Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. janúar 1991 Tíminn 7 BÓKMENNTIR Pétur J. Thorsteinsson Ásgeir Jakobsson: Bíldudalskóngurinn. Athafnasaga Péturs J. Thorsteinssonar. Skuggsjá. Ásgeir Jakobsson hefur hér fyllt í op- ið skarð í útgerðarsögu íslendinga. Að vísu eru til tvær myndarlegar rit- gerðir um framkvæmdir Péturs á Bfldudal: Bfldudalsminning Lúðvíks Kristjánssonar og grein Ingivaldar Nikulássonar í ritinu Akranes. Þær eru báðar einskorðaðar við Bfldudals- árin. Margir vita að athafnasaga Péturs á Bfldudal var frægðarsaga og einhver veglegasti þáttur skútualdarinnar. Svo nær það ekki öllu lengra hjá mörgum. Ásgeir gerir grein fyrir uppruna Pét- urs og segir þar vel frá Þorsteini íÆð- ey, föður hans, og getur annarra bama hans, en niðjar hjónabands- bamanna í karllegg nefnast Scheving Thorsteinsson, þar sem kona Þor- steins var Hildur dóttir Guðmundar Scheving. En fyrst og fremst er þetta athafnasaga Péturs. Ásgeir telur að Pétur Thorsteinsson hafi horfið frá hamingju sinni að verulegu leyti er hann flutti frá Bfldu- dal til Kaupmannahafnar 1903. Þar með hafi hann yfirgefið þau umsvif sem veittu honum mesta lífsnautn og starfsgleði. Ásgeir er ekki fyrsti mað- ur sem ályktar svo. Hann vitnar í um- mæli Jónasar frá Hriflu sem segir: .Aldrei hafði fjárhagur Bfldudals- hjónanna verið blómlegri en einmitt á þessum tímamótum. En þá komu yfir Ásthildi hugarórar líkir þeim, þegar Þyri drottning Ólafs TVyggva- sonar þrábað mann sinn að sækja eignir hennar í Vindlandi." Pétur seldi afurðir sínar ytra og stjórnaði útgerð sinni þar til Milljóna- félagið tók við, en það hét raunar Aktieselskabet PJ. Thorsteinsson. Svo er að sjá að Ásgeir Ieiðrétti ýmislegt sem haft er eftir Thor Jensen um upp- haf þess félagsskapar í minningabók hans. Pétri var fljótlega ýtt úr stjóm félagsins, en hann náði þaðan þó nokkru fé, sem enginn mun vita hversu mikið var. En með bví hóf Pét- ur ný fyrirtæki. Þau telurÁsgeir hvert af öðru. Að öðru leyti tapaði Pétur öll- um eigum sínum sem runnu inn í Milljónafélagið. Þó er þess að gæta að hvergi kemur fram hvað hann átti sjálfúr utan við Bfldudalsverslun. Trúlega hefur hann átt íbúðarhús sitt í Kaupmannahöfn sjálfur. En hann átti ekki sjálfur togara utan við Millj- ónafélagið eins og Thor Jensen. Ásgeir hefúr kannað firmaskrár og veðmálabækur til að rekja feril Péturs á athafnasviðinu. Auk þess segir hann að Pétur Thorsteinsson sendiherra hafi safnað ýmsum heimildum um afa sinn, sem orðið hafi ómetanleg hjálp við að gera bókina. Milljónafélagið er kannske stærsta dæmi um tilraunir Dana til að ná tök- um á fiskveiðum og fiskverslun á ís- landi. Mér er ekki kunnugt um neitt yfirlit um þær tilraunir. Ásgeir nefnir t.d. Garðarsútgerðina á Austfjörðum. Kringum aldamótin sáu íslenskir menn í hillingum möguleika á ís- landi ef ekki vantaði fjármagn. „Stór- fé, það dugar ei minna,“ sagði Einar Benediktsson. Og það voru fleiri en hann sem leituðu uppi fjármálamenn erlendis og freistuðu þeirra að ávaxta fé sitt á íslandi. Ásgeir Jakobsson vík- ur að þessu í bók sinni að því leyti sem það snertir feril Péturs. Og það er góðra gjalda vert svo langt sem það nær. Það er ljóst að mjög hefur skipt um fjárhag Péturs frá því sem auður hans var mestur. Þó mun heimilið aldrei hafa búið við skort. Og víst eru kjör þeirra Ásthildar Thorsteinsson og Þuríðar Kúld ósambærileg. Auðvitað gatÁsthildur ekki gefið á báðar hend- ur í elli sinni eins og áður. Og víst reyndi hún þunga harma og mótlæti Ásgeir Jakobsson. innan fjölskyldunnar. En Þuríður missti öll böm sín nema einn óláns- mann og andaðist blásnauð. Svo er eftir að meta hver munur var á skap- lyndi þessara merku kvenna og við- horfum þeirra við mótlætinu sem báðar reyndu. Bók Ásgeirs Jakobssonar um Pétur