Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 18. janúar 1991 KVIKMYNDIR Tryllt ást Wild At Heart **** Aðalhlutverk: Nicolas Cage (Moonstruck, Raising Arizona), Laura Dem (Blue Vel- vet, Rambling Rose), Isabella Rossellini (Blue Velvet, Cousins). Leikstjóm: David Lynch. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd í Háskólabíó. Háskólabíó sýnir nú nýjustu mynd leikstjórans David Lynch sem gerði garðinn frægan með myndum eins og Fflamanninum og Blue Velvet. Hér er hann enn á ferð með enn eitt meistarastykkið meðferðis, í formi kvikmyndarinnar TVyllt ást sem Nicolas Cage og Laura Dem fara með aðalhlutverkið í. Myndin segir frá þeim Sailor Ripley (Cage) og Lulu Dem Fortune (Dern) sem em ungt par og ástfangið í óþökk við mömmu Lulu. Mamman hatar Sail- or eins og pestina og bannar Lulu að hitta hann og ræður morðingja til þess að verða honum að bana. Sailor, sem er dæmdur sakamaður fyrir morð, ákveður að yfirgefa sýsluna í fylgd Lulu og brýtur því skilorð sitt. Myndin sýnir síðan frá ferðalagi parsins, burt frá móður hennar í leit að nýju og betra lífi. Nicolas Cage, sem áður hefur sann- að sig í Moonstruck á móti leikkon- unni Cher, sýnir þama að hann er úrvals leikari sem á framtíðina fyrir sér, enda hefur hann einsett sér að leika ekki í annars flokks afþreying- armyndum sem mikið framboð er af. Saman mynda þau Cage og Dern skemmtilega blöndu af velkryddaðri geðveiki og ást sem á engan sinn líka. Lynch tekst vægast sagt mjög vel upp við gerð þessarar myndar þar sem hann blandar saman ofbeldi, PLOTUR/DISKAR kynlífi og ást á áður óþekktan hátt og saman samkrullast þetta niður með sætri vellíðan sem gagntekur áhorf- andann. Propaganda Films, fýrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar er fram- leiðandi þessarar myndar, og er nú von um það að Propaganda Films sérhæfi sig í framtíðinni í gerð vand- aðra mynda á borð við þessa eftir að samstarf þess með David Lynch byrj- aði. Isabella Rossellini, sem er kona Lynch en þó þekktari fyrir að vera dóttir Ingrid Bergman og eftirsótt- asta fyrirsæta heims, fer með lítið hlutverk í þessari mynd og skilar sínu vel. Wild At Heart er kvikmynd sem hver og einn kvikmyndaáhuga- maður má ekki láta fara fram hjá sér, því slíkt væri eins og fyrir sælkera að missa af sósunni á kjötið. ÁHK. Á mörkum lífs og dauða Langi Seli og Skuggarnir: Rottur og kettir Langi Seli og Skuggamir hafa sent frá sér sína fyrstu breiðskífu og ber hún nafnið Rottur og kettir. Áður hafa komið út smáskífur með sveit- inni sem notið hafa mikilla vin- sælda. Á breiðskífunni er bæði nýtt efni svo og áður útgefin lög. Fyrir þá sem ekki vita flytur hljómsveitin hressa rokktónlist sem kennd hefur verið við rokkabilly. Þeir leita þó einnig fanga í öðmm tónlistarstefn- um og má t.d. heyra hið fræga lag Breiðholtsbúgí í rappútsetningu. Töffaratónlist fyrir töff hlustendur. Rottur og kettir fást á geisladiski, plötu og kassettu. Útgefandi er Hálfur heimur og Smekkleysa, en Skífan sér um framleiðslu og dreifingu. Laddi: Bestu vinir aðal A þessari plötu Ladda er að fmna safn hans vinsælustu laga, auk tveggja nýrra sem nefnast Grín- verjinn og Sagan af Ulf Hellerup á íslandi, en bæði þessi lög njóta mikilla vinsælda um þessar mund- ir. Platan inniheldur átján lög sem gefa góðan þverskurð af fyrri plöt- um Ladda, m.a. má þar finna lögin Austurstræti, Jón Spæjó, í Vestur- bænum og Sandalar, en þessi lög ættu allir, jafnt ungir sem aldnir, Flatliners ★* 1/2 Aðalhlutverk: Kiefer Sutherland (1969, Flashback, Lost Boys), Julia Roberts (Pretty Woman, Steel Magnolias), Kevin Bacon (Footloose, Tremors), William Baldwin, Oliver Platt. