Tíminn - 12.01.1991, Side 8

Tíminn - 12.01.1991, Side 8
16 HELGIN Laugardagur 12. janúar 1991 INNLENDIR ATBURÐIR 1991 SPÁ- MAÐURINN Þeir stjórnmálaflokkar sem vinna mest á í alþingiskosningum I vor verða Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Mynduð verður ný Viðreisnarstjórn, þ.e. stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Á ársgrundvelli fer verðbólgan upp í tveggja stafa tölu. Samningar takast um byggingu nýs álvers. Davíð Oddsson dregur sig í hlé sem borgarstjóri vegna þrýstings um að taka að sér ráðherraembætti. Ekki koma fram neinar nýjar vísbendingar um betra ástand loðnustofnsins. Betur mun horfa á þessu ári um síldarsölu en á því síðasta. Nýir markaðir koma inn, auk þess sem Rússlandsmarkaður kemur inn aftur að einhverju leyti. Rjúpnaveiðistofninn vex lítillega frá síðasta ári. Hagur íslensku fiskeldisstöðvanna batnar á þessu ári. Stór aukning verður á vatnsútflutningi. Vel tekst til um markaðssetningu. Viðræður við erlenda aðila um byggingu vetnisverksmiðju lofa góðu. KR-ingar verða íslandsmeistarar. Pétur Pétursson hampar hér Reykjavíkur- bikamum. Fundur Alþjóða hvalveiðiráðsj^s verður í Reykjavík. Það næst mjög góður árangur í Eurovision söngvakeppninni í ár. Einhver óróleiki verður á vinnumarkaðnum í haust. Nýtt flugfélag í millilandaflugi verður stofnað. Sumarið á S-Vesturlandi verður mjög votviðrasamt. Gott sumar verður á Norður- og Austurlandi. Pétur Guðmundsson kúluvarpari nær frábærum árangri á árinu. Stórbruni verður í Reykjavík. Fundur verður haldinn í Alþjóðahvalráðinu í Reykjavík. Mjög stormasamt verður ( kringum þennan fund. Banaslysum í umferðinni fjölgarfrá síðasta ári. Fleiri farast í sjóslysum. (slenskt sundfólk gerir það gott á árinu. Hroðalegt morð verður framið, sem rakið verður til eiturlyfja. Þetta vekur fólk til umhugsunar um hversu alvarlegt vandamál fíkniefnaneyslan er orðin. Samdráttur verður í nýbyggingu íbúðarhúsnæðis. Davíð segir skilið við borgarmálefhin og snýr sér að stórpólitíkinni. fslenskir sundmenn gera það gott Eðvarð Eðvarðsson sundkappi. (slandsmeistari í handbolta verður Víkingur. (slenska landsliðið f handbolta stendur vel undir þeim væntingum sem til þess eru gerðar. Liðið stendur sig vel í þeim landsleikjum sem fram fara á árinu. KR verður fslandsmeistari í knattspyrnu og vinnur einnig bikarkeppnina. Tvöfaldur sigur á þeim bæ. Landsliðið í fótbolta gerir það gott á árinu. Ákveðið verður að gera fólksbílafæran veg yfir Sprengisand. Nýtt met verður sett í fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Ákveðið verður að stórauka aðstoð við þróunarlönd. Laxveiðar ganga treglega framan af sumri, en lagast seinni hluta sumars. f heildina verður um meðalár að ræða. Rætt verður við Bandaríkjamenn um einhvers konar fríverslunarbandalag. Ákveðið verður að fara út í stóraukinn líftækniiðnað hér á landi. Hafís verður landfastur við norðurströndina. Þekktur rithöfundur fellur frá. Eldgos brýst út síðla sumars. Ekki veldur það tjóni. Eignatjón hlýst af jarðskjálftum. Verð á loödýraskinnum stígur. Æðsta dómsvald mildar dóm eða sýknar þekktan kaupsýslumann. fslenskur óperusöngvari nær stórglæsilegum árangri á erlendri grund. Hafin verður framleiðsla á búnaði til mengunar- varna fyrir stóriðjuverksmiðjur í samvinnu við er- lend fyrirtæki. Mest af framleiðslunni verður unnið erlendis en eitthvað hérlendis. Rjúpnastofninn hjamar við. Aftur náum við afbragðs árangri í söngvakeppninni. fslensk kvikmynd gerir það gott á erlendum markaði. Snjóflóð velur usla í sjávarþorpi. Berjaspretta verður góð víðast hvar á landinu. Mikill uppynging verður á Alþingi í kjölfar kosninganna í vor. Óvenju miklar deildar verða innan læknastéttarinnar. Veturinn verður víða harður það sem eftir er.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.