Thorsteinsson er fróðleg um margt og fyrir minn smekk er hún líka skemmtileg. Halldór Kristjánsson. Dr. Benjamín H.J. Eiríksson: Refsar Guð? Þetta nýja ár byrjaði þannig fyrir mér, að upp í hendur mínar kom næstum tveggja ára gömul úrklippa úr Morgunblaðinu, blaðagrein eftir Sigurbjöm Einarsson biskup: „Lán eða lán- leysi“. (Mbl. 5. mars 1989) Hún hafði einhvem veginn orðið út- undan, gleymst, víst vegna annarra hluta. En nú kvaddi hún sem sagt dyra. Við höfum báðir skrifað nokkuð um það mál, sem bisk- upinn fjallar um, en minnst af þeim skrifum mínum hefir birst á prenti, enn sem komið er. Dr. Sigurbjörn hefir lengi boðað skoðanir sem ganga þvert á 2000 ára gamlan boðskap kirkjunnar. Ég ætla að nefna aðeins fáein dæmi. Spámenn Biblíunnar segja ekki neitt (satt) um framtíðina. Þeir spá ekki, í venjulegum skilningi þess orðs. Dauði Jesú á krossi var ekki fórnardauði heldur sýni- kennsla. Jesús kemur ekki aftur. Eilífa lífið er ekki eilíft líf, heldur eigind. Ég læt þessi fáu dæmi nægja að sinni. Biblían er orð Guðs. Hún er op- inberun hans til mannanna. Sú opinberun gerist smám saman í rás tímans. Hún er stigmögnuð. Spámenn ísraels vissu meira en Móses, og Jesús sagði enn meira. Víða í orðum hans kemur fram, að hann er að reyna að segja ekki of mikið. En ég segi bert hluti sem hann boðaði aðeins sem hálf- kveðnar vísur, eða dulbjó í mis- skiljanlegum orðum. Og nú kem ég að grein biskups. Dr. Sigurbjörn skrifar gegn þeirri skoðun, að menn endur- fæðist til nýrrar jarðvistar, komi með syndabagga frá fyrri tilveru, þetta sem Biblían kallar upprisu, og kalt og rólega erfðasynd; enn- fremur að menn hljóti örlög sam- kvæmt því. Hann skrifar gegn þeirri skoðun, að fyrir illa breytni hljóti menn illt hér á jörð, refs- ingu Guðs. En refsar Guð í reynd? Spámenn Gyðinga eru ekki myrkir í máli, segir biskupinn samt: „Þeir flytja þung dómsorð í nafni Guðs. ... Guð lætur ekki að sér hæða.“ En þá kemur óhjákvæmilega spurn- ingin: Hver er dómarinn og hver framfylgir dómnum, og hvar? Eða er þetta allt ekki annað en hið al- menna orðalag spámannanna, eða bara innantóm orð geðvondra manna? Máli sínu til stuðnings færir biskupinn fram svar Jesú feitletr- að: „Nei, segi ég yður.“ Þessi orð eru aðeins hluti af setningu. Bisk- upinn sleppir framhaldinu. En hverju er Jesús að neita? Ég ætla að tilfæra versin úr Biblíunni, svo að lesandinn geti sjálfur áttað sig: í sama mund komu einhverjir og sögðu honum frá Galfleumönn- um, að Pílatus hefði blandað blóði þeirra í fórnir þeirra. Jesús mælti við þá: „Haldið þér, að þessir Galí- leumenn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galfleumenn, fyrst þeir urðu að þola þetta? Nei, segi ég yður, en ef þér gerið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins. Eða þeir átján, sem turninn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér, að þeir hafi verið sekari en allir þeir menn, sem í Jerúsalem búa? Nei, segi ég yður, ef þér gerið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins.“ (Lúkas 13,1-5) Svar biskupsins heldur áfram: „Þetta skýlausa nei hans tekur af öll tvímæli um viðhorf hans til þeirrar hugmyndar, að slysfarir eða illvirki blóðhunda skýrist með því, að þeir sem fyrir verða séu að gjalda synda sinna, hreppa mak- leg málagjöld." Biskupinn hafnar einnig berum orðum að menn uppskeri samkvæmt „breytni í fyrra jarðlífi". En túlkar biskupinn svar Jesú sannleikanum samkvæmt? Nei, það gerir hann ekki. Hann snýr svari Jesú við, meiningunni! Merking orða Jesú er einfaldlega þessi: Já, þér munuð allir farast eins og Galíleumennirnir vegna þess að þér eruð allir jafn sekir og þeir. Það er alls ekki um meiri eða minni sekt að ræða í dómi Jesú. Þeir eru einfaldlega allir sekir og verðskulda að farast allir eins. Jes- ús