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd í Stjömubíó Kvikmyndin Flatliners segir frá tilraunum með dauðan á vísinda- legan hátt. Nelson (Kiefer Suther- land) er ungur læknanemi sem fær áhuga á lífi eftir dauðann og fær af því tilefni fjóra starfsfélaga sína til þess að drepa sig á skurð- arborði og lífga við að mínútu lið- inni. Á meðan á þessu stendur upplifir hann æviskeið sitt á þann hátt og fólk sem hefur dáið og tek- ist hefur að lífga við aftur. Félagar Nelsons fyllast öll forvitni um reynslu hans og vilja öll upplifa eitthvað svipað og ganga í því skyni í gegnum dauðaþrepið, en brenna sig harkalega. Þarna er unnið með skemmtilega hugmynd, en þó verður að segjast eins og er að myndin er helst til langdregin og vantar talsvert ris til þess að geta talist eftirminni- leg, en hún er langt frá því að vera leiðinleg og er spennandi og for- vitnileg oft á tíðum. Helsti kostur myndarinnar er tvímælalaust kvikmyndatakan sem er afbragðs- góð og nýtist vel þegar er verið að skyggnast inn í heim þess óþekkta og kynna okkur almúganum til- finninguna að deyja. Þrjú stór nöfn innan leikarastéttarinnar eru þarna á boðstólum, þau Julia Ro- berts, Kiefer Sutherland og Kevin Bacon. Þau virðast nú helst hafa verið valin í hlutverkin til þess að hala inn bíógesti, en ekki til þess að sýna eitthvað af þeim leikhæfi- leikum sem þau kunna að hafa. En myndina út í gegn velti ég mikið fyrir mér hvað Julia Roberts ætti að framkalla í myndinni og komst að því að lokum að það var bók- staflega ekkert annað en að vera til staðar og sýna að hún væri til og finnst mér skrýtið þvílíkt stór- stjörnuval í mynd eins og þessa. ÁHK. að kannast við. Bestu vinir aðal fást á geisladiski. Útgefandi er Steinar hf. Laddi: Of feit fyrir mig Flestar af frægustu persónum Ladda láta ljós sitt skína á þessari plötu sem inniheldur eingöngu ný og áður útgefin lög. Þarna má finna Skrám, Eirík Fjalar, Saxa lækni, Skúla rafvirkja og Þórð húsvörð, ásamt fjölmörgum öðrum vinsæl- um fígúrum sem Laddi hefur gert ódauðlegar í skemmtanalífi lands- manna. Eigi færri en ellefu lands- kunnir hljóðfæraleikarar leggja hönd á plóginn til að gera þessa plötu sem vandaðasta. Of feit fyrir mig fæst á geisladiski, plötu og kassettu. Útgefandi er Skífan. Ryð *** Aftalhlutverk Bessi Bjaroason, Egill Ói- afsson, Siguröur Sigurjónsson, Christ- ine Carr, Stefán Jónsson. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Handrit- Ólafur Haukur Símonarson. Framieiðandi: Slgurjón Sighvatsson. Bönnuð innan 12 ira. Sýnd ÍRegnboganum. Kvikmyndin Ryð er ein sú áhuga- verðasta sem gerð hefur verið fram að þessu og kostir hennar margir. Hún segir frá Badda (Bessl Bjama- son) sem rekur bflaverkstæði út úr alfaraleið og býr þar elnn með tveimur bömum sínum og vit- grönnum bifvélavirkja. Einn daginn kemur dularfullur maður í heim- sókn og þekkir greinilega til á staðn- um og seinna kemur í ljós að þetta er fyrrum æskuvinur Badda. Mað- urinn sem reynist heita Pétur (Egill Ólafsson) er þama kominn afíur eftir að hafa flúlð land vegna morð- ákæm sem hann haíði á bakhtu. Hvað hann vill Badda og til hvers hann er kominn veit enginn og út af þessu magnast upp miklar deilur og óhugnanlegir atburðir taka að ger- ast Mjög fáir leikarar koma frarn í myndinni, en það kemur ekki að sök vegna þess að persónumar em allar mjög djúpar og Sérstaklega vel skrifaðar og þar á hetðurinn Ólafur Haukur Símonarson sem skrifar handrit ntyndarinnar. Handritið er raunar byggt upp á leikriti hans Bílaverkstæði Badda, sem sýnt var hér á landi fyrir nokkmm ámm stð- an. Eini galli myndarinnar er heldur langdreginn