því að starfsfólkið sé allt undir 50 ára aldri?“. Magnús sagði hér um mjög stórt mál að ræða, sem komi öllum við, en sé alls ekkert einkamál þeirra sem stjóma fyrirtækjunum hverju sinni. Hversu víðtækt þetta vandamál er orðið sagðist Magnús engar upplýs- ingar liggja fyrir um. En þar sem hann þekki best til, þ.e. á viðskipta- og þjónustusviðinu hafi þessa vanda- máls orðið mjög greinilega vart á síðustu misserum. Nýleg dæmi væm um að við endurskipulagningu eða sammna fyrirtækja hafi tugum manna sem unnið höfðu langan tíma, sumir allt að þrem áratugum hjá sömu fyrirtækjunum, verið sagt upp störfum á sama tíma og ungt fólk sem nýbyrjað var að vinna hélt sínum störfum. Það verði sömuleiðis sjaldgæfara að menn, sem hafa unn- ið sig upp í starfi, taki við stjóm fyr- irtækja. Magnús þekkir m.a. dæmi um fólk, sem áður átti kost á betur Iaunuðum störfum hjá öðmm en hafnaði þeim vegna tryggðar við fyrirtækið, sem það hafði unnið hjá í áraraðir eða áratugi. Sú tryggð sé nú launuð með brottrekstri vegna þess að aldur þessa fólks passaði ekki inn í hinn nýja stjórnunarstíl þeirra ungu lang- skólagengnu. Þessu fólki hafi reynst mjög erfitt að fá vinnu. Og erfiðleikar þess séu mjög miklir ekki aðeins fjárhagslega heldur fylgi þessu einnig sálræn vandamáí og í mikil niðurlæging í mörgum tilfellum. Vitnar Magnús þar m.a. til reynslu starfsmanna- stjóra stórra fyrirtækja. í atvinnu- umsóknum geri þessir menn m.a.s. ekki lengur neinar kröfur um laun, þ.e. skili þeim reit auðum í flestum tilfellum. Magnús segir heilu fjöl- skyldurnar niðurbrotnar eftir þessa reynslu. „Það verður að hefja almenna um- ræðu í landinu um þessi mál og skapa með því almenningsálit, sem fordæmir þetta ómanneskjulega við- horf og megnar að kveða það niður. Það eru grundvallarréttindi hvers manns að fá að vinna. Það ættu allir að skilja, ekki síst þeir sem yngri eru og notið hafa langrar skólagöngu sem kostuð er að skattpeningum hins vinnandi manns“, segir Magnús L. Sveinsson. - HEI Sparisjóöirnir og Búnaöarbanki ákváðu vaxtahækkun í gær: Landsbanki hækkar ekki Bankaráð Búnaðarbankans tók í „í fyrsta lagi eigum við hérna anum. Þó það þurfi e.t.v ekki að gær ákvörðun þess efnis að hækka bréf frá því í þjóðarsáttinni þar hafamikiaráhyggjurafþvíáþess- nafnvextí af óverðtryggðum fjár- sem aðilar vinnumarkaðarins og ari stundu, vegna þess að afkom- skuldbindingum um 1% að með- bankamir komust að þeirri niður- an er sæmileg í Búnaðarbankan- altali. í sparisjóðunum var ákveð- stöðu sameiginiega að sjá'til þess um, þá verður að hafa í huga að ið að gera stíkt bið sama. Banka- að vaxtaákvarðanir síðast á árínu afkoman er míklu lakari í ár beld- ráð Landsbankans hefur frestað muni verða miðaðar við að ávöxt- ur en hún var í fyrra,“ segir ákvörðuninni þar til á milli jóla og un verðtryggðra og óverðfayggða Guðni. nýárs. útlána verði sem jöfnust yfir ár- Guöni telur að umræðan sé kom- Með þessari hækkun eru Búnað- ið,“ segir Guðni. „í ofanálag vil ég in á villigötur og þeir sem hafi arbankinn og sparisjóðirnir segja það, að hér er ekki um al- verið að ásaka bankana hafi reynt komnir með svipaða vaxtatölu og menna vaxtahækkun að ræða eins að láta líta út eins og þetta væri íslandsbankinn, sem hækkaði og ýmsir iáta liggja að. Hér er ver- fjandskapur við fólkið og að hér vexti hjá sér fyrir u.þ.b. mánuði ið að hækka nafnvextí, eða hand- væri á ferðinni almenn vaxta- síðan. Sú hækkun mættí mikiili stýrða vextí, á mikium minnihiuta hækkun. Hann áréttar að svo sé andstÖðu hjá aðiium vinnumark- á fjármagnlnu.“ ekki. Guðni seglr hins vegar að aðarins og þá aðallega Dagsbrún Guðni bendir á að 80-85% af það sé mjög mikilvægt markmið og Verkamannasambandinu. Að sparifé í bankakerfinu sé verð- að ná niður og iækka vextína. „En sögn Guðna Ágústssonar, for- tryggt og vísitölumar komi sjálf- mikilvægast er að Íækka raunvexti manns bankaráðs Búnaðarbank- krafa inn í það með verðbólgu- og þar ættí bankakerfið og ríkis- ans, ætti þessi hækkun Búnaðar- vextina. stjómin að taka höndum saman, bankans ekki að valda slikum úlfa- „Þegar svo stór hiuti af spari- því það er það sem myndi skipta þyt Hann segir að umræðan sem fénu er verðtryggður, en ekki mestu máii fyrir fyrirtækin og hefur skapast undanfarið sé byggð nema um 60% af útlánunum get- fólldð,“ á misskilningi. ur myndast mikili haiii hjá bank- GS/BG Á myndinni sést Gunnar Amarson, hnykkir, aö störfúm. Félag kírópraktora: HNYKKIR FÆR LEYFISBRÉF Gunnari Arnarsyni var veitt leyfis- bréf nr. 2 hinn 18. september s.l., út- gefið af Heilbrigðis- og Trygginga- málaráðuneytinu, til að starfa sem hnykkir/kíróproktor hér á landi. Leyfisbréf þetta er gefið út sam- kvæmt reglugerð nr. 60, 23. janúar 1990 um menntun, réttindi og skyldur hnykkja. Starfsvið kírópraktors fellst aðal- lega í greiningu og meðferð á kvill- um í stoðkerfi líkamanns, svo sem háls-, herða-, höfuð og mjóbaks- verkja. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1984 og stundaði síðan nám við Há- skóla íslands í einn vetur. Nám í kír- ópraktík stundaði hann við Anglo European College of Chiropractic, Bournemouth, Englandi frá 1985 til 1989. Að loknu námi í Bour- nemouth stundaði Gunnar 12 mán- aða verknám á kírópraktorstofu Tryggva Jónassonar en starfar nú ásamt Katrínu Sveinsdóttur að Borgartúni 18, Reykjavík. khg. Sjóslysið á ísafjarðardjúpi: Mennirnir enn týndir Leit að mönnunum tveimur er týndust af bátnum Hauk ÍS-195 frá Bolungarvík á þriðjudag hafði ekki borið árangur í gærkvöldi. Fjörur voru gengnar og þyrla leitaði á ísa- fjarðardjúpi. Haldið verður áfram að leita næstu daga. GS.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.