Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 18. janúar 1991 Hollustuvernd ríkisins: RAÐLEGGINGAR UM MEÐFERÐ ÞORRAMATAR í fréttatilkynningu frá Hollustuvemd ríkisins segir að stofnunin vilji koma ráðleggingum um meðferð þorramat- ar og viðkvæmra matvæla almennt til almennings. Er það vegna þess að framleiðsla á þorramat er með nokk- uð öðrum hætti en tíðkast með dag- lega rétti og telur Hollustuvemd þarft að benda á vissa þætti sem geta kom- ið í veg fyrir ranga meðferð hans. „Grundvallaratriðin við meðferð á þorramat byggjast á hreinlæti, kæli- geymslu, hitun þeirra rétta þar sem það á við og stuttum aðdraganda að undirbúningi þorramatarins. Gætið ýtrasta persónulegs hreinlætis við til- búning og framleiðslu, svo sem að þvo hendur með sápu. Notið hreina hnífa og skurðbretti við matseldina. Notið pappír í stað eldhúsklúta og svampa. Sjóðið kjöt, sérstaklega léttsaltað og úrbeinað, og svið þannig að það gegn- umhitni upp í 70 gráður á C eða hærra. Kjötrétti, sem á að halda heit- um, sé haldið við 60 gráðu hita á C eða hærra. Soðið kjöt eða rétti úr þeim má ekki geyma lengi við stofúhita og varast skal að hrúga heitu og volgu kjöti saman í ílát, því þá kólnar það of hægL Kartöflu- og rófustöppur eru viðkvæmar því að í þær er bætt mjólk, sykri og kryddi sem bæta skilyrði fyrir gerlagróður. Eigi að endurhita kjöt- rétti, Ld. pottrétti, skulu þeir hitaðir í 70 gráður á C eða hærra. Sýrðan mat er best að setja í mysu- blöndu og geyma í kæliskáp þar til hann er borinn fram. Afganga á að láta aftur í mysublönduna og geyma í kæliskáp. Mat, sem súrsaður er í heimahúsum, þarf fyrst að sjóða vel og kæla áður en hann er sýrður. Súrs- un fari fram á köldum stað, helst í kæliskáp. Súrmatur, sem fluttur er á milli staða, á að vera í mysublöndu og flutningur á að taka sem stystan tíma. Sérstaka aðgæslu þarf að hafa við meðferð á ósýrðum þorramat, svo sem slátri og sviðasultu, því þessi mat- ur hefúr mun skemmra geymsluþol en súrmatur. Geymið soðið kjöt og kjötrétti í kæli frá framleiðslu eða matreiðslu þar til réttimir em bomir fram. Geymið allan súrmat í kæli þar til hann er borinn fram. Sýnið sérstaka aðgæslu við geymslu á ósýrðum maL svo sem sviðasultu, og geymið sem mest í kæli. Geymið alla afganga í kæli. Látið viðkvæm matvæli ekki standa lengur en 4-5 klukkustundir við stofuhita. Munið að geyma viðkvæm matvæli í kæli þar til þeirra er neytt og setja afganga í kæli“. Að sögn manna hjá Hollustuvernd er hægt að minnka líkur á að okkar þjóð- legi þorramatur valdi matareitmnum eða matarsýkingum þetta árið, með því að fylgja þessum ráðleggingum. khg. Félagsmálaráðherra skipar nefnd sem ræðir um sameiningu sveitarfélaga: Sveitarfélögin geti mynd- að sterka og öfluga heild Félagsmálaráðherra hefur nú skipað nefhd sem ætlað er að koma með sam- ræmdar tillögur á skiptingu landsins í sveitarfélög. Nefndinni er ætlað að vinna út frá gmndvelli sveitarstjómar- laga frá árinu 1986 þar sem 50 íbúar em lágmarkstala í hvers sveitarfélags. Að undanfömu hefur farið fram um- ræða um hvort hækka eigi lágmarks- íbúatölu sveitarfélaga úr 50 en samein- ingu þeirra sveitarfélaga sem vom inn- an þess fjölda er nú um það bil að Ijúka. Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, sem mun starfa með nefndinni, sagði í samtali við Tímann að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði verið með tillögur um að lágmarksíbúatala sveitarfélaga yrði hækkuð í áföngum úr 50 íbúum í 400. Þó sagði hann að nefndin væri ekki bundin af þeirri tölu. Nefndinni er meðal annars ætlað að gera samræmdar tillögur um æskileg- ar breytingar á skiptingu landsins í sveitarfélög. Þannig er ekki aðeins gert ráð fyrir einhverri lágmarksíbúatölu í hverju sveitarfélagi heldur verði það einnig að vera á einu