Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.03.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 13. mars 1991 Miðvikudagur 13. mars 1991 Tíminn 9 Grfðarstór loðdýraskáli skiptir um hiIutverk nyrð „Aðstaðan verður engu lík, “ segja forsvarsmenn hestamanna Á Ytra-Holti í Svarfaðardal er nú unnið af krafti við að innrétta fyrrum refaskála. Hestamannafélagið Hringur í Svarfaðar- dal og á Dalvík keypti þennan 4500 fer- metra skála úr þrotabúi Pólarpels, og í framtíðinni mun skálinn verða hesthús fyrir Dalvíkinga, auk þess sem þar verður reiðgerði og ýmiss konar aðstaða fyrir hestamenn. Skálinn er 160 metra langur og 28 metra breiður, og opnar hesta- mönnum mikla möguleika. Þá hefur Dal- víkurbær keypt jörðin Ytra-Holt, og verður hún leigð hestamönnum undir starfsemi sína. Að sögn Ingva Baldvinssonar, formanns Hrings, var kaupverð skálans 8,5 millj- ónir, og voru kaupin fjármögnuð þannig að einstaklingum var seldur stærstur hluti skálans undir hesthús. Afgangur- inn af húsinu verður sameiginleg að- staða í eigu Hrings. Þegar er í húsinu kaffistofa og hreinlætisaðstaða, en hesta- menn gera ráð fyrir að innrétta fundar- sal, og ætlunin er að útbúa þvottaað- stöðu fyrir hrossin. Þá á Hringur einnig svæði í húsinu sem ætlað er undir reið- gerði (20x60m), með aðstöðu fyrir áhorf- endur til hliðanna. Ingvi sagði að þetta innanhúss reiðgerði opnaði hestamönn- um mikla möguleika, sérstaklega yfir vetrartímann, því hægt verður að stunda þjálfun, tamningu, hafa sýningar og reka reiðskóla hvernig sem viðrar. Nýtist fleirum en hestamönnum Ingvi sagði að til að byrja með yrði höf- uðáherslan lögð á að koma gerðinu í gagnið, en önnur félagsaðstaða látin sitja á hakanum. Breyta þarf þaki skálans yfir gerðinu og setja kraftsperrur, og samkvæmt fjárhagsáætlun kostar sú framkvæmd ein um 3 milljónir króna. Þótt gerðið sé einkum ætlað hestamönn- um, hafa önnur félagasamtök og trimm- fíklar rennt til þess hýru auga. Knatt- spyrnumenn, stangveiðimenn, kylfingar og „frístundaskokkarar“ hafa spurst fyrir um hugsanleg afnot af aðstöðunni. Þau mál eru á umræðustigi, en öllum mögu- leikum haldið opnum. 29 hesthús undir sama þaki í þeim hluta hússins sem einstaklingar keyptu er nú unnið að því að innrétta 29 hesthús. Hesthúsin eru misstór, allt frá 50- 200 fermetrum, og er ráðgert að þar verði hægt að hýsa 300-400 hross. Eftir endilöngu húsinu er vélgengur gangur með eldvarnarveggjum til beggja hliða. Sitt hvorum megin við gangin eru hest- húsin, með hlöðum, hnakkageymslum og tilheyrandi. Þá eru niðurgrafin haug- hús, ýmist undir hesthúsunum sjálfum eða utandyra. Hestamennirnir eru mis- langt komnir með að innrétta aðstöðu sína. Árni Óskarsson, sem sæti á í hús- nefnd, segir að stefnt sé að því að eld- varnarveggirnir og hlöðurnar verði til- búnar fyrir haustið, svo hestamenn geti sett eitthvert hey þar inn. Samkvæmt ákvörðun Dalvíkurbæjar þurfa hesta- menn að flytja sig úr núverandi hest- húsahverfum fyrir næstu áramót, og því þurfa hesthúsin að vera tilbúin fyrir þann tíma. Eins og áður sagði var öll aðstaða fyrir hesthúsin seld einstaklingum. Árni segir að í framtíðinni sé hugsanlegt að Hring- ur kaupi síðan aftur aðstöðu fyrir nokkra hesta, með það fyrir augum að geta t.d. leigt unglingum bása. Slíkt myndi efla áhuga unglinga á hestamennsku, og gera þá virkari í félagsstarfinu. Félag hrossabænda íhugar að fá aðstöðu í húsinu Félag hrossabænda, eða sú deild sem nær yfir Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar- sýslu, hefur sýnt áhuga á að kaupa eða leigja aðstöðu í húsinu. Málið var til um- ræðu á fundi félagsins nýverið, en ákvörðun ekki tekin. Baldvin Baldvins- son, formaður félagsins, segir