Tíminn - 09.02.1991, Page 3

Tíminn - 09.02.1991, Page 3
Laugardagur 9. febrúar 1991 HELGIN 11 bát sínum í átt til hans. En er hann sá hann hélt hann bera manninn vera þjóf og ræningja, sem hefði strokið þangað og hótaði að hengja hann í hæsta gálga. Þá kunni auminginn ekki annað ráð en að segja: „Þetta væri illt verk af þér, því að snemma í morgun var ég jafn góður fiskimaður og þú. En net mín fóru öll í sjóinn ásamt fé- lögum mínum og mér bjargaði guðsnáðin ein úr hafsins nauð. Láttu mig vera vesalan þjón þinn sakir Maríu drottningar." Fiskimað- urinn varð hinn ánægðasti og leyfði honum að stíga á skipsfjöl. Þá gekk beri maðurinn að runni nokkrum og sleit af honum laufgrein til að hylja blygðan sína, því að hann átti ekki önnur föt. Strax og hann var kominn um borð mælti ís fiskimaður við hann: „Þú stærir þig af því að vera fiski- maður eins og ég, en slíkan hef ég ekki séð hér um slóðir í 72 ár. En ef þú ekki fyllir bátinn af fiski, kasta ég þér beint í hafsins djúp“. Þá hóf hinn ungi Aurvandill konungur hvíta hönd sína til síns himneska föður og bað um hjálp og varpaði netum sínum í sjóinn í nafni föður, sonar og heilags anda, svo að hann fyllti bátinn strax með þeirra hjálp, hinna tólf postula og einkum Sankti Péturs í Rómaborg. Þegar meistari ís, Fiskimaður, Her og Vís sá þetta, þá hrópaði hann: „Hafa skaltu þakkir fyrir að fiska svo vel með höndum þínum." Eftir þetta héldu þeir með afla sinn til hafnar heima hjá fiskimannin- um. Þar gaf á að líta: Sjö dýrlegir turnar gnæfðu yfir borginni og voru þeir vel við hæfi kóngsins í Rómaborg. í borg þessari hafði meistari Is 800 fiskimenn til þjón- ustu og urðu þeir allir að hlíta vilja hans. Á borgarmúrnum stóðu sjö ambáttir fiskimannskonunnar, klæddar silki og dýru líni. Þegar þær sáu komumann hrópuðu þær til hans: „Velkominn ís; hver er beri maðurinn sem ég sé standandi á skipi þínu? Vissulega er þar stroku- þjófur eða ræningi á ferð og ætlar hann sér líka að ræna okkur.“ En meistari ís skipaði þeim að haga sér betur: „Hann er okkar einkaþjónn og er ráðinn til þjónustu undir eins, því að hann kann að draga bein úr sjó. Víst hef ég verið fiskimaður í 72 ár, þó vildi ég gjarnan læra fiskveið- ar afhonum." Því næst tók meistari ís til við að afferma skipið, voru þar í allt fjögur þúsund og fimm hundruð fiskar, og fór hann að gera að þeim og var hinn kátasti. En þegar hann var að skera stóran hvalfisk fann hann grá- feld í maga hans og hélt hann að gráfeldurinn hefði áður verið á herðum hertoga eða greifa, en ræn- ingi nokkur hefði drepið hann síðan og varpað út á víðan sjó, þar sem hvalurinn hefði gleypt hann með húð og hári. Kona fiskimannsins sagði honum að fleygja gráfeldi strax aftur í sjóinn, en ís vildi alls ekki láta hann fyrir minna en fimm skildinga úr skíru gulli. Beri mað- urinn bað fiskimanninn um gráfeld, en fiskimaður mælti: „Ég hlusta ekki á þig nema þú borgir andvirði hans og þjónir mér sem hermaður." Þá þjónaði Aurvandill fiskimannin- um í sex vikur, þar til upp rann Tómasardagur. Þá mælti meistari ís við konu sína: ,Á þessi aumingi að vera allsber hjá okkur á hátíðinni? Ég held að við ættum að kaupa handa honum föt og klæða hann fyrir Guðs skuld.