Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 18. janúar 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sfml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þýðingarskyldan Nokkrar umræður hafa orðið í fjölmiðlum um það ffamtak forráðamanna Stöðvar 2 að endurvarpa dag- skrá bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Af hálfu forráðamanna Stöðvar 2 hefur verið látið að því liggja, að verið sé að sýna fréttnæma atburði í beinni útsendingu í þeirri andrá sem þeir gerast. Þá er lögð mikil áhersla á að þetta fréttaefni CNN sé ein- stætt að gæðum og mjög til íyrirmyndar um hvemig sýna megi stórviðburði í beinni útsendingu til heims- ins alls, þannig að áhorfendur lifi sjálfa stundina eins og þeir séu þar á staðnum í eigin persónu. Þótt slík útmálun á ágæti beinna sjónvarpssendinga sé að vísu nokkuð fegruð, er augljóst að myndsend- ingar á samri stundu af stóratburðum er í eðli sínu einstakt fréttaefni fyrir sjónvarpsstöðvar og hlýtur að vera eftirsótt af sjónvarpsáhorfendum. Um það eru næg dæmi, og tiltækast að nefha þá ásókn sem er í að sjónvarpa beint íþróttaviðburðum og fegurðarsam- keppni, og því alls ekki óeðlilegt að eftirspum eftir beinum útsendingum af öðmm umtöluðum atburðum segi til sín, ef tæknilegir möguleikar em til þess að fullnægja henni. En svo vikið sé aftur að endurvarpi Stöðvar 2 á fréttaefni CNN-stöðvarinnar verður að geta þess að þetta framtak rekur sig á lögbundnar hindranir á fijálsræði Stöðvar 2 til þess að stunda slíkt endurvarp. Hindmnin liggur í því að samkvæmt reglum, sem ráð- herra hefur ákveðið og reistar em á ákvæðum út- varpslaga, er íslenskum útvarps- og sjónvarpsstöðv- um skylt að láta efni á erlendu máli fylgja íslenskt tal eða neðanmálstexti á íslensku. M.ö.o.: Islenskum sjónvarps- og útvarpsstöðvum er lögð á herðar þýð- ingarskylda. Þýðingarskyldan er gmndvallaratriði í ffamkvæmd útvarpslaga; sem útvarpsréttamefnd get- ur ekki horft ffamhjá. Utvarpsréttamefhd verður að halda sér við gildandi reglur. Eins og ffam hefur komið í fféttum hefur útvarps- réttamefhd tekið endurvarp Stöðvar 2 á fréttum CNN til athugunar og komist að þeirri niðurstöðu að þetta endurvarpaða efni sé margs konar blanda dagskrárat- riða með auglýsingaívafi og alls ekki eingöngu um að ræða útsendingar fréttnæmra atburða í sömu andrá og myndsendingin á sér stað. Þess vegna telur nefndin, sem hefur úrskurðarrétt um þessi mál, að endurvarp Stöðvar 2 brjóti í bága við ákvæði reglugerðar um þýðingarskyldu á erlendu tali og auk þess ákvæði um að auglýsingar í íslenskum sjónvörpum skuli vera á íslensku. í þessu liggur að Stöð 2 er óheimilt að haga útsendingum á efni frá CNN á þann hátt sem viðgeng- ist hefur. Hitt er svo annað mál hvort breyta eigi fyrirmælum laga og reglugerða um þýðingarskyldu. Menntamála- ráðherra kann að hafa vald í því efni, en fyrst og fremst er þetta mál Alþingis. Löngu er tímabært að staðið verði við ákvæði sjálfra útvarpslaga að þau verði endurskoðuð. Þá fyrst geta hafist skipulegar umræður um hverju eigi að halda í útvarpsmálum og hverju skuli breyta. GARRI Farandveislan frióinda hjá stofnunum rílds og borgar, ef marka má umraeóu um utanferóir ríkisstarfsmanna og nú horgarstarfsmanna. Það er cins og einhver opinher vilji ráói {ni', aó sagt er sem svos Vift getum greitt hund- ingjaleg iaun. Síóan bætum við þessi laun upp meó utanlandsferó- i, að hér rflc- í eina landi í i, au J«v svU sírstök frið- indi aó fá aft ferftast í útlöndum. Fara marghr svo oft til útlanda végna starfa síns, aft álítamál er hvort ekki sé betra að þcir búi í útlöndum. Þessi utanfararveiki í fslendingum árætur að rekja ta þess, þegar þótti fínt aft vera sigktur maftur. Látinn