Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 13. mars 1991 UTLOND ' V ,. % s ' %' Baker fer til Sýrlands í dag UTUTI ALDREI VERIÐ BJARTARA Menn sjá nú fram á nokkra möguleika á að leysa deilumál ísraels- manna og araba. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hefur forystu fyrir friðartilraununum, sagði í fsrael á mánudag að útlit væri fyrir tilslakanir hjá báðum aðilum. Baker fer frá ísrael til Sýrlands í dag. í gær átti Baker viðræður við full- trúa Palestínuaraba á herteknu svæðunum. Frelsissamtök Palestínu (PLO) áttu ekki fulltrúa á fundinum en gáfu út samþykki sitt fyrir við- ræðunum. Á mánudagskvöld ræddi Baker við utanríkisráðherra ísraels, David Levy, og sagði Levy að lokn- um þeim viðræðum að hann teldi aö stefnubreyting heföi orðið hjá arö- bum sem gæfi vonir um einhvern árangur. Baker hvatti ríkisstjórn ísraels um að sýna sveigjanleika. Baker kemur til Damascus, höfuð- borgar Sýrlands, í dag. Þar mun hann eiga viðræður við sýrlensk stjórnvöld. Opinberir fjölmiðlar í Sýrlandi lofuðu í gær Bandaríkin fyrir jákvæða afstöðu sem þau hefðu tekið í málefnum araba og ísraela. Þetta er í fyrsta skipti í fjölmörg ár sem Sýrlendingar lofa stefnu Banda- ríkjastjórnar. Arabaþjóðirnar hafa hingað til kraf- ist alþjóðlegrar ráðstefnu til að leysa Palestínumálið en því hafa ísraels- menn hafnað og Bandaríkjamenn hafa ekki verið ýkja hrifnir af þeirri hugmynd. En í gær lýsti Hosni Mu- barak Egyptalandsforseti því yfir að nú væri ekki hentugur tími til slíkr- ar ráðstefnu. Slík ráðstefna þyrfti mikinn undirbúningstíma. Þessi yf- irlýsing þykir bera vott um samn- ingsvilja araba. En ekki eru allir eins bjartsýnir á árangur viðræðnanna. Margir stjórnmálafræðingar eiga erfitt með Baker er nokkuð bjartsýnn á árangur. að sjá fyrir sér að Baker takist að fullnægja kröfum Palestínuaraba um sitt eigið land og sannfæra ísra- elsmenn um að þeir ógni ekki ör- yggi þeirra. Þeir telja að aðalvanda- málið sé skortur á trausti deiluaðila til hvors annars. Egypskur embætt- ismaður taldi að PLO þyrfti að við- urkenna mistök sín með að tengja innrás íraka í Kúvæt við Palestínu- málið. Vestrænn embættismaður taldi að friðarviðræður mundu ekki bera árangur nema skipt yrði um forystu hjá PLO. Að öðrum kosti yrði að bíða þar til hún hætti stuðn- ingi sínum við íraka og aflaði sér al- þjóðlegs trausts. Reuter-SÞJ Kosningarnar í El Salvador: TALDAR STYRKJA FRIÐARVIÐRÆÐUR Stjómmálaleiðtogar hægrímanna og vinstrísinnaðir skæruliðar í E1 Salvador telja að niðurstaða kosn- inganna á sunnudag muni koma til með að efla fríðarviðræður milli þeirra sem verið hafa undir stjóm Sameinuðu þjóðanna. Opinberar niöurstöður kosninganna lágu ekki fyrir en Arena, stjómarflokkur hægrímanna, lýsti yfir sigri og hóf- samir vinstrímenn em taldir hafa þrefaldaö fylgi sitt. Borgarastyrjöld hefur geisað í land- inu í ellefu ár milli vinstrisinnaðra skæruliða Þjóðfrelsishreyfingar Farabundo Marti (FMLN) og stjórn- arinnar sem er studd af Bandaríkj- unum. