Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 7
6 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Íslandsbanki þarf að afskrifa vel á annan milljarð króna vegna sölu á Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, segir Birna Ein- arsdóttir bankastjóri. Hún segir að vegna óska tilboðsgjafa geti bank- inn ekki gefið upp kaupverðið. Frá upphafi var lögð áhersla á að hafa söluferli Árvakurs gagnsætt og opið, segir Birna. Það feli það í sér að allir hafi möguleika á að fá gögn og gera tilboð í fyrirtækið. Íslandsbanki ákvað á miðviku- dag að taka tilboði Þórsmerkur ehf. í Árvakur. Þórsmörk ehf. er í eigu Óskars Magnússonar, Guð- bjargar Matthíasdóttur, Þorsteins Más Baldvinssonar og fleiri. Bank- inn hafnaði tilboði ástralska fjár- festisins Steve Cosser, sem var um 200 milljónum króna lægra en til- boð Þórsmerkur ehf. Cosser vildi ekki ræða við Fréttablaðið í gær. Talsmaður hans segir sérfræðinga nú fara yfir útboðsferlið allt, þar sem atvik í því ferli hafi komið Cosser á óvart. Cosser treysti sér ekki til að tjá sig um málið fyrr en þeirri yfirferð sé lokið. Birna segir augljóst að mikið tap hafi verið á lánum til Árvak- urs. Afskrifa þurfi vel á annan milljarð króna. Vonandi verði hægt að upplýsa um nákvæmari upphæð þegar samningar séu lengra komn- ir. Afskriftirnar fari meðal annars eftir því hvernig rekstur félagsins gangi næstu árin. Skuldir Árvakurs voru um 4,5 milljarðar króna í janúar síðast- liðnum. - bj Sérfræðingar Steve Cosser fara yfir útboðsferli Íslandsbanka vegna Árvakurs: Afskriftir vel á annan milljarð BANKASTJÓRI ÍSLANDSBANKA Afskriftir Íslandsbanka vegna Árvakurs velta að einhverju leyti á gengi félagsins næstu árin að sögn Birnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Norðurlöndin eru staðráðin í að standa saman í bar- áttu gegn hneigð til verndarstefnu í heimskreppunni. Þetta lögðu forsætisráðherrar allra Norður- landanna fimm áherslu á er þeir ræddu við fjölmiðla eftir fund þeirra við Bláa lónið í gær. „Það er afar mikilvægt að ekki verði horfið til verndarstefnu og einangrunar heldur að við horfum á styrkleikana og þeir verði notað- ir til að sækja fram með grænum hagvexti,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra. „Við verðum að beita okkur eins og við getum á alþjóðavett- vangi gegn öllum hneigðum til verndarstefnu,“ sagði hinn danski starfsbróðir hennar, Anders Fogh Rasmussen. Vegna þess að öll Norðurlönd eru lítil opin hag- kerfi sem eru mjög háð frjálsum milliríkjaviðskiptum hefðu þau öll gríðarmikilla hagsmuna að gæta að kreppan verði ekki til þess að verndar- og haftastefna torveld- uðu alþjóðaviðskipti. Af þessari ástæðu væri að hans mati norrænt samstarf sennilega mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr. Anders Fogh sagði einnig að Danir fylgdust vel með þróun- inni á Íslandi og væru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að kom- ast sem fyrst út úr þeirri djúpu kreppu sem hér ríkir. Norski for- sætisráðherrann Jens Stoltenberg sagði umheiminn sjá Ísland sem dæmi bæði um kostina við hnatt- væðinguna og um ókostina sem nú hefðu leitt til þessa alvarlega ástands. Allir ráðherrar hinna Norður- landanna – Noregs, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar – lýstu samstöðu sinni með Íslending- um og vilja til að standa fast að baki hinum íslensku vinum sínum í þeim vanda sem þeir ættu nú í. Hins vegar hvíldi ábyrgðin á því að stýra Íslandi út úr kreppunni að sjálfsögðu fyrst og fremst á herðum Íslendinga sjálfra. Bæði sænski ráðherrann Fre- drik Reinfeldt og sá finnski, Matti Vanhanen, sögðu reynslu sinna landa af að ganga í gegn um alvar- lega kreppu á fyrri hluta tíunda áratugarins geta nýst til að hjálpa Íslandi að rata farsælustu leiðina út úr sínum vanda. Vanhanen lagði áherslu á mikilvægi nýsköpunar; hún væri stór þáttur í að leggja grunn að hagvexti framtíðarinn- ar. audunn@frettabladid.is KÁTIR ÞRÁTT FYRIR KREPPU Norrænu forsætisráðherrarnir Matti Vanhanen, Fredrik Reinfeldt, Jens Stoltenberg og Anders Fogh Rasmussen á áheyrendabekknum á norrænu hnattvæðingarráðstefnunni í Svartsengi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Norðurlönd saman gegn verndarstefnu Norrænu forsætisráðherrarnir eru sammála um að