Tíminn - 28.12.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.12.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 28. desember 1990 1f Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona Ólöf Jónsdóttir Tjamargötu 16, Reykjavík verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 28. desember, kl.'13.30. Baldur Zophaníasson Þyrí Marta Baldursdóttir Soffía Kolbrún Pitts Elías Bjami Baldursson Smárí Óm Baldursson Hafdís Bima Baldursdóttir Þyrí Marta Magnúsdóttir Ema Jónsdóttir Ólafur Ólafsson Davíð Pitts Elvur Rósa Sigurðardóttir og bamaböm. if Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Þorsteinn Nikuiásson frá Kálfárvöllum Valbraut 9, Garöi lést að heimili sínu 22. desember 1990. Kveðjuathöfn í Útskálakirkju, Garði, laugardaginn 29. desember kl. 10.00 árdegis. Jarðsett verður að Búðum, Staðarsveit, sama dag kl. 16.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Búðakirkju. Margrét Þorsteinsdóttir Guðmundur Þorsteinsson Jón Þorsteinsson Hulda Þorsteinsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Ása Þorsteinsdóttir Alda Þorsteinsdóttir bamaböm og bamabamaböm. Bjami Jónsson Þórey Hjartardóttir Benedikta Þórðardóttir Hjamar Beck Ingvi Eiríksson Walter Borgar Sigurður Heigason if Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi Jóhannes Jónsson frá Flóöatanga verður jarðsunginn frá Stafholtskirkju laugardaginn 29. desem- ber kl. 14.00. Jón Jóhannesson Helga Jóhannesdóttir Guðrún Jóhannesdóttir Sveinn Jóhannesson Ólafur Jóhannesson Eysteinn Jóhannesson Auður Jóhannesdóttir Marteinn Valdemarsson og bamaböm. Ferð verðurfrá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.00. Steingrímur Ingólfsson Þorbjöra Valdimarsdóttir Gerða Asrún Jónsdóttir Gísli S. Guðjónsson María Eyþórsdóttir If Faðir minn og tengdafaðir Eyþór Erlendsson ftá Helgastöðum í Biskupstungum lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. desember. Erla Eyþórsdóttír Brynjótfur Ámundason if Sigríður Ingvarsdóttir frá Efri-Reykjum, Biskupstungum andaðist að Ljósheimum á Selfossi 26. desember. Synir hinnar látnu. if Astkær móðir okkar Anna Krístjánsdóttir ffá Amarholti, Hrísateig 13, Reykjavík lést í Borgarspítalanum 26. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Böm hinnar látnu. Ólöf Jónsdóttir Fædd 10. júlí 1937 Dáin 17. desember 1990 Hinsta kveðja frá eiginmanni, börn- um, barnabörnum og tengdabörn- um Við kveðjum elsku konuna mína, móður okkar, ömmu og tengdamóð- ur sem gaf okkur svo mikið að seint verður þakkað, þá hjartahlýju sem hún átti og brosið sem við þurftum svo oft á að halda og hlýju höndina sem hún strauk okkur með um kinn. Látum skáldin segja tilfinningar okkar á þessari stundu: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarði Drottins í þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí við Guð þú mátt nú mæla miklu fegri en sól unun og eilíf sæla erþín hjá lambsins stól. Dóttir í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært hann sem þér huggun sendi hann elskarþig svo kœrt þú lifðirgóðum Guði í Guði sofnaðir þú í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Gleðin er léttfleyg og lánið er valt. Lífið erspuming, sem enginn má svara. Vinimir koma, kynnast og fara. Kvaðning til brottfarar lírið er allt. (F.G.) Með sorg í hjarta kveð ég yndislega konu sem við misstum allt of fljótt. Konu sem var stór í hugsun, stór í verki og með stórt hjarta. En nótt, þú sem svæfir sorgir og fögnuð dagsins og sumarsins dýrðar í fölnuðu laufi geymir. Ég veit að augu þín lykja um Ijósið sem myrkrið, því leita ég horfmna geisla í skugg- um þínum. Tak þú mitt angur og vinn úr því söng, ersefi söknuð alls þess, er var og kemur ei framar. (Fagra veröld, Tómas Guðmundsson) Elsku Baldur og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Elfa og Ólöf Kveðja frá starfsfólki á Tímanum í dag kveðjum við samstarfsmann okkar, Ólöfu Jónsdóttur af- greiðslustjóra, sem lést langt um aldur fram. Ólöf var fædd í Reykja- vík 10.07.1937 og átti heima að Tjarnargötu 16 allan sinn aldur. Með örfáum orðum viljum við þakka þann tíma sem leiðir okkar lágu saman hér á blaðinu. Ólöf var sérstaklega heilsteypt kona. Hún hafði hreinar og klárar skoðanir, sem stundum komu dálítið flatt upp