stjftmmálakappí, sem komst í and- engu likara en Daviö hafl tekíð að sér að stjóma fteiri borgura en að hér hefur verift um hálfgerðar Íystireisur að ræfta, eins og jafnan vfl! verfta, þegar menn ráfta sjálflr tíma sfnum. Þetta eru fínar feröir, sem Öðrum þræfti eru farnar til að létta af sér þunga stjómarstarfa arstjórar. Þeir töldu flestir að þeir heima. Davfð Oddsson. kostnað rðdsins, aö hann stafl með- al annars af umsvifum vegna nor* raens samstarfs. Slík ofkwró vit- af sér öllum störfum týrir flokkinn eða var sviptur þeim, héH þó einu nefndarstarfl vegna þess aft það þýddi utanbindsferó einu sinni á ári. Fyrri flokksbræftur hans töldu aft þaft væri ómannúölegt aft svipta hann utanlandsferftinni. Launauppbót borgarstarfsmanna ,Árift 1989 fóru 266 borgarfulltrú- ar/starfsmenn í 337 utaniandsferft- ir, sem kostuftu samtals 48 milljón- ir króna.“ Og enn hækköu þessar tölur á síðasta ári en þá fóm 313 manns utan á kostnaö borgarinnar. Þær fcröir kostuóu um 54 miHjónir króna. Þetta verkar á lesandann cins og snertur af geftbðun. Enginn veit hvaft borgarstarfsmaöur eóa borgar- fufltrúi er aft gera í útíöndum. Sagt hefur verið um óhóflegan ferða- ekkl > sbku rándým samstarfi svo hægt sé að hygla kanscflíistum. í mesta lagi hefur hún komift scr upp cinhwrjum rinabæjum í skanriina- vískum krummaskuðum. Stór hlutí þcssara ferðalaga borgarmanna hiýtur að vera erindisteysa, og þvf vera einskonar launauppbót við- komandi, Svona siður er ömurlegur og minnir á nóvember- og desem- berrútuna Glasgow- Amsterdam. Svo em til ófútni ferftalög í augum þeirra, scm b'ta á það sem hlunnindi að ferftast tll útlanda. Það eru ferða- lög innaniands. Af sjáifu leiðir. að eldti verður viðkomið aft tala um þýðingamiikið og árióandi feróalag tfl Skagastrandar. Þar fæst ekki Angus-stcik á dýrum veitingastaó, og þar eru ekki ieikhús á við leikhús heimsborga. Og mfldð rétt. Davíó Oddsson fór eldd í ferftalag innan- lánds s.L þrjú ár á vegum höfúft- borgar Iandsins. Aumingja litla ís- Davíft Oddsson borgarstjóri er for- ingi þessa liös og fremstur meðal jafningja í ferftalögum. llann hefur ferftast mfldö og fyrir hæstu fjá^ þremur ámm hefur tann þurft aft bregða sér til úttenda einum fjórtán sinnum og nemur feróakostnaður hans 3-4 milljónum. Það er þvf arstjóranum. Aftur á mótí er hann orftinn heimagangur»„London, Li- verpool og Hull", cins og segir « slagaranum. Skrifaðar hafa verið merkar bækur um ferðalög. Sumar þcssar farandvcislur hafa orftið aft minniháttar bókmenntum. Fer þar allt eftir því hver á heldur. Nú er borgarstjórinn gamansamur og vel máli farinn, svo hann gæti sem best sest ntftur og skrifað um eigi að ferðast fyrir 3,4 Vfst er að sú bók héti ekkk, anum. Garri Að úlskýra hið óþekkta Það eru blendnar tilfinningar sem stórstyrjöld úti í heimi vekur. Sumir fagna stórkostlegum árangri hers Sameinuðu þjóðanna við að eyði- leggja loftvamir íraka og rústa eld- flaugaskotpalla þeirra og telja að endanlegur sigur sé í höfri, eins og í handboltanum þegar upphlaupin heppnast og vöminni er splundrað. Aðrir reyna að góna inn í framtíðina og reyna að átta sig á hver og hvem- ig á að fylgja sigrinum eftir og er ekki bætandi í allan þann skara spámanna sem upp er risinn meðal vor og flestra annarra þjóða. Því best að hrista sig úr spámannlegum stelling- um og reyna ekki einu sinni að geta upp á hvemig olíuverðið mun leika aflalausan loðnuflota eða kyndi- stöðvar hitaveitna. Viðhorf til stríðsins em kannski eins margvísleg og mennimir em margir. Kráareigandi í Washington taldi að stríðið hafi komið á besta tíma - fyr- ir hann. Árásimar hófúst kl. 7 að kvöldi samkvæmt hans klukku og tilkynnti vertinn heimspressunni að allt