standa saman gegn vernd- arstefnu, enda eru það sameiginlegir hagsmunir allra lítilla opinna hagkerfa að tryggja að milliríkjaviðskipti verði áfram sem frjálsust, þrátt fyrir heimskreppu. ALÞINGI Karl V. Matthíasson, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af að útgerðarmenn hafi eignast Morgunblaðið. Óttast hann að aðeins sjónarmið kvótaeigenda muni heyrast í blaðinu. Lýsti hann þessu á Alþingi í gær og velti fyrir sér hvort, í ljósi þessa, ekki þyrfti að setja lög um fjölmiðla. Karl spurði fjármálaráðherra út í málið enda taldi hann Íslands- banka hafa veitt Morgunblaðinu óeðlilega fyrirgreiðslu og vildi vita um afskriftir vegna fyrirtæk- isins. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði málið ekki hafa komið á sitt borð, það hefði alfarið verið í höndum starfs- manna bankans og fyrirspurnum þyrfti að beina þangað. - bþs Karl V. Matthíasson: Moggakaup kunna að kalla á fjölmiðlalög STJÓRNMÁL Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsókn- arflokksins, fagnar yfirlýs- ingum Bjarna Benediktssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, um tillögu fram- sóknarmanna um niðurfell- ingu skulda um tuttugu prósent. Bjarni hefur sagt tillöguna ágæta og afskriftir koma fyllilega til greina. „Þetta eru skýr og jákvæð skilaboð,“ segir Siv og útilok- ar ekki að Framsókn leggi fram frumvarp um málið. „Við vilj- um koma okkar málum áfram og erum opin fyrir að gera það með öðrum.“ - bþs Niðurfelling skulda um 20%: Skýr og jákvæð skilaboð Bjarna SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR DÓMSMÁL Liðsmaður vélhjóla- klúbbsins Fáfnis hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi fyrir að ráðast á tollvörð í Leifsstöð í febrúar í fyrra. Mað- urinn, sem er tæplega fertug- ur, reiddist mjög þegar leitað var að fíkniefnum í farangri hans og endaði það með því að hann rak öxl sínu af miklu afli í bringu toll- varðar svo sá missti andann og kenndi sér meins í nokkurn tíma. Áður hafði maðurinn, sem var íklæddur einkennismerktu leður- vesti Fáfnis, gefið fíkniefnahundi hnéspark. Hundurinn hafði fund- ið af honum fíkniefnalykt. Ekkert fannst við leitina. - sh Dæmdur fyrir árás á tollvörð: Fáfnisliði gaf hundi hnéspark Telur þú að Jón Baldvin Hanni- balsson verði næsti formaður Samfylkingarinnar? Já 18,5% Nei 81,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú fundið flöskuskeyti? Segðu skoðun þína á vísir.is STJÓRNMÁL „Frá fyrsta degi var litið á okkur sem vildum búa til stóran og öflugan flokk sem óvini af Vestfjarðaklíkunni svokölluðu. Klíkan vildi bara að flokkurinn væri lítill klúbbur sem reddaði örfáum vinnu, og því fór sem fór. Við gáfumst bara upp,“ segir Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður kjör- dæmaráðs Frjálslynda flokksins í Reykja- vík suður. Þóra og Tryggvi Agnarsson, fyrrum kollegi hennar í Reykjavík norð- ur, sögðu sig formlega úr flokknum á þriðjudag ásamt varaformönnum og riturum ráðanna. Þá hefur Kristinn H. Gunnarsson þingmaður einnig sagt sig úr flokknum. Þóra segir stöðugan straum af úrsögnum úr flokknum hafa hafist í haust. „Það er mjög slítandi og mannskemm- andi að vera í svona félagsskap þar sem maður er óvelkominn og stanslaust grunað- ur um græsku. Jafnvel fólk sem hefur verið í flokknum frá upphafi hefur gefist upp.“ Að sögn Þóru ríkir óstjórn í yfirstjórn Frjálslyndra, þar sem spilling og einka- vinavæðing ráði ríkjum. „Okkur fannst flokkurinn líka standa sig afar illa í brennandi málum eins og afnámi kvótakerfisins. Á nýlegum miðstjórnarfundi kom fram að Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður flokksins, er kvóta- eigandi. Þetta finnst okkur alls ekki viðeigandi og gæti orsakað hagsmunaárekstra, en sjálfur sér Guðjón ekkert að þessu,“ segir Þóra. Hún býst við að margt af því fólki sem yfirgefið hefur Frjáls- lynda á síðustu vikum stofni nýjan flokk, en það skýrist á næstu dögum. Ekki náðist í Guðjón Arnar Kristjánsson við vinnslu fréttarinnar. - kg Kristinn H. Gunnarsson og stjórnarmeðlimir kjördæmaráða: Sögðu sig úr Frjálslyndum ÞÓRA GUÐMUNDS- DÓTTIR HÆTTUR Í FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM Kristinn H. Gunnarsson er genginn úr Frjálslyndaflokknum. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.