Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 11
10 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR Föstudagur 27. febrúar kl. 17:00-21:00 Laugardagur 28. febrúar kl. 12:00-18:00 Á kynningunni gefst tækifæri til að fá upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði í Noregi, um laus störf og ekki síst tækifæri til að ræða beint og milliliðalaust við norska atvinnurekendur. Á síðunni; http://eures.is/atvinnuleitandi/heiti-potturinn er hægt að sjá hluta þeirra starfa sem í boði er. Eftirtalin fyrirtæki taka þátt Reinertsen Engineering AS, ThuleKraft ehf, NECON, Nordly Holding AS, STX Norway Offshore AS, Kanvas, Orange Group AS, Work Supply AS, Vanylven kommune/Vanylven Vekst, Job Norway AS, Oslo kommune, Stavanger-regionen (kommunene Stavanger, Sola og Sandnes), Vest-Telemark Næringsforum, Network Scenario, IDEA Recruitment, Flykningehjelpen, Manpower Professional Engineering AS, region vest, Manpower AS, Oslo, Siena Consulting, Sunndal Vikar, Fjord1 Nordvestlandske, Blomquist Recruitment Services AS, Fagformidling AS, Oslo og Norges Maritime Utdanningssenter. EURES í Noregi og á Íslandi standa fyrir starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 27. og 28. febrúar Atvinnutækifæri í Noregi STRÚTAR TEYGJA ÚR SÉR Þessir tveir strútar teygðu höfuðin til að kíkja yfir girðingu á strútabúi í Jasnagorodka, skammt frá Kænugarði í Úkraínu. Ræktun strúta til framleiðslu kjöts og skrautmuna hefur farið vaxandi þar í landi á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Lesendur hafa kvartað yfir meintu augslýsingaskrumi Ice- landair. Gunnhildi Eysteins- dóttur misbauð auglýsing þar sem Icelandair auglýsti Glas- gow sem „mín borg“ – „Okkur í fjölskyldunni dauðlangaði að heimsækja vini í Glasgow í sumar en þegar betur var að gáð flýgur Icelandair ekki þangað fyrr en í haust!“ skrif- ar hún. Þessu svarar Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, svona: „Icelandair er um þessar mundir að kynna alla áfangastaði sem félagið flýgur til á árinu og þar með þau fargjöld sem boðið er upp á. Sem kunnugt er flýgur Icelandair oft á dag til sumra stað- anna en sjaldnar til annarra, og til nokkurra borga aðeins hluta ársins. Flug til Glasgow hefst samkvæmt áætlun í haust og lægstu far- gjöld eru á 14.900 kr. aðra leið. Vegna efna- hagsástandsins er ekki flogið þangað í sumar, og það getur varla talist sök flugfélags þó flug- áætlun þess henti ekki einstaklingi sem ætlar á ákveðnum tíma að heimsækja vini sína.“ Ásta Einarsdóttir rak augun í auglýsingu Icelandair um að ódýrasta farið til München væri á kr. 17.300. „Það er skemmst frá því að segja að engin ferð á þeirra vegum frá apríl til september í ár var finnanleg á auglýstu verði,“ skrifar hún, allpirruð. Enn svarar Guðjón: „Það seldust strax upp þau hundruð sæta sem í boði voru á lægsta verðinu, 17.900 kr. Flugið til og frá München er þéttbókað af erlendum ferðahópum og fá sæti eftir laus. Rétt er að taka fram að það þjónar engum tilgangi fyrir Icelandair að auglýsa vöru sem ekki er til. Slíkt skapraunar viðskiptavin- um. Það er hins vegar ekki sann- gjarnt að ásaka okkur um ósann- indi eða auglýs- ingaskrum þó varan sem auglýst er seljist strax upp og einhverj- ir missi af henni fyrir vikið.“ Neytendur: Pirringur með auglýsingar Um meint auglýsingaskrum Icelandair HOLLAND, AP Milan Milutinovic, fyrrverandi forseti Serbíu, var í gær sýknaður af ákærum um stríðsglæpi í tengslum við Kosovo- stríðið árið 1999. Fimm aðrir fyrr- verandi leiðtogar Serba voru hins vegar sakfelldir. Þetta eru fyrstu dómar alþjóð- lega stríðsglæpadómstólsins um málefni fyrrverandi Júgóslavíu, sem felldir eru vegna stríðsins í Kosovo. Sýknun Milutinovic þykir áfall fyrir saksóknara dómstólsins, sem tókst ekki heldur að sakfella Slo- bodan Milosevic, fyrrverandi for- seta Júgóslavíu, fyrir sömu glæpi. Milosevic lést áður en réttarhöld- um yfir honum var lokið. Hinir sakfelldu eru Nikola Saini- vic fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu, Dragoljub Odjanic fyrrverandi formaður her- ráðs Júgóslavíu, Nebojsa Pavkov- ic og Vladimir Lazarevic, sem báðir eru fyrrverandi herforingj- ar í Júgóslavíuher, og loks Sreten Lukic, fyrrverandi yfirmaður í júgóslavnesku lögreglunni. Þeir voru allir dæmdir í 15 til 22 ára fangelsi fyrir nauðungarflutn- inga, morð og ofsóknir á hendur albönskum íbúum Kosovohéraðs. Kosovostríðinu lauk í júní 1999 eftir harðar loftárási Atlantshafs- bandalagsins á serba. Kosovo hlaut sjálfstæði fyrir rúmlega ári. - gb Fimm fyrrverandi leiðtogar Serba dæmdir fyrir stríðsglæpi: Milutinovic var sýknaður MILAN MILUTIONOVIC Sýknaður af ákærum um að hafa fyrirskipað ógnarherferð á hendur Kosovobúum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LETTLAND, AP Valdis Dombrov- ski, þingmaður á Evrópuþinginu, verður næsti forsætisráðherra Lettlands. Ríkisstjórn landsins sagði af sér í lok síðustu viku vegna óánægju landsmanna með frammi- stöðu hennar á krepputímum. Valdis Zatl- er forseti sagði Dombrovski hafa orðið fyrir val- inu vegna þess að nokkrir flokk- ar hafa lýst yfir stuðningi við hann. Dombrovski, sem er fyrr- verandi fjármálaráðherra, er sagður hafa víðtæka þekkingu á efnahagsmálum og stofnunum ESB. Lettland hefur farið illa út úr heimskreppunni. - gb Valdis valdi Valdis: Dombrovski myndar stjórn VALDIS DOMBROVSKI KÍNA, AP Þrír menn kveiktu í sér í grennd við Torg hins himneska friðar í miðborg Peking á mið- vikudag, að því er kínverskir rík- ismiðlar greindu frá. Að sögn Xinhua-fréttastofunn- ar voru tveir karlmenn og ein kona í bíl sem þau lögðu á fjöl- förnu gatnamótum og kveiktu í. Farið var með fólkið á sjúkrahús en ekki var ljóst hvort brunasár þeirra væru banvæn. Mótmælendur hafa átt það til að kveikja í sér í Peking á síð- ustu árum, ekki síst Falun Gong- iðkendur. - aa Mótmæli í Kína: Kveiktu í sér Fé fundið í tónlistarhús Fulltrúar menntamálaráðuneytis munu funda með fjárlaganefnd á mánudag til að ræða fjármögnun á hlut ríkisins í tónlistarhúsi við Austurhöfn, að því er kom fram í máli Gunnars Svavarssonar á Alþingi í gær. ALÞINGI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.