söguþráður fyrripart- hm, en strax eftir hlé fer myndin af stað með fullu trukki. Framleiðandi myndarinnar er Sig- utjón Sighvatsson, sem einnig er einn eigandi Propaganda Film og er einnig framleiðandi Wild at heart Láms Ýmir Óskarsson lauk námi frá Sænska kvikmyndaskólanum árið 1978 og hefur síðan þá verið virkur við kvikmyndaleikstjóm og ekki er ýkja langt síðan hann sendi frá sér myndina Den frusna leopar- den. Þess má geta fyrir velunnara ís- lenskra kvikmynda að um ntiðjan janúar verður sýnd í Sfjömubíó stuttmyndin Raunasaga með þeim Finnboga Kristinssyni og Rósu Ing- ólfsdóttur í aðalhlutverkum og mun þetta vera fyrsta verk ungs leiksfjóra sem lauk nýlega námi frá kvik- myndaskóla t Suður-Ameríku. ÁHK. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavík 18.-24. janúar er f Háaleitisapóteki og Vesturbæjar- apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- ingar um læknis- og lyQaþjónustu eru gefnar f síma 18888. Hafnaifiöröur. Hafnarfjarðar apótek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar f símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt Upplýsingar eru gefnar í slma 22445. Apötek Keflavíkun Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selföss: Selfoss apótek eropið til kl. 18.30. Op- ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavík, Setþamames og Kópavog er f Heilsuverndarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugandög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Set- tjamamesi er læknavakt á kvöldln kl. 20.00- 21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vltjanabeiðnir, slmaráðleggingar og tímapantan- ir i stma 21230. Borgarspjtalinn vaktfrá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyljabúðir og iæknaþjónustu erugefnar I slmsvara 18888. Ónæmisaðgeriðir tyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Helisuvemdarstöö Reykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Settjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garðabær: Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er i síma 51100. Hafnarfjöröur Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogur. Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavflc Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Síml 687075. Sjúkrahús X' v ' MmP •.'} s' /v/ 8KB ' S /v t <• ' * Landspitalinn: Alla dagakl. 15 til 16ogkl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariæknlngadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspftali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Boig- arspítalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðlr Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Weppsspítali: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 16 og kl. 18.30 tilkl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífflsstaðaspitali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlið hjúkrunarheimíli i Kópavogi: Heim- sóknarlimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurtæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusími frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahus Akraness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Settjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100, Kópavogun Lögreglan sfmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjöróun Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavtk: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö sími 12222 og sjúkrahúsið sími 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjöröur: Lögreglan simi 4222, slökkviliö simi 3300, brunasimi og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.