“ Þau keyptu á hann buxur fyrir þrjá peninga, eina leðurskó og eina sjómannaskyrtu fyrir sex og hálfan pening; en aldrei fékk beri maðurinn gráfeldinn. Af þeim sökum varð hann hryggur í lund, fór einförum og reif hár sitt: ,/Ei! Ég vildi helst fórna öllu sem ég hef týnt,“ kveinaði hann, „ef ég fengi hátíðaklæði eins og aðrir heiðarlegir menn, svo að ég geti gengið um meðal manna." Máría drottning sá aumur á hon- um, því að hún hjálpar í nauðum og sendi honum með Guðs hjálp þrjá- tíu silfurpeninga með Gabriel engli, en Júdas hafði einu sinni svikið Drottin fyrir þetta fé. Engillinn huggaði hann með þessum orðum: „Þú skalt ekki efast um riddara þína, sem drukknuðu í úthafinu. Því Guð var sjálfur leiðtogi þeirra á leiðinni til himnaríkis. Kauptu gráfeldinn fyrir þessa peninga, því að Guð bar hann í píslum sínum. Því að í hon- um ert þú betur varinn en í stál- brynju, svo að ekki bítur á þig sverð. Fimmtán fólkvíg muntu standast í feldi þessum, eins og þú hefur þegar staðist eitt.“ Þá gladdist Aurvandill mjög. Hann hljóp áleiðis til mark- aðarins með silfursjóðinn, en á markaðinum var gráfeldur boðinn til sölu. ís var sá eini sem bauð fimm skildinga í hann sem lægsta verð og væri bara einn skildingur fölsk mynt færi feldurinn aldrei á líkama þess manns. En hvað skeði? Fyrir kraftaverk Guðs molnaði feld- urinn í sundur, þegar menn snertu hann, rétt eins og hann væri allur rotinn, og þegar Is sá að feldurinn var svona lélegur þá gaf hann Aur- vandli hann fyrir þrjátíu silfurpen- inga. En Aurvandill hafði vart snert feldinn er feldurinn varð að spán- nýju klæði, sem nýlega hafði verið ofið. Þá mælti meistari ís: „Þú hefur nú fengið góðan feld, nú verður þú að vinna fyrir honum hjá mér og konu meistara þíns.“ Þessu hét Aur- vandill en óskaði samtímis eftir leyfi svo hann kæmist til hinnar helgu grafar. ís veitti honum umbeðið leyfi og gaf honum skotsilfur til far- arinnar og gaf honum í viðbót tvennar nýjar buxur. Og kona fiski- mannsins gaf honum ekki aðeins þrjá gullpeninga heldur bað hann líka um að fyrirgefa sér misgjörð sfna gagnvart honum er hún fyrst sá hann standandi á skipinu. Hún ályktaði sem svo: „Vegna velgengni þinnar hlýtur þú að vera hertogi í ættlandi þínu.“ En Aurvandill svar- aði henni: „Frú mín! Guð fyrirgefi yður allar yðar syndir. Vér munum sjá um að ávinna vernd hans." Með þessum orðum kvaddi Aur- vandill meistara sinn og frú ís, konu fiskimannsins." Reykjavík 1. nóvember 1989 Kolbeinn Þorleifsson íih ik%t min L-™*' wt*t%a />ir, QKJiSfcte jb"mi , w: ■ Auglýsingablað um hátíð kyrtilsins í Trier einhvem tíma á 17. öld. HELGARFERÐIR í JANÚAR FEBRÚAR OG MARS Skemmtiskrepp um helgi, kostar ekki mikið... ...með Flugleiðum. Verðlagið er vinsælasta lagið í Glasgow. Verslanir með fjölbreytt vöruúrvai. Veitingastaðir og skemmtilegar uppákomur á hverju götuhorni. Glasgow er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, spara og versla þar sem verðið kemur á óvart. LAUGARDAGUR TIL ÞRIÐJUDAGS HOSPITALITYINN TVEIR í HERB. KR. 27.680 Á MANN , • ' • • ■ •. ’ l I FLUGLEIÐIR I5 Þjónusta alla leið Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjarqötu 2, Hótel Esju oa Krinqlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300. Allar nánari upplýsingar færðu á sömskrifstofum FÍugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum Frimerki frá hátíð kyrtilsins í Trier.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.