Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Hatnarhusinu v Tryggvogotu,
S 28822
Ókeypis auglýsingar
fynr^rinstaklingcj
POSTFAX
91-68-76-91
s/p' HOGG-
> DEYFAR
Verslió hiá fagmönnum
varahluti
HamarsbófAa 1 - s. 67-67-44
TVÖFALDUR1. vinningur
<v
I í niinn
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um svar Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar um vaxtamál:
„Svarið er hneyksli"
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að svar Seðla-
banka íslands við ósk rfldsstjómarinnar um tillögur frá bankan-
um um leiðir til að lækka raunvexti, sé hneyksli. Hann segist
ætla að ræða þetta mál nánar á næsta ríkisstjómarfundi. Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra segir enga ástæðu til að hafa hörð
orð um svar bankans. Hann segist þó viðurkenna að ástæða sé til
að lækka nafnvexti vegna þess að verðbólga sé nú lægrí en spáð
hafi verið.
„Þetta svar kemur í sjálfu sér ekki
á óvart. Svarið er að mínu mati
hneyksli. í því er lítið rætt um
leiðir til að lækka vexti og öllum
tillögum ríkisstjórnarinnar hafn-
að. Margt í svarinu er alls ekki rétt.
í yfirliti bankanna um vexti nú
kemur fram að vextir á óverð-
tryggðum skuldabréfum eru nú
15,5%. Þjóðhagsstofnun og Hag-
stofa íslands telja að verðbólga sé
nú 5,3%, þannig að vextir á þess-
um bréfum eru yfir 10%. Bank-
arnir hafa síðustu mánuði haldið
því fram að þeir verði að hækka
vexti á óverðtryggðum bréfum til
samræmis við vexti á verðtryggð-
um bréfum. Um daginn tókst með
látum að fá bankana til að lækka
vexti á verðtryggðum skuldabréf-
um niður í 8%, þannig að rök
bankanna um að það þurfi að
hækka vexti á óverðtryggðum lán-
um, til að samræma vaxtakjör,
standast ekki,“ sagði Steingrímur.
Steingrímur sagði að það væri
mjög erfitt fyrir stjórnvöld að beita
sér í þessu máli þegar Seðlabank-
inn væri svona stemmdur í mál-
inu. Steingrímur sagðist ætla að
taka þetta mál til umræðu á ríkis-
stjórnarfundi á föstudaginn.
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra sagðist ekki telja ástæðu til
að hafa hörð orð um svar Seðla-
bankans. Hann sagði að í svarinu
sé bent á að vextir hér á landi séu
svipaðir eða litlu hærri en í Vestur-
Evrópu. „Ég held að þetta sé rétt
hjá bankanum og þess vegna sé
ekki ástæða til að beita níundu
grein Seðlabankalaganna sem
kveður á um að bankinn hlutist til
um vexti með beinni íhlutun ef
vextir hér á landi séu mikið hærri
en í nágrannalöndum okkar,“
sagði Jón.
1 svari Seðlabankans er hafnað
þeim óbeinu aðgerðum sem ríkis-
stjórnin hefur bent á og taldar eru
geta leitt til lægri vaxta. Bankinn
telur aðgerðirnar fallnar til að
auka þenslu.
Viðskiptaráðherra sagðist telja
rétt að vextir lækki í samræmi við
lækkandi verðbólgu. „Verðbólgu-
hraðinn hefur verið minni en spáð
var og ég lít svo á að í svari Seðla-
bankans felist yfirlýsing um að
bankinn ætli að beita sér fyrir
lægri vöxtum. Það mætti ganga
skarpar fram í því en gert hefur
verið og ég mun hvetja bankann
til að gera það.“
Telur þú að vextir séu of háir í dag
ef tekið er mið af nýjustu upplýs-
ingum um hraða verðbólgunnar?
„Já, ég held að það sé alveg tíma-
bært að líta á nafnvextina. Það er
greinilegt á þeim samanburði sem
finna má á þessu svari Seðlabank-
ans að vextir á ríkisskuldabréfum
eru hærri en í löndunum í kring
þótt vextir á venjulegum við-
skiptalánum séu svipaðir. Þetta
vekur okkur til umhugsunar um
hvernig við eigum að fara að því að
lækka vextina. Ég held að þar sé
mikilvægast að stilla í hóf lánsfjár-
þörf ríkisins og síðan, ef til lengri
tíma er litið, að leyfa samkeppni
við erlent lánsfé. Samkeppni á
þessu sviði er nauðsynleg eins og
Seðlabankinn bendir á í svarinu og
forsætisráðherra hefur margoft
bent á,“ sagði viðskiptaráðherra.