segir: eins, EINS! Jesús er ekki að neita þýðingu sektarinnar fyrir örlög mannanna, heldur mismun sektarinnar í umræddu sambandi. En hvað með það að farast? Verður ekki að líta svo á, að verið sé að tala um refsingu og þá að undangengnum dómi? Er undankoma? Já! ef þér iðrist! Annars ... Jesús er að ýja að því, að nýir tímar séu í vændum, hjálp- ræðistímar. Þá geti menn fengið syndafyrirgefningu fyrir trú, trú á hann og fórnardauða hans. En undir handleiðslu biskupsins er svo komið, að langt er orðið síðan að ég heyrði orð eins og synd eða iðrun af predikunarstól. En hvers vegna þurfa menn að iðrast? Er það ekki einmitt vegna þess, að breytni þeirra verðskuldar refs- ingu? Og að iðrist þeir ekki, verði þeim refsað? Jesús segir því, að mönnum sé En hvað með það að farast? Verður ekki að líta svo á, að verið sé að tala um refsingu og þá að undangengnum dómi? refsað með slysförum og hermd- arverkum illra manna, fanta, að minnsta kosti stundum, þvert of- an í orð biskupsins: „Þér munuð allir farast eins,“ segir Jesús. Mig furðar í sannleika, að menntaður maður í hárri stöðu, biskup, skuli beita svona rang- túlkun að hætti lágkúrulegra pól- itískra ádeiluskrifara, og það í máli sem varðar sálarheill allra. Boðskapur biskupsins er síður en svo saklaus og meinlaus. Hvers vegna ættu menn að hafa áhyggj- ur af sálarheill sinni, ef hvorki er til framhaldslíf, eilífa lífið, né refs- ing fyrir illa breytni? Að sjálf- sögðu verður þetta allt að skiljast og gerast á mannlega vísu, því að menn eiga í hlut. Og hvert væri hlutverk kirkjunnar, ef hún með- tæki endanlega boðskap biskups- ins? Biskupinn segir sjálfur að spá- mennirnir flytji dómsorð Guðs. En þeim dómi á víst ekki að fylgja nein refsing, orð þeirra eru aðeins hugsuð sem almenn áminning. Að öðru leyti held ég að sú hug- mynd, að kristnir menn dæmdu samferðamennina dómi Guðs, sé einkaeign biskupsins. Ég held að engum öðrum dytti í hug, að þeir hefðu slíkt vald, það er að segja, nema þessi eini, sem Biblían segir að þetta vald sé á hendur falið, Jesús. Kenningar prestanna bera með sér, að þeir eru flestir illa að sér í Biblíunni. Um viðhorf Sigur- bjarnar biskups hefi ég fjallað í alllöngu máli við ýmis tækifæri, þótt ekki sé allt komið á prent. Nýi biskupinn virðist síst betur að sér í Biblíunni. í nýjárspredikun sinni sagði hann um Guð: Hann er, hann verður ekki og hann var ekki. (Sjá Mbl. 2. janúar síðastlið- inn.) í Opinberun Jóhannesar, sem er seinasta bók Biblíunnar, 8. versi, 1. kapitula, stendur: Ég er Alfa og Ómega, segir Drottinn Cuð, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi. Það er erfitt að kyngja því, að ekki einu sinni biskuparnir viti hvað stendur í Biblíunni um sum undirstöðuatriði trúarinnar. Með árunum hefi ég sannfærst um það, að þorri prestanna er löngu hættur að lesa Biblíuna. Ég lýk þessum orðum með því að segja, að Guð hefir sýnt mér á margvíslegan hátt, hvernig þess- um málum sé skipað hér á jörð, örlög mannanna, OG ÞAÐ MARG- SINNIS Á SVO SKÝRAN HÁTT, að ekki verður misskilið. í þeim mál- um er margt furðulegt, sumt mik- ið óskemmtilegt, annað undur- samlegt. Til manna og málefna hefi ég útsýn sem aðrir menn hafa ekki. 5.1.1991. LESENDUR SKRIFA Wk Eftir þing- flokksfund sjálfstæðis- manna Argir fleygðu íhaldshafti, eftir sviftingar. ÓIi Garðar orðlaus gapti og át svo lygamar. Kvenna- listakonur álykta Vetnið er vænlegur kostur, við veljum það konumar. En álmálið mengar og mengar og magnar upp deilumar. Hraðar sér á hundavaði, hann með E.B. sjón. Álsamning á auðu blaði undirritar Jón. Veltir sléttum vöngum Jón, völd of mikil hefur. Tæplega getur talist flón en tvímælalaust refur. Þ.Dan. •swww w»nRnwwvnvi<»\ ittiii iii: ■ijjijíj.'.víw.'j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.