Tíminn - 28.12.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.12.1990, Blaðsíða 18
18 Tími'nri Föstudagur 28. desember 1990 ÍMINNING Bima Helgadóttir fyrrum húsfreyja Fremstagili, Laugadal Fædd 6. júlí 1911 Dáin 21. desember 1990 Hinn 21. desember sl. andaðist að heimili sínu, Fremstagili í Engihlíð- arhreppi, Birna Helgadóttir, fyrrum húsfreyja þar. Birna var fædd 6. júlí 1911 að Kirkjuhóli, býli er var skammt frá Víðimýri í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Helgi Guðnason, er ættaður var úr Bárðardal, og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir, eyfirskr- ar ættar. Birna var yngst fjögurra al- systkina og átti auk þess þrjú hálf- systkini yngri. Öll eru þessi systkini látin nema eitt Móður sína missti Bjarni þriggja ára en dvaldist áfram með föður sín- um og seinni konu hans, Maríu Björnsdóttur, á nokkrum stöðum í Skagafirði til 14 ára aldurs, en flutt- ist þá til Akureyrar og dvaldist þar við ýmis störf þar til hún kom sem kaupakona vorið 1935 vestur í Laugadal að Fremstagili til Hilmars Frímannssonar er þá var bóndi á Fremstagili. Sem líkum má af ráða var ekki um skólagöngu hjá Birnu að ræða utan hins hefðbundna barnaskólanáms. Á Akureyri dvaldist hún hjá frænd- fólki sínu og átti þar gott atlæti og góð ár, en að sjálfsögðu varð hún að fara að vinna strax og hún gat sér til framfæris, því snemma mun það hafa orðið hennar takmark að sjá fyrir sér sjálf, halda sérstaklega vel á því sem aflaðist, þótt efni væru ekki mikil. Þetta lífsviðhorf var leiðarljós Birnu alla tíð og nutu margir góðs af hennar umhyggju. Vorið 1935 gerist Birna kaupakona hjá Hilmari Arngrími Frímannssyni bónda á Fremstagili, sem áður segir. Hilmar var þá búinn að búa þar nokkur ár, harðfrískur bóndi, bráð- myndarlegur og maður hinn gjörvi- legasti. Svo er að sjá að Birnu hafi líkað vistin vel, því hún fór ekki aftur frá Fremstagili og árið eftir giftu þau sig, Birna og Hilmar. Birna gerist húsmóðir og skapar með manni sínum myndarlegt og hlýlegt heimili og lagði allt sitt fram, svo það gæti orðið þeim sem hjá þeim dvöldu sem best. Búskaparsögu þeirra hjóna á Fremstagili í rúma fjóra áratugi ætla ég ekki að rekja nema að litlu leyti. Þau bættu jörð sína, byggðu útihús, endurbyggðu og stækkuðu íbúðarhús. Túnið var sléttað og auk- ið og búið stækkað. Allt var þetta gert með hagsýni og dugnaði. Hilm- ari bónda voru og falin ýmis störf fyrir félög og félagasamtök hér í sýslu, sem tóku tíma hans frá bú- störfunum. Það kom ekki að sök því húsmóðirin Birna vakti yfir velferð búsins og vann jafnt sem þörf krafði, úti sem inni. Þau Hilmar og Birna bjuggu á Fremstagili í fulla fjóra áratugi, síð- ust árin í samvinnu við son sinn Val- garð og Vilborgu, eiginkonu hans. Mann sinn missti Birna 13. júní 1980, en var svo lánsöm að geta dvalist eftir það, allt til dauðadags, á Fremstagili í skjóli ástríks sonar og tengdadóttur. Þau hjón Hilmar og Birna eignuð- ust fimm börn sem eru, talin í ald- ursröð: Halldóra húsmóðir, búsett í Reykjavík, maki Ólafur Jónsson. Guðmundur Frímann löggæslu- maður, búsettur á Blönduósi, maki Gerður Hallgrímsdóttir. Anna Helga fóstra, búsett í Reykjavík. Val- garður, bóndi og oddviti, Fremsta- gili, maki Vilborg Pétursdóttir. Hallur, hópferðabílstjóri, búsettur á Blönduósi, sambýliskona Elín Jóns- dóttir. Birna á Fremstagili var mikilhæf kona, hún vel vel gefm, víðlesin og því fróð um marga hluti, ljóðelsk og hafði mjög gaman af söng. Skapferli hennar var einstætt. Alltaf sama Vinningstölur laugardaginn 22. des. '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 14.280.553 O 4. 4af5l^'^l 2 692.363 3. 4af5 267 8.946 4. 3af 5 10.573 527 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 23.625.832 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 hýra, glaðværa viðmótið, lét aldrei erfiði líðandi stundar hamla glað- værð og góðum hug til þeirra sem hún umgekkst. Ég var svo lánsamur að eiga þess kost að kynnast Birnu og Fremstag- ilsfólkinu vel, bæði var að ekki er langt á milli bæjanna, Blanda reynd- ar farartálmi hluta úr árinu, en heimsóknir milli heimilisfólksins á Fremstagili og Köldukinn voru fast- ur þáttur hvern vetur eftir að ísa lagði. Það var gaman að koma að Fremstagili. Glaðværð og góðvild umvafði mann strax og inn var kom- ið og tíminn fljótur að líða við spil og góðar veitingar. Þarna lagði hús- freyjan Birna ekki hvað minnstan hlut að borði. Margvísleg önnur samskipti hafa verið gegnum árin milli þessara heimila, sem eru mér minnisstæð og ég þakka af alhug. Við fráfall þessarar mikilhæfu konu, er ljóst að miklu og giftu- drjúgu dagsverki er lokið. Dagsverki sem miðaðist fyrst og fremst við að auðga og bæta það samfélag sem næst henni var og sannarlega tókst Birnu á Fremstagili það. Ég færi systkinunum frá Fremsta- gili og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Eg minnist látinnar sæmdarkonu, Birnu Helgadóttur, með virðingu og þökk. Kristófer Kristjánsson Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birt- ingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum íyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vél- ritaðar. ____Til viÓskiptamanna_ banka og sparisjóða Lokun 2. janúar og eindagar vfxla. Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar miðvikudaginn 2. janúar1991. Leiðbeiningar um eindaga víxla umjólogáramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 12. desember 1990. Samvinnunefnd banka og sparisjóóa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.