þjónustusvæði sem geti myndað eina sterka félagslega heild. Þegar nýju sveitarstjómarlögin tóku gildi árið 1986 vom sveitarfélög í land- inu 223, þar af vom 17 sem töldu inn- an við 50 íbúa. Frá þeim tíma hafa 22 sveitarfélög verið sameinuð öðmm. Nú síðast, eða um áramóL sameinuðust Hrafnagils-, Saurbæjar- og Önguls- staðahreppar í Eyjafirði í sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit og telur tæplega 1000 íbúa. Og í næsta mánuði sameinast Presthóla- og Öxarfjarðarhreppar í Norður- Þingeyjarsýslu í Öxarfjarðar- hrepp og í því sveitarfélagi verða um 370 íbúar. -sbs. Fimm kórar og lúðrasveit á geisladiski Um miðjan desember sl. kom út á vegum Tónlistarsambands alþýðu geisladiskur og snælda, „Tónaltónar", með tónlist sem flutt er af aðildarfélögum sam- bandsins, fimm kóram og einni iúðrasveit. Hóparnir eru Aia- fosskórinn, Grundartangakór- inn, Lúðrasveit Verkalýðsins, RARIK kórinn, Reykjalundar- kórinn og Samkór TVésmiðafé- lags Reykjavíkur. Alls eru 27 lög á geisladisknum og snæld- unni og hafði hver hópur um 10 mínútur til umráða, en efn- isval og fjöldi laga var hverjum hópi í sjálfsvald sett. Efnisval er fjölbreytt og þama er að finna efni við allra hæfi, bæði innlend og erlend lög. Geisladiskurinn og snældan verða fyrst um sinn til sÖIu hjá viðkomandi kóram og lúðra- sveit, en þeir sem þess óska geta pantað eintök hjá formanni TÓNALÍsíma 51801. Þetta er í fyrsta skipti sem þessir hópar taka sig saman um útgáfu tónlístar, en nokkrir hópanna hafa gefið út sínar eig* in hljómplötur. Þetta er þó ekki fyrsta sameiginlega tónlistar- verkefnið sem hóparnir fram- kvæma, því að á undanfomum árum hafaverið haldnir sameig- iniegir tónleikar í Háskólabíói. Þá hafa nokkrir þessara hópa tekið þátt í samnorrænum tón- listarmótum í Noregi, Finn- landi og Danmörku og 1.-5. júlí 1992 verður haldið hér á landi samnorrænt tónlistarmót með þátttöku kóra og lúðrasveita frá öllum Norðuriöndunum og er búist við a.m.k. 3000 þátttak- endum. Athugasemd frá Húsnæðisstofnun Ritstjóra Tímans hefúr borist eftirfar- andi athugasemd frá Húsnæðisstofn- un ríkisins ,Að gefhu tilefni vill Húsnæðisstofn- un ríkisins koma eftirfarandi á fram- færi í blaði yðar. Varðandi grein 15. jan. sl. um kosnað- arsamanburð á félagslegum íbúðum. Við framkvæmd útreikninga er ekki rétt farið með lánshlutfall og lánstíma félagslegra kaupleiguíbúða. Ekkert er gefiö upp um forsendur við útreikning á leigu, en gera má ráð fyrir að sami misskilningurinn sé þar. Rekstrarkosn- aður virðist vera með sums staðar, Ld. við leigu en þó er það ekki alveg IjósL Gerður er samanburður milli kaup- leiguíbúða með 70% + 15% lánshlut- fall og félagslegra eignaíbúða með 90% láni. Félagslegar kaupleiguíbúðir eru reiknaðar út miðað við sömu forsend- ur og almennar kaupleiguíbúðir en lánshlutfall þar ætti að vera 90% en ekki 70 + 15% lánshlutfail. Sagt er að samanburðurinn sé miðað- ur við almennar kaupleiguíbúðir „enda hafi Reykjavíkurborg ekki fengið heim- ild fyrir félagslegum kaupleiguíbúð- um.“ Staðreyndin er að Reykjavíkur- borg hefur aldrei sótt um félagslegar kaupleiguíbúðir. Vegna ársins 1991 er sótt um 40 almennar kaupleiguíbúðir. Varðandi samanburð á byggingar- kostnaði íbúða Húsnæðisnefhdar Reykjavíkur við það sem kallað er „mikið notað meðalverð íbúða" hjá Byggingasjóði verkamanna verður að nefha eftirfarandi: Notuð er stærsta íbúðin í útreikning- um Húsnæðisnefridarinnar sem er 128.5 fm og kostar 7.670.000 kr eða 59.688 á fm. Meðalíbúðin sem notuð var hjá Byggingarsjóði verkamanna er 95 fm og kostar um 5.500.000 kr. eða um 57.894 á fm og er það verð frá því um mitt síðasta ár. Þetta er það sem í þessari grein er kall- að að stinga í stúf við raunveruleikann. Staðreyndin er að fermetraverð ibúð- anna er svo að segja það sama