- EÓ
Ríkisstjórnin svarar Seyðfirðingum:
Byggðastofn-
un sett í málið
Harður þriggja bfla árekstur varð á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar í gærmorgun. Þrír voru
fluttir á slysadeild en ekki er vitað hve mikið fólkið slasaðist. Tímamynd: Pjetur
Geta fslendingar ekki sjálfir veitt þá rússarækju sem þeir kaupa og veidd er við Svalbarða?
Loðnuskip til rækju-
veiða við Svalbarða?
I umræðum á Alþingi um ráðstaf-
anir vegna aflabrests í loðnuveiðum
kom Stefán Guðmundsson, alþing-
ismaður, með þá hugmynd að senda
tvö góð loðnuskip til tilraunaveiða á
rækju við Svalbarða. Undanfarin ár
hafa rækjuverksmiðjur keypt tals-
vert magn af rækju sem veidd er við
Svalbarða. Þetta er hin svokallaða
rússarækja, en Sovétmenn Norð-
menn, Færeyingar og fleiri þjóðir
veiða rækju á þessu hafsvæði.
Stefán sagðist vera sannfærður um
að það væri vel þess virði að gera
þessa tilraun því að með henni feng-
ist mikill fróðleikur um veiðarnar.
Hann sagðist ennfremur vera sann-
færður um að þessar veiðar myndu
skila hagnaði. Hann sagðist telja
skynsamlegt að stjórnvöld reyndu
að ná samningum við íslenska út-
gerðaraðila um þessar tilraunaveið-
ar.
Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrif-
stofustjóra í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, hefur öðru hverju verið rætt
um það síðustu tvo áratugi að senda
skip til rækjuveiða við Svalbarða.
Hann sagði að ráðuneytið hefði rætt
um þetta við Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna, en enn sem
komið er hefði enginn útgerðaraðili
reynt að veiða á þessum slóðum.
Hann sagði að á sínum tíma hefði
verið rætt um að hugsanlegt væri að
styrkja slíkar veiðar með einhverj-
um hætti, t.d. olíustyrk.
Jón sagði að ekkert væri því til fyr-
irstöðu að íslendingar nýttu sér
þennan fiskistofn. Hann sagði að
Norðmenn vildu ekki fá meiri sam-
keppni í þessum veiðum, en ekkert
benti til að þeir gætu komið í veg
fyrir veiðar íslenskra skipa á þessum
slóðum.
Jón sagði ljóst að það þyrfti nokkuð
öflug skip tii þessara veiða því að
langt væri á miðin og ekki væri víst
að Norðmenn væru tilbúnir til að
veita íslenskum skipum sömu þjón-
ustu og norskum skipum sem
stunda þessar veiðar. -EÓ
Eins og kom fram í Tímanum í gær
hafa fulltrúar fiskvinnslufólks á
Seyðisfirði farið þess á leit við ríkis-
stjórnina að hún reyni að Ieysa
vanda fiskvinnslunnar á staðnum.
Tfminn hafði samband við Halldór
Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra
og fyrsta þingmann Austfirðinga,
og spurði hann um viðbrögð ríkis-
stjómarinnar.
„Ríkisstjórnin hefur samþykkt, að
veita sérstöku fé til Byggðastofnunar
til að greiða fyrir lausn mála á Seyð-
isfirði. Jafnframt er Byggðastofnun
tilbúinn að ræða frekari lánveitingar
tii atvinnulífsins þar. Það er til um-
fjöllunar að efla járniðnað á Seyðis-
firði, m.a. að koma þar upp slippi.
Lykillinn að áframhaldandi fisk-
vinnslu á Seyðisfirði er hins vegar sá
að samkomulag náist milli aðiia þar
um að vinna meira af þeim fiski, sem
Halldór Ásgrímsson.
þar aflast, á staðnum. Ég vona að
það muni takast að leysa þessi mál
með farsælum hætti," sagði Halldór
Ásgrímsson. -aá.
Holtavegur tekinn
út úr skipulaginu
Á borgarráðsfundi í gær var samþykkt tillaga um að
Holtavegur, sem liggur niður í Laugardalinn, verði
ekki inni á framtíðarskipulagi Laugardalssvæöisins.
Umræða spannst um fyrirhugaðar vegaframkvæmdir
eftir Laugardalnum og Sigrún Magnúsdóttir, borgar-
fulltrúi Framsóknar, bókaöi að hún gæti fallist á þau
áform sem miðuðu að því að gera útivistarsvæði og
fyrirhugað tónlistarhús aðgengilegt umferð en undir-
strikaði andstöðu við að Holtavegur yrði gerður að
tengibraut þvert yfir dalinn. í kjölfar bókunar Sigrún-
ar kom fram tillaga frá meirihlutanum um að faUið
yrði frá lagningu Holtavegar og hann tekinn út úr
framtíðarskipulagi Laugardalsins. Þessi tillaga var
samþykld. - BG