Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. janúar 1991 Tíminn 5 Drottning fjallanna lætur til sín taka: Heklugos er hafið eftir 10 ára hlé Um klukkan 17 í gær hófst eldgos í Heklu. Mikið hraun rann úr þremur sprungum og virtist ein þeirra einna stærst. Mikill hraun- straumur var sunnanmegin í eldfjallinu. Eftir klukkutíma eldgos hafði gosmökkurinn náð um 12 kílómetra hæð. Heklugos gera að jafnaði lítil boð á undan sér og það átti við um þetta gos. Fólk sem býr í nágrenni við eld- fjallið varð vart við megna brenni- steinsfýlu eftir hádegið. Fólkið hélt í fyrstu að fylan kæmi úr Eyjafjallajökli vegna þess að vindátt stóð af suð- vestri. Smáskjálftar komu fram á jarðskjálftamælum um 20 mínútur fyrir fimm í gær. Um klukkan fimm urðu skjálftamir stærri og tíðari. Svo virðist sem að gosið hafi byrjað um svipað leyti. Strax og gosið byrjaði kom mjög mikið hraun upp úr sprungu sem náði ffá austri til vesturs. Mestur hraunstraumur var sunnanmegin í fjallinu. Gos var einnig úr fjalls- toppnum og álengdar var sem fjallið logaði. Gosmökkurinn náði fljótlega yfir 12 kflómetra hæð. Óveruleg aska féll í byggð, enda var vindáttin suð- læg þannig að aska lagði yfir hálend- ið til austurs og norðurs. Við Hraun- eyjarfossvirkjun, fyrir norðvestan Heklu, varð vart við öskufall milli klukkan sex og sjö. Öskufall byrjaði í Bárðardal um klukkan níu í gær- kvöldi. Gosið sást víða að. Vestmannaeying- ar sáu vel bjarmann í norðri. Frá Kirkjubæjarklaustri, Surtsey, Reykja- vík og vestan frá Mýmm sást ljós- rauður bjarmi á himni. Bændur í Landssveit sáu gosið best. Sigríður Theódóra Sæmundsdóttir, húsfreyja á Skarði í Landssveit, sá vel hraun- strauminn í hlíðum Heklu. Hún sagði að eldurinn væri mikill og mikill hraunstraumur úr tveimur gígum. Hún sagði að drunur frá gosinu væru ekki miklar. Sigríður sagðist ekki hafa fundið mikla jarðskjálfta fyrir gosið. Hún sagði kunnuga menn í Landssveit segja að minni jarðskjálftar fylgi gosi ef gossprungan opnast vel í upphafi. Sigríður sagðist telja að gosið væri ekki ólíkt eldgosinu sem varð árið 1980. Hún sagði að aðstæðumar nú væru aðrar en þá og því erfitt að bera gosin saman. Gosið 1980 hófst skömmu eftir hádegi 17. ágúst og birtuskilyrði því ailt önnur. Gosið þá var mjög kröftugt til að byrja með, en mestur kraftur var úr gosinu eftir rúman hálfan sólarhring. „Þetta er ekki ógnvekjandi ennþá og við erum ekki í neinni hættu. Þetta er þriðja gosið sem ég sé í þann tíma sem ég hef búið hér þannig að maður er farinn að kannast við þetta. Þetta gos kemur á miklu betri árstíma en árin 1970 og 1980. Nú eru allar skepnur á gjöf og við höfum haft á orði að það sé ágætt að Hekla opni sig núna úr því að hún þarf að vera að því á annað borð. Hún verður þá kannski til friðs næstu ár,“ sagði Sigríður. Guðmundur Sigvaldason jarðfræð- ingur sagði margt benda til að gosið væri ekki ólíkt gosinu 1980, kannski heldur meira ef eitthvað er. Hann sagði að þó að menn væm að bera þetta eldgos saman við gosið 1980 þýddi það ekki að menn ættu að búast við jafnstuttu gosi. Um lengd gossins væri ekkert hægt að segja. Guðmund- ur sagði þetta gos ólíkt gosinu mikla 1947, en þá varð sprenging í fjallinu og öskufall mjög mikið. Gosmökkur- inn komst þá í 25 kílómetra hæð, eða meira en helmingi hærra en mökkur- inn hefur komist í í þessu gosi fram til þessa. Guðmundur sagði að óvenjulega stuttur tími væri milli