Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 , . fi=' — 1 a i/vi ■ r-i/i/i i ii- 1 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusmu v Tryggvagotu. S26822 &J3VÍÍ. Ókeypis auglýsingar fyrir einstakllnga POSTFAX 91-68-76-91 í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 ríniinn FÖSTUDAGUR18. JANÚAR1991 Stríðið við Persaflóa tefur samninga- viðræður um byggingu álvers: Á L Fl I Ji ÍAR [F F E INI Fundi aðalforstjóra álfyrirtækjanna þriggja í Atlantsáls- hópnum, sem hefjast átti í New York í dag, hefur verið frest- að. Ástæðan er sú að hollenska fyrirtækið Hoogovens telur ekki óhætt fyrir forstjóra sína að ferðast um háloftin meðan stríðsástand varir við Persaflóa. Fyrirtækið óttast hryðju- verk íraka. Þessi ákvörðun var tekin í fyrradag, skömmu áð- ur en stríðið hófst. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, Jóhannes Nordal, formaður álvið- ræðunefndar, og Halldór Krist- jánsson, lögfræðingur í iðnaðar- ráðuneytinu, ætluðu að hitta að- alforstjóra álfyrirtækjanna í New York. Á fundunum var fyrirhugað að ræða um álsamningana í heild. Aðalforstjóri Alumax og Jón Sig- urðsson hafa lýst því yfir að þessir fundir séu mjög mikilvægir. Jón sagði í gær að vissulega væri slæmt að ekki hefði orðið af þess- um fundum nú, en hann sagðist vona að af þeim gæti orðið mjög fljótlega. Hann sagðist trúa því og treysta að þetta verði ekki til að tefja þetta mikilvæga mál. Hann sagðist hins vegar viðurkenna að tímaplanið væri þröngt og allar tafir væru óæskilegar. Menn telja að ófriðurinn við Persaflóa hafi slæm áhrif á fram- gang álmálsins. Á ófriðartímum draga fyrirtæki úr fjárfestingum, orkuverð hækkar, vextir hækka og erfiðara er að fá lánsfé. Öll þessi atriði eru væntanlegri álverk- smiðju á Keilisnesi í óhag. Ennþá hefur ekkert komið fram sem bendir til að Atlantsál fyrirtækin vilji fresta málinu um eitt ár eða svo, en ýmsir óttast að slík ósk komi fram. Ekki hefur verið ákveðið hvenær fundur forstjóranna, sem átti að hefjast í dag, verður haldinn. Óvíst er hvenær forstjórarnir losna úr farbanni. Forstjórar stór- fyrirtækja eru önnum kafnir menn og því getur tekið tíma að finna dag þar sem þeir geta allir mætt. Næstu fundir um raforkusamn- inginn hafa verið ákveðnir 31. janúar í Amsterdam og 5.-6. febrúar í New York. Þar eiga full- trúar Landsvirkjunar að hitta samninganefndarmenn álfyrir- tækjanna þriggja. Á þessari stundu hafa ekki borist upplýsing- ar um hvort þeim verður hleypt upp í flugvél. -EÓ Þórir Kari Jónasson, framkvæmdasfjóri mótframboðsins, lengsttil vinstri, afhendir formanni Dagsbrúnar, við enda borðsins, lista framboðsins yfir frambjódendur í stjóm og trúnaðarmannaráð. Tímamynd: Pjetur Kosningabarátta í Dagsbrún er hafin. Guðmundur J. Guðmundsson: Elti ekki ólar við aukaatriði Fyrirspurn um stöðu barna sfim aetin eru með tæknifrjóvgun: er í algerri óvissu í dag Réttorstaða bama, sem getin eru Hann lagði hins vegar áhersiu á að með tæknifrjóvgun, er í fullkom- samning laga um þetta mál væri af- inni óvissu í dag. Nefnd sem falið ar flókin vinna og brýnt að vanda var að semja frumvarp um réttar- hana vel. stöðu bama sem getin eru með Kristín Einarsdóttir, alþingismað- tæknifrjóvgun og aðstondenda ur Kvennalisto, sagði btýnt að lög þeirra hefur starfað í fjögur og um réttorstöðu bama sem getín hálft ár, en hefur ekki enn lofcdð eru við tæknifijóvgun lægju fyrir störfum. Þetta kom fram á Alþingi áður en tæknifrjóvganir hefjast hér þegar Guðrún Helgadóttir alþingis- á landi, en fyrirhugað er að hefja maður spurði dómsmálaráðherra þær á þessu ári ef fjármagn fæst um þetto mál. Guðrún sagði að réttorstoða bama ÓU Guðbjartsson dómsmálaráð- sem fæðst hafa hér á landi væri í herra sagði í svari sínu að nefndin, algerri óvissu. Enn sem komið er sem var skipuð 28. júlí 1986 tíi að hafa engin málaferii verið höfðuð fjaUa um réttorstöðu bama sem vegna þessara mála hér á landi, en getin eru með tæknifijóvgun, hefði víða eriendis hafa mjög flókin og safnað saman miklu af upplýsing- erfið mál farið fyrir dómstóla. Guð- um, m.a. um stöðu þessara mála á rún sagði að slik réttarhöld gætu Norðuriöndum. Hann sagðist hafa unnið bömunum mikinn skaða og kaUað formann nefndarinnar á þess vegna mættí ekki dragast að sinn fund og lagt mUda áherslu á sett yrði löggjöf um þessi mál sem að nefndarstorflnu verði hraðað og tryggði réttorstöðu bama og að- nefndin ljúki störfum fljótiega. stondenda þeirra. -EÓ Stríð við Persaflóa: Eftirlit á öllum flugvöllum eykst Ýmsir óttast nú að þegar átök hafa brotist út við Persaflóa muni alda hryðjuverka á Vesturlöndum og hat- ur arabaríkja á öllu því sem er vest- rænt er fylgja í kjölfarið. