Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 18. janúar 1991
Ríkisstjórn hélt aukafund snemma í gær til að ræða um stríðið við Persaflóa og viðbrögð við því:
Bið íslendinga að standa
saman og halda ró sinni
Ríkisstjóm hélt fund snemma í gærmorgun vegna átakanna við
Persaflóa. Akveðið var að kalla embættismenn til fundar til að skoða
birgðastöðu nauðsynjavara, öryggismál landsins og annað það sem
snertir beint eða óbeint átökin við Persaflóa. Ákveðið var að fela
fjórum ráðherrum að fjalla sérstaklega um viðbrögð við stríðinu.
Þeir eru forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, viðskiptaráðherra og
samgönguráðherra.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra
Þegar Tíminn ræddi við Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra um
miðjan dag í gær hafði íslenska ríkis-
stjómin ekkert heyrt frá stjórnvöld-
um í Bandaríkjunum. „Sú staðreynd
að ekki er haft samband við okkur
undirstrikar að við erum ekki aðilar
að þessum átökum," sagði forsætis-
ráðherra.
Steingrímur var spurður hver
hefðu orðið viðbrögð hans þegar
fréttist að stríð var skollið á við
Persaflóa.
„Mín fyrstu viðbrögð voru vonbrigði.
Ég hafði leyft mér að hanga í þeirri
bjartsýni að þarna yrðu ekki átök. Ég
vonaði að það yrði fallist á að ræða
málefni Palestínumanna og Hussein
myndi draga heri sína til baka á síð-
ustu stundu. Það er hins vegar hár-
rétt ábending að ófriðurinn hófst fyr-
ir 6 mánuðum með innrás íraka inn í
Kúvæt. Það er auðvitað ekki hægt að
láta svona ofbeldismann komast upp
með að leggja undir sig eitt land og
kannski annað síðar.
Mín viðbrögð að öðru leyti eru þau
að ég held að íslendingar hafi bmgð-
ist rétt við. Ég legg áherslu á að við
íslendingar stöndum saman og ger-
um skynsamlega hluti á öllum þeim
sviðum sem átökin snerta okkur.
Áhrif átakanna verða ekki bein, sem
betur fer ná eiturvopn ekki hingað.
Við þurfum að skoða birgðastöðu og
áhrifin á okkar efnahagslíf. Það hefur
þegar verið gert og við munum
skoða þessi mál betur í dag.“
Lítur þú svo á aö Sameinuðu þjóð-
irnar eigi beina aðild að átökunum?
„Það er ekki hægt að neita því að í
samþykkt Sameinuðu þjóðanna seg-
ir að hlýði írakar ekki fyrri sam-
þykktum Sameinuðu þjóðanna sé
heimilt að ráðast inn í Kúvæt. Hins
vegar hafa þau 28 ríki sem eru þátt-
takendur í hernaðaraðgerðunum
nánast gefið forseta Bandaríkjanna
ákvörðunarvald um hvort þessi
heimild sé nýtt.“
Sem betur fer benda fyrstu fréttir af
stríðinu til að þetta stríð verði stutt.
Hvað telur þú að taki við að því
loknu?
„Þetta er náttúrlega mikilvæg
spurning. Ég vona að það sé rétt sem
við erum að heyra að þetta verði
stutt stríð úr því að það á annað borð
hófst. Hins vegar getur friðurinn
orðið mjög erfiður. Þama vakna
margar spurningar. Sprengja írakar
upp olíulindirnar? Verður langur
bruni í olíulindum með miklum
mengunaráhrifum? Slíkt getur haft
áhrif á olíuverð um langan tíma. Eða
er þetta svo mikið högg að írakar
dragi sig út úr Kúvæt? Þeim er boðið
upp á það nú. Maður vonar auðvitað
að þeir átti sig á að höggið er það
mikið að þeir eiga ekki annars úr-
kosta en að draga sig út úr Kúvæt."
Má ekki búast við að við verðum að
vera í viðbragðsstöðu áfram, jafnvel
löngu eftir að sprengjur eru hættar
að falla við Persaflóann?
„Við verðum að vera það áfram.