gosa í Heklu í seinni tíð. „Það er greinilegt að þessi eldstöð hefur eitthvað breytt um hegðun frá þeim tíma sem við höfum heimildir um. Gosið 1970 féll vel inn í það mynstur sem menn þekktu, en gosið 1980 og smágosið 1981 komu óvænt og þetta gos breytir mynstrinu algerlega. Ég held hins vegar að það sé mjög erfitt að koma með einhverj- ar stórar skýringar á breytingu á eld- virkni á þessu svæði." Heklugos gera ekki boð á undan sér. Er borin von að jarðvísindamenn geti nokkurn tímann spáð fyrir um Heklugos? „Nei, því vil ég ekki slá föstu. Það er fleira en jarðskjálftamælingar sem geta sagt fyrir um gos. Það hefur ekki verið reynt að setja á Heklu nein tæki sem gætu nýst við að segja fyrir um líkur á gosi. Þetta segir í sjálfu sér ekkert um getu eða vanmátt jarðvís- indamanna að segja eitt eða neitt um Heklugos," sagði Guðmundur. Tálið er að Hekla hafi gosið 16 sinn- um áður frá því að land byggðist, fyrst árið 1104 en það gos lagði Þjórsárdal í eyði. Á 20 öld hefur Hekla gosið fjór- um sinnum áður. Gosið 1947-1948 stóð í 13 mánuði og var gríðarstórt. Hekla gaus aftur árin 1970, 1980 og 1981. Öll voru þessi gos í minna lagi. Hekla er 1491 metra hátt. Fjallið er í reynd 10 kílómetra langur eldhrygg- ur sem liggur frá suðvestri til norð- austurs. Gossprunga er eftir hryggn- um endilöngum, alls um 40 kíló- metra löng, og nær hún langt út fyrir fjallið. Hekla gýs bæði gjósku og hrauni og hefur gjóskan valdið miklu tjóni á gróðri í aldanna rás. Mikil hætta er á að skepnur drepist sem éta gras sem hefur orðið fyrir flúoreitrun, en vart varð við slíka eitrun eftir gosið 1970. Fé er nú á húsum og er þess vegna ekki í hættu. Að jafnaði tekur nokk- urn tíma fyrir jarðveg og gróður að jafna sig eftir Heklugos. Almannavamir voru með viðbúnað í gær, en ekki var gripið til neinna sérstakra ráðstafana vegna eldgossins enda þótti ljóst að fólki væri ekki hætta búin. Lögreglan beindi því til fólks í gær að leggja ekki af stað í átt að eldstöðvunum vegna þess að færð var slæm, hálka og talsverður snjór. - EÓ Ólafur V. Noregskonungur. Ólafur Noregs- konungur látinn Ólafur V. Noregskonungur lést í gærkvöldi, 87 ára gam- all. Ólafur var elsti konungur í heimi og hafði átt við heilsu- brest að stríða um hríð. Bana- mein hans var hjartaáfali. Haraldur, sonur Ólafs, hefur nú tekið við konungdömi í Noregi. Tryggingastofnun ríkisins: Endurgreiðslur á kostnaði vegna tannréttinga hafnar TVyggingastofhun ríkisins hefur haf- ið endurgreiðslur vegna tannréttinga, sem hófust á tímabilinu 1.11.1989 til 31.12.1990. í fréttatilkynningu frá TVyggingastofnuninnni segir að þess- ar endurgreiðslur séu samkvæmt sömu reglum og giltu fram til 1.11.1989, þannig að greiddur er helmingur kostnaðar. Utan Reykjavíkur annast umboðs- menn Try ggi ngastofnu nar endur- greiðslurnar. í Reykjavík skulu menn snúa sér til afgreiðslu TVyggingastofn- unar að TVyggvagötu 28. Reikningar skulu hafa borist fyrir 1. mars nk. Áfallinn kostnaður frá og með l.janúar 1991, vegna tannréttinga sem hófust eftir 1.11.1989, verður endurgreiddur samkvæmt mati á þörf fyrir tannréttingar í hverju tilviki fyrir sig. Reglugerð vegna þessa verður gef- in út innan skamms og kynnt í fjöl- miðlum. I fréttatilkynningunni er fólki einnig bent á það að athuga að kostnaður vegna tannréttinga, sem hófust fyrir 1.11.1989, verður áfram endurgreidd- ur samkvæmt reglum, er þá giltu. Listinn tilbúinn