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hafa öryggisráðstafanir verið hertar á öllum flugvöllum heims af ótta við hryðjuverk. „Það er augljóst að menn gefa sér þennan möguíeika og gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ sagði Einar um hugsanlega hryðjuverka- öldu. Einar sagði að á undanförnum árum hefðu verið hertar allar örygg- isráðstafanir á öllum flugvöllum af ástæðum sem ekki tengdust þeim atburðum sem væru að gerast í dag en þegar aðstæður kæmu upp eins og stríð við Persaflóa væri gengið ennþá lengra í öryggisráðstöfunum á flugvöllum í Evrópu og í Banda- ríkjunum auk þess sem eftirlit yrði allt nákvæmara. Einar sagði að bókanir á flugi Flug- Ieiða frá Evrópu til Bandaríkjanna væru hægari en oft áður á sama tíma árs en breytingar á bókunum væru á jákvæðan hátt og ekki hefði orðið mikið um afpantanir á bókun- um, þannig að ekkert benti neitt sérstaklega til þess að það yrði hol- skefla á bókunum á flugi frá Evrópu til Bandaríkjanna. khg. Kosningabarátta er hafln innan Dagsbrúnar og í gær afhentu mótframbjóðendur gegn núver- andi stjórn framboðslista sinn. Kosningafundur verður síðan haldinn á miðvikudaginn kemur þar sem frambjóðendur beggja fylkinga verða með framsögu og í kjölfar þeirra verða umræður. „Það hefur verið einhver gaura- gangur út af þessum Dagsbrúnar- kosningum en þegar öll hrópin sem hafa verið viðhöfð eru athug- uð, kemur í Ijós að þau eiga ekki við rök að styðjast," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar, í gær. Mótframbjóðendur núverandi fé- lagsstjórnar hafa haldið því fram að þeim hafi verið neitað um ýmsa fyrirgreiðslu af hálfu félagsins, m.a. afnotum af fundarsal Dags- brúnar. Guðmundur vísaði þessu á bug og sagði síðan: „Sem formað- ur Dagsbrúnar er ég hvenær sem er tilbúinn til að ræða fram- kvæmdaatriði en sé þó ekki ástæðu til að elta ólar við orðahnippingar af þessu tagi. Dýpri þjóðfélagsleg atriði og staða stéttarinnar, sem er vandmeðfarin og viðkvæm um þessar mundir, skiptir miklu meira máli. Á hausti komanda blasir við gíf- urlegur vandi: Verður hægt að halda áfram þessari þjóðarsátt? Nú er mjög sótt á með hækkanir; ég nefni rafmagn, strætisvagna og fasteignagjöld sem vaða upp. Þá stöndum við í vaxtastyrjöld við bankana og mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna þeir, sem hafa rífandi góða afkomu, komast upp með að vinna gegn endurbygging- arstarfi þjóðarsáttar. Þá er það mjög ámælisvert að rík- ið skuli veita skattaafslátt af hluta- fjárkaupum. Verður ekki þessi hlutabréfamarkaður að standa og falla af sjálfum sér. Á ríkið að greiða mönnum 900 milljónir fyrir að kaupa hlutabréf á síðasta ári? Á ríkið að ausa hundruðum milljóna í þetta fólk á sama tíma og al- menningur er skattpíndur í land- inu? Þessi atriði og fjölmörg önnur sömu ættar eru mikilvægara um- ræðu- og úrlausnarefni heldur en hnútukast og öskur út af fundarsal Dagsbrúnar," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. —sá Kjörbúð í Matvöruverslunin í Austurstræti 17 í Reykjavík hefur verið tekin til gjald- þrotaskipta. Eigendumir sjálfir ósk- uðu eftir að búið yrði tekið til gjald- þrotaskipta og var það gert að morgni 15. janúar. Að sögn Kristjáns Ólafssonar lög- gjaldþrot manns, skipaðs bústjóra, verður reksti verslunarinnar þó haldið áfram fyrst um sinn með hag lánardrottna og starfsfólks í huga. Kristján sagði erfitt að segja til um hve kröfur í búið væru miklar því enn væri ekki búið að auglýsa eftir kröfum í það. -sbs. Læknadeilan: Nýr fundur ekki í bráð Nýr fundur hefur enn ekki verið samkomulags. Síðan þá hefur ekk- boðaður í kjaradeilu aðstoðarlækna ert verið aðhafst og Guðlaugur Þor- og sérfræðinga sem vinna á sjúkra- valdsson ríkissáttasemjari sagði það húsum. Síðasti fundur var haldinn á ósennilegt að nýr fundur yrði boð- þriðjudagskvöld og lauk honum án aður fyrr en eftir helgi. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.