Hættan á hryðjuverkum verður
áfram fyrir hendi. En ég legg áherslu
á að fólk haldi ró sinni. Við íslend-
ingar eru sem betur fer fjarri átaka-
svæðinu og ekki þátttakendur í
stríðinu."
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
gegnir störfum utanríkisráðherra en
Jón Baldvin Hannibalsson er nú í
Finnlandi á leið til Eystrasaltsríkj-
anna. Jón var spurður um viðbrögð
hans við fréttum frá Persaflóa.
„Eftir að þessi hildarleikur er haf-
inn þurfúm við náttúrlega að huga
að því hvað það er sem við getum
gert til að tryggja öryggi og hags-
muni íslendinga við þessar nýju og
breyttu aðstæður. Þess vegna kom
ríkisstjórnin saman til sérstaks fund-
ar og ræddi hvað væri skynsamlegast
að gera. Ég legg á það sérstaka
áherslu að að okkur steðjar engin
bein hætta á þessari stundu, en við
þurfum að huga að birgðum og að-
drætti á mikilvægum rekstrarvörum
og hráefnum.
Hin pólitíska hlið málsins er ekki
síður mikilvæg. Við eigum samstöðu
með Iýðræðisþjóðunum um að
styðja lýðræðislega stjómarhætti
alls staðar í heiminum og okkur ber
að freista þess að leysa allar deilur
með friðsamlegum hætti á gmnd-
velli meginhugsunar stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna. En þar sem
öll sund em lokuð og engin önnur
úrræði fær til þess að bregðast við
harðstjórn og árásartilhneigingum
einræðisherra eins og Saddam Hus-
seins, þá verða vopnin að skera úr,“
sagði Jón Sigurðsson.
„Bandaríkin og bandamenn þeirra
hafa í fimm mánuði leitað allra leiða
til að ná fram friðsamlegri lausn. Það
hefur ekki tekist. Aðgerðirnar í nótt
voru þess vegna óhjákvæmilegar og
gátu ekki dregist lengur. Ég vona að
þær beri góðan árangur. Ég tel að
þessar aðgerðir hafi verið nauðsyn-
legar. Saddam Hussein hefur sýnt af
sér slíka ósvífni og ósveigjanleika eft-
ir valdaránið á Kúvæt að undan
þessu varð ekki vikist. Það var úti-
lokað fyrir Sameinuðu þjóðimar og
alþjóðaherinn að sætta sig við að Kú-
væt væri áfram hemumið og lagt
niður sem sjálfstætt ríki eins og til
stóð af hálfu íraks,“ sagði Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, þegar hann var spurður út í af-
stöðu sína til stríðsins við Persaflóa.
-EÓ
Olíureikningurinn lækkar með lækkandi olíuverði:
Hagur íslendinga
ef olían lækkar
„Við fórum yfir olíuverðsáhrifin
strax í sumar og höfum að sjálf-
sögðu verið að skoða þetta fram
og til baka. Ef stríðið stendur
stutt yfir er líklegt að olíuverð
lækki verulega og verði ef til vill
aftur á bilinu 16-18 dollarar fyrir
hráolíufatið, samanborið við 25
dollara að undanförnu. Hins veg-
ar ef stríðið snýst bandamönnum
í óhag þá rýkur olíuverðið upp
með mjög skömmum fyrirvara,"
sagði Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, í sam-
tali við Tímann í gær, um áhrif
stríðsins við Persaflóa á efna-
hagslífið.
Þórður sagði að olíureikningur-
inn fyrir þjóðarbúið í heild væri
áætlaður á þessu ári um 9 millj-
arðar. Hann sagði að þar væri
miðað við olíuverð í kringum 25
dollara fyrir hráolíufatið, og það
væri auðreiknað dæmi að ef olíu-
verð lækkaði um t.d. 10%, þá gæfi
það um 900 milljón króna lækkun
á olíureikningnum og öfugt ef það
hækkaði. Þórður sagði að það væri
okkur því mjög í hag ef olíuverðið
lækkaði. Aðspurður sagði Þórður
að þeir hefðu ekki breytt neinum
öðrum forsendum í áætlunum fyr-
ir þetta ár vegna hugsanlegs stríðs
Þóröur Friðjónsson.