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú í eitt ár reynt að miöla málum milli stríðsaðila. Útvarpsstöð í San Salvador, höfuðborg landsins, sagði á mánudag að stjórnin og leiðtogar skæruliða mundu hittast 21. mars í Mexíkóborg eða San Jose á Kosta Ríku til frekari samningaviðræðna. FMLN lýsti yfir þriggja daga vopna- hléi meðan á kosningunum stóð en sögðust halda stríðinu áfram á mánudag. Hins vegar bættu þeir við að líkur á friðsamlegri lausn deilu- mála þeirra og hægrimanna hefðu aukist eftir kosningarnar. Þeir sögðu að vinstrisinnað fólk hefði nú meiri stjórnmálavöld en áður og þeir mundu nýta sér það. Ruben Zamora, leiðtogi sambands vinstriafla, Lýðræðisfylkingarinnar, sem varð í þriðja sæti í kosningun- um, sagði að sigur vinstrimanna væri það stór að þeir væru farnir að hafa áhrif og gerði það að verkum að þingið yrði góður málsvari friðar- viðræðna. „Hingað til hefur það (þingið) verið nokkurs konar drag- bítur (á samningaviðræður),“ sagði Zamora. Bandarísk stjórnvöld fögnuðu kosningaúrslitunum og sögöu að þau yrðu til að auka líkurnar á friði í iandinu. Reuter-SÞJ Sterar streyma frá USSR til Finnlands Flóttamennimir sem fóm til Italíu hafa flestir snúið aftur. Albanía: Tekur upp stjórn- málasamband við BNA Stjórnvöld í Albaníu munu taka upp stjórnmálasamband við Banda- ríkin þann 15. mars, að sögn opin- beru fréttastofunnar ATA í gær. Fréttastofan sagði að utanríkisráð- herra landsins, Muhamet Kapllani, mundi fara til Washington 15. mars og undirrita formlegan samning milli landanna. Stjórnmálasamband landanna rofnaði þegar Ítalía réðst inn í land- ið árið 1939 rétt áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Stalínistinn Enver Hoxha komst til valda í Al- baníu upp úr heimsstyrjöldinni og í hans tíð einangraðist Albanía frá umheiminum. Arið 1961 slitu AI- banir stjórnmálasambandi við Sov- étríkin og við Kína árið 1977. En frá því Hoxha féll frá árið 1985 hefur núverandi forseti landsins, Ramiz Alia, fylgt gjörbreyttri stefnu. Utanríkisráðherra Ítalíu sagði á mánudagskvöldið að stjórnvöld í Al- baníu hefðu ákveðið að láta alla pól- itíska fanga lausa. Talsmaður stjórn- arandstöðunnar sagði að allt að 200 pólitískir fangar væru enn í haldi en albönsk stjórnvöld segja töluna vera mun lægri. Reuter-SÞJ Júgóslóvíu boöað til neyðarfundar Smygl á uppbyggjandi sterum frá Sovétríkjunum til Finnlands hefur tí- til fimmtánfaldast á síðustu þremur eða fjórum árum að sögn finnskra yfirvalda. Mest kemur frá Eistlandi, en sjó- leiðin yfir Eystrasaltið til Finnlands er ekki nema 80 km. í janúar höfðu tollyfirvöld fundið 66 þúsund stera- töflur en allt árið í fyrra fundust ekki nema 78 þúsund töflur. Sterar geta hjálpað íþróttamönn- um að byggja upp vöðva en þeir auka hættuna á hjarta-, lifrar- og nýrnasjúkdómum. Einnig er talið að sterar auki hættuna á krabbameini. Sumir vísindamenn telja stera vera vanabindandi. Tollyfirvöld í Finnlandi telja að markaðsverðið á steratöflunni sé a.m.k. tíu mörk (150 kr. ísl.) og það mun vera tíu til tuttugu sinnum sá kostnaður sem smyglarinn þarf að leggja út í. En almennt hefur smygl frá Sovét- ríkjunum til Finnlands aukist og helsta ástæðan er talin