Tíminn - 28.12.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.12.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 28. desember 1990 Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi lánamarkað fram til ársins 1993: MINNKANDIVÆGI VERDTRYGGINGAR Rítdsstjómin og Seðlabankinn hafa komist aö samkomulagi um stig- minnkandi vægi verðtryggingar á fjárskuldbindingum og opnun lána- markaðarins. Stefnt er að því að ár- ið 1993 muni notkun verðtrygging- ar ráðast af frjálsu vali aðila á fjár- magnsmarkaði. íslenskur fjármagnsmarkaður hef- ur nú í auknum mæli tengst alþjóð- legum mörkuðum, þar sem verð- trygging fjárskuldbindinga hefur litla útbreiðslu. Það, ásamt auknum stöðugleika í efnahagslífinu og minni verðbólgu, kallar á endur- skoðun á viðhorfum til verðtrygg- ingar hér á landi, segir í fréttatil- kynningu frá viðskiptaráðuneytinu. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur því verið í þá átt að draga úr vægi verð- Kaupmannahöfn: Breytingar á Jónshúsi Fyrirhugað er að gera talsverðar breytingar á Jónshúsi í Kaup- mannahöfn. Akveðiö hefur verið að fræðimannsíbúðin í húsinu verði rýmd og breytt í skrifstofur, fund- araðstöðu o.fl. Jónshús í Kaupmannahöfn er hús sem íslenska ríkinu var gefið árið 1966 af Karli Sæmundsen. Húsið, sem er kjallari og fjórar hæðir, stendur við Ösdervulgade 12 og er frægt og verðmætt fyrir íslendinga fyrir þær sakir að þar bjó Jón Sig- urðsson og hafði skrifstofu um all- langa hríð. í húsinu hefur síðan verið rekin nokkur starfsemi. í kjallara og á fyrstu hæð hússins hefur verið fé- lagsheimili fyrir íslendinga, menn- ingarmiðstöð, sem rekin er af náms- mannafélaginu í Kaupmannahöfn og íslendingafélaginu. Á annarri hæð hefur verið íbúð fyrir fræði- mann sem nú stendur til að færa. Á þriðju hæð hefur verið minningar- safn um Jón Sigurðsson en það er hæðin sem hann bjó á á sínum tíma. Þar hefur líka verið bókasafn sem ís- lendingafélagið í Kaupmannahöfn hefur rekið. Á fjórðu hæðinni hefur sendiráðsprestur haft íbúð. Að sögn Karls Kristjánssonar er verið að vinna að því að kaupa litla fræðimannsíbúð í nágrenni við Jónshús með það í huga að það verði rýmra fyrir félagsstarfsemi í húsinu. Fræðimaðurinn mun samt sem áður fá eina skrifstofu til afnota í húsinu. Fræðimaðurinn er skipað- ur af sérstakri úthlutanarnefnd og vinnur við fræðistörf, oftast að ein- hverju sem tengist gamalli sögu ís- lendinga, meðan hann dvelur í íbúðinni yfirleitt í um 2-3 mánuði í senn. Áætlað er ný fræðimannsíbúð muni kosta um sex milljónir en breytingar á Jónshúsi um þrjár milljónir en inni í því er breyting á félagsheimilinu, á fyrstu hæð húss- ins og í kjallara. Karl sagði að með því að halda uppi starfsemi í húsinu, sem að hans sögn er mjög öflug, sé verið að heiðra minningu Jóns Sig- urðssonar, auk þess sem Kaup- mannahöfn tengist mjög sögu sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Einnig er í næsta nágrenni við húsið, í Svíþjóð og annars staðar, mesti fjöldi íslend- inga sem hefur skammtíma búsetu eriendis. khg. tryggingar í fjárskuldbindingum til samræmis við alþjóðlega fjármagns- markaði. í fréttatilkynningu viðskiptaráðu- neytisins kemur einnig fram að stjórnvöld þurfi að skapa þær að- stæður í efnahagslífinu að verð- tryggðar skuldbindingar víki fyrir óverðtryggðum og jafnframt að ekki verði hvikað frá núverandi vaxta- frelsi. Þá er einnig talið nauðsynlegt að markaðir verði vel skilgreindir áfangar og þannig gert ljóst á hvern hátt stjórnvöld vilja hvetja til þess að óverðtryggðar fjárskuldbindingar nái aukinni útbreiðslu á kostnað verðtryggðra. í fyrsta áfanga þessarar stefriumót- unar, sem hefst um áramótin, mun ríkissjóður hefja útgáfu á óverð- tryggðum spariskírteinum til eins og hálfs til þriggja ára. „Jafnframt mun Seðlabankinn hefja viðræður við innlánsstofnanir um ný innláns- form í því skyni að draga úr vægi verðtryggðra innlánsreikninga án þess að það komi niður á samkeppn- isstöðu innlánsstofnana gagnvart öðrum