myndi fyllast af þyrstum gestum sem hanga mundu á bamum hans fram eftir nóttu. Stundargróðinn einn skipti hann máli. Eiginkonur hermanna grétu fram- an í heiminn á sama tíma og Wash- ingtonbarinn fylltist og vildu fá mennina sína heim. Enn fer litlum spumum af því fólki sem horfði upp undir sprengjuregn í vel lukkuðum aðgerðum Samein- uðu þjóðanna. Málvemdarátak Fyrstu klukkustundir stríðsins sló fréttastofan CNN öllum fjölmiðlum við og veitti meira að segja Pentagon meiri og betri upplýsingar en herinn var fær um. íslendingar fylgdust með heims- sögulegum atburðum í beinni út- sendingu er Stöð 2 endurvarpaði CNN. Á sama tíma puðaði útvarps- laganefnd í gegnum reglugerða- flækjur sínar og komst að því að út- sendingar CNN brytu í bága við ís- lensk lög og væm íslenskri tungu stórhættulegar. Svavar kúltúrtröll mun nú gera málvemdarátak og loka fyrir CNN svo að „tærar lindir íslenskrar tungu" muni flæða ótruflaðar úr leyfilegum útvörpum þar sem út- valdir málvemdamnglingar skipa hvert rúm dagskrárgerðar og popp- rásaþátta. Svo laglega hefur til tekist að kynna stríðsógnina að síminn hjá almanna- vömum er rauðglóandi og viil fóik fá að vita hvað það á að gera. Enginn er fær um að segja því það. Flautur vamanna pípa upp úr þurrn og í stað þess að fá nýaldarfólk til að útskýra fyrirbærin stendur forstjóri Aimannavama á gati og þáttagerðar- menn æra upp hræðsluna í fólki með ástkæm, ylhýru og löglegu málfari sínu. Hræðsluáróður Sálfræðingar em kallaðir til að ráð- leggja hvemig segja á krökkum frá stríði sem enginn veit í raun og vem hvemig er. í skólunum er nemend- um safriað saman og kennarar rekja stríðsáróðurinn hver með sínu nefi og er líklegast álíka heil brú í því öllu saman og vömum íraka. Haft er fyrir satt að þá fari nú fyrst að fara um krakkana þegar prestam- ir mæta og biðjast fyrir og biðja hver sinn guð um frið. Þá er stríðsógnin orðin svo nálæg að eitthvað hræði- legt hlýtur að eiga sér stað. Svo ráðleggja blessaðir sálfræðing- amir að best sé að fræða bömin um hið eiginlega ástand við Persaflóa, því að fræðslan er vænlegust til að bægja ótímabærum ótta frá. Gallinn er aðeins sá að enginn veit hvaða ástand ríkir við Persaflóa og hvemig gengur að berja á óvinunum. Stund- um meira að segja erfitt að átta sig á hverjir em óvinirnir og er á mörgum að heyra að það sé aðeins einn mað- ur. Ef málið er svo einfalt þarf ótrúlega mikið sprengiefni og fyrirhöfn til að fást við hann. Saddam Hussein er aft- ur á móti þess fuliviss að hann eigi í höggi við sjálfan Satan semá heimil- isfestu í Hvíta húsinu. Von er að prestar verði bænheitir þegar svona stendur á. Verst er að höfðingjar þessir þurfa að draga fleiri þjóðir og óhemjulegan herafla með sér í slaginn. Væri nú gott að eiga kunnáttumenn að sem færir vom um að heyja ein- vígi við reginöfl án mikilla herleið- angra með tilheyrandi hörmungum. Ef málin em eins einföld og margir láta væri þeim vel borgið í höndum Sæmundar fróða Sigfússonar eða Ás- gríms Hellnaprests. En þar sem þeirra nýtur ekki lengur við verða ágreiningsefni ekki útkljáð með öðm en gríðarlegu bomsara- bomsi — og biðji svo hver fyrir sér. Pistiilinn í gær varð heldur enda- sleppur í prentun, en þannig var end- irinn skrifaður: En að auraleysi þeirra sem framleitt er fyrir sé orsök þess að framleiðend- ur fara á hausinn er svo skarpleg ályktun að hún ætti að geta glætt skilning jafnvel hinna tregustu á því að jafnvei hinn háæruverðugi mark- aður er háður því að auðurinn safnist ekki eingöngu á fáar hendur. Það er nefnilega ekki hægt að hagn- ast nema hafa einhverja til að græða á. Og öreigar hafa aldrei verið gróða- vænlegir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.