Tíminn - 28.12.1990, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. desember 1990
Tíminn 11
Landhelgisgæslan:
Þörf á nýrri þyrlu til
viöbótar þeirri gömlu
Landhelgisgæslan hefur lagt til við
dómsmálaráðuneytið að keypt verð-
ur önnur þyrla, af sömu gerð og sú
sem fyrir er, TF-SIF, en að endur-
bættri gerð, fyrir starfsemina. Að
sögn Gunnars Bergsteinssonar, for-
stjóra Landhelgisgæslunnar, hefur
það verið vandamál hjá gæslunni að
hafa aðeins eina þyrlu, því að þegar
hún er í viðhaldi er engin þyrla til
taks. Þá er gamla þyrlan orðin fimm
ára og viðhald og endurnýjun á
hlutum í hana orðið ansi dýrt. Verð
á nýrri þyrlu er rúmar 500 milljónir
króna.
Þá hefur Landhelgisgæslan kynnt
dómsmálráðuneytinu hugmyndir á
viðhaldskostnaði á varðskipinu
Óðni. Að sögn Gunnars þarf að gera
miklar breytingar á Óðni, sem orð-
inn er 30 ára gamall. Skipta þarf um
báðar aðalvélar í skipinu, sem verið
hafa í frá upphafi. Þá þarf að breyta
öllum mannaíbúðum sem ekki fylla
kröfur í dag hvað hita og einangrun
snertir. Þilförin, sem að nokkru leyti
er tréþilför, verða að takast öll í
burtu og endurnýja stálþilfarið und-
ir þeim. „Þannig er endalaust hægt
að telja upp það sem þarf að gera ef
Samskip hf. stofnað
Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag
í Reykjavík. Félagið heitir Samskip
og tekur við starfsemi Skipadeildar
Sambandsins þann 1. janúar 1991.
Stofnendur félagsins eru Samband
íslenskra samvinnufélaga og tvö af
dótturfyrirtækjum þess, Reginn hf.
og Dráttarvélar hf. en samkvæmt
stofnsamningi verður félagið opið
öllum kaupfélögum og samstarfsfyr-
irtækjum Sambandsins, svo og öðr-
um viðskiptaaðilum eftir nánari
ákvörðun stjórnar. Heildarhlutafé á
stofndegi er 900 milljónir króna og
er það að fullu innborgað. Stjórnar-
formaður Samskipa er Guðjón B. Ól-
afsson og framkvæmdarstjóri verður
Ómar Hl. Jóhannsson. GS.
skipið á að nýtast til gæslu til fram-
búðar."
Miðað við verðlag í dag er breyting-
arkostnaður við skipið áætlaður um
350 milljónir króna. Þess má geta að
skoska fiskveiðigæslan byggði fyrir
tveimur árum nýtt skip fyrir um 550
milljónir króna. „Næsta ríkisstjórn
verður að skoða hvort það eigi að
leggja mikinn kostnað í að endur-
bæta Óðinn eða hvort eigi að kaupa
nýtt skip,“ sagði Gunnar og bætti
við að það væri alltaf erfiðara og erf-
iðara að halda slíku skipi við sökum
hve gamalt það sé.
Auk Óðins eru tvö önnur varðskip í
notkun hjá Landhelgisgæslunni,
Týr 15 ára ogÆgir 22 ára, en fyrir 7
árum hætti Landhelgisgæslan út-
gerð á Þór eftir að önnur aðalvélin í
honum bilaði. Að sögn Gunnars er
alveg lágmark að vera með þrjú
varðskip í gangi í einu. Týr og Ægir
eiga að vera í þokkalegu ástandi,
enda hefur þeim verið vel við haldið.
khg.
Leikfélag Akureyrar:
„Ættarmótið<( frum-
sýnt í gærkvðldi
í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag
Akureyrar gleðileildnn ,Ættar-
mótið“ eftir Böðvar Guðmunds-
son, í leikstjóm Þráins Karlsson-
ar. Leikritið færði Böðvar Leikfé-
laginu að gjöf sl. vor, er hann kom
á sýningu LA á „Fátæku fólki“,
leikgerð hans á endurminninga-
bókum Tryggva Emilssonar.
Eins og nafnið gefur til kynna
fjallar Ieikritið um ættarmót. í
fréttatilkynningu segir að þetta sé
gleðiletkur með söngvum, sprell-
Qörugur ærslaleikur sem ætti að
höfða til alh-ar fjölskyldunnar.
Á ættaróðalinu Fljótavík, sem er
á ótilteknum stað í sveit á Suður-
landi, safnast afkomcndur Hall-
grims Hafliðasonar saman 19. ág-
úst 1990 til að minnast þess að
100 ár eru liðin frá fæðingu ætt-
föðurins. Afkomendumir em um
300 talsins og vægast sagt sund-
urleitur hópur. Ætlunin er að af-
hjúpa minnisvarða um gamla
manninn, halda uppboð á munum
úr eigu hans, syngja lög eftír ætt-
arskáldið, sýna sig og sjá önnur
skyldmenni og skemmta sér með
þeim eina helgi. Mikil eftirvænting
er í mannskapnum, ekki síst vegna
þess að von er á ættíngja frá Amer-
íku. Hann birtist í gleðskapnum,
en á allt annan hátt en búist var
við, auk þess sem óboðinn gestur
setur mikinn svip á ættarmótíð og
af komu hans spinnast mörg æv-
intýr og óvæntar uppákomur.
Leikstjóri er Þráinn Karlsson,
lýsingu hannaði Ingvar Bjömson,
leikmynd og búningar era eftir
Gylfa Gíslason og Jakob Magnús-
son samdi tónlist við verkið.
Þátttakendur í sýningunni era
um 20 talsins, sá yngsti 12 ára og
sá elstí kominn yfir sjötugt. Meðal
leikenda eru: Bjöm Bjömsson,
BjÖm Ingi Hilmarsson, Ragnhild-
ur Gísladóttír, Valgeir Skagfjörð,
Jón Stefán Kristjánsson, Þórey
Aðalsteinsdóttir, Sunna Borg,
Ámi Valur Viggósson, Rósa Rut
Þórisdóttír, Nanna Jónsdóttir,
Marinó Þorsteinsson, Kristjana
Jónsdóttir, Guðrún og Þórdís
Steinarsdætur, Amar Tryggvason,
Kristján P. Sigurðsson, Haraldur
Davíðsson, Jóhann Jóhannsson,
Svavar Guðjónsson og Hörður
Kristínsson. hiá-akureyri.