nema olíuverðinu. Hann sagði að í
langvinnu stríði færu áhrif fyrst
að koma fram í sambandi við ol-
íuna, síðan í hlutum sem tengdust
beint stríðsrekstrinum og í þriðja
lagi lífsnauðsynjum, s.s. matvör-
um og þess háttar. „Menn voru
farnir að sjá merki þess um alla
Evrópu að fólk var farið að
hamstra og þess vegna er líklegt,
ef stríðið dregst á langinn, að þess
sjáist brátt merki í sambandi við
þessa hluti,“ sagði Þórður. Að-
spurður sagði Þórður að fólk hafi
verið farið að hamstra hluti eins
og hveiti og annað, sérstaklega í
löndum sem eru nálægt hættu-
svæðunum, en einnig hefði borið
á því í Þýskalandi og víðar í Evr-
ópu.
—SE
Stríð í Persaflóa:
Ný neyðaráætlun
Rauða krossins
Alþjóðaráð Rauða krossins hefur
nú undirbúið einhverja stærstu
neyðaráætlun seinni tíma, þar
sem ráðið óttast nú mjög afleið-
ingar stríðsins í Persaflóa. Áætlað
er að neyðaráætlunin muni kosta
6,4 milljarða íslenskra króna.
Alþjóðaráö Rauða krossins hefur
á sínum vegurn starfsfólk í 11
löndum nálægt átakasvæðinu í
Persaflóa, þar á meðal írak. Áætl-
unin gerir ráð fyrir að þörf verði
fyrir á þriðja þúsund manns ef
stríðið þróast á versta veg, þar af
1.200 lækna og hjúkrunarfræð-
inga. Um 100 sendifulltrúar ráðs-
ins eru þegar t viðbragðsstööu í
Genf tilbúnir að takast á við þau
verkefni sem upp koma á átaka-
svæðinu. Þá eru einstök landsfé-
lög Rauða krossins um aUan
heim með sendifuiltrúa í við-
bragðsstöðu, þar á meðal Rauði
kross íslands.
Neyðaráætlunin gerir ráð fyrir
að aðstoöa þurfí tugi þúsunda
stríðsfanga og jafnvel mUIjónir
flóttamanna. Ef til kemur felst
aðstoð við stríðsfanga í því að
heimsækja fangelsi, skrá fanga og
veita þeim neyðaraðstoð. Þá er
ráðið tilbúið að reka umfangs-
mikla leitaraðstoð og færa boð á
milU ættingja sem misst hafa
sjónar hver af öðrum.
Ráðið hefur gert áætlanir um að
reisa að minnsta kosti eitt þús-
und sjúkraskýli þar sem þörf
verður á. Auk þess er það búið
undir að taka að sér aimenna
heflsugæslu á átakasvæðinu. Cert
er ráð fyrir að reistar verði flótta-
mannabúðir utan átakasvæða þar
sem hægt verði að hlú að
300.000 manns í einu.
í fréttatUkynningu frá Alþjóða-
ráði Rauða krossins segir að ráð-
ið hafi á undanfömum mánuðum
ftrekað sent stjómvöldum stríð-
andi aðUa við Persaflóa áskomn
um að virða grundvallarmann-
réttindalög með sérstakri skír-
skotun tíl réttar fórnarlamba
stríðs samkvæmt viðbótarákvæð-
um Genfarsáttmálans frá 1949.
khg.
Fylgst með sendiráðunum
Lögreglan í Reykjavík hefur síð-
ustu daga aukið gæslu sína til varn-
ar hugsanlegum hryðjuvekum ír-
aksstjórnar. Að sögn Guðmundar
Guðjónssonar yfirlögregluþjóns
hefur þessi gæsla farið í að gæta
sendiráða í borginni, en hann vildi
ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
„Það fer alltaf viss viðbúnaður í
gang við hótanir af þessu tagi og
þannig breytum við áherslu eftir að-
stæðum," sagði Guðmundur.
Aðspurður vildi hann ekki tjá sig
um hvort aukin gæsla væri t.d. í
kringum vatnsból og olíutanka.
„Það eru sendiráðin sem við ein-
beitum okkur að, en í hverju sú
gæsla felst vil ég hvorki né get
sagt.“
-sbs.