vera eftir- sókn í trausta gjaldmiðla. Meðal smyglvarningsins er m.a.s. kjöt sem nú er mikill skortur á í Sovétríkjun- um. Reuter-SÞJ Forsetaráð Borisav Jovic, forseti Júgóslavíu, boðaði forsetaráð Júgóslavíu til neyðarfundar í gær að ósk varnar- málaráðuneytisins. Hann sagði að ráðið mundi ræða ástand ríkja- bandalagsins. í forsetaráðinu eru forsetar lýð- veldanna átta. Ráðið er æðsti yfir- boðari hersins og hefur vald til að lýsa yfir neyðarástandi og herlögum. Tanjung-fréttastofan sagði í gær að öllum fundum júgóslavneska þings- ins hefði verið frestað um sinn vegna krafna yfirvalda í Slóveníu og Króatíu um að forsetaráðið skipaði hernum opinberlega að fara úr Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu og Serbíu. Herinn fór úr borginni á sunnudag án opinberrar tilskipunar. í gær gekk stjórnarandstaðan út af serbneska þinginu því þeim fannst stjórnvöld ekki vilja koma nógu mikið til móts við kröfur stúdenta. Þingið samþykkti að láta fara fram rannsókn á árekstrum mótmælenda og lögreglu sem leiddu til að tveir menn létust og hátt í hundrað manns slösuðust en að öðru leyti fengu kröfur stúdenta engan hljóm- grunn. Síðar um daginn sögðu fimm yfirmenn opinberra fjölmiðla í Serbíu af sér og að sögn Tanjung- fréttastofunnar var það vegna þrýst- ings frá serbneskum stjórnvöldum. Afsögn þeirra var ein af meginkröf- um stúdenta. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Nikósía - Byltingarmenn í Irak sögðu í gær að írösk stjómvöld heföu tekið um 5 þúsund konur og böm í gíslingu og hótað að drepa þau ef uppreisnin gegn Saddam yrði ekki stöðvuð. Ut- varpiö f Teheran sagöi að her- menn hliöhollir Saddam hefðu notaö napalm-sprengjur gegn byttingarmönnum. Kairó - Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gær að nú væri ekki rétti tíminn til að halda alþjóölega friðarráðstefnu um vandamál Miðausturianda því slík ráðstefna þyrftí mikinn undir- búningstíma. Hann lagði þess í stað áherstu á að arabar og fsra- elsmenn mundu leysa sín mál sjálfir. Hann sagöi einnig að PLO væm einu lögmætu fulltrúar Pal- estínuaraba þrátt fyrir stuðning samtakanna viö fraka í Persa- flóastríðinu. Damascus - Sýrland lofaöi i gær þá stefnu sem Bandaríkja- menn hafa tekið í Palestínumál- inu. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kemur tíl Sýríands í dag. Bagdad - frösk stjómvöld sögðu í gær að sm'rtsjúkdómar eins og taugaveiki og kólera breiddust nú út í landinu og að háttsettir aö- stoðarmenn Saddams færu nú um landiö til að koma á röð og reglu. Vín - Stjómvöid í Albaníu hafa ákveðið að taka upp stjómmála- samband viö Bandaríkin. Þau stefna að því að undirrita samn- ing milli tandanna þann 15. mars. Belgrad - Forsetaráð Júgóslav- iu var kallað saman i gær vegna ástandsins í landinu. Það hefur vald tii að lýsa yfir neyðarástandi og setja heriög. Befgrad - Dusan Mitevic, yfir- maður Belgrad sjónvarpsins og útvarpsins, sagðí af sér I gær ásamt flórum öðrum fjölmiðla- mönnum. Mótmælendur höfðu krafist afsagnar Mitevic vegna hlutdrægni með kommúnistum. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.