að þessi mál séu í skoðun. Endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin, en stjórn félagsins muni fylgjast grannt með þróun mála í Hestamiðstöðinni, en þar sem aðstaða þar verði ekki fyrir hendi strax, muni Fé- lag hrossabænda reyna fyrir sér í leigu- húsnæði fyrst um sinn. Baldvin segir að f.o.f. sé haft í huga að koma upp aðstöðu fyrir dýralækna, þ.e. til röntgenmynda- töku og blóðsýnatöku vegna skoðunar á útflutningshrossum, og jafnvel aðstöðu Hestamannafélagið Hringur í Svarfaðardal og é Dalvík hefur keypt 4500 fermetra loðdýraskála að Ytra-Holti og breytt honum í eins konar félagsmiðstöð hesta og manna. Eftir Halldór Inga Ásgeirsson Akureyri Mynd: Baldur Þórartnsson fyrir sölu- og sýningarhross. Baldvin segir það stórt hagsmunamál fyrir hrossabændur að koma upp skoðunarað- stöðu og útflutningsmiðstöð á Norður- landi. í því sambandi hljóti Hestamið- stöðin í Ytra-Holti að vera efst á blaði, því hliðstæð aðstaða finnist ekki. Eins og staðan er nú, þurfa norðlenskir hrossa- bændur að kosta flutning á öllum sölu- hrossum til Reykjavíkur, og ef þau ein- hverra hluta vegna fá ekki skoðun til út- flutnings, þarf að kosta þau norður aftur. í framtíðinni væri jafnvel hægt að flytja beint út frá Norðurlandi. Dalvíkurbær mun styðja við bakið á hestamönnum Dalvíkurbær keypti jörðina Ytra-Holt sem skálinn stendur á. Kaupverðið var um 10 milljónir króna, og segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, að jörðin hafi verið keypt með það fyrir aug- um að skapa hestamönnum aðstöðu íyrir starfsemi sína, svo og að tryggja Dalvík- urbæ aukið landrými. Jörðin er um 90 hektarar, þar af um þriðjungur ræktað land, og mun í framtíðinni verða leigð hestamönnum. Kristján segir að það sé yfirlýst stefna bæjarstjórnar að styðja við bakið á hestamönnum við að koma sér upp aðstöðu. Kristján segir að á fjárhags- áætlun Dalvíkurbæjar sé gert ráð fyrir 800 þúsund króna framlagi til hesta- manna. Varðandi frekari stuðning sagði Kristján að málefni hestamanna ættu eftir að fá nánari umfjöllun í bæjar- stjórn, og því lítið hægt að segja meira á þessu stigi. Aðspurður um aukafjárveit- ingar vegna hugsanlegrar aðstöðu fyrir önnur félagasamtök í Hestamiðstöðinni sagði Kristján að slíkt hefði ekki komið til tals. Hins vegar fengju umrædd félög styrk frá Dalvíkurbæ og ráðstöfuðu hon- um að vild. Framtíðarsýn hestamanna Þótt framkvæmdir séu komnar í fullan gang, er enn mikið verk óunnið. Ingvi Baldvinsson, formaður Hrings, segir að horft sé fram á veginn, og í framtíðinni verði þarna aðstaða fyrir hestamenn eins og hún gerist best. Á skipulagi er gert ráð fyrir akbraut kringum skálann. Utan hennar verða reiðgerði. Norðan hússins var búið að undirbyggja fyrir annan refa- skála. Þar er gert ráð fyrir beinni braut og hringvelli til þjálfunar, en svæði Hrings á Flötutungum mun áfram verða aðal sýningarsvæðið. Framkvæmdahrað- inn mun að sjálfsögðu ráðast af því hversu vel gengur að útvega fjármagn. En hestamenn eru bjartsýnir og segir Ingvi Baldvinsson að þarna skapist að- staða sem verði engu lík hérlendis, og verði af því að Félag hrossabænda verði með aðstöðu í húsinu, mun það verða gífurleg lyftistöng fyrir hrossarækt og hestamennsku almennt á Norðurlandi. hiá-akureyri. H R»i6hoII g»rfli 2OK<.0m s — l H H ' K E d = H ■ Hi I | J ' 1 iizL e r, rs' R _ —B — n.i 1 j—^ r 1 T —i Fog R ! !M jH H r ■cp M ti_r±a_rta m_rd TF JL 1 ^ r: rr irrLn R og F H i y E 3 r 1 1 | - lr rl . J LJ ti! Fundc- og ,eicgsafls*oðo ir 'fcX Hohahjrto | trí tA L r t r f 0 fi I TZU IJ ~r U________lí 1 r Grunnteikning af einu stærsta hesthúsi Norðurálfu. 44- T - H i w s RB :H 3 I K Lel J r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.