á okkur, en sýndu að það var ekki hennar eðli að gleypa allar viðteknar venjur og siði umhugs- unarlaust. Starf afgreiðslustjóra krefst mik- illa samskipta við áskrifendur og blaðbera, flest eru þau ánægjuleg en önnur síður. Það er t.d. van- þakklátt verk að taka við tugum kvartana þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis og blaðið berst ekki á réttum tíma til kaupenda. Þá er þeim, sem úr þarf að Ieysa, nauð- syn að hafa til að bera réttsýni og lipurð, eiginleika sem voru Ólöfu eðlislægir. Það væri ekki í anda Ólafar heit- innar að hafa hér Iangt mál. Við vottum eiginmanni hennar, Baldri Zophaníassyni, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilegustu samúð okkar. Það skilur enginn augnablikið fyrr en það er farið. Það skilur enginn nýja sköpun fyrr en henni er lokið. Og enginn þekkir stund hamingj- unnar fyrr en hún er liðin. (Gunnar Dal) Arni Sæmundsson Fæddur 27. júní 1897 Dáinn 17. desember 1990 Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suður- lands 17. desember sl., 93 ára að aldri. Árni var fæddur á Lækjarbotnum í Landsveit 27. júní 1897, sonur hjón- anna Sigríðar Theodóru Pálsdóttur og Sæmundar Sæmundssonar bónda er þar bjuggu. Böm hjónanna á Lækjar- botnum urðu sjö sem komust til fijll- orðinsára. Systumar Katrín og Guð- rún, sem voru bændakonur í Land- sveit, Jóhanna Vigdís, Pálína og Guð- ríður, húsmæður í Reykjavík, og bræðurnir, Ámi sem hér er kvaddur og Sæmundur sem nú er einn eftir, hefúr hann búið í Reykjavík. Árið 1909 missa þau föður sinn og þá verð- ur móðir þeirra fljótlega að leysa upp heimilið og koma bömunum fyrir hjá frændum og vinum. Árni fór að Holts- múla í Landsveit til hjónanna Guð- rúnar Jakobsdóttur og Jóns Þorsteins- sonar, var það traust og gott heimili Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Bala, Þykkvabæ sem Ámi mat mikils. Móðir þeirra fór fljótlega til Reykjavíkur og Sæmund- ur fylgdi henni, þar áttu systkinin gott athvarf, alltaf fannst mér í minning- um þeirra þau öll vera komin heim, þegar þau komu til móður sinnar og bróður, þar sem þau bjuggu í Reykja- vík, svo var sterkur kærleiksþráður á milli móður og barna. Móðir þeirra var vel gefin og fróðleiksfús og studdi börn sín til að afla sér menntunar eft- ir því sem hægt var. Árni var greindur maður. Hann bar þann mann að hon- um var treyst fyrir ýmsum málum innan sinnar sveitar. Hann lærði á orgel og hafði yndi af fallegum söng og góðri tónlist. Arið 1921 giftist hann Margréti Lofts- dóttur frá Neðra-Seli í Landsveit og byrjuðu þau búskap að Snjallsteins- höfðahjáleigu í Landssveit, sem nú nefnist Árbakki. Þar bjuggu hjónin í 17 ár og eignuðust 8 börn, en af þeim komust 6 til fullorðinsára, en þau voru Lovísa, Anna, Svava Þuríður og Guðlaugur, sem búa í Þykkvabæ, Sig- ríður Theodóra og Rut sem búa í Reykjavík og Sæmundur sem drukkn- aði 1944. Árið 1938 fluttu þau að Bala í Þykkva- bæ og þar bjuggu þau þar til Margrét andaðist þann 12. ágúst 1981 og áfram átti Árni heima í Bala í skjóli barna sinna. í Þykkvabæ fundu þau sig fljótt og að þar áttu þau heima. Þar var meira umfangs en áður var og þar opnuðust áður óþekktir möguleikar fyrir þeim hjónum. Ámi var trúmaður mikill og tók virkan þátt í safnaðarlífi Hábæjarkirkju, var sóknamefndarfor- maður í mörg ár. Það var mikill hátíð- ardagur í lífi Árna þegar nýja Hábæjar- kirkjan var vígð. Hann var sannur kirkjuvinur og vildi veg hennar sem bestan. Heimili Árna og Margrétar bar þeim fagurt vitni. Þau byggðu upp og rækt- uðu jörðina. Sameiginlega hjálpuðust þau við að vinna heimili sínu allt og bömunum. Gestrisin og góð heim að sækja. Ég undirrituð var hjá þeim í sex sum- ur. Þar kynntist ég fyrst þeim vinnu- brögðum sem mótuðu síðar ævistarf mitt. Ámi og Margrét vom góðir hús- bændur, á heimili þeirra ríkti ró og reglusemi og enginn gleymdist. Frændur og vinir senda innilegustu samúðarkveðjur til bamaÁrna og fjöl- skyldna þeirra. Að leiðarlokum þökkum við líf og störf Áma í Bala með ljóðlínum Matt- híasar Jochumssonar. Ó, þd ndð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut. Ó, þd heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Sigríður Th. Sæmundsdóttír, Skarði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.