og þetta sem kallað er „vinsælt tilbúið verð til að nota fyrir félagsmálaráðuneytið og aðra aðila" er í fullu samræmi við verð á fermetra á síðastliðnu ári í fjölbýlis- húsum. Hjá Byggingasjóði verkamanna er meðalverð félagslegra íbúða í fjölbýli í dag um 62.000 kr á fm. Það sem hækkar verð félagslegra íbúða í dag er að af skipulagsástæðum er allt of algengt að settar séu kvaðir um bílskýli. En meginmarkmið Bygg- ingarsjóðs verkamanna er að byggja íbúðir fyrir þá sem af einhverjum ástæðum þurfa á aðstoð að halda við húsnæðisöflun. Þannig hækkar verð áðumefndrar 128.5 fm íbúðar úr 7.760.000 í 8.910.000 þegar bílskýli og snjó- bræðslu er bætt við verð til kaupanda og/eða leigenda. Varðandi það að leiga almennra kaup- leiguíbúða „sé margfalt hærri en skjól- stæðingar borgarinnar ráði við“ þá er það einn megintilgangur með áður- nefndum lánaflokkum hjá Byggingar- sjóði verkamanna að gera fólki kleift að velja húsnæði með hliðsjón af tekj- um. Þannig að húsnæðiskostnaður Að gefnu tilefni vegna greinar- gerðar sem lögð var nýlega fram í borgarráði um kostnað vegna fé- lagslegra íbúða og birt hefur verið opinberlega, vilja félagsmálaráðu- neytið og Húsnæðisstofnun rfkis- ins koma á framfæri eftirfarandi: í útreikningum sem lagðir voru fram í borgarráði frá skrifstofu hús- næðisnefndar Reykjavíkur komu fram rangar upplýsingar um lán og lánsjör kaupleiguíbúða. Framsetn- ing þessa yfirlits leiðir til þess að gerður er samanburður milli kaup- leigu- og eignaríbúða (verka- mannabústaða) sem er bæði rangur og villandi. Þetta felst m.a. í eftir- farandi: 1. Útreikningar á greiðslubyrði lána vegna kaupleiguíbúða eru miðaðir við lánshlutfall samkvæmt lögum sem fallin eru úr gildi. í stað 90% lána til kaupleiguíbúða er miðað við 85% lán. Hins vegar eru fari ekki fram úr þriðjungi af heildar- tekjum. Sveitarstjómir og aðrir framkvæmda- aðilar verða því að byggja eða kaupa íbúðir þannig að fólk geti valið tegund allir útreikningar á greiðslubyrði lána til félagslegra eignaríbúða (verkamannabústaða) miðaðir við nýju lögin eða 90% lánshlutfall. 2. Rangar forsendur eru notaðar við útreikning á greiðslubyrði lána vegna félagslegra kaupleiguíbúða. Sem dæmi um rangan útreikning má nefna að afborganir og vextir af láni til félagslegrar kaupleiguíbúð- ar sem kostar 7,7 m.kr. er sögð vera 31.000 kr. á mánuði fyrsta árið en er í raun 10.400 kr. á mánuði. 3. Borin er saman greiðslubyrði af lánum miðað við 100% fjármögnun kaupleiguíbúða og 90% þegar fé- lagslegar eignaríbúðir eiga í hlut. Þetta þýðir að litið er framhjá því að kaupendur félagslegra eignar- íbúða þurfa að leggja fram 10% af verði íbúðar sem er um 600 þúsund kr. miðað við 2ja-3ja herbergja íbúð. 4 Rekstrarkostnaður leiguíbúða húsnæðis með hliðsjón af tekjum og greiðslugetu. virðist mjög hátt reiknaður. Sem dæmi má nefna að mánaðarleiga sem áætluð er fyrir 4ra herbergja félagslega kaupleiguíbúð er í grein- argerðinni 42.000 kr. á mánuði en greiðslubyrði skv. útreikningi Hús- næðisstofnunar er 15.000 kr. á mánuði. Samkvæmt þessu virðist mánaðarlegur rekstrarkostnaður þessarar íbúðar vera 27.000 kr. Á vegum Húsnæðisstofnunar rík- isins og félagsmálaráðuneytisins er nú unnið að gerð sérstakra leið- beininga til húsnæðisnefnda varð- andi útreikninga á greiðslubyrði lána og ákvörðun leigugjalds. í kjölfar reglugerðar um félagsleg- ar íbúðir sem verið er að gefa út verða haldnir kynningarfundir og námskeið fýrir húsnæðisnefndir og aðra framkvæmdaaðila um félags- lega húsnæðiskerfið. Jóhanna Sigurðardóttir sign. Ingi Valur Jóhannsson sign. Virðingarfyllst Húsnæðisstofnun rödsins Percy B. Stefánsson." Athugasemd félagsmálaráðherra við niðurstöður húsnæðisnefndar Reykjavíkur: Villandi samanburður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.