Kjördæmisráð Alþýðuflofcksins á Reyfcjanesi hefur gengið frá fram- boðslista flokfcsins fyrir fcomandi kosningar. í fyrsta sætí er Jón Sig- urðsson, alþingismaður og ráð- herra, í öðru sæti Karl Steinar Guðnason aiþingismaður og í þriðja sætí Rannveig Guðmundsdóttir al- þingismaður. Næstu menn á listan- um eru Guðmundur Ámi Stefáns- son, Petrína Baidursdóttír, Jón Gunnarsson, Gizur Gottskálksson, Ema Friða Berg, Gréta Aðalsteins- dóttir og Þráinn Hallgrímsson. Dýraverndunarfélag íslands: VILL AÐ M.H. HÆTTIAÐ NOTA ROTTUR VIÐ KENNSLU Stjóm Sambands dýravemdunarfé- lags íslands og Starfshópur gegn dýratilraunum hefur ósfcað eftír því að hætt verði að nota lifandi rottur við kennslu í sálarfræði í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. ,Að því er stjórn SDÍ veit best er Menntaskólinn við Hamrahlíð eini framhalds- eða menntaskólinn á landinu sem notar lifandi dýr við til- raunir. Við gerum okkur grein fyrir því sjónarmiði að nemendur þurfi að komast í tæri við vísindalegar að- ferðir og vinnubrögð sem þeir vissu- lega gera með þessum tilraunum. Engu að síður erum við andsnúin þessum tilraunum vegna þess að þær eru ill meðferð á dýrunum. Rotturnar eru hafðar í litlum búr- um. Þær eru sveltar fyrir tilraunir. Einnig þekkjum við dæmi þess að matargjöf yfir helgi hafi alveg mis- farist," segir í bréfi sem Dýravemd- unarfélagið sendi Sverri Einarssyni, rektor M.H. Sverrir Einarsson, rektor M.H., sagði í gær að hann væri með málið í skoðun. „Ég mun ekki taka afstöðu fyrr en sálfræðideildin er búin að skila greinargerð um málið". Sverrir sagðist ekki vita til þess að rotturnar hefðu verið misnotaðar í neinum til- raunum og hann hefði heldur ekki orðið var við að nemendum þættu tilraunirnar eitthvað óhugnanlegar, heldur þvert á móti virtust tilraun- imar hafa aukið áhuga nemenda á sálarfræði sem væri mjög vinsælt fag f skólanum. Að sögn Sverris er bréf Dýraverndunarfélagsins fyrsta óskin um það að leggja þessar tilraunir niður síðan á þeim var byrjað í M.H fyrir mörgum árum. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, sagði að yfirleitt væri erfitt að komast hjá tilraunum með lifandi dýr og í sumum tilfellum væru slíkar tilraunir nauðsynlegar en bætti við að sjálfsagt væri notað meira af dýmm til tilrauna en ástæða væri til. „Sjálf- sagt er að vera mjög íhaldssamur í þessu sambandi og það skiptir höfúð- máli að þannig sé staðið að því, ef menn eru með lifandi dýr, að það sé fariö eins vel með skepnumar og mögulegt er. Það getur líka haft áhrif á nemendur að skynja að það sé verið að kvelja dýrin. Frá sjónarhóli kenn- ara er hins vegar skiljanlegt að hann reyni að nota þær aðferðir sem vekja mestan áhuga hjá nemendum en í dýravemdunarlögum stendur hins vegar að ekki skuli nota dýr til til- rauna ef aðrar aðferðir séu jafngóðar." Dýravemdunarfélagið telur greini- lega að tilraunir M.H. með rottur séu óþarfar því í lok bréfsins til rektors skólans stendur: „Til þess að kenna fólki um skilyrðingu em aðrar leiðir sem ekki fela í sér þjáningu fyrir dýr. T.d. að kenna nemendum að átta sig á þeirri skilyrðingu sem þeir sjá með því að horfa á lífið í kringum sig. Ef það er talið nauðsynlegt að tengja þetta nám við rottutilraunir Skinn- ers má lesa greinargóðar lýsingar á þeim í mörgum bókum sem fást á ís- lensku. Einnig fást myndbönd um þetta efni.“ fchg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.