fjármálastofnunum," segir í fréttatilkynningunni. Annar áfangi hefst 1. janúar 1992, en þá verður m.a. útgáfa óverðtryggðra og geng- istryggðra spariskírteina ríkissjóðs aukin. Lokaskrefið verður stigið í ársbyrjun 1993 samtímis því sem síðustu lagaákvæði um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga falla úr giidi. „Frá og með ársbyrjun 1993 mun því notkun verðtryggingar hér á Íandi alfarið ráðast af frjálsu vali að- ila á fjármagnsmarkaði," segir að lokum í fréttatilkynningu viðskipta- ráðuneytisins. -hs. Sex hlutafélög taka við störfum rekstrardeilda Sambandsins um áramótin: Skipulagsbreyt- ingum er lokið Hugleitt að fjölga bílastseðum við verslanamiðstöðína Eiðistorg: tveimur hæðum Elgcndur verslanamiðstöðvarinnar við Eíðistorg á Seitjarnarnesi hafa velt fyrir sér hugsaniegum möguleikum til að fjölga bílastæðum við miðstöðina. Það sem helst kemur til greina er að byggja þak sem bflar geta lagt á yfir núverandi bílastæðí og bæta þannig við 100 stæð- Sveinn Hannesson er framkvæmdastjóri fjármögnunarleigunnar Lýsingar hf., en Lýsing er einn af eigendum miðstöðvar- innar. Hann sagði að á skipulagi væri gert ráð fyrir þaki yfir bflastæðin þannig að þetta væri ekki ný hugmynd. „Við erum að kanna málið og það cr engin niður- staða komin. Það eru margir aðilar sem tengjast þessu og við höfum að undan- förnu verið að kanna í hvaða hlutföllum þetta skiptist á milll þessara aðila og það er fyrst núna sem það er komið á hrelnt," sagði Sveinn. Þar að auki sagði Sveinn að þeir hefðu rætt við bæjaryfirvöld á Sel- tjarnarnesi um það með hvaða hætti yrði að þessu staðið. Aðspurður sagðist Sveinn ekki geta sagt hvenær von sé á að framkvæmdir hefjist. Hann sagði að ef það yrði ráðist í að byggja þetta á annað borð mætti jafnvel búast við því að nýju stæðin yrði tilbúin fyrir næstu jól. STYTTU ÞER LEIÐ TIL LÍFSGÆÐA! Áttu þér draum um nýtt og betra líf, um tíma til að sinna hugðarefnum þínum, ferðast, stofna eigið fyrirtæki, safna listaverkum eða fágætum bókum...? Ef þú átt miða í Happdrætti Háskóla íslands gætu draumar þínir hæglega orðið að veruleika í einni svipan - og það þarf ekki stærsta vinninginn til. Nú er lokið skipulagsbreytingum þeim sem samþykktar voru á rekstri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga á síðasta aðalfundi þess og þann 1. janúar taka formlega til starfa sex hlutafélög og munu þau fara með starfssvið fyrrum rekstr- ardeilda Sambandsins. Hlutafélög- in eru: Goði hf, sem tekur við af búvöru- deild. Hlutafé Goða er 300 millj. kr. Hlutur Sambandsins er um 50%. Aðrir eigendur eru sláturleyfishafar og kaupfélög innan Sambandsins. Framkvæmdastjóri er Árni S. Jó- hannsson íslenskar sjávarafurðir hf. Félagið tekur við hlutverki Sjávarafurða- deildar SÍS. Hlutafé er 588 milljónir kr. Sambandið á 50%. Aðrir eigend- ur eru ýmis frystihús, frystiskip og kaupfélög. Framkvæmdastjóri er Benedikt Sveinsson. Mikligarður hf. Frá 1. janúar mun fyrirtækið, auk smásöluverslunar á höfuðborgarsvæðinu, reka innflutn- ingsverslun þá sem áður var á hönd- um Verslunardeildar SÍS. Hlutafé Miklagarðs er nú 130 milljónir en ætlunin er að auka það á næstunni. Framkvæmdastjóri er Ólafur Frið- riksson. Jötunn hf. annast innflutning, sölu og framleiðslu á vélum, fóðri, búvél- um, raf- og rafeindabúnaði o.fl. Hlutafé er 140 millj. og að mestu í eigu Sambandsins. Félagið er opið viðskiptaaðilum innan og utan Sam- bandsins. Framkvæmdastjóri er Sig- urður Á. Sigurðsson. Samskip hf. tekur við starfsemi Skipadeildar SÍS. Hlutafé í upphafi er um 892 millj. kr. en félagið er op- ið viðskiptaaðilum innan SÍS og ut- an. Framkvæmdastjóri er Ómar H. Jóhannsson. íslenskur skinnaiðnaður hf. Félag- ið tekur við starfsemi Skinnadeildar á Akureyri. Stofnfé er 270 milljónir og stofnfélagar eru Sambandið og á þriðja tug kaupfélaga víða um land. Félagið verur opið viðskiptaaðilum. Framkvæmdastjóri er